Árborg er stórborg Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 19. apríl 2022 17:01 Árborg er sveitarfélag í örum vexti og breytist hratt. Þar sem áður þekktu allir alla, er nú komin borgarbragur á sveitarfélagið okkar. Ef sveitarfélagið á að halda í við þessar öru breytingar og mikla vöxt, þá þarf stjórnsýslan að þróast með. Ef við ætlum að halda sveitarfélaginu sem óskastað ungs fjölskyldufólks, viðhalda vexti og grunnþjónustu fyrir alla þá höfum við ekki efni á því að taka afdrifaríkar ákvarðanir í heita pottinum, í fermingarveislum eða reykmettuðum bakherbergjum. Fólksfjölgunin er tækifæri, vaxtarverkirnir eðlilegir og við eigum að líta á meiri útgjöld sem fylgja örum vexti sveitarfélagsins sem fjárfestingu í framtíðinni. Þetta er lúxus vandamál á meðan mörg byggðarlög eru skilgreind sem brothættar byggðir eða eru í vanda vegna fólksfækkunar. Við hjá Áfram Árborg lítum á þetta sem lúxus tækifæri. Vönduð vinnubrögð Þá ríður á vönduð vinnubrögð við alla ákvarðanatöku og stranga forgangsröðun. Allra mikilvægast er að vanda til verka, hafa til reiðu nauðsynleg gögn og taka upplýstar ákvarðanir. Ákvarðanir um hvaða framkvæmdir og fjárfestingar er lagst í, ákvarðanir um hvar þurfi að bæta í rekstrarfé, hvar þarf meira fólk á gólfinu til að veita þjónustuna og hvernig laun það á skilið og að lokum, hvað má bíða betri tíma.Þá er líka nauðsynlegt að halda vel á fjármálum og forgangsraða fjármunum í það sem skiptir mestu máli: Grunnþjónustu við íbúa, lögbundin verkefni sveitarfélagsins, framkvæmdir og verkefni sem ríma inn í þá björtu framtíðarsýn sem við sjáum fyrir stórborgina Árborg. Fúsk er dýrt - framsýni borgar sig Við megum ekki við því að henda skattfé í það sem skiptir litlu máli og er illa úthugsað. Við höfum ekki efni á að eyða fjármunum vegna málssókna á hendur sveitarfélaginu vegna óvandaðrar ákvarðanatöku. Árborg eyðir of miklum tíma og fjármunum í að slökkva elda, að bregðast við í stað þess að móta stefnu til framtíðar og fylgja henni. Við eigum dýrmætan mannauð sem okkur ber skylda til að nýta vel og hlusta á. Sveitarfélagið nýtir ekki nægilega vel sérfræðiþekkingu sem liggur í nefndum, hjá starfsfólki og íbúum. Margt af þessu hefur batnað til muna á nýliðnu kjörtímabili en við þurfum enn að gera betur. Í of mörgum tilfellum fara málefni framhjá nefndum sveitarfélagsins og send beint í bæjarráð eða til bæjarfulltrúa. Oft eru þau illa reifuð og lítið undirbúin en það er strax tekin ákvörðun. Það er svo happa og glappa hvort ákvörðunin var skynsamleg eða ekki. Nefndir sveitarfélagsins eru ekki til skrauts. Þær hafa hlutverk, sumar hverjar lögbundið hlutverk og eiga að sinna því. Sem dæmi er fjárhagsáætlun Árborgar ítrekað farin beint til bæjarfulltrúa án þess að viðeigandi nefnd fjalli um rekstur viðeigandi málaflokks og sendi til bæjarstjórnar vel ígrundaða tillögu um fjárhagsáætlun næsta árs. Þetta myndi létta vinnuna fyrir bæjarfulltrúa, fylgigögn og rökstuðningur lægi fyrir þegar þeir fá áætlanir í hendur.Ég vil einnig benda á að þegar ákvarðanir eru teknar án þess að hafa gengið í gegnum réttan, stjórnsýslulegan farveg þá er það brot á lögum og eykur líkurnar á því að ákvarðanir geti orðið íbúum dýrkeyptar, hlutir fari fram úr fjárhagsáætlunum vegna óvandaðra vinnubragða og þess vegna erum við að drukkna úr viðaukum við fjárhagsáætlun. Hugsum ekki í kjörtímabilum Við hjá Á lista Áfram Árborgar leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og fagmennsku sem tryggir betur að þetta einstaka tækifæri Árborgar fari ekki forgörðum, fjármunir séu nýttir betur, grunnþjónusta sé örugga og fumlaus og ákvarðanataka faglegri. Það vill enginn búa í sveitarfélagi sem fjárfestir ekki í velsæld íbúa en hendir þess í stað fjármunum í óþarfar framkvæmdir, málssóknar kostnað og skaðabætur vegna lélegrar stjórnsýslu. Við þurfum ekki á neinum Bragga að halda.Sýnum framsýni og pólitískt hugrekki til að breyta og bæta.Framtíðin er núna!Kjósum x-Á Höfundur er stjórnmálafræðingur, varabæjarfulltrúi og oddviti Á lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Árborg er sveitarfélag í örum vexti og breytist hratt. Þar sem áður þekktu allir alla, er nú komin borgarbragur á sveitarfélagið okkar. Ef sveitarfélagið á að halda í við þessar öru breytingar og mikla vöxt, þá þarf stjórnsýslan að þróast með. Ef við ætlum að halda sveitarfélaginu sem óskastað ungs fjölskyldufólks, viðhalda vexti og grunnþjónustu fyrir alla þá höfum við ekki efni á því að taka afdrifaríkar ákvarðanir í heita pottinum, í fermingarveislum eða reykmettuðum bakherbergjum. Fólksfjölgunin er tækifæri, vaxtarverkirnir eðlilegir og við eigum að líta á meiri útgjöld sem fylgja örum vexti sveitarfélagsins sem fjárfestingu í framtíðinni. Þetta er lúxus vandamál á meðan mörg byggðarlög eru skilgreind sem brothættar byggðir eða eru í vanda vegna fólksfækkunar. Við hjá Áfram Árborg lítum á þetta sem lúxus tækifæri. Vönduð vinnubrögð Þá ríður á vönduð vinnubrögð við alla ákvarðanatöku og stranga forgangsröðun. Allra mikilvægast er að vanda til verka, hafa til reiðu nauðsynleg gögn og taka upplýstar ákvarðanir. Ákvarðanir um hvaða framkvæmdir og fjárfestingar er lagst í, ákvarðanir um hvar þurfi að bæta í rekstrarfé, hvar þarf meira fólk á gólfinu til að veita þjónustuna og hvernig laun það á skilið og að lokum, hvað má bíða betri tíma.Þá er líka nauðsynlegt að halda vel á fjármálum og forgangsraða fjármunum í það sem skiptir mestu máli: Grunnþjónustu við íbúa, lögbundin verkefni sveitarfélagsins, framkvæmdir og verkefni sem ríma inn í þá björtu framtíðarsýn sem við sjáum fyrir stórborgina Árborg. Fúsk er dýrt - framsýni borgar sig Við megum ekki við því að henda skattfé í það sem skiptir litlu máli og er illa úthugsað. Við höfum ekki efni á að eyða fjármunum vegna málssókna á hendur sveitarfélaginu vegna óvandaðrar ákvarðanatöku. Árborg eyðir of miklum tíma og fjármunum í að slökkva elda, að bregðast við í stað þess að móta stefnu til framtíðar og fylgja henni. Við eigum dýrmætan mannauð sem okkur ber skylda til að nýta vel og hlusta á. Sveitarfélagið nýtir ekki nægilega vel sérfræðiþekkingu sem liggur í nefndum, hjá starfsfólki og íbúum. Margt af þessu hefur batnað til muna á nýliðnu kjörtímabili en við þurfum enn að gera betur. Í of mörgum tilfellum fara málefni framhjá nefndum sveitarfélagsins og send beint í bæjarráð eða til bæjarfulltrúa. Oft eru þau illa reifuð og lítið undirbúin en það er strax tekin ákvörðun. Það er svo happa og glappa hvort ákvörðunin var skynsamleg eða ekki. Nefndir sveitarfélagsins eru ekki til skrauts. Þær hafa hlutverk, sumar hverjar lögbundið hlutverk og eiga að sinna því. Sem dæmi er fjárhagsáætlun Árborgar ítrekað farin beint til bæjarfulltrúa án þess að viðeigandi nefnd fjalli um rekstur viðeigandi málaflokks og sendi til bæjarstjórnar vel ígrundaða tillögu um fjárhagsáætlun næsta árs. Þetta myndi létta vinnuna fyrir bæjarfulltrúa, fylgigögn og rökstuðningur lægi fyrir þegar þeir fá áætlanir í hendur.Ég vil einnig benda á að þegar ákvarðanir eru teknar án þess að hafa gengið í gegnum réttan, stjórnsýslulegan farveg þá er það brot á lögum og eykur líkurnar á því að ákvarðanir geti orðið íbúum dýrkeyptar, hlutir fari fram úr fjárhagsáætlunum vegna óvandaðra vinnubragða og þess vegna erum við að drukkna úr viðaukum við fjárhagsáætlun. Hugsum ekki í kjörtímabilum Við hjá Á lista Áfram Árborgar leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og fagmennsku sem tryggir betur að þetta einstaka tækifæri Árborgar fari ekki forgörðum, fjármunir séu nýttir betur, grunnþjónusta sé örugga og fumlaus og ákvarðanataka faglegri. Það vill enginn búa í sveitarfélagi sem fjárfestir ekki í velsæld íbúa en hendir þess í stað fjármunum í óþarfar framkvæmdir, málssóknar kostnað og skaðabætur vegna lélegrar stjórnsýslu. Við þurfum ekki á neinum Bragga að halda.Sýnum framsýni og pólitískt hugrekki til að breyta og bæta.Framtíðin er núna!Kjósum x-Á Höfundur er stjórnmálafræðingur, varabæjarfulltrúi og oddviti Á lista Áfram Árborgar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar