Skuldadagar í Reykjavíkurborg Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. apríl 2022 12:00 Í vor kjósum við Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurborgar. Rekstur sveitarfélaga snýst í grunninn um það að veita íbúum lögbundna grunnþjónustu - hlúa að velferð íbúanna. Lögbundin verkefni sveitarfélaganna sem þeim er skylt að sinna standa íbúum mjög nærri og eru þeim mikilvæg í daglegu lífi. Það er enda á þessum grunni sem flestir velja sér búsetu; velja sér heimili. Þegar listinn yfir þessi verkefni er skoðaður er ekki hægt annað en að velta fyrir sér forgangsröðun meirihlutans í Reykjavíkurborg. Sveitarfélög bera m.a. ábyrgð á því að tryggja börnum leikskóladvöl og þjónustu frístundaheimila. Þau bera ábyrgð á eigin skipulagsmálum, á sorphirðu og eru ábyrg fyrir lagningu og viðhaldi vega innan þéttbýlis, svo nokkur dæmi séu tekin. Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar hefur verið ógnvænleg undir forystu vinstri meirihlutans sl. áratugi. Og það eina sem hann hefur lofað okkur eru vaxandi skuldir og það þrátt fyrir að skuldahlutfall borgarinnar nálgist óðfluga hámark sveitarfélaga samkvæmt lögum. Þessi þróun er öfugsnúin og í fullkomnu misræmi við þróun og áherslur í nágrannasveitarfélögum okkar. Í því skyni að brengla og afvegaleiða umræðuna hafa einhverjir reynt að setja fram staðhæfingar sem byggja einvörðungu á upplýsingum úr A-hluta Reykjavíkurborgar (borgarsjóðs). Samkvæmt reglum skal miða við heildarskuldir og skuldbindingar bæði A- og B-hluta í reikningsskilum. (Svonefnd B-hluta fyrirtæki eru fyrirtæki á borð við Félagsbústaði). Ársreikningur Reykjavíkurborgar er sem sé ekki samanburðarhæfur við reikninga flestra eða allra annarra sveitarfélaga þar sem brugðið hefur verið á það ráð að færa skuldir vegna félagslegs húsnæðis í sérstakt fyrirtæki, Félagsbústaði hf., til þess að fegra ársreikninginn. Framsetning ársreikningsins sætir nú sérstakri athugun eftirlitsstofnunar EFTA. Vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis reynt að benda á heimsfaraldurinn í þessu samhengi. Það er einkennilegt þar sem borgin varð ekki fyrir tekjufalli vegna faraldursins heldur þvert á móti jukust tekjur hennar. Meirihlutinn hefur enda nýtt sér skálkaskjól veirunnar óspart, t.a.m. þegar hann skerti opnunartíma á leikskólum borgarinnar. Verkefnalisti Reykjavíkurborgar er langur og þar situr margt á hakanum. Það er því erfitt að velja eitt úr sem gæti ráðið úrslitum í kosningunum. Vonandi verða þó fjármál borgarinnar fyrirferðarmikil í hugum Reykvíkinga, en sveitarstjórnir fara með fjárstjórnarvald sveitarfélaga. Það er óskandi að í vor hafni Reykvíkingar áframhaldandi skuldasöfnun og óstjórn í fjármálum borgarinnar. Reykvíkingar greiða nú þegar hæsta leyfilega útsvar og álögur hér á fyrirtæki hafa fælingarmátt. Skuldirnar verða hins vegar ekki endalaust faldar með bókhaldsbrögðum. Það kemur að lokum að skuldadögum. Snúum við áður en það verður um seinan. Höfundur er þingmaður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Í vor kjósum við Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurborgar. Rekstur sveitarfélaga snýst í grunninn um það að veita íbúum lögbundna grunnþjónustu - hlúa að velferð íbúanna. Lögbundin verkefni sveitarfélaganna sem þeim er skylt að sinna standa íbúum mjög nærri og eru þeim mikilvæg í daglegu lífi. Það er enda á þessum grunni sem flestir velja sér búsetu; velja sér heimili. Þegar listinn yfir þessi verkefni er skoðaður er ekki hægt annað en að velta fyrir sér forgangsröðun meirihlutans í Reykjavíkurborg. Sveitarfélög bera m.a. ábyrgð á því að tryggja börnum leikskóladvöl og þjónustu frístundaheimila. Þau bera ábyrgð á eigin skipulagsmálum, á sorphirðu og eru ábyrg fyrir lagningu og viðhaldi vega innan þéttbýlis, svo nokkur dæmi séu tekin. Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar hefur verið ógnvænleg undir forystu vinstri meirihlutans sl. áratugi. Og það eina sem hann hefur lofað okkur eru vaxandi skuldir og það þrátt fyrir að skuldahlutfall borgarinnar nálgist óðfluga hámark sveitarfélaga samkvæmt lögum. Þessi þróun er öfugsnúin og í fullkomnu misræmi við þróun og áherslur í nágrannasveitarfélögum okkar. Í því skyni að brengla og afvegaleiða umræðuna hafa einhverjir reynt að setja fram staðhæfingar sem byggja einvörðungu á upplýsingum úr A-hluta Reykjavíkurborgar (borgarsjóðs). Samkvæmt reglum skal miða við heildarskuldir og skuldbindingar bæði A- og B-hluta í reikningsskilum. (Svonefnd B-hluta fyrirtæki eru fyrirtæki á borð við Félagsbústaði). Ársreikningur Reykjavíkurborgar er sem sé ekki samanburðarhæfur við reikninga flestra eða allra annarra sveitarfélaga þar sem brugðið hefur verið á það ráð að færa skuldir vegna félagslegs húsnæðis í sérstakt fyrirtæki, Félagsbústaði hf., til þess að fegra ársreikninginn. Framsetning ársreikningsins sætir nú sérstakri athugun eftirlitsstofnunar EFTA. Vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis reynt að benda á heimsfaraldurinn í þessu samhengi. Það er einkennilegt þar sem borgin varð ekki fyrir tekjufalli vegna faraldursins heldur þvert á móti jukust tekjur hennar. Meirihlutinn hefur enda nýtt sér skálkaskjól veirunnar óspart, t.a.m. þegar hann skerti opnunartíma á leikskólum borgarinnar. Verkefnalisti Reykjavíkurborgar er langur og þar situr margt á hakanum. Það er því erfitt að velja eitt úr sem gæti ráðið úrslitum í kosningunum. Vonandi verða þó fjármál borgarinnar fyrirferðarmikil í hugum Reykvíkinga, en sveitarstjórnir fara með fjárstjórnarvald sveitarfélaga. Það er óskandi að í vor hafni Reykvíkingar áframhaldandi skuldasöfnun og óstjórn í fjármálum borgarinnar. Reykvíkingar greiða nú þegar hæsta leyfilega útsvar og álögur hér á fyrirtæki hafa fælingarmátt. Skuldirnar verða hins vegar ekki endalaust faldar með bókhaldsbrögðum. Það kemur að lokum að skuldadögum. Snúum við áður en það verður um seinan. Höfundur er þingmaður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar