Ofaldir kálfar kjarabaráttunnar Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 14. apríl 2022 12:31 Mikið hefur verið fullyrt um laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga í fjölmiðlum og almennri umræðu undanfarið. Slegið hefur verið fram ýmsum tölum og í sumum tilfellum haldið fram að starfsmenn stéttarfélaga séu jafnvel með rúmlega tvöföld lágmarkslaun og slagi jafnvel í laun upp 800-900 þúsund krónur. Í því samhengi finnst mörgum hverjum ásættanlegt að lækka laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga. Ekki veit ég til þess að það sé í anda kjarabaráttu að berjast fyrir lægri launum, en það sem verra er, er þegar að fólk kallar eftir aðgerðum sem þessum á röngum forsendum. Í allri umræðu er best að halda sig við það sem er vitað. Það er best að halda sig við tölur, gögn og staðreyndir. Þar sem ég þekki til eru laun almennra starfsmanna stéttarfélaga í flestum tilfellum á bilinu 500-600 þúsund krónur. Ég get staðfest að dagvinnulaun starfsmanns Eflingar árið 2018, sem var nýbyrjaður í starfi voru 509.850kr. Þessi sami starfsmaður eftir 4 ára starfsreynslu var kominn upp í 577.850. Á móti má benda á að starfsmenn fái greidda yfirvinnu og aksturstyrk, en höfum það hugfast að það telur ekki þegar þú þarft að sækja rétt þinn. Fæðingarorlofssjóði varðar t.a.m. ekkert um það hvað þú ert með í akstursstyrk. Kjarabót en á sama tíma kjaraskerðing. Og jafnvel þó allt þetta sé tekið saman, dagvinna, yfirvinna og akstursstyrkur, þá kemst það ekki einu sinni nálægt þeim upphæðum sem haldið er fram í umræðunni. Eru þetta of há laun? Er 500-600 þúsund krónur á mánuði of há laun? Til þess að svara því langar mér að setja upp dæmi. Ef við skoðum reiknivél fyrir neysluviðmið á síðu stjórnarráðsins og gefum okkur forsendur vísitölufjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu, tveir fullorðnir og 2 börn, 1 í leikskóla og annað í grunnskóla. Dæmigerð heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar fyrir þá fjölskyldu eru 493.776kr og grunnviðmið er 276.905kr. Höldum þá áfram og tökum húsaleiguna inn í dæmið. Leiguverð fór fyrir löngu síðan út fyrir öll velsæmismörk og er í dag ekkert annað en okur. Leigusalar eru mismunandi eins og þeir eru margir og verðið eftir því. Í Þessum útreikning skulum við gefa okkur að leiguverðið séu 200 þúsund krónur. Þá stöndum við þar að heildarútgjöld með húsnæði fyrir vísitölufjölskylduna er á bilinu 476.905kr - 693.776kr. Ef við gefum okkur að annar aðili vísitölufjölskyldunnar starfi hjá stéttarfélagi og sé t.d. með 570.000kr í laun, skilar það honum sennilega nærri 420.000kr útborguðum. Hinn aðilinn vinnur fyrir lágmarkslaunum 368.000kr og sé með um 290.000kr útborgað. Hjónin í vísitölufjölskyldunni eru þar samanlagt með 710.000kr í vasann og eiga tæpar 17.000kr í afgang eftir mánuðinn miðað við dæmigerða neyslu. Og höfum hugfast að hér er ekki verið að tala um lúxus líf, heldur dæmigert. Guð forði fólkinu frá því að veikjast, missa vinnuna eða lenda í hverskyns áfalli sem kallar á aukin útgjöld. Að öllu þessu sögðu þá er undir lokin rétt að minna á að þetta er dæmi um fólk sem getur þetta, þó tæplega. Fjöldinn allur af vinnandi fólki á ekki í sig og á, getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni og hver einasti dagur er erfiður. Þetta fólk þarf að hífa upp en vandinn er ekki leystur með því að toga alla niður í volæðið. Verkalýðshreyfingin og stéttarfélög sem vinnustaðir eiga að vera fyrirmynd þess sem við viljum fyrir okkar félagsmenn á þeirra vinnustöðum. Við viljum að okkar fólk fái mannsæmandi laun. Við viljum að atvinnurekendur komi vel fram við okkar fólk. Við viljum réttlátara samfélag. Á öllum málum eru tvær hliðar og ólíkar skoðanir, en við hljótum að geta sammælst um að halda staðreyndum á hreinu og fara með rétt mál. Við hljótum að geta sammælst um grunngildi kjarabaráttu og við hljótum að geta sammælst um að það er ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að beita bolabrögðum sem við höfum fordæmt atvinnurekendur fyrir. Rétt er rétt og rangt er rangt, sama hver á í hlut. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fullyrt um laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga í fjölmiðlum og almennri umræðu undanfarið. Slegið hefur verið fram ýmsum tölum og í sumum tilfellum haldið fram að starfsmenn stéttarfélaga séu jafnvel með rúmlega tvöföld lágmarkslaun og slagi jafnvel í laun upp 800-900 þúsund krónur. Í því samhengi finnst mörgum hverjum ásættanlegt að lækka laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga. Ekki veit ég til þess að það sé í anda kjarabaráttu að berjast fyrir lægri launum, en það sem verra er, er þegar að fólk kallar eftir aðgerðum sem þessum á röngum forsendum. Í allri umræðu er best að halda sig við það sem er vitað. Það er best að halda sig við tölur, gögn og staðreyndir. Þar sem ég þekki til eru laun almennra starfsmanna stéttarfélaga í flestum tilfellum á bilinu 500-600 þúsund krónur. Ég get staðfest að dagvinnulaun starfsmanns Eflingar árið 2018, sem var nýbyrjaður í starfi voru 509.850kr. Þessi sami starfsmaður eftir 4 ára starfsreynslu var kominn upp í 577.850. Á móti má benda á að starfsmenn fái greidda yfirvinnu og aksturstyrk, en höfum það hugfast að það telur ekki þegar þú þarft að sækja rétt þinn. Fæðingarorlofssjóði varðar t.a.m. ekkert um það hvað þú ert með í akstursstyrk. Kjarabót en á sama tíma kjaraskerðing. Og jafnvel þó allt þetta sé tekið saman, dagvinna, yfirvinna og akstursstyrkur, þá kemst það ekki einu sinni nálægt þeim upphæðum sem haldið er fram í umræðunni. Eru þetta of há laun? Er 500-600 þúsund krónur á mánuði of há laun? Til þess að svara því langar mér að setja upp dæmi. Ef við skoðum reiknivél fyrir neysluviðmið á síðu stjórnarráðsins og gefum okkur forsendur vísitölufjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu, tveir fullorðnir og 2 börn, 1 í leikskóla og annað í grunnskóla. Dæmigerð heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar fyrir þá fjölskyldu eru 493.776kr og grunnviðmið er 276.905kr. Höldum þá áfram og tökum húsaleiguna inn í dæmið. Leiguverð fór fyrir löngu síðan út fyrir öll velsæmismörk og er í dag ekkert annað en okur. Leigusalar eru mismunandi eins og þeir eru margir og verðið eftir því. Í Þessum útreikning skulum við gefa okkur að leiguverðið séu 200 þúsund krónur. Þá stöndum við þar að heildarútgjöld með húsnæði fyrir vísitölufjölskylduna er á bilinu 476.905kr - 693.776kr. Ef við gefum okkur að annar aðili vísitölufjölskyldunnar starfi hjá stéttarfélagi og sé t.d. með 570.000kr í laun, skilar það honum sennilega nærri 420.000kr útborguðum. Hinn aðilinn vinnur fyrir lágmarkslaunum 368.000kr og sé með um 290.000kr útborgað. Hjónin í vísitölufjölskyldunni eru þar samanlagt með 710.000kr í vasann og eiga tæpar 17.000kr í afgang eftir mánuðinn miðað við dæmigerða neyslu. Og höfum hugfast að hér er ekki verið að tala um lúxus líf, heldur dæmigert. Guð forði fólkinu frá því að veikjast, missa vinnuna eða lenda í hverskyns áfalli sem kallar á aukin útgjöld. Að öllu þessu sögðu þá er undir lokin rétt að minna á að þetta er dæmi um fólk sem getur þetta, þó tæplega. Fjöldinn allur af vinnandi fólki á ekki í sig og á, getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni og hver einasti dagur er erfiður. Þetta fólk þarf að hífa upp en vandinn er ekki leystur með því að toga alla niður í volæðið. Verkalýðshreyfingin og stéttarfélög sem vinnustaðir eiga að vera fyrirmynd þess sem við viljum fyrir okkar félagsmenn á þeirra vinnustöðum. Við viljum að okkar fólk fái mannsæmandi laun. Við viljum að atvinnurekendur komi vel fram við okkar fólk. Við viljum réttlátara samfélag. Á öllum málum eru tvær hliðar og ólíkar skoðanir, en við hljótum að geta sammælst um að halda staðreyndum á hreinu og fara með rétt mál. Við hljótum að geta sammælst um grunngildi kjarabaráttu og við hljótum að geta sammælst um að það er ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að beita bolabrögðum sem við höfum fordæmt atvinnurekendur fyrir. Rétt er rétt og rangt er rangt, sama hver á í hlut. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun