Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn? Helgi Áss Grétarsson skrifar 29. apríl 2022 12:31 Amma mín, gallhörð sjálfstæðiskona, var kaupmaður á horninu þar sem hún rak hannyrðaverslun í meira en 30 ár. Hún kenndi mörgum með verkum sínum að hafa skyldi trú á einstaklingnum, treysta á mátt hans og meginn. Á þessum grunni sem og undir kjörorðinu „stétt með stétt“ skyldi byggja upp öflugt samfélag. Það hefur á margan hátt tekist. Það eru rétt svo liðnir tveir mánuðir síðan ég hóf með virkum hætti að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að gerast stjórnmálamaður. Á þeim stutta tíma hef ég lært margt um flokkinn. Um framtíðarhorfur flokksins kunna að vera skiptar skoðanir. Hins vegar er ég sannfærður um að helsti styrkleiki Sjálfstæðisflokksins felist í þeim mannauði sem fyrir flokkinn starfar. Þegar ég tala um mannauð er ég fyrst og fremst að vísa til grasrótar flokksins, hins hefðbundna sjálfstæðismanns. Breiðfylking borgaralegra afla Síðustu vikur hafa veður verið válynd í kringum sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem fellur undir verkahring fjármálaráðherra, núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Áhyggjur fólks af framkvæmd þess máls eru réttmætar, og mikilvægt að öllum steinum verði velt við að upplýsa hvað betur megi fara. Í jafn mikilvægu máli og sölu á ríkiseignum, skiptir verulegu máli að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Eitt vil ég þó segja. Hér eftir sem og hingað til er Sjálfstæðisflokkurinn breiðfylking borgaralegra afla sem með verkum sínum veitir venjulegu fólki tækifæri til að bæta líf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið flokkur sem einskorðar sig við hagsmuni hinna efnameiri. Tryggja þarf með öllum ráðum að það sé líka ára hans og ásýnd út á við. Af þeim ástæðum er brýnt að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi fyrir verkum sem skila ekki bara efnislegum og hlutlægum árangri, heldur einnig að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Og að það líti þannig út gagnvart almenningi, hinum venjulega borgara, eins og amma mín var. Borgarstjórnarkosningarnar í vor Ég er svo heppinn að tilheyra öflugum hópi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meginstef þess hóps er að sýna með verkum sínum að hægt sé að leysa flókin viðfangsefni á borð við skipulags- og samgöngumál, fjármálastjórn borgarinnar, leikskólavandann og svo mætti áfram telja. Nauðsynlegt er að þessi mál og fleiri hljóti góða umfjöllun í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hinn 14. maí næstkomandi. Við Sjálfstæðismenn erum samstilltir og fullir eftirvæntingar að ræða málefni borgarinnar við fólk og fyrirtæki. Enda af nógu að taka. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Amma mín, gallhörð sjálfstæðiskona, var kaupmaður á horninu þar sem hún rak hannyrðaverslun í meira en 30 ár. Hún kenndi mörgum með verkum sínum að hafa skyldi trú á einstaklingnum, treysta á mátt hans og meginn. Á þessum grunni sem og undir kjörorðinu „stétt með stétt“ skyldi byggja upp öflugt samfélag. Það hefur á margan hátt tekist. Það eru rétt svo liðnir tveir mánuðir síðan ég hóf með virkum hætti að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að gerast stjórnmálamaður. Á þeim stutta tíma hef ég lært margt um flokkinn. Um framtíðarhorfur flokksins kunna að vera skiptar skoðanir. Hins vegar er ég sannfærður um að helsti styrkleiki Sjálfstæðisflokksins felist í þeim mannauði sem fyrir flokkinn starfar. Þegar ég tala um mannauð er ég fyrst og fremst að vísa til grasrótar flokksins, hins hefðbundna sjálfstæðismanns. Breiðfylking borgaralegra afla Síðustu vikur hafa veður verið válynd í kringum sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem fellur undir verkahring fjármálaráðherra, núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Áhyggjur fólks af framkvæmd þess máls eru réttmætar, og mikilvægt að öllum steinum verði velt við að upplýsa hvað betur megi fara. Í jafn mikilvægu máli og sölu á ríkiseignum, skiptir verulegu máli að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Eitt vil ég þó segja. Hér eftir sem og hingað til er Sjálfstæðisflokkurinn breiðfylking borgaralegra afla sem með verkum sínum veitir venjulegu fólki tækifæri til að bæta líf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið flokkur sem einskorðar sig við hagsmuni hinna efnameiri. Tryggja þarf með öllum ráðum að það sé líka ára hans og ásýnd út á við. Af þeim ástæðum er brýnt að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi fyrir verkum sem skila ekki bara efnislegum og hlutlægum árangri, heldur einnig að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Og að það líti þannig út gagnvart almenningi, hinum venjulega borgara, eins og amma mín var. Borgarstjórnarkosningarnar í vor Ég er svo heppinn að tilheyra öflugum hópi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meginstef þess hóps er að sýna með verkum sínum að hægt sé að leysa flókin viðfangsefni á borð við skipulags- og samgöngumál, fjármálastjórn borgarinnar, leikskólavandann og svo mætti áfram telja. Nauðsynlegt er að þessi mál og fleiri hljóti góða umfjöllun í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hinn 14. maí næstkomandi. Við Sjálfstæðismenn erum samstilltir og fullir eftirvæntingar að ræða málefni borgarinnar við fólk og fyrirtæki. Enda af nógu að taka. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun