Ef ekki nú, -hvenær þá? Bjartey Ásmundsdóttir skrifar 9. apríl 2022 14:01 Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er tækifærið oft nýtt til að vekja athygli á því sem betur má fara í nærumhverfi okkar.Í Efra-Breiðholti erum við með öflugt íþróttafélag, Íþróttafélagið Leikni, félag sem hefur nú sótt formlega um að verða skilgreint sem hverfisfélag. Kröfur sem gerðar eru til hverfisfélaga eru meðal annars þær að félögin bjóði upp á fleiri en eina íþróttagrein. Leiknir er einna helst þekkt fyrir knattspyrnudeild sína en hefur nú stofnað blakdeild og samið um samstarf við körfuknattleiksfélagið Aþenu. Áhugi er fyrir því að auka enn við framboð íþróttagreina til að bjóða upp á í hverfinu. Það sem hefur hamlað uppbygginu á íþróttastarfi Leiknis undanfarin ár er aðstöðuleysi og skortur á húsnæði til æfinga og þá sérstaklega innanhúss. Íþróttaiðkun barna og unglinga er ein besta forvörn sem hægt er að finna. Hreyfing er nauðsynleg og því mikilvægt að byrja strax að aðstoða og hvetja börnin til að finna þá hreyfingu sem hentar þeim best. Þátttaka ungmenna í íþróttum í Efra-Breiðholti er lítil samanborið við önnur hverfi en einungis 40% barna stunda íþróttir í 111 samanborið við 60% í öðrum hverfum borgarinnar. Aðeins sextíu prósent barna í Efra-Breiðholti nýta frístundakortið, en hlutfallið er allt að níutíu prósent í öðrum hverfum. Ein af ástæðunum er áðurnefnt aðstöðuleysi. Börnin eiga að geta stundað íþróttir í nærumhverfinu, hverfið var upphaflega skipulagt þannig að íbúar gætu sótt helstu þjónustu innan hverfis. Aðstaða skiptir verulega miklu máli hvað þátttöku og mætingu barna varðar sérstaklega yfir vetrartímann. Nú hefur hópur af foreldrum barna í Leikni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er farið á leit við Reykjavíkurborg, íþrótta- og tómstundaráð og Íþróttabandalag Reykjavíkur að veita Leikni íþróttahúsið í Austurbergi til umráða til reynslu í a.m.k. 5 ár. Íþróttahúsið í Austurbergi er í miðju Efra-Breiðholts, þétt upp við æfingasvæði Leiknis. Börnin mörg hver ganga fram hjá íþróttahúsinu þegar þau mæta til æfinga hjá Leikni. Hins vegar hefur Leiknir ekki haft afnot af húsinu síðustu ár þrátt fyrir mikla nálægð við það. Ef börnin í hverfi 111 hefðu aðgang að því eina íþróttahúsi sem er hér í hverfinu, væri það ekki aðeins lyftistöng fyrir íþróttafélag hverfisins, heldur fyrir hverfið allt. Leiknir var stofnað fyrir tæpum 50 árum af foreldrum sem vildu að börn sín gætu sótt æfingar í nærumhverfinu. Foreldrar í Efra-Breiðholti hafa lengi horft til þess að geta sent börn sín sem æfa hjá Leikni á inniæfingar í Austurbergi en hafa haldið sig til hlés með að biðja um aðstöðuna vegna þess að ÍR hefur haft afnot af húsinu fram til þessa. Nú þegar ÍR hefur fengið frábæra aðstöðu á sínu æfingasvæði í Suður-Mjódd má ætla að notkun ÍR á íþróttahúsinu í Austurbergi minnki og því óska foreldrar eftir því að Leikni verði veitt afnot af húsinu fyrir sína iðkendur. En nú stendur á svörum frá borgaryfirvöldum. Ef skilja má rétt þau fáu svör sem borist hafa, má Leiknir kannski eiga von á því að fá einhverja afgangs tíma í húsinu í framhaldinu en ÍR mun áfram hafa umráð yfir því. Hvers vegna? Er ekki rétt að jafna leikinn og veita því félagi sem þarf nauðsynlega á aðstöðunni að halda til að geta opnað dyr sínar fyrir fleiri iðkendum úr hverfinu sem mörg hver bíða nú þegar eftir t.d. körfuboltaæfingum? Eiga börn í Efra-Breiðholti að bíða ennþá lengur eftir því að fá aðstöðu við hæfi? Ef núna er ekki rétti tíminn fyrir vistaskipti í húsinu, -hvenær þá? Höfundur er foreldri í hverfinu og í meðlimur í unglingaráði Leiknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er tækifærið oft nýtt til að vekja athygli á því sem betur má fara í nærumhverfi okkar.Í Efra-Breiðholti erum við með öflugt íþróttafélag, Íþróttafélagið Leikni, félag sem hefur nú sótt formlega um að verða skilgreint sem hverfisfélag. Kröfur sem gerðar eru til hverfisfélaga eru meðal annars þær að félögin bjóði upp á fleiri en eina íþróttagrein. Leiknir er einna helst þekkt fyrir knattspyrnudeild sína en hefur nú stofnað blakdeild og samið um samstarf við körfuknattleiksfélagið Aþenu. Áhugi er fyrir því að auka enn við framboð íþróttagreina til að bjóða upp á í hverfinu. Það sem hefur hamlað uppbygginu á íþróttastarfi Leiknis undanfarin ár er aðstöðuleysi og skortur á húsnæði til æfinga og þá sérstaklega innanhúss. Íþróttaiðkun barna og unglinga er ein besta forvörn sem hægt er að finna. Hreyfing er nauðsynleg og því mikilvægt að byrja strax að aðstoða og hvetja börnin til að finna þá hreyfingu sem hentar þeim best. Þátttaka ungmenna í íþróttum í Efra-Breiðholti er lítil samanborið við önnur hverfi en einungis 40% barna stunda íþróttir í 111 samanborið við 60% í öðrum hverfum borgarinnar. Aðeins sextíu prósent barna í Efra-Breiðholti nýta frístundakortið, en hlutfallið er allt að níutíu prósent í öðrum hverfum. Ein af ástæðunum er áðurnefnt aðstöðuleysi. Börnin eiga að geta stundað íþróttir í nærumhverfinu, hverfið var upphaflega skipulagt þannig að íbúar gætu sótt helstu þjónustu innan hverfis. Aðstaða skiptir verulega miklu máli hvað þátttöku og mætingu barna varðar sérstaklega yfir vetrartímann. Nú hefur hópur af foreldrum barna í Leikni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er farið á leit við Reykjavíkurborg, íþrótta- og tómstundaráð og Íþróttabandalag Reykjavíkur að veita Leikni íþróttahúsið í Austurbergi til umráða til reynslu í a.m.k. 5 ár. Íþróttahúsið í Austurbergi er í miðju Efra-Breiðholts, þétt upp við æfingasvæði Leiknis. Börnin mörg hver ganga fram hjá íþróttahúsinu þegar þau mæta til æfinga hjá Leikni. Hins vegar hefur Leiknir ekki haft afnot af húsinu síðustu ár þrátt fyrir mikla nálægð við það. Ef börnin í hverfi 111 hefðu aðgang að því eina íþróttahúsi sem er hér í hverfinu, væri það ekki aðeins lyftistöng fyrir íþróttafélag hverfisins, heldur fyrir hverfið allt. Leiknir var stofnað fyrir tæpum 50 árum af foreldrum sem vildu að börn sín gætu sótt æfingar í nærumhverfinu. Foreldrar í Efra-Breiðholti hafa lengi horft til þess að geta sent börn sín sem æfa hjá Leikni á inniæfingar í Austurbergi en hafa haldið sig til hlés með að biðja um aðstöðuna vegna þess að ÍR hefur haft afnot af húsinu fram til þessa. Nú þegar ÍR hefur fengið frábæra aðstöðu á sínu æfingasvæði í Suður-Mjódd má ætla að notkun ÍR á íþróttahúsinu í Austurbergi minnki og því óska foreldrar eftir því að Leikni verði veitt afnot af húsinu fyrir sína iðkendur. En nú stendur á svörum frá borgaryfirvöldum. Ef skilja má rétt þau fáu svör sem borist hafa, má Leiknir kannski eiga von á því að fá einhverja afgangs tíma í húsinu í framhaldinu en ÍR mun áfram hafa umráð yfir því. Hvers vegna? Er ekki rétt að jafna leikinn og veita því félagi sem þarf nauðsynlega á aðstöðunni að halda til að geta opnað dyr sínar fyrir fleiri iðkendum úr hverfinu sem mörg hver bíða nú þegar eftir t.d. körfuboltaæfingum? Eiga börn í Efra-Breiðholti að bíða ennþá lengur eftir því að fá aðstöðu við hæfi? Ef núna er ekki rétti tíminn fyrir vistaskipti í húsinu, -hvenær þá? Höfundur er foreldri í hverfinu og í meðlimur í unglingaráði Leiknis.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun