Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð Stefán Þór Eysteinsson skrifar 22. apríl 2022 17:00 Í Fjarðabyggð er fjölbreytt atvinnulíf og stóran hluta þess mynda mjög öflug matvælafyrirtæki. Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð er af ýmsum toga þó óneitanlega sé sjávarútvegurinn stærstur. Fjarðabyggðarhafnir taka á móti mesta magni uppsjávarfisks allra hafna á Íslandi og því augljóst að sjávarútvegsfyrirtækin á svæðinu framleiða mikinn mat og skapa samhliða því mikil verðmæti. Rannsóknar- og þróunarvinna sjávarútvegsins og vísindasamfélagsins hefur á síðustu árum skilað miklum framförum í vinnslutækni og hafa sjávarútvegsfyrirtæki í Fjarðabyggð staðið framarlega í því samstarfi og þannig hafa þau náð að skapa meiri verðmæti úr því sem veiðist. Sjávarútvegur um heim allan stendur frammi fyrir stórum áskorunum og spila loftlagsáhrifin þar stærsta hlutverkið. Óumflýjanlegt er að hækkun sjávarhita og súrnun sjávar mun hafa áhrif á mikilvæga nytjastofna. Mikilvægi sjálfbærrar matvælaframleiðslu hefur því aldrei vegið þyngra en nú. Fiskeldi er vaxandi iðnaður í Fjarðabyggð og mun sú grein stækka á næstu árum. Í fiskeldinu leynast fjölmörg tækifæri til að framleiða góð matvæli, en eins og í allri annarri matvælaframleiðslu þá þarf að standa rétt að hlutunum. Aukin uppbygging í fiskeldinu þarf fyrst og fremst að vera í sátt og samlyndi við nærumhverfið, þá bæði við samfélögin þar sem uppbyggingin á sér stað og ekki síður í sátt við umhverfið. Því er afar mikilvægt að umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki. Mikið og gott eftirlit er með fiskeldi á Austurlandi sem er lykilatriði í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Það skiptir öllu máli að tryggja áfram öflugt eftirlit, enda er það hagur samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna sem standa að eldinu. Þá er það hitt, að sátt um þessa tegund iðnaðar ríki í samfélaginu, en nýjustu áætlanir um uppbyggingu í fiskeldinu taka ekki mið af því og áætlanir eru uppi um að fiskeldi verða byggð upp í samfélögum sem ekki hafa áhuga á að taka við þeim. Fjarðalistinn hefur barist fyrir því að sveitarfélögin fái skipulagsvald yfir fjörðunum sínum, en það vald er nú alfarið í höndum ríkisins og hafa sveitarfélögin sjálf lítið um það að segja hvar fiskeldinu er komið fyrir. Fjarðalistinni mun halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið í þessum efnum, enda mikið hagsmunamál fyrir íbúa Fjarðabyggðar að eiga fulltrúa við borðið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar. Landbúnaður hefur alltaf skipað sess í Fjarðabyggð en þó í smærri mynd en hann ætti ef til vill að gera. Mörg tækifæri liggja í Fjarðabyggð til að styðja við og auka hag landbúnaðar og það viljum við gera. Á undanförnum árum hefur heimsfaraldur og nú stríð haft áhrif á bæði matvælaframleiðslu og dreifingu um heim allan og undirstrikar það mikilvægi þess að hlúa að sjálfbærri matvælaframleiðslu í heimabyggð. Þá til þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins í heimabyggð en einnig til að stuðla að auknu matvælaöryggi á Íslandi. Sjálfbær matvælaframleiðsla í heimabyggð er og verður mikilvæg og brýnt er að hlúa áfram að henni. Við í Fjarðalistanum ætlum að halda áfram að styðja við þessa mikilvægu stoð í okkar öfluga samfélagi, með velferð íbúa og umhverfis að leiðrarljósi. Höfundur er matvælafræðingur og starfar sem verkefnastjóri hjá Matís í Neskaupstað og situr í 1. sæti á framboðslista Fjarðalistans í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Matvælaframleiðsla Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í Fjarðabyggð er fjölbreytt atvinnulíf og stóran hluta þess mynda mjög öflug matvælafyrirtæki. Matvælaframleiðsla í Fjarðabyggð er af ýmsum toga þó óneitanlega sé sjávarútvegurinn stærstur. Fjarðabyggðarhafnir taka á móti mesta magni uppsjávarfisks allra hafna á Íslandi og því augljóst að sjávarútvegsfyrirtækin á svæðinu framleiða mikinn mat og skapa samhliða því mikil verðmæti. Rannsóknar- og þróunarvinna sjávarútvegsins og vísindasamfélagsins hefur á síðustu árum skilað miklum framförum í vinnslutækni og hafa sjávarútvegsfyrirtæki í Fjarðabyggð staðið framarlega í því samstarfi og þannig hafa þau náð að skapa meiri verðmæti úr því sem veiðist. Sjávarútvegur um heim allan stendur frammi fyrir stórum áskorunum og spila loftlagsáhrifin þar stærsta hlutverkið. Óumflýjanlegt er að hækkun sjávarhita og súrnun sjávar mun hafa áhrif á mikilvæga nytjastofna. Mikilvægi sjálfbærrar matvælaframleiðslu hefur því aldrei vegið þyngra en nú. Fiskeldi er vaxandi iðnaður í Fjarðabyggð og mun sú grein stækka á næstu árum. Í fiskeldinu leynast fjölmörg tækifæri til að framleiða góð matvæli, en eins og í allri annarri matvælaframleiðslu þá þarf að standa rétt að hlutunum. Aukin uppbygging í fiskeldinu þarf fyrst og fremst að vera í sátt og samlyndi við nærumhverfið, þá bæði við samfélögin þar sem uppbyggingin á sér stað og ekki síður í sátt við umhverfið. Því er afar mikilvægt að umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki. Mikið og gott eftirlit er með fiskeldi á Austurlandi sem er lykilatriði í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Það skiptir öllu máli að tryggja áfram öflugt eftirlit, enda er það hagur samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna sem standa að eldinu. Þá er það hitt, að sátt um þessa tegund iðnaðar ríki í samfélaginu, en nýjustu áætlanir um uppbyggingu í fiskeldinu taka ekki mið af því og áætlanir eru uppi um að fiskeldi verða byggð upp í samfélögum sem ekki hafa áhuga á að taka við þeim. Fjarðalistinn hefur barist fyrir því að sveitarfélögin fái skipulagsvald yfir fjörðunum sínum, en það vald er nú alfarið í höndum ríkisins og hafa sveitarfélögin sjálf lítið um það að segja hvar fiskeldinu er komið fyrir. Fjarðalistinni mun halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið í þessum efnum, enda mikið hagsmunamál fyrir íbúa Fjarðabyggðar að eiga fulltrúa við borðið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar. Landbúnaður hefur alltaf skipað sess í Fjarðabyggð en þó í smærri mynd en hann ætti ef til vill að gera. Mörg tækifæri liggja í Fjarðabyggð til að styðja við og auka hag landbúnaðar og það viljum við gera. Á undanförnum árum hefur heimsfaraldur og nú stríð haft áhrif á bæði matvælaframleiðslu og dreifingu um heim allan og undirstrikar það mikilvægi þess að hlúa að sjálfbærri matvælaframleiðslu í heimabyggð. Þá til þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins í heimabyggð en einnig til að stuðla að auknu matvælaöryggi á Íslandi. Sjálfbær matvælaframleiðsla í heimabyggð er og verður mikilvæg og brýnt er að hlúa áfram að henni. Við í Fjarðalistanum ætlum að halda áfram að styðja við þessa mikilvægu stoð í okkar öfluga samfélagi, með velferð íbúa og umhverfis að leiðrarljósi. Höfundur er matvælafræðingur og starfar sem verkefnastjóri hjá Matís í Neskaupstað og situr í 1. sæti á framboðslista Fjarðalistans í Fjarðabyggð
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun