Ofaldir kálfar kjarabaráttunnar Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 14. apríl 2022 12:31 Mikið hefur verið fullyrt um laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga í fjölmiðlum og almennri umræðu undanfarið. Slegið hefur verið fram ýmsum tölum og í sumum tilfellum haldið fram að starfsmenn stéttarfélaga séu jafnvel með rúmlega tvöföld lágmarkslaun og slagi jafnvel í laun upp 800-900 þúsund krónur. Í því samhengi finnst mörgum hverjum ásættanlegt að lækka laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga. Ekki veit ég til þess að það sé í anda kjarabaráttu að berjast fyrir lægri launum, en það sem verra er, er þegar að fólk kallar eftir aðgerðum sem þessum á röngum forsendum. Í allri umræðu er best að halda sig við það sem er vitað. Það er best að halda sig við tölur, gögn og staðreyndir. Þar sem ég þekki til eru laun almennra starfsmanna stéttarfélaga í flestum tilfellum á bilinu 500-600 þúsund krónur. Ég get staðfest að dagvinnulaun starfsmanns Eflingar árið 2018, sem var nýbyrjaður í starfi voru 509.850kr. Þessi sami starfsmaður eftir 4 ára starfsreynslu var kominn upp í 577.850. Á móti má benda á að starfsmenn fái greidda yfirvinnu og aksturstyrk, en höfum það hugfast að það telur ekki þegar þú þarft að sækja rétt þinn. Fæðingarorlofssjóði varðar t.a.m. ekkert um það hvað þú ert með í akstursstyrk. Kjarabót en á sama tíma kjaraskerðing. Og jafnvel þó allt þetta sé tekið saman, dagvinna, yfirvinna og akstursstyrkur, þá kemst það ekki einu sinni nálægt þeim upphæðum sem haldið er fram í umræðunni. Eru þetta of há laun? Er 500-600 þúsund krónur á mánuði of há laun? Til þess að svara því langar mér að setja upp dæmi. Ef við skoðum reiknivél fyrir neysluviðmið á síðu stjórnarráðsins og gefum okkur forsendur vísitölufjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu, tveir fullorðnir og 2 börn, 1 í leikskóla og annað í grunnskóla. Dæmigerð heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar fyrir þá fjölskyldu eru 493.776kr og grunnviðmið er 276.905kr. Höldum þá áfram og tökum húsaleiguna inn í dæmið. Leiguverð fór fyrir löngu síðan út fyrir öll velsæmismörk og er í dag ekkert annað en okur. Leigusalar eru mismunandi eins og þeir eru margir og verðið eftir því. Í Þessum útreikning skulum við gefa okkur að leiguverðið séu 200 þúsund krónur. Þá stöndum við þar að heildarútgjöld með húsnæði fyrir vísitölufjölskylduna er á bilinu 476.905kr - 693.776kr. Ef við gefum okkur að annar aðili vísitölufjölskyldunnar starfi hjá stéttarfélagi og sé t.d. með 570.000kr í laun, skilar það honum sennilega nærri 420.000kr útborguðum. Hinn aðilinn vinnur fyrir lágmarkslaunum 368.000kr og sé með um 290.000kr útborgað. Hjónin í vísitölufjölskyldunni eru þar samanlagt með 710.000kr í vasann og eiga tæpar 17.000kr í afgang eftir mánuðinn miðað við dæmigerða neyslu. Og höfum hugfast að hér er ekki verið að tala um lúxus líf, heldur dæmigert. Guð forði fólkinu frá því að veikjast, missa vinnuna eða lenda í hverskyns áfalli sem kallar á aukin útgjöld. Að öllu þessu sögðu þá er undir lokin rétt að minna á að þetta er dæmi um fólk sem getur þetta, þó tæplega. Fjöldinn allur af vinnandi fólki á ekki í sig og á, getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni og hver einasti dagur er erfiður. Þetta fólk þarf að hífa upp en vandinn er ekki leystur með því að toga alla niður í volæðið. Verkalýðshreyfingin og stéttarfélög sem vinnustaðir eiga að vera fyrirmynd þess sem við viljum fyrir okkar félagsmenn á þeirra vinnustöðum. Við viljum að okkar fólk fái mannsæmandi laun. Við viljum að atvinnurekendur komi vel fram við okkar fólk. Við viljum réttlátara samfélag. Á öllum málum eru tvær hliðar og ólíkar skoðanir, en við hljótum að geta sammælst um að halda staðreyndum á hreinu og fara með rétt mál. Við hljótum að geta sammælst um grunngildi kjarabaráttu og við hljótum að geta sammælst um að það er ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að beita bolabrögðum sem við höfum fordæmt atvinnurekendur fyrir. Rétt er rétt og rangt er rangt, sama hver á í hlut. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fullyrt um laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga í fjölmiðlum og almennri umræðu undanfarið. Slegið hefur verið fram ýmsum tölum og í sumum tilfellum haldið fram að starfsmenn stéttarfélaga séu jafnvel með rúmlega tvöföld lágmarkslaun og slagi jafnvel í laun upp 800-900 þúsund krónur. Í því samhengi finnst mörgum hverjum ásættanlegt að lækka laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga. Ekki veit ég til þess að það sé í anda kjarabaráttu að berjast fyrir lægri launum, en það sem verra er, er þegar að fólk kallar eftir aðgerðum sem þessum á röngum forsendum. Í allri umræðu er best að halda sig við það sem er vitað. Það er best að halda sig við tölur, gögn og staðreyndir. Þar sem ég þekki til eru laun almennra starfsmanna stéttarfélaga í flestum tilfellum á bilinu 500-600 þúsund krónur. Ég get staðfest að dagvinnulaun starfsmanns Eflingar árið 2018, sem var nýbyrjaður í starfi voru 509.850kr. Þessi sami starfsmaður eftir 4 ára starfsreynslu var kominn upp í 577.850. Á móti má benda á að starfsmenn fái greidda yfirvinnu og aksturstyrk, en höfum það hugfast að það telur ekki þegar þú þarft að sækja rétt þinn. Fæðingarorlofssjóði varðar t.a.m. ekkert um það hvað þú ert með í akstursstyrk. Kjarabót en á sama tíma kjaraskerðing. Og jafnvel þó allt þetta sé tekið saman, dagvinna, yfirvinna og akstursstyrkur, þá kemst það ekki einu sinni nálægt þeim upphæðum sem haldið er fram í umræðunni. Eru þetta of há laun? Er 500-600 þúsund krónur á mánuði of há laun? Til þess að svara því langar mér að setja upp dæmi. Ef við skoðum reiknivél fyrir neysluviðmið á síðu stjórnarráðsins og gefum okkur forsendur vísitölufjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu, tveir fullorðnir og 2 börn, 1 í leikskóla og annað í grunnskóla. Dæmigerð heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar fyrir þá fjölskyldu eru 493.776kr og grunnviðmið er 276.905kr. Höldum þá áfram og tökum húsaleiguna inn í dæmið. Leiguverð fór fyrir löngu síðan út fyrir öll velsæmismörk og er í dag ekkert annað en okur. Leigusalar eru mismunandi eins og þeir eru margir og verðið eftir því. Í Þessum útreikning skulum við gefa okkur að leiguverðið séu 200 þúsund krónur. Þá stöndum við þar að heildarútgjöld með húsnæði fyrir vísitölufjölskylduna er á bilinu 476.905kr - 693.776kr. Ef við gefum okkur að annar aðili vísitölufjölskyldunnar starfi hjá stéttarfélagi og sé t.d. með 570.000kr í laun, skilar það honum sennilega nærri 420.000kr útborguðum. Hinn aðilinn vinnur fyrir lágmarkslaunum 368.000kr og sé með um 290.000kr útborgað. Hjónin í vísitölufjölskyldunni eru þar samanlagt með 710.000kr í vasann og eiga tæpar 17.000kr í afgang eftir mánuðinn miðað við dæmigerða neyslu. Og höfum hugfast að hér er ekki verið að tala um lúxus líf, heldur dæmigert. Guð forði fólkinu frá því að veikjast, missa vinnuna eða lenda í hverskyns áfalli sem kallar á aukin útgjöld. Að öllu þessu sögðu þá er undir lokin rétt að minna á að þetta er dæmi um fólk sem getur þetta, þó tæplega. Fjöldinn allur af vinnandi fólki á ekki í sig og á, getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni og hver einasti dagur er erfiður. Þetta fólk þarf að hífa upp en vandinn er ekki leystur með því að toga alla niður í volæðið. Verkalýðshreyfingin og stéttarfélög sem vinnustaðir eiga að vera fyrirmynd þess sem við viljum fyrir okkar félagsmenn á þeirra vinnustöðum. Við viljum að okkar fólk fái mannsæmandi laun. Við viljum að atvinnurekendur komi vel fram við okkar fólk. Við viljum réttlátara samfélag. Á öllum málum eru tvær hliðar og ólíkar skoðanir, en við hljótum að geta sammælst um að halda staðreyndum á hreinu og fara með rétt mál. Við hljótum að geta sammælst um grunngildi kjarabaráttu og við hljótum að geta sammælst um að það er ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að beita bolabrögðum sem við höfum fordæmt atvinnurekendur fyrir. Rétt er rétt og rangt er rangt, sama hver á í hlut. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun