Skuldadagar í Reykjavíkurborg Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. apríl 2022 12:00 Í vor kjósum við Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurborgar. Rekstur sveitarfélaga snýst í grunninn um það að veita íbúum lögbundna grunnþjónustu - hlúa að velferð íbúanna. Lögbundin verkefni sveitarfélaganna sem þeim er skylt að sinna standa íbúum mjög nærri og eru þeim mikilvæg í daglegu lífi. Það er enda á þessum grunni sem flestir velja sér búsetu; velja sér heimili. Þegar listinn yfir þessi verkefni er skoðaður er ekki hægt annað en að velta fyrir sér forgangsröðun meirihlutans í Reykjavíkurborg. Sveitarfélög bera m.a. ábyrgð á því að tryggja börnum leikskóladvöl og þjónustu frístundaheimila. Þau bera ábyrgð á eigin skipulagsmálum, á sorphirðu og eru ábyrg fyrir lagningu og viðhaldi vega innan þéttbýlis, svo nokkur dæmi séu tekin. Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar hefur verið ógnvænleg undir forystu vinstri meirihlutans sl. áratugi. Og það eina sem hann hefur lofað okkur eru vaxandi skuldir og það þrátt fyrir að skuldahlutfall borgarinnar nálgist óðfluga hámark sveitarfélaga samkvæmt lögum. Þessi þróun er öfugsnúin og í fullkomnu misræmi við þróun og áherslur í nágrannasveitarfélögum okkar. Í því skyni að brengla og afvegaleiða umræðuna hafa einhverjir reynt að setja fram staðhæfingar sem byggja einvörðungu á upplýsingum úr A-hluta Reykjavíkurborgar (borgarsjóðs). Samkvæmt reglum skal miða við heildarskuldir og skuldbindingar bæði A- og B-hluta í reikningsskilum. (Svonefnd B-hluta fyrirtæki eru fyrirtæki á borð við Félagsbústaði). Ársreikningur Reykjavíkurborgar er sem sé ekki samanburðarhæfur við reikninga flestra eða allra annarra sveitarfélaga þar sem brugðið hefur verið á það ráð að færa skuldir vegna félagslegs húsnæðis í sérstakt fyrirtæki, Félagsbústaði hf., til þess að fegra ársreikninginn. Framsetning ársreikningsins sætir nú sérstakri athugun eftirlitsstofnunar EFTA. Vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis reynt að benda á heimsfaraldurinn í þessu samhengi. Það er einkennilegt þar sem borgin varð ekki fyrir tekjufalli vegna faraldursins heldur þvert á móti jukust tekjur hennar. Meirihlutinn hefur enda nýtt sér skálkaskjól veirunnar óspart, t.a.m. þegar hann skerti opnunartíma á leikskólum borgarinnar. Verkefnalisti Reykjavíkurborgar er langur og þar situr margt á hakanum. Það er því erfitt að velja eitt úr sem gæti ráðið úrslitum í kosningunum. Vonandi verða þó fjármál borgarinnar fyrirferðarmikil í hugum Reykvíkinga, en sveitarstjórnir fara með fjárstjórnarvald sveitarfélaga. Það er óskandi að í vor hafni Reykvíkingar áframhaldandi skuldasöfnun og óstjórn í fjármálum borgarinnar. Reykvíkingar greiða nú þegar hæsta leyfilega útsvar og álögur hér á fyrirtæki hafa fælingarmátt. Skuldirnar verða hins vegar ekki endalaust faldar með bókhaldsbrögðum. Það kemur að lokum að skuldadögum. Snúum við áður en það verður um seinan. Höfundur er þingmaður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í vor kjósum við Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurborgar. Rekstur sveitarfélaga snýst í grunninn um það að veita íbúum lögbundna grunnþjónustu - hlúa að velferð íbúanna. Lögbundin verkefni sveitarfélaganna sem þeim er skylt að sinna standa íbúum mjög nærri og eru þeim mikilvæg í daglegu lífi. Það er enda á þessum grunni sem flestir velja sér búsetu; velja sér heimili. Þegar listinn yfir þessi verkefni er skoðaður er ekki hægt annað en að velta fyrir sér forgangsröðun meirihlutans í Reykjavíkurborg. Sveitarfélög bera m.a. ábyrgð á því að tryggja börnum leikskóladvöl og þjónustu frístundaheimila. Þau bera ábyrgð á eigin skipulagsmálum, á sorphirðu og eru ábyrg fyrir lagningu og viðhaldi vega innan þéttbýlis, svo nokkur dæmi séu tekin. Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar hefur verið ógnvænleg undir forystu vinstri meirihlutans sl. áratugi. Og það eina sem hann hefur lofað okkur eru vaxandi skuldir og það þrátt fyrir að skuldahlutfall borgarinnar nálgist óðfluga hámark sveitarfélaga samkvæmt lögum. Þessi þróun er öfugsnúin og í fullkomnu misræmi við þróun og áherslur í nágrannasveitarfélögum okkar. Í því skyni að brengla og afvegaleiða umræðuna hafa einhverjir reynt að setja fram staðhæfingar sem byggja einvörðungu á upplýsingum úr A-hluta Reykjavíkurborgar (borgarsjóðs). Samkvæmt reglum skal miða við heildarskuldir og skuldbindingar bæði A- og B-hluta í reikningsskilum. (Svonefnd B-hluta fyrirtæki eru fyrirtæki á borð við Félagsbústaði). Ársreikningur Reykjavíkurborgar er sem sé ekki samanburðarhæfur við reikninga flestra eða allra annarra sveitarfélaga þar sem brugðið hefur verið á það ráð að færa skuldir vegna félagslegs húsnæðis í sérstakt fyrirtæki, Félagsbústaði hf., til þess að fegra ársreikninginn. Framsetning ársreikningsins sætir nú sérstakri athugun eftirlitsstofnunar EFTA. Vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis reynt að benda á heimsfaraldurinn í þessu samhengi. Það er einkennilegt þar sem borgin varð ekki fyrir tekjufalli vegna faraldursins heldur þvert á móti jukust tekjur hennar. Meirihlutinn hefur enda nýtt sér skálkaskjól veirunnar óspart, t.a.m. þegar hann skerti opnunartíma á leikskólum borgarinnar. Verkefnalisti Reykjavíkurborgar er langur og þar situr margt á hakanum. Það er því erfitt að velja eitt úr sem gæti ráðið úrslitum í kosningunum. Vonandi verða þó fjármál borgarinnar fyrirferðarmikil í hugum Reykvíkinga, en sveitarstjórnir fara með fjárstjórnarvald sveitarfélaga. Það er óskandi að í vor hafni Reykvíkingar áframhaldandi skuldasöfnun og óstjórn í fjármálum borgarinnar. Reykvíkingar greiða nú þegar hæsta leyfilega útsvar og álögur hér á fyrirtæki hafa fælingarmátt. Skuldirnar verða hins vegar ekki endalaust faldar með bókhaldsbrögðum. Það kemur að lokum að skuldadögum. Snúum við áður en það verður um seinan. Höfundur er þingmaður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun