Samkeppnisstofnun leyfir fákeppni á ferðamarkaði: Ítrekuð samkeppnisbrot leyfð á annað ár Andri Már Ingólfsson skrifar 11. apríl 2022 16:01 Það hefur verið talinn einn af grunnþáttum á heilbrigðri samkeppni á litlum markaði eins og Ísland er, að tryggja eðlilega samkeppni í sölu á vöru og þjónustu, enda nauðsynlegt þar sem Ísland er eitt dýrasta land í Evrópu og tryggja þarf heilbrigða samkeppni til að halda verðlagi í skefjum og tryggja gæði þjónustunnar. Á annað ár hefur samruni Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, eftir að Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða, verið til umfjöllunar hjá Samkeppnisstofnun og starfsmenn hennar fengið fjölda gagna um eðli íslensks ferðamarkaðar, stærð, fjölda farþega, árstíðardreifingu o.s.frv. Frá upphafi hefur legið fyrir að þessi samruni er algjörlega á skjön við eðlilega samkeppni á markaði. Það myndi þýða að einn aðili á markaði yrði með 65% markaðshlutdeild og myndi tryggja sér yfirburðastöðu á markaði. Hinn aðilinn er Vita, sem er auðvitað með ótakmarkaða rekstrartryggingu frá Icelandair þar sem óljóst er hver greiðir fyrir sætin á hvern áfangstað. Slíkt hefur aldrei verið leyft á þeim mörkuðum sem við berum okkur saman við, þar má nefna öll löndin í Skandínavíu, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi o.s. frv. Til að bæta gráu ofaná svart, þá hefur Samkeppnisstofnun látið óátalin fjölda brota á samkeppnislögum á annað ár, en Samkeppnislög eru algjörlega skýr hvað varðar óeðlilega viðskiptahætti og brot á lögunum. Þar ber helst að nefna: Samráð um framboð samkeppnisaðila Samræming verðlags samkeppnisaðila. Sameiginleg innkaup samkeppnisaðila Takmörkun og stýring á framboði milli samkeppnisaðila. Í öllum ofangreinum tilfellum hafa fjöldi brota verið framin síðustu misseri í blóra við lög og þær reglur sem öðrum aðilum er gert að vinna eftir í greininni. Nú þegar er búið að samþætta rekstur fyrirtækjanna þrátt fyrir að úrskurður Samkeppnisstofnunar liggi ekki fyrir. Samkeppnisstofun hefur verið bent á þessi brot ítrekað, en hún hefur látið þau óátalin, þrátt fyrir alvarlegan refsiramma laganna. Það má með sama hætti leggja drög að því að Byko og Húsasmiðjan mættu sameinast, að Sjóvá og VÍS mættu sameinast, og fjölda annarra dæma mætti tilgreina. Meðan í gildi eru lög um rekstur ferðaskrifstofa og á hvaða grunni þær skuli starfa, hlýtur að þurfa að fara að lögum, og ekki hægt að þrýsta í gegn óeðlilegri sameiningu, þrátt fyrir mikla pressu frá kerfinu og fjármálastofnunum á Samkeppnisstofnum. Undirritaður stofnaði Heimsferðir fyrir 30 árum, og rak við góðan orðstýr í 28 ár þar til Arionbanka hugnaðist að taka yfir reksturinn. Aldrei á því tímabili hefði komið til greina, né staðið til boða að mynda fyrirtæki á Íslenskum markaði sem stjórnaði 65% af markaðinum. Undirritaður skorar á Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins að taka ákvörðun í anda laganna og tryggja sjálfstæði Samkeppnisstofnunar, og láta ekki þrýsting frá öðrum aðilum ráða niðurstöðu eins og því miður er þekkt í Íslensku þjóðfélagi. Undirritaður er forstjóri og eigandi Ferðaskrifstofunnar Aventura, og stofnandi og fyrrum eigandi Heimferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Það hefur verið talinn einn af grunnþáttum á heilbrigðri samkeppni á litlum markaði eins og Ísland er, að tryggja eðlilega samkeppni í sölu á vöru og þjónustu, enda nauðsynlegt þar sem Ísland er eitt dýrasta land í Evrópu og tryggja þarf heilbrigða samkeppni til að halda verðlagi í skefjum og tryggja gæði þjónustunnar. Á annað ár hefur samruni Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, eftir að Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða, verið til umfjöllunar hjá Samkeppnisstofnun og starfsmenn hennar fengið fjölda gagna um eðli íslensks ferðamarkaðar, stærð, fjölda farþega, árstíðardreifingu o.s.frv. Frá upphafi hefur legið fyrir að þessi samruni er algjörlega á skjön við eðlilega samkeppni á markaði. Það myndi þýða að einn aðili á markaði yrði með 65% markaðshlutdeild og myndi tryggja sér yfirburðastöðu á markaði. Hinn aðilinn er Vita, sem er auðvitað með ótakmarkaða rekstrartryggingu frá Icelandair þar sem óljóst er hver greiðir fyrir sætin á hvern áfangstað. Slíkt hefur aldrei verið leyft á þeim mörkuðum sem við berum okkur saman við, þar má nefna öll löndin í Skandínavíu, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi o.s. frv. Til að bæta gráu ofaná svart, þá hefur Samkeppnisstofnun látið óátalin fjölda brota á samkeppnislögum á annað ár, en Samkeppnislög eru algjörlega skýr hvað varðar óeðlilega viðskiptahætti og brot á lögunum. Þar ber helst að nefna: Samráð um framboð samkeppnisaðila Samræming verðlags samkeppnisaðila. Sameiginleg innkaup samkeppnisaðila Takmörkun og stýring á framboði milli samkeppnisaðila. Í öllum ofangreinum tilfellum hafa fjöldi brota verið framin síðustu misseri í blóra við lög og þær reglur sem öðrum aðilum er gert að vinna eftir í greininni. Nú þegar er búið að samþætta rekstur fyrirtækjanna þrátt fyrir að úrskurður Samkeppnisstofnunar liggi ekki fyrir. Samkeppnisstofun hefur verið bent á þessi brot ítrekað, en hún hefur látið þau óátalin, þrátt fyrir alvarlegan refsiramma laganna. Það má með sama hætti leggja drög að því að Byko og Húsasmiðjan mættu sameinast, að Sjóvá og VÍS mættu sameinast, og fjölda annarra dæma mætti tilgreina. Meðan í gildi eru lög um rekstur ferðaskrifstofa og á hvaða grunni þær skuli starfa, hlýtur að þurfa að fara að lögum, og ekki hægt að þrýsta í gegn óeðlilegri sameiningu, þrátt fyrir mikla pressu frá kerfinu og fjármálastofnunum á Samkeppnisstofnum. Undirritaður stofnaði Heimsferðir fyrir 30 árum, og rak við góðan orðstýr í 28 ár þar til Arionbanka hugnaðist að taka yfir reksturinn. Aldrei á því tímabili hefði komið til greina, né staðið til boða að mynda fyrirtæki á Íslenskum markaði sem stjórnaði 65% af markaðinum. Undirritaður skorar á Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins að taka ákvörðun í anda laganna og tryggja sjálfstæði Samkeppnisstofnunar, og láta ekki þrýsting frá öðrum aðilum ráða niðurstöðu eins og því miður er þekkt í Íslensku þjóðfélagi. Undirritaður er forstjóri og eigandi Ferðaskrifstofunnar Aventura, og stofnandi og fyrrum eigandi Heimferða.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar