Markvisst ökunám skilar sér í hæfari ökumönnum Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 20. apríl 2022 08:30 Á ári hverju öðlast fjöldi nýrra ökumanna ökuréttindi í fyrsta skipti að undangengnu ökunámi og ökuprófi. Mikilvægt er að þessir nýju ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Þess vegna er svo mikilvægt að við búum að markvissu og góðu ökunámi. Fyrir rúmum 75 árum var Ökukennarafélag Íslands stofnað og frá stofnum þess hefur ökunám tekið miklum breytingum enda mikilvægt að ökunám þróist í takt við þær breytingar sem verða í umhverfi ökumanna og annarra vegfarenda. Umferðarmenning er sameiginlegur skilningur og framkvæmd á því hvernig fólk kemur fram í umferðinni í tilteknu landi. Þannig er umferðarmenning og ökuvenjur háðar því hvernig yfirvöld horfa til umferðaröryggis, hvaða reglur gilda og hversu góð ökukennslan er, eftirlit lögreglu, upplýsingagjöf um umferðaröryggi og hvernig vegarkerfið er hannað. Ef horft er til þróunar umferðarmenningar þá mun hún trúlega þróast í takt við menningu og fyrirmyndir um samvinnu og hún hlýtur að mótast af þeim kringumstæðum sem fyrir hendi eru t.d. þéttleika og fjölda bifreiða í hlutfalli við aðra vegfarendur sem ekki eru á bifreiðum og hversu almenn bifreiðaeign er. Við erum öll sammála um það að eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að ökukennslu enda getur það verið yfirþyrmandi fyrir ökunema að taka þátt í umferðinni þó að ökukennarinn sitji við hlið hans og leiðbeini og grípi inn í þegar út af bregður. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki, með sem mestu öryggi, fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Einnig kemur fram í námskrá til almennra ökuréttinda að full færni náist ekki fyrr en eftir fimm til sjö ára akstur. Að því sögðu þá vitum við að fjöldi ökumanna í umferðinni er þrátt fyrir að hafa öðlast ökuréttindi enn að öðlast reynslu og fulla færni. Þetta þýðir að við öll sem ökumenn og einnig sem vegfarendur þurfum að hafa það í huga að meðal okkar eru ökumenn sem enn hafa ekki náð fullri færni. En full færni fæst ekki nema með æfingu og hana fáum við með því að fá að taka þátt, ekki aðeins þegar við ökum með ökukennara heldur einnig þegar við höfum staðist ökupróf. Á liðnum árum hefur tækni fleygt fram í þróun ökutækja, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum, fjöldi vegfarenda og bifreiða hefur margfaldast og má ætla að ekkert lát verði á þeirri þróun. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld hlúi að ungum ökumönnum og það gera þau m.a. með því að sjá til þess að starfsumhverfi ökukennara fái að dafna í takt við þær öru breytingar sem eiga sér stað í umferðinni. Markvist ökunám, skýr hæfnisviðmið og vilji til að skoða það sem betur má fara t.d. með rannsóknum á umferðarmenningu og umferðarhegðun og breyta þegar þess er þörf. Markvist og gott ökunám skilar sér í færari ökumönnum sem eru betur í stakk búnir til að takast á við þessi fyrstu ár í sjálfstæðum akstri með það að markmiði að draga úr slysum á ungum ökumönnum. Höfundur er ökukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Á ári hverju öðlast fjöldi nýrra ökumanna ökuréttindi í fyrsta skipti að undangengnu ökunámi og ökuprófi. Mikilvægt er að þessir nýju ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Þess vegna er svo mikilvægt að við búum að markvissu og góðu ökunámi. Fyrir rúmum 75 árum var Ökukennarafélag Íslands stofnað og frá stofnum þess hefur ökunám tekið miklum breytingum enda mikilvægt að ökunám þróist í takt við þær breytingar sem verða í umhverfi ökumanna og annarra vegfarenda. Umferðarmenning er sameiginlegur skilningur og framkvæmd á því hvernig fólk kemur fram í umferðinni í tilteknu landi. Þannig er umferðarmenning og ökuvenjur háðar því hvernig yfirvöld horfa til umferðaröryggis, hvaða reglur gilda og hversu góð ökukennslan er, eftirlit lögreglu, upplýsingagjöf um umferðaröryggi og hvernig vegarkerfið er hannað. Ef horft er til þróunar umferðarmenningar þá mun hún trúlega þróast í takt við menningu og fyrirmyndir um samvinnu og hún hlýtur að mótast af þeim kringumstæðum sem fyrir hendi eru t.d. þéttleika og fjölda bifreiða í hlutfalli við aðra vegfarendur sem ekki eru á bifreiðum og hversu almenn bifreiðaeign er. Við erum öll sammála um það að eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að ökukennslu enda getur það verið yfirþyrmandi fyrir ökunema að taka þátt í umferðinni þó að ökukennarinn sitji við hlið hans og leiðbeini og grípi inn í þegar út af bregður. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki, með sem mestu öryggi, fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Einnig kemur fram í námskrá til almennra ökuréttinda að full færni náist ekki fyrr en eftir fimm til sjö ára akstur. Að því sögðu þá vitum við að fjöldi ökumanna í umferðinni er þrátt fyrir að hafa öðlast ökuréttindi enn að öðlast reynslu og fulla færni. Þetta þýðir að við öll sem ökumenn og einnig sem vegfarendur þurfum að hafa það í huga að meðal okkar eru ökumenn sem enn hafa ekki náð fullri færni. En full færni fæst ekki nema með æfingu og hana fáum við með því að fá að taka þátt, ekki aðeins þegar við ökum með ökukennara heldur einnig þegar við höfum staðist ökupróf. Á liðnum árum hefur tækni fleygt fram í þróun ökutækja, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum, fjöldi vegfarenda og bifreiða hefur margfaldast og má ætla að ekkert lát verði á þeirri þróun. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld hlúi að ungum ökumönnum og það gera þau m.a. með því að sjá til þess að starfsumhverfi ökukennara fái að dafna í takt við þær öru breytingar sem eiga sér stað í umferðinni. Markvist ökunám, skýr hæfnisviðmið og vilji til að skoða það sem betur má fara t.d. með rannsóknum á umferðarmenningu og umferðarhegðun og breyta þegar þess er þörf. Markvist og gott ökunám skilar sér í færari ökumönnum sem eru betur í stakk búnir til að takast á við þessi fyrstu ár í sjálfstæðum akstri með það að markmiði að draga úr slysum á ungum ökumönnum. Höfundur er ökukennari.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar