Skuldadagar í Reykjavíkurborg Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. apríl 2022 12:00 Í vor kjósum við Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurborgar. Rekstur sveitarfélaga snýst í grunninn um það að veita íbúum lögbundna grunnþjónustu - hlúa að velferð íbúanna. Lögbundin verkefni sveitarfélaganna sem þeim er skylt að sinna standa íbúum mjög nærri og eru þeim mikilvæg í daglegu lífi. Það er enda á þessum grunni sem flestir velja sér búsetu; velja sér heimili. Þegar listinn yfir þessi verkefni er skoðaður er ekki hægt annað en að velta fyrir sér forgangsröðun meirihlutans í Reykjavíkurborg. Sveitarfélög bera m.a. ábyrgð á því að tryggja börnum leikskóladvöl og þjónustu frístundaheimila. Þau bera ábyrgð á eigin skipulagsmálum, á sorphirðu og eru ábyrg fyrir lagningu og viðhaldi vega innan þéttbýlis, svo nokkur dæmi séu tekin. Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar hefur verið ógnvænleg undir forystu vinstri meirihlutans sl. áratugi. Og það eina sem hann hefur lofað okkur eru vaxandi skuldir og það þrátt fyrir að skuldahlutfall borgarinnar nálgist óðfluga hámark sveitarfélaga samkvæmt lögum. Þessi þróun er öfugsnúin og í fullkomnu misræmi við þróun og áherslur í nágrannasveitarfélögum okkar. Í því skyni að brengla og afvegaleiða umræðuna hafa einhverjir reynt að setja fram staðhæfingar sem byggja einvörðungu á upplýsingum úr A-hluta Reykjavíkurborgar (borgarsjóðs). Samkvæmt reglum skal miða við heildarskuldir og skuldbindingar bæði A- og B-hluta í reikningsskilum. (Svonefnd B-hluta fyrirtæki eru fyrirtæki á borð við Félagsbústaði). Ársreikningur Reykjavíkurborgar er sem sé ekki samanburðarhæfur við reikninga flestra eða allra annarra sveitarfélaga þar sem brugðið hefur verið á það ráð að færa skuldir vegna félagslegs húsnæðis í sérstakt fyrirtæki, Félagsbústaði hf., til þess að fegra ársreikninginn. Framsetning ársreikningsins sætir nú sérstakri athugun eftirlitsstofnunar EFTA. Vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis reynt að benda á heimsfaraldurinn í þessu samhengi. Það er einkennilegt þar sem borgin varð ekki fyrir tekjufalli vegna faraldursins heldur þvert á móti jukust tekjur hennar. Meirihlutinn hefur enda nýtt sér skálkaskjól veirunnar óspart, t.a.m. þegar hann skerti opnunartíma á leikskólum borgarinnar. Verkefnalisti Reykjavíkurborgar er langur og þar situr margt á hakanum. Það er því erfitt að velja eitt úr sem gæti ráðið úrslitum í kosningunum. Vonandi verða þó fjármál borgarinnar fyrirferðarmikil í hugum Reykvíkinga, en sveitarstjórnir fara með fjárstjórnarvald sveitarfélaga. Það er óskandi að í vor hafni Reykvíkingar áframhaldandi skuldasöfnun og óstjórn í fjármálum borgarinnar. Reykvíkingar greiða nú þegar hæsta leyfilega útsvar og álögur hér á fyrirtæki hafa fælingarmátt. Skuldirnar verða hins vegar ekki endalaust faldar með bókhaldsbrögðum. Það kemur að lokum að skuldadögum. Snúum við áður en það verður um seinan. Höfundur er þingmaður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í vor kjósum við Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurborgar. Rekstur sveitarfélaga snýst í grunninn um það að veita íbúum lögbundna grunnþjónustu - hlúa að velferð íbúanna. Lögbundin verkefni sveitarfélaganna sem þeim er skylt að sinna standa íbúum mjög nærri og eru þeim mikilvæg í daglegu lífi. Það er enda á þessum grunni sem flestir velja sér búsetu; velja sér heimili. Þegar listinn yfir þessi verkefni er skoðaður er ekki hægt annað en að velta fyrir sér forgangsröðun meirihlutans í Reykjavíkurborg. Sveitarfélög bera m.a. ábyrgð á því að tryggja börnum leikskóladvöl og þjónustu frístundaheimila. Þau bera ábyrgð á eigin skipulagsmálum, á sorphirðu og eru ábyrg fyrir lagningu og viðhaldi vega innan þéttbýlis, svo nokkur dæmi séu tekin. Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar hefur verið ógnvænleg undir forystu vinstri meirihlutans sl. áratugi. Og það eina sem hann hefur lofað okkur eru vaxandi skuldir og það þrátt fyrir að skuldahlutfall borgarinnar nálgist óðfluga hámark sveitarfélaga samkvæmt lögum. Þessi þróun er öfugsnúin og í fullkomnu misræmi við þróun og áherslur í nágrannasveitarfélögum okkar. Í því skyni að brengla og afvegaleiða umræðuna hafa einhverjir reynt að setja fram staðhæfingar sem byggja einvörðungu á upplýsingum úr A-hluta Reykjavíkurborgar (borgarsjóðs). Samkvæmt reglum skal miða við heildarskuldir og skuldbindingar bæði A- og B-hluta í reikningsskilum. (Svonefnd B-hluta fyrirtæki eru fyrirtæki á borð við Félagsbústaði). Ársreikningur Reykjavíkurborgar er sem sé ekki samanburðarhæfur við reikninga flestra eða allra annarra sveitarfélaga þar sem brugðið hefur verið á það ráð að færa skuldir vegna félagslegs húsnæðis í sérstakt fyrirtæki, Félagsbústaði hf., til þess að fegra ársreikninginn. Framsetning ársreikningsins sætir nú sérstakri athugun eftirlitsstofnunar EFTA. Vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis reynt að benda á heimsfaraldurinn í þessu samhengi. Það er einkennilegt þar sem borgin varð ekki fyrir tekjufalli vegna faraldursins heldur þvert á móti jukust tekjur hennar. Meirihlutinn hefur enda nýtt sér skálkaskjól veirunnar óspart, t.a.m. þegar hann skerti opnunartíma á leikskólum borgarinnar. Verkefnalisti Reykjavíkurborgar er langur og þar situr margt á hakanum. Það er því erfitt að velja eitt úr sem gæti ráðið úrslitum í kosningunum. Vonandi verða þó fjármál borgarinnar fyrirferðarmikil í hugum Reykvíkinga, en sveitarstjórnir fara með fjárstjórnarvald sveitarfélaga. Það er óskandi að í vor hafni Reykvíkingar áframhaldandi skuldasöfnun og óstjórn í fjármálum borgarinnar. Reykvíkingar greiða nú þegar hæsta leyfilega útsvar og álögur hér á fyrirtæki hafa fælingarmátt. Skuldirnar verða hins vegar ekki endalaust faldar með bókhaldsbrögðum. Það kemur að lokum að skuldadögum. Snúum við áður en það verður um seinan. Höfundur er þingmaður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun