Árborg er stórborg Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 19. apríl 2022 17:01 Árborg er sveitarfélag í örum vexti og breytist hratt. Þar sem áður þekktu allir alla, er nú komin borgarbragur á sveitarfélagið okkar. Ef sveitarfélagið á að halda í við þessar öru breytingar og mikla vöxt, þá þarf stjórnsýslan að þróast með. Ef við ætlum að halda sveitarfélaginu sem óskastað ungs fjölskyldufólks, viðhalda vexti og grunnþjónustu fyrir alla þá höfum við ekki efni á því að taka afdrifaríkar ákvarðanir í heita pottinum, í fermingarveislum eða reykmettuðum bakherbergjum. Fólksfjölgunin er tækifæri, vaxtarverkirnir eðlilegir og við eigum að líta á meiri útgjöld sem fylgja örum vexti sveitarfélagsins sem fjárfestingu í framtíðinni. Þetta er lúxus vandamál á meðan mörg byggðarlög eru skilgreind sem brothættar byggðir eða eru í vanda vegna fólksfækkunar. Við hjá Áfram Árborg lítum á þetta sem lúxus tækifæri. Vönduð vinnubrögð Þá ríður á vönduð vinnubrögð við alla ákvarðanatöku og stranga forgangsröðun. Allra mikilvægast er að vanda til verka, hafa til reiðu nauðsynleg gögn og taka upplýstar ákvarðanir. Ákvarðanir um hvaða framkvæmdir og fjárfestingar er lagst í, ákvarðanir um hvar þurfi að bæta í rekstrarfé, hvar þarf meira fólk á gólfinu til að veita þjónustuna og hvernig laun það á skilið og að lokum, hvað má bíða betri tíma.Þá er líka nauðsynlegt að halda vel á fjármálum og forgangsraða fjármunum í það sem skiptir mestu máli: Grunnþjónustu við íbúa, lögbundin verkefni sveitarfélagsins, framkvæmdir og verkefni sem ríma inn í þá björtu framtíðarsýn sem við sjáum fyrir stórborgina Árborg. Fúsk er dýrt - framsýni borgar sig Við megum ekki við því að henda skattfé í það sem skiptir litlu máli og er illa úthugsað. Við höfum ekki efni á að eyða fjármunum vegna málssókna á hendur sveitarfélaginu vegna óvandaðrar ákvarðanatöku. Árborg eyðir of miklum tíma og fjármunum í að slökkva elda, að bregðast við í stað þess að móta stefnu til framtíðar og fylgja henni. Við eigum dýrmætan mannauð sem okkur ber skylda til að nýta vel og hlusta á. Sveitarfélagið nýtir ekki nægilega vel sérfræðiþekkingu sem liggur í nefndum, hjá starfsfólki og íbúum. Margt af þessu hefur batnað til muna á nýliðnu kjörtímabili en við þurfum enn að gera betur. Í of mörgum tilfellum fara málefni framhjá nefndum sveitarfélagsins og send beint í bæjarráð eða til bæjarfulltrúa. Oft eru þau illa reifuð og lítið undirbúin en það er strax tekin ákvörðun. Það er svo happa og glappa hvort ákvörðunin var skynsamleg eða ekki. Nefndir sveitarfélagsins eru ekki til skrauts. Þær hafa hlutverk, sumar hverjar lögbundið hlutverk og eiga að sinna því. Sem dæmi er fjárhagsáætlun Árborgar ítrekað farin beint til bæjarfulltrúa án þess að viðeigandi nefnd fjalli um rekstur viðeigandi málaflokks og sendi til bæjarstjórnar vel ígrundaða tillögu um fjárhagsáætlun næsta árs. Þetta myndi létta vinnuna fyrir bæjarfulltrúa, fylgigögn og rökstuðningur lægi fyrir þegar þeir fá áætlanir í hendur.Ég vil einnig benda á að þegar ákvarðanir eru teknar án þess að hafa gengið í gegnum réttan, stjórnsýslulegan farveg þá er það brot á lögum og eykur líkurnar á því að ákvarðanir geti orðið íbúum dýrkeyptar, hlutir fari fram úr fjárhagsáætlunum vegna óvandaðra vinnubragða og þess vegna erum við að drukkna úr viðaukum við fjárhagsáætlun. Hugsum ekki í kjörtímabilum Við hjá Á lista Áfram Árborgar leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og fagmennsku sem tryggir betur að þetta einstaka tækifæri Árborgar fari ekki forgörðum, fjármunir séu nýttir betur, grunnþjónusta sé örugga og fumlaus og ákvarðanataka faglegri. Það vill enginn búa í sveitarfélagi sem fjárfestir ekki í velsæld íbúa en hendir þess í stað fjármunum í óþarfar framkvæmdir, málssóknar kostnað og skaðabætur vegna lélegrar stjórnsýslu. Við þurfum ekki á neinum Bragga að halda.Sýnum framsýni og pólitískt hugrekki til að breyta og bæta.Framtíðin er núna!Kjósum x-Á Höfundur er stjórnmálafræðingur, varabæjarfulltrúi og oddviti Á lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Árborg er sveitarfélag í örum vexti og breytist hratt. Þar sem áður þekktu allir alla, er nú komin borgarbragur á sveitarfélagið okkar. Ef sveitarfélagið á að halda í við þessar öru breytingar og mikla vöxt, þá þarf stjórnsýslan að þróast með. Ef við ætlum að halda sveitarfélaginu sem óskastað ungs fjölskyldufólks, viðhalda vexti og grunnþjónustu fyrir alla þá höfum við ekki efni á því að taka afdrifaríkar ákvarðanir í heita pottinum, í fermingarveislum eða reykmettuðum bakherbergjum. Fólksfjölgunin er tækifæri, vaxtarverkirnir eðlilegir og við eigum að líta á meiri útgjöld sem fylgja örum vexti sveitarfélagsins sem fjárfestingu í framtíðinni. Þetta er lúxus vandamál á meðan mörg byggðarlög eru skilgreind sem brothættar byggðir eða eru í vanda vegna fólksfækkunar. Við hjá Áfram Árborg lítum á þetta sem lúxus tækifæri. Vönduð vinnubrögð Þá ríður á vönduð vinnubrögð við alla ákvarðanatöku og stranga forgangsröðun. Allra mikilvægast er að vanda til verka, hafa til reiðu nauðsynleg gögn og taka upplýstar ákvarðanir. Ákvarðanir um hvaða framkvæmdir og fjárfestingar er lagst í, ákvarðanir um hvar þurfi að bæta í rekstrarfé, hvar þarf meira fólk á gólfinu til að veita þjónustuna og hvernig laun það á skilið og að lokum, hvað má bíða betri tíma.Þá er líka nauðsynlegt að halda vel á fjármálum og forgangsraða fjármunum í það sem skiptir mestu máli: Grunnþjónustu við íbúa, lögbundin verkefni sveitarfélagsins, framkvæmdir og verkefni sem ríma inn í þá björtu framtíðarsýn sem við sjáum fyrir stórborgina Árborg. Fúsk er dýrt - framsýni borgar sig Við megum ekki við því að henda skattfé í það sem skiptir litlu máli og er illa úthugsað. Við höfum ekki efni á að eyða fjármunum vegna málssókna á hendur sveitarfélaginu vegna óvandaðrar ákvarðanatöku. Árborg eyðir of miklum tíma og fjármunum í að slökkva elda, að bregðast við í stað þess að móta stefnu til framtíðar og fylgja henni. Við eigum dýrmætan mannauð sem okkur ber skylda til að nýta vel og hlusta á. Sveitarfélagið nýtir ekki nægilega vel sérfræðiþekkingu sem liggur í nefndum, hjá starfsfólki og íbúum. Margt af þessu hefur batnað til muna á nýliðnu kjörtímabili en við þurfum enn að gera betur. Í of mörgum tilfellum fara málefni framhjá nefndum sveitarfélagsins og send beint í bæjarráð eða til bæjarfulltrúa. Oft eru þau illa reifuð og lítið undirbúin en það er strax tekin ákvörðun. Það er svo happa og glappa hvort ákvörðunin var skynsamleg eða ekki. Nefndir sveitarfélagsins eru ekki til skrauts. Þær hafa hlutverk, sumar hverjar lögbundið hlutverk og eiga að sinna því. Sem dæmi er fjárhagsáætlun Árborgar ítrekað farin beint til bæjarfulltrúa án þess að viðeigandi nefnd fjalli um rekstur viðeigandi málaflokks og sendi til bæjarstjórnar vel ígrundaða tillögu um fjárhagsáætlun næsta árs. Þetta myndi létta vinnuna fyrir bæjarfulltrúa, fylgigögn og rökstuðningur lægi fyrir þegar þeir fá áætlanir í hendur.Ég vil einnig benda á að þegar ákvarðanir eru teknar án þess að hafa gengið í gegnum réttan, stjórnsýslulegan farveg þá er það brot á lögum og eykur líkurnar á því að ákvarðanir geti orðið íbúum dýrkeyptar, hlutir fari fram úr fjárhagsáætlunum vegna óvandaðra vinnubragða og þess vegna erum við að drukkna úr viðaukum við fjárhagsáætlun. Hugsum ekki í kjörtímabilum Við hjá Á lista Áfram Árborgar leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og fagmennsku sem tryggir betur að þetta einstaka tækifæri Árborgar fari ekki forgörðum, fjármunir séu nýttir betur, grunnþjónusta sé örugga og fumlaus og ákvarðanataka faglegri. Það vill enginn búa í sveitarfélagi sem fjárfestir ekki í velsæld íbúa en hendir þess í stað fjármunum í óþarfar framkvæmdir, málssóknar kostnað og skaðabætur vegna lélegrar stjórnsýslu. Við þurfum ekki á neinum Bragga að halda.Sýnum framsýni og pólitískt hugrekki til að breyta og bæta.Framtíðin er núna!Kjósum x-Á Höfundur er stjórnmálafræðingur, varabæjarfulltrúi og oddviti Á lista Áfram Árborgar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun