Nemendagarðar Guðbjörg Grímsdóttir og Birgitta Ósk Hlöðversdóttir skrifa 30. apríl 2022 17:00 Árborg er framtíð námsmanna. Hér eigum við að geta skapað nærandi og hvetjandi umhverfi fyrir námsmenn á öllum skólastigum en hér verður horft til framhaldsskóla og háskóla. Skólasamfélag einkennist meðal annars af metnaði fyrir því að vera í takt við tímann, hafa fagmennsku að leiðarljósi og vera í tengslum við atvinnulífið. Þetta eru stórar áskoranir en ekki síður spennandi og krefjandi. Hér í Árborg hefur margt verið gert síðustu árin í skólamálum til að efla þessa þætti og áfram göngum við. Hlúð hefur verið að iðnnámi og því gert hærra undir höfði sem vel er fagnað. Nemendur geta nú stundað nám hér í Árborg í iðngreinum, íþróttaakademíum ásamt bóklegum greinum og er það vel. Hér eru kjöraðstæður til að byggja nemendagarða sem gætu þjónað fjölbreyttu hlutverki fyrir nemendur á framhalds- og háskólastigi. Fyrir nemendur á framhaldsskólastigi myndu nemendagarðar vera heimavist meðan á framhaldsnámi stendur. Upptökusvæði Fjölbrautaskóla Suðurlands er stórt og nauðsynlegt að skapa aðstæður fyrir nemendur sem koma annars staðar að þann möguleika að geta verið í framhaldsskóla hér í Árborg. Einnig er mikilvægt að þegar námi í framhaldsskóla lýkur hafi nemendur tækifæri til að nýta nemendagarðana áfram í því námi sem tekur þá við. Í stað þess að þurfa að flytja í dýrara húsnæði á höfuðborgarsvæðinu gætu nemendur nýtt nemendagarðana áfram og stundað nám á höfuðborgarsvæðinu og þá einnig almenningssamgöngur ef vilji er fyrir því. Þannig eflum við og styðjum við bakið á nemendum til áframhaldandi náms og sköpum menningarverðmæti hér í Árborg. Þetta yrði lyftistöng fyrir bæjarfélagið og afar hvetjandi fyrir námsmenn víðar á landinu að horfa til þessa úrræðis. Nemendagarðar myndu þannig skapa jákvæða umræðu og sýna í verki þann hug sem Árborg hefur til menntunar. Með þessu móti getur sveitarfélagið komið til móts við nemendur og verið hvatning til að stunda nám því fjárfesting í menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Við í VG viljum leggja okkar af mörkum til að efla unga fólkið okkar og um leið framtíðina. Nemendagarðar eru ein leið til þess. Guðbjörg skipar 2. sæti hjá VG í Árborg og Birgitta Ósk 15. sætið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Árborg er framtíð námsmanna. Hér eigum við að geta skapað nærandi og hvetjandi umhverfi fyrir námsmenn á öllum skólastigum en hér verður horft til framhaldsskóla og háskóla. Skólasamfélag einkennist meðal annars af metnaði fyrir því að vera í takt við tímann, hafa fagmennsku að leiðarljósi og vera í tengslum við atvinnulífið. Þetta eru stórar áskoranir en ekki síður spennandi og krefjandi. Hér í Árborg hefur margt verið gert síðustu árin í skólamálum til að efla þessa þætti og áfram göngum við. Hlúð hefur verið að iðnnámi og því gert hærra undir höfði sem vel er fagnað. Nemendur geta nú stundað nám hér í Árborg í iðngreinum, íþróttaakademíum ásamt bóklegum greinum og er það vel. Hér eru kjöraðstæður til að byggja nemendagarða sem gætu þjónað fjölbreyttu hlutverki fyrir nemendur á framhalds- og háskólastigi. Fyrir nemendur á framhaldsskólastigi myndu nemendagarðar vera heimavist meðan á framhaldsnámi stendur. Upptökusvæði Fjölbrautaskóla Suðurlands er stórt og nauðsynlegt að skapa aðstæður fyrir nemendur sem koma annars staðar að þann möguleika að geta verið í framhaldsskóla hér í Árborg. Einnig er mikilvægt að þegar námi í framhaldsskóla lýkur hafi nemendur tækifæri til að nýta nemendagarðana áfram í því námi sem tekur þá við. Í stað þess að þurfa að flytja í dýrara húsnæði á höfuðborgarsvæðinu gætu nemendur nýtt nemendagarðana áfram og stundað nám á höfuðborgarsvæðinu og þá einnig almenningssamgöngur ef vilji er fyrir því. Þannig eflum við og styðjum við bakið á nemendum til áframhaldandi náms og sköpum menningarverðmæti hér í Árborg. Þetta yrði lyftistöng fyrir bæjarfélagið og afar hvetjandi fyrir námsmenn víðar á landinu að horfa til þessa úrræðis. Nemendagarðar myndu þannig skapa jákvæða umræðu og sýna í verki þann hug sem Árborg hefur til menntunar. Með þessu móti getur sveitarfélagið komið til móts við nemendur og verið hvatning til að stunda nám því fjárfesting í menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Við í VG viljum leggja okkar af mörkum til að efla unga fólkið okkar og um leið framtíðina. Nemendagarðar eru ein leið til þess. Guðbjörg skipar 2. sæti hjá VG í Árborg og Birgitta Ósk 15. sætið.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun