Fegurðin að innan þykir best Geir Ólafsson og Geir Jón Grettisson skrifa 1. maí 2022 21:00 Þessi orð stórskáldsins frá Siglufirði ætti að vera einkenni okkar Miðflokksmanna til Kópavogsbúa nú þegar við stöndum á þessum tímamótum. Er staðan ekki orðin sú að Kópavogur hefur ekki lengur fleiri lóðir fram að bjóða? Við stöndum hreinlega á krossgötum. Lóðirnar uppseldar enda búið að laða mikið af eðal fólki í Kópavoginn. Miðflokksmenn spyrja hver er rétta stefnan. Borgarlína ? Þétta byggð ? Gæluverkefni að hætti Reykjavíkur? Nei við viljum staldra við og segja að áherslur geta ekki lengur miðast við útlitið. Nú verðum við að hlúa að innlitinu. Innri málefni í forgangsröðina segjum við. Leikskólamál, skólamál, öldrunarmál eða eins og við segjum – rækta okkar innri fegurð. Fegurðin að innan þykir best – hefur alltaf verið – og því má aldrei gleyma. Ættum við að dæla okkar góða skattfé í borgarlínu sem að minnir jú helst á þegar útrásarvíkingarnir spurðu hvort ekki væri tíminn til að borða gull? Já takk en nei takk segjum við. Farið hefur fé betra. Heilbrigð skynsemi segir okkur allt annað. Fegurðin kemur innan frá og nú er rétti tíminn að dæla fé í leikskólamál, skólamál öldrunarmál ! Jú búið er að fegra torgin og malbika sem er allt gott og blessað varðandi útlitið en nú er komið að innlitinu. Tími til kominn að rækta okkar innri mann. Tími til að horfa á hvert annað með okkar innri augum. Öll eigum við innri augu en við látum ytra útlitið allt of oft blinda okkur. Sum okkar eru svört, gul, rauð og hvít. Sum okkar erum aum, lítil og ljót. Sum eru með Hollywoodtennur. Við Miðflokksmennn horfum ekki á útlitið og leitumst að sjá og heyra hver er þinn innri maður. Við viljum tryggja og viðhalda gott samfélag sem hefur náðst í Kópavogi. Miðflokkurinn er rétti flokkurinn að minna á heilbrigða skynsemi. ... Í fyrsta sæti. Við verðum að hækka laun leikskólakennara og leiðbeinenda. Leikskólinn er hornsteinn samfélagsins segjum við. Sé þessi málaflokkur í ólestri hverfur hæfa, menntaða fólkið úr stéttinni og málaflokkurinn leggst í ólestur. Er það skynsamlegt ? Nei segjum við Miðflokksmenn. Rífum þennan málaflokk upp á þann stall sem hann á skilið. Foreldrar eru í krefjandi störfum og verða að geta teyst því þessi málaflokkur sé bara í toppstandi. Að börnin litlu séu við bestu aðstæður. Fá mat, leik og hvíld miðaða við bestu aðstæður sem völ er á. Það færi best á því að hefja kennslu lesturs og stærðfræði strax við þriggja ára aldurinn. Biðin eftir leikskólaplássi ætti að vera engin. Við Miðflokksmenn viljum fá umboð og ábyrgð til að koma þessum málaflokki í gott lag í eitt skipti fyrir öll. Verum ekki fávitar. Höfum þennan málaflokk í eðal ástandi. Miðflokkurinn er svarið. ... Í öðru sæti forgangsins eru skólamálin. Þegar börnin okkar – einhverra hluta vegna – ná ekki að læra að lesa skrifa og reikna þá er alvarleg staða komin upp og illa komið á fyrir okkar samfélag. Óviðunandi ástand og við Miðflokksmenn viljum ekki una þessu ástandi og munum ekki una okkur hvíldar fyrr en komið er að rót vandans sem við efumst ekki um að sé flókin. Staðan er hreint út sagt óviðunandi og okkar markmið hljóta að vera þau að hvert og einasta barn nái að læra að lesa, skrifa og reikna. Enda er það borgarlegur réttur hvers barns fyrir sig að svo sé. Við sem samfélag erum að bregðast okkar litlu skjólstæðingum og það eru svik við kjósendur sé þessi málaflokkur ekki kominnn á rétt ról. Hluti vandans liggur í því að það vantar bæði fleiri þroskaþjálfa og barnasálfræðinga inná skólana til að sinna sérvandamálum svo að aðrir fái skjól til að þroskast eðlilega og á sínum hraða. Verum fagleg og umhyggjusöm. Vilji er allt sem þarf. Miðflokkurinn hefur bæði viljann og metnaðinn að koma okkar skólamálum í toppstand ! ... Í þriðja lagi. Öldrunarmál. Það virðist gleymast allt of oft að tíminn vinnur ekki með okkur hvort sem okkur líkar það betur eða verr – að öll erum við að eldast. Sumir okkar eldumst hratt og illa. Aðrir eru sem betur fer seinþroska og eldast hægt. En öll eldumst við og í upphafi skal endirinn skoða. Við þurfum heilsugæslu, húsnæði, mat og félagskap. Ekki viljum við láta okkur leiðast. Maður er manns gaman þótt gamall sé. Samfélagið á að bera þá gæfu að uppfylla okkar þarfir – já að hafa hugmyndaflug hvernig betur megi fara að auka lífsánægju okkar eldri samborgara. Sum okkar missum andlega heilsu og getum ekki rekið okkar heimilishald lengur. Aðstandendur ættu ekki að þurfa að snúa sínu lífi á hvolf til að sinna sínum nánustu þar sem að samfélagið hefur verið úrræðalítið að taka við okkur þegar heilsan okkar og jafnvel fjárhagurinn hefur brugðist okkur. Samfélagið tapar á þessari stefnu. Hvar er metnaðurinn, manndómurinn, viljinn og vitið til að koma þessum málaflokki í mannsæmandi ástand ? Áherslan hefur verið alltof mikið við falleg torg og malbik í stað þess að gera þennan málaflokk fallegan. Miðflokksmenn vilja breyta um stefnu útlits og skorum á samfélgið að sýna meiri metnað í þennan málaflokk innlits. Hnýtum okkur gott öryggisnet og tökum vel á móti hvort öðru er ævikvöldið ber að dyrum. ... Miðflokksmenn viljum standa vörð um innlitið og segjum af einlægni. Fegurðin að innan er best. Geir Ólafs er í öðru sæti og Geir Jón Grettisson í sjötta sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þessi orð stórskáldsins frá Siglufirði ætti að vera einkenni okkar Miðflokksmanna til Kópavogsbúa nú þegar við stöndum á þessum tímamótum. Er staðan ekki orðin sú að Kópavogur hefur ekki lengur fleiri lóðir fram að bjóða? Við stöndum hreinlega á krossgötum. Lóðirnar uppseldar enda búið að laða mikið af eðal fólki í Kópavoginn. Miðflokksmenn spyrja hver er rétta stefnan. Borgarlína ? Þétta byggð ? Gæluverkefni að hætti Reykjavíkur? Nei við viljum staldra við og segja að áherslur geta ekki lengur miðast við útlitið. Nú verðum við að hlúa að innlitinu. Innri málefni í forgangsröðina segjum við. Leikskólamál, skólamál, öldrunarmál eða eins og við segjum – rækta okkar innri fegurð. Fegurðin að innan þykir best – hefur alltaf verið – og því má aldrei gleyma. Ættum við að dæla okkar góða skattfé í borgarlínu sem að minnir jú helst á þegar útrásarvíkingarnir spurðu hvort ekki væri tíminn til að borða gull? Já takk en nei takk segjum við. Farið hefur fé betra. Heilbrigð skynsemi segir okkur allt annað. Fegurðin kemur innan frá og nú er rétti tíminn að dæla fé í leikskólamál, skólamál öldrunarmál ! Jú búið er að fegra torgin og malbika sem er allt gott og blessað varðandi útlitið en nú er komið að innlitinu. Tími til kominn að rækta okkar innri mann. Tími til að horfa á hvert annað með okkar innri augum. Öll eigum við innri augu en við látum ytra útlitið allt of oft blinda okkur. Sum okkar eru svört, gul, rauð og hvít. Sum okkar erum aum, lítil og ljót. Sum eru með Hollywoodtennur. Við Miðflokksmennn horfum ekki á útlitið og leitumst að sjá og heyra hver er þinn innri maður. Við viljum tryggja og viðhalda gott samfélag sem hefur náðst í Kópavogi. Miðflokkurinn er rétti flokkurinn að minna á heilbrigða skynsemi. ... Í fyrsta sæti. Við verðum að hækka laun leikskólakennara og leiðbeinenda. Leikskólinn er hornsteinn samfélagsins segjum við. Sé þessi málaflokkur í ólestri hverfur hæfa, menntaða fólkið úr stéttinni og málaflokkurinn leggst í ólestur. Er það skynsamlegt ? Nei segjum við Miðflokksmenn. Rífum þennan málaflokk upp á þann stall sem hann á skilið. Foreldrar eru í krefjandi störfum og verða að geta teyst því þessi málaflokkur sé bara í toppstandi. Að börnin litlu séu við bestu aðstæður. Fá mat, leik og hvíld miðaða við bestu aðstæður sem völ er á. Það færi best á því að hefja kennslu lesturs og stærðfræði strax við þriggja ára aldurinn. Biðin eftir leikskólaplássi ætti að vera engin. Við Miðflokksmenn viljum fá umboð og ábyrgð til að koma þessum málaflokki í gott lag í eitt skipti fyrir öll. Verum ekki fávitar. Höfum þennan málaflokk í eðal ástandi. Miðflokkurinn er svarið. ... Í öðru sæti forgangsins eru skólamálin. Þegar börnin okkar – einhverra hluta vegna – ná ekki að læra að lesa skrifa og reikna þá er alvarleg staða komin upp og illa komið á fyrir okkar samfélag. Óviðunandi ástand og við Miðflokksmenn viljum ekki una þessu ástandi og munum ekki una okkur hvíldar fyrr en komið er að rót vandans sem við efumst ekki um að sé flókin. Staðan er hreint út sagt óviðunandi og okkar markmið hljóta að vera þau að hvert og einasta barn nái að læra að lesa, skrifa og reikna. Enda er það borgarlegur réttur hvers barns fyrir sig að svo sé. Við sem samfélag erum að bregðast okkar litlu skjólstæðingum og það eru svik við kjósendur sé þessi málaflokkur ekki kominnn á rétt ról. Hluti vandans liggur í því að það vantar bæði fleiri þroskaþjálfa og barnasálfræðinga inná skólana til að sinna sérvandamálum svo að aðrir fái skjól til að þroskast eðlilega og á sínum hraða. Verum fagleg og umhyggjusöm. Vilji er allt sem þarf. Miðflokkurinn hefur bæði viljann og metnaðinn að koma okkar skólamálum í toppstand ! ... Í þriðja lagi. Öldrunarmál. Það virðist gleymast allt of oft að tíminn vinnur ekki með okkur hvort sem okkur líkar það betur eða verr – að öll erum við að eldast. Sumir okkar eldumst hratt og illa. Aðrir eru sem betur fer seinþroska og eldast hægt. En öll eldumst við og í upphafi skal endirinn skoða. Við þurfum heilsugæslu, húsnæði, mat og félagskap. Ekki viljum við láta okkur leiðast. Maður er manns gaman þótt gamall sé. Samfélagið á að bera þá gæfu að uppfylla okkar þarfir – já að hafa hugmyndaflug hvernig betur megi fara að auka lífsánægju okkar eldri samborgara. Sum okkar missum andlega heilsu og getum ekki rekið okkar heimilishald lengur. Aðstandendur ættu ekki að þurfa að snúa sínu lífi á hvolf til að sinna sínum nánustu þar sem að samfélagið hefur verið úrræðalítið að taka við okkur þegar heilsan okkar og jafnvel fjárhagurinn hefur brugðist okkur. Samfélagið tapar á þessari stefnu. Hvar er metnaðurinn, manndómurinn, viljinn og vitið til að koma þessum málaflokki í mannsæmandi ástand ? Áherslan hefur verið alltof mikið við falleg torg og malbik í stað þess að gera þennan málaflokk fallegan. Miðflokksmenn vilja breyta um stefnu útlits og skorum á samfélgið að sýna meiri metnað í þennan málaflokk innlits. Hnýtum okkur gott öryggisnet og tökum vel á móti hvort öðru er ævikvöldið ber að dyrum. ... Miðflokksmenn viljum standa vörð um innlitið og segjum af einlægni. Fegurðin að innan er best. Geir Ólafs er í öðru sæti og Geir Jón Grettisson í sjötta sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun