Borgarstjóri vaknar í íbúðalausri borg Ómar Már Jónsson skrifar 6. apríl 2022 09:31 Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum. Um leið segir hann að lóðir innan borgarmarka séu „í höndum einkaaðila og byggingarfélaga“ og ekkert annað sé í boði. Svo virðist sem hann vilji eingöngu íbúðir við þróunarása Borgarlínu. Samt er hann „stoltur af húsnæðisstefnu borgarinnar“. Viðurkennir þó að sig „(vanti) yfirsýn á húsnæðismarkaðinn,“ og bætir við einhverskonar óskalista: „Það vantar betri spár og áætlanir. Það vantar meira jafnvægi í uppbygginguna.” „Nú þurfum við að gera húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið.” „Fimmtán ára áætlun.” „Þéttingarreitir með fram Borgarlínu eru þar í fremstu röð.” „Algjör skortur er á heildstæðri húsnæðisstefnu fyrir Ísland,” segir borgarstjóri. Það er með ólíkindum að lesa þetta og menn hljóta að spyrja sig hvar borgarstjóri hefur verið undanfarin áratug. Það er eins og það hafi farið framhjá honum hver lögmæt verkefni sveitarfélaga eru en lögin um það eru skýr: „Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.” Það er auðséð af þessari grein borgarstjóra að hann veit ekki hver staðan er á húsnæðismarkaði þó hann beri ábyrgð á stefnumótun og aðgerðaáætlun á þessu sviði eins og kemur fram í lögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur skapað mikinn vanda sem nú lendir á borgarbúum, sem sjá má í gengdarlausum hækkunum á fasteigmum, leiguverð er í hæstu hæðum og fasteignagjöld aldrei hærri. Nánast ekkert húsnæði er til staðar fyrir ungt fólk sem vill eignast sitt eigið húsnæði. Þetta ástand kemur borginni sér vel, því til samanburðar þá hefur fasteignamat sem er beintengt upphæð fasteignagjalda á borgarbúa hækkað frá árinu 2013 til ársins 2021 um 107% meðan vísitöluhækkun neyðsluverðs hefur hækkað einungis um 41%. Hér þarf aðgerða við í álögum á borgarbúa. Byggingaframkvæmdir stöðvuðust Þegar opinber gögn eru skoðuð sést að árin eftir hrun var svo til hætt að byggja og það í heil sjö ár. Fjöldi íbúða sem voru byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu, árin 2011 og 2012, voru færri en voru byggðar á því svæði 1935! Myndin sýnir húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og svo landinu öllu. Margoft hefur verið bent á húsnæðisskort í Reykjavík. Í raun hefur það blasað við allan síðasta áratug og fram til dagsins í dag. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fallið á prófinu um að skapa betri borg með húsnæði fyrir alla. Ég mun einbeita mér að því að stórauka lóðaframboð í Reykjavík fljótt og hratt fyrir alla og gera þannig miklu meira fyrir borgarbúa en gert hefur verið. Ég mun beita mér fyrir því að þegar við höfum náð tökum á gengdarlausri skuldaaukningu borgarinnar að fasteignagjöld hækki ekki umfram vísitöluverðshækkanir. Höfundur er oddviti X-Meiri borg og árið er MMXXII. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum. Um leið segir hann að lóðir innan borgarmarka séu „í höndum einkaaðila og byggingarfélaga“ og ekkert annað sé í boði. Svo virðist sem hann vilji eingöngu íbúðir við þróunarása Borgarlínu. Samt er hann „stoltur af húsnæðisstefnu borgarinnar“. Viðurkennir þó að sig „(vanti) yfirsýn á húsnæðismarkaðinn,“ og bætir við einhverskonar óskalista: „Það vantar betri spár og áætlanir. Það vantar meira jafnvægi í uppbygginguna.” „Nú þurfum við að gera húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið.” „Fimmtán ára áætlun.” „Þéttingarreitir með fram Borgarlínu eru þar í fremstu röð.” „Algjör skortur er á heildstæðri húsnæðisstefnu fyrir Ísland,” segir borgarstjóri. Það er með ólíkindum að lesa þetta og menn hljóta að spyrja sig hvar borgarstjóri hefur verið undanfarin áratug. Það er eins og það hafi farið framhjá honum hver lögmæt verkefni sveitarfélaga eru en lögin um það eru skýr: „Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.” Það er auðséð af þessari grein borgarstjóra að hann veit ekki hver staðan er á húsnæðismarkaði þó hann beri ábyrgð á stefnumótun og aðgerðaáætlun á þessu sviði eins og kemur fram í lögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur skapað mikinn vanda sem nú lendir á borgarbúum, sem sjá má í gengdarlausum hækkunum á fasteigmum, leiguverð er í hæstu hæðum og fasteignagjöld aldrei hærri. Nánast ekkert húsnæði er til staðar fyrir ungt fólk sem vill eignast sitt eigið húsnæði. Þetta ástand kemur borginni sér vel, því til samanburðar þá hefur fasteignamat sem er beintengt upphæð fasteignagjalda á borgarbúa hækkað frá árinu 2013 til ársins 2021 um 107% meðan vísitöluhækkun neyðsluverðs hefur hækkað einungis um 41%. Hér þarf aðgerða við í álögum á borgarbúa. Byggingaframkvæmdir stöðvuðust Þegar opinber gögn eru skoðuð sést að árin eftir hrun var svo til hætt að byggja og það í heil sjö ár. Fjöldi íbúða sem voru byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu, árin 2011 og 2012, voru færri en voru byggðar á því svæði 1935! Myndin sýnir húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og svo landinu öllu. Margoft hefur verið bent á húsnæðisskort í Reykjavík. Í raun hefur það blasað við allan síðasta áratug og fram til dagsins í dag. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fallið á prófinu um að skapa betri borg með húsnæði fyrir alla. Ég mun einbeita mér að því að stórauka lóðaframboð í Reykjavík fljótt og hratt fyrir alla og gera þannig miklu meira fyrir borgarbúa en gert hefur verið. Ég mun beita mér fyrir því að þegar við höfum náð tökum á gengdarlausri skuldaaukningu borgarinnar að fasteignagjöld hækki ekki umfram vísitöluverðshækkanir. Höfundur er oddviti X-Meiri borg og árið er MMXXII.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun