Engin armslengd er á milli fjármálaráðherra og Bankasýslu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2022 07:30 Mikið hefur verið hamrað á því að fjármálaráðherra starfi í armslengd frá Bankasýslu ríkisins, og sömuleiðis hefur verið tekist á um hvort það sé raunin. Ég á sjálfur erfitt með að sjá hvernig ráðherra á að getað starfað í armslengd frá Bankasýslunni þar sem hann, skv. lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88 frá 2009, skipar sjálfur stjórn Bankasýslunnar. Í bókhaldi eru armslengdar viðskipti (e. Arm‘s length transaction) þau viðskipti sem eiga sér stað milli tveggja ótengdra aðila. Dæmi um slíkt væru viðskipti milli verslunar og birgja sem eru í eigu mismunandi aðila. Í slíkum viðskiptum eru báðir aðilar að reyna hámarka sinn hagnað og eru ekki háðir skipunum frá hinum aðilanum. Oft eiga sér þó stað viðskipti milli tengdra aðila, þ.e. sömu eigendur eiga báða aðila, þar sem það er mikilvægt (t.d. skattalega) að aðilarnir hegði viðskiptum sín á milli líkt og um tvo ótengda aðila væri að ræða. Í slíkum tilvikum er notast við svokallaðar armslengdar reglur, en þær sjá til þess að viðskipti á milli tengdra aðila séu gerð á eðlilegu markaðsverði. Ástæðan fyrir þessu er oftast að ef ekki eru notuð slík armslengdar verð þá getur t.d. birgi í háskattalandi selt verslun í lágskattalandi vörur á sérkennilega lágu verði. Þannig myndi eigandinn, sem á bæði verslunina og birgjann, lækka heildar skattbyrði sína með því að myndi hærri hagnað í lágskattalandinu en lægri í háskattalandinu. Hér er lykilatriði að skilja að birgjanum er ekki treyst til þess að stýra verðum til verslunarinnar sjálfum. Það er of mikil hætta á að birginn sé ekki að reyna hámarka sinn hagnað, og þar með skattskyldu í háskattalandinu, enda stjórnendur birgjans skipaðir af eigendum verslunarinnar sem hagnast meiri á meiri hagnaði í versluninni en minni hjá birgjanum. Svo þá er armslengd búin til með því að neyða birgjann til þess að nota þekkt verð af markaði. Hann er neyddur til að hámarka eiginn hagnað en ekki heildarhagnað verslunarinnar og birgjans saman. Ef við snúum okkur nú að fjármálaráðherra og Bankasýslunni þá er það svo að fjármálaráðherra skipar stjórn bankasýslunnar. Stjórnin skipar svo forstjóra og þannig koll af kolli. Svo ef fjármálaráðherra skipar stjórnendur Bankasýslunnar og Bankasýslan vinnur svo eftir samþykktum og stefnum fjármálaráðherra, hvar er þá armslengdin? Hvernig er Bankasýslan að starfa alveg óháð fjármálaráðherra? Ég get ekki betur séð en að þetta sé tilfellið af eiganda verslunarinnar að stýra birgjanum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega einkennilegt, eitthver þarf að stýra. En það er þá líka eðlilegt að stjórnandinn axli ábyrgð þegar illa fer, enda er ekki að sjá neina armslengd þarna á milli sem fríar hann frá ábyrgð. Höfundur er doktorsnemi í skattahagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Salan á Íslandsbanka Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið hamrað á því að fjármálaráðherra starfi í armslengd frá Bankasýslu ríkisins, og sömuleiðis hefur verið tekist á um hvort það sé raunin. Ég á sjálfur erfitt með að sjá hvernig ráðherra á að getað starfað í armslengd frá Bankasýslunni þar sem hann, skv. lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88 frá 2009, skipar sjálfur stjórn Bankasýslunnar. Í bókhaldi eru armslengdar viðskipti (e. Arm‘s length transaction) þau viðskipti sem eiga sér stað milli tveggja ótengdra aðila. Dæmi um slíkt væru viðskipti milli verslunar og birgja sem eru í eigu mismunandi aðila. Í slíkum viðskiptum eru báðir aðilar að reyna hámarka sinn hagnað og eru ekki háðir skipunum frá hinum aðilanum. Oft eiga sér þó stað viðskipti milli tengdra aðila, þ.e. sömu eigendur eiga báða aðila, þar sem það er mikilvægt (t.d. skattalega) að aðilarnir hegði viðskiptum sín á milli líkt og um tvo ótengda aðila væri að ræða. Í slíkum tilvikum er notast við svokallaðar armslengdar reglur, en þær sjá til þess að viðskipti á milli tengdra aðila séu gerð á eðlilegu markaðsverði. Ástæðan fyrir þessu er oftast að ef ekki eru notuð slík armslengdar verð þá getur t.d. birgi í háskattalandi selt verslun í lágskattalandi vörur á sérkennilega lágu verði. Þannig myndi eigandinn, sem á bæði verslunina og birgjann, lækka heildar skattbyrði sína með því að myndi hærri hagnað í lágskattalandinu en lægri í háskattalandinu. Hér er lykilatriði að skilja að birgjanum er ekki treyst til þess að stýra verðum til verslunarinnar sjálfum. Það er of mikil hætta á að birginn sé ekki að reyna hámarka sinn hagnað, og þar með skattskyldu í háskattalandinu, enda stjórnendur birgjans skipaðir af eigendum verslunarinnar sem hagnast meiri á meiri hagnaði í versluninni en minni hjá birgjanum. Svo þá er armslengd búin til með því að neyða birgjann til þess að nota þekkt verð af markaði. Hann er neyddur til að hámarka eiginn hagnað en ekki heildarhagnað verslunarinnar og birgjans saman. Ef við snúum okkur nú að fjármálaráðherra og Bankasýslunni þá er það svo að fjármálaráðherra skipar stjórn bankasýslunnar. Stjórnin skipar svo forstjóra og þannig koll af kolli. Svo ef fjármálaráðherra skipar stjórnendur Bankasýslunnar og Bankasýslan vinnur svo eftir samþykktum og stefnum fjármálaráðherra, hvar er þá armslengdin? Hvernig er Bankasýslan að starfa alveg óháð fjármálaráðherra? Ég get ekki betur séð en að þetta sé tilfellið af eiganda verslunarinnar að stýra birgjanum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega einkennilegt, eitthver þarf að stýra. En það er þá líka eðlilegt að stjórnandinn axli ábyrgð þegar illa fer, enda er ekki að sjá neina armslengd þarna á milli sem fríar hann frá ábyrgð. Höfundur er doktorsnemi í skattahagfræði.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun