Í hverja var hringt? Kristrún Frostadóttir skrifar 31. mars 2022 07:00 Það er fyrir algjöra tilviljun að við vitum að litlir fjárfestar fengu að fjárfesta með afslætti í Íslandsbanka um daginn. Upplýsingar bárust um þrjá innherja. Einn aðili keypti fyrir 55 milljónir króna. Annar fyrir 27 milljónir króna. Og sá þriðji fyrir 11 milljónir króna. Hver var tilgangurinn með því að fá þessa aðila inn? Eru þeir að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu með því að kaupa fyrir 11 milljónir króna? Eru þetta langtímafjárfestar? Þetta eru allt aðilar sem hefðu hæglega getað keypt umrædd bréf á eftirmarkaði, án afsláttar, eins og allir aðrir. Tilgangurinn með tilboðsfyrirkomulaginu var ekki að leyfa nokkrum fagfjárfestum sem eru að fjárfesta fyrir sitt persónulega bókhald að fá smá afslátt. Svona upphæðir – litlar upphæðir sem vekja minni athygli – vekja einmitt upp stærstu spurningarnar. Hvernig voru þessir aðilar valdir? Hversu stór hluti Íslandsbanka í þessari umferð var seldur undir markaðsverði til aðila sem þurftu alls ekki svona afslátt? Til aðila sem eru ekki stórir langtímafjárfestar – heldur mögulega bara á réttum hringilista hjá verðbréfamiðlara? Þessar upplýsingar þurfa að koma fram. Það var tekin ákvörðun í annarri umferð sölu hluta í Íslandsbanka að halda ekki almennt útboð. Almenningi gafst ekki kostur á að kaupa. Rökin voru þau að það hefði verið nóg af slíkum fjárfestum í síðasta útboði. Nú væri komið að hæfu fjárfestunum og mikilvægt að fá að borðinu stóra fjárfesta, sem treystu sér til að styðja við rekstur bankans til lengri tíma, stór hlutur í bankanum þýddi að aðilarnir væru að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu – hluturinn gæti mögulega fallið í verði eftir kaupin. Því væri eðlilegt að veita afslátt af markaðsverði. Kostnaðurinn af útboðinu yrði jafnframt lægri. Jafnræði og gagnsæi yrði leiðarljósið þegar valið væri um slíka fjárfesta. Svona var þessu stillt upp. Þegar fjármálaráðherra var svo spurður að morgni útboðs hvers vegna veittur væri 5 krónu afsláttur af markaðsverði við kaupin, þrátt fyrir umtalsverða umfram eftirspurn eftir bréfum í bankanum, þar á meðal frá stórum lífeyrissjóðum, var sagt að það væri heildarmyndin sem skipti máli. Hverjir keyptu væri það sem skiptir máli. Já, hverjir keyptu skiptir nefnilega máli. Tilboðsfyrirkomulag er þekkt aðferð við sölu á stórum hlutum í fyrirtækjum. Tvennt þarf þó að hafa í huga: 1) Afslátturinn er ekki meitlaður í stein. Hann tekur mið af áhuga – og óljóst er enn hvernig sá áhugi dreifðist. Aðeins hefur borist yfirlýsing frá Bankasýslunni um talsverða umfram eftirspurn. 2) Það er ekki verið að selja bara einhverja eign, eitthvað fyrirtæki. Heldur almenningseign. Því skiptir máli að almenningur fái skýr rök fyrir því hvers vegna verðmiðinn var þessi. Og hvers vegna þeir aðilar sem fengu að kaupa, fengu að kaupa, og af hverju þeir fengu ákveðinn hlut en aðrir ekki. Vandinn er sá að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa tileinkað sér ákveðinn pólitískan stíl í frásögn af þessu máli – eins og mörgu öðru. Svokölluð „stjórnmál óumflýjanleika“ stunduð. Stjórnmál sem segja þá sögu að við séum alltaf á réttri leið. Þó að vandamál komi upp þá séu þau óumflýjanleg og hliðaráhrif þess hlutlausa kerfis sem stjórnvöld þó móta. Í tilviki sölu almenningseigna í markaðshagkerfi gæti það birst með þeim hætti að aðalmálið sé að koma hlutunum á markað – ósýnilega höndin muni koma hlutunum á réttan stað. Ef hliðarafurð slíkrar sölu sé sú að einhverjir kaupi sem þurfi ekki að kaupa á afslætti þá sé það í raun aðeins aukaatriði. Stóra fréttin sé sú að bankinn hafi verið seldur og heilt yfir gekk allt vel. Þá er hægt að gleyma gildunum, þá þarf ekki að spyrja sig gagnrýnna og erfiða spurninga, horfa inn á við; náttúrulega ferlið sér bara um þetta. Svona hliðarafurð úr frásagnarheimi „stjórnmála óumflýjanleikans“ birtist okkur nefnilega núna. Það er nokkuð öruggt að ef fjármálaráðherra hefði staðið í pontu Alþingis fyrir nokkrum vikum síðan og sagt að það væri markmið með sölunni á Íslandsbanka í þetta skipti að fá inn hóp af tilfallandi smáum fjárfestum til að leggja inn 10-50 milljónir í bankann – og veita þeim afslátt af upphæð sem þeir gátu allt eins keypt á eftirmarkaði – þá hefði verið gerð athugasemd við það. Enda alls ekki uppleggið. Markmiðin með sölunni, á slíku tilboðsverði, virðast nú óljósari en fyrir söluna. Til hvers var vonast til að selja og hvernig fóru tilboðin fram? Það þarf að birta upplýsingar um hverjum bauðst að kaupa á þessu verði, hverjir fengu að fljóta með og hvers vegna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Alþingi Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er fyrir algjöra tilviljun að við vitum að litlir fjárfestar fengu að fjárfesta með afslætti í Íslandsbanka um daginn. Upplýsingar bárust um þrjá innherja. Einn aðili keypti fyrir 55 milljónir króna. Annar fyrir 27 milljónir króna. Og sá þriðji fyrir 11 milljónir króna. Hver var tilgangurinn með því að fá þessa aðila inn? Eru þeir að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu með því að kaupa fyrir 11 milljónir króna? Eru þetta langtímafjárfestar? Þetta eru allt aðilar sem hefðu hæglega getað keypt umrædd bréf á eftirmarkaði, án afsláttar, eins og allir aðrir. Tilgangurinn með tilboðsfyrirkomulaginu var ekki að leyfa nokkrum fagfjárfestum sem eru að fjárfesta fyrir sitt persónulega bókhald að fá smá afslátt. Svona upphæðir – litlar upphæðir sem vekja minni athygli – vekja einmitt upp stærstu spurningarnar. Hvernig voru þessir aðilar valdir? Hversu stór hluti Íslandsbanka í þessari umferð var seldur undir markaðsverði til aðila sem þurftu alls ekki svona afslátt? Til aðila sem eru ekki stórir langtímafjárfestar – heldur mögulega bara á réttum hringilista hjá verðbréfamiðlara? Þessar upplýsingar þurfa að koma fram. Það var tekin ákvörðun í annarri umferð sölu hluta í Íslandsbanka að halda ekki almennt útboð. Almenningi gafst ekki kostur á að kaupa. Rökin voru þau að það hefði verið nóg af slíkum fjárfestum í síðasta útboði. Nú væri komið að hæfu fjárfestunum og mikilvægt að fá að borðinu stóra fjárfesta, sem treystu sér til að styðja við rekstur bankans til lengri tíma, stór hlutur í bankanum þýddi að aðilarnir væru að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu – hluturinn gæti mögulega fallið í verði eftir kaupin. Því væri eðlilegt að veita afslátt af markaðsverði. Kostnaðurinn af útboðinu yrði jafnframt lægri. Jafnræði og gagnsæi yrði leiðarljósið þegar valið væri um slíka fjárfesta. Svona var þessu stillt upp. Þegar fjármálaráðherra var svo spurður að morgni útboðs hvers vegna veittur væri 5 krónu afsláttur af markaðsverði við kaupin, þrátt fyrir umtalsverða umfram eftirspurn eftir bréfum í bankanum, þar á meðal frá stórum lífeyrissjóðum, var sagt að það væri heildarmyndin sem skipti máli. Hverjir keyptu væri það sem skiptir máli. Já, hverjir keyptu skiptir nefnilega máli. Tilboðsfyrirkomulag er þekkt aðferð við sölu á stórum hlutum í fyrirtækjum. Tvennt þarf þó að hafa í huga: 1) Afslátturinn er ekki meitlaður í stein. Hann tekur mið af áhuga – og óljóst er enn hvernig sá áhugi dreifðist. Aðeins hefur borist yfirlýsing frá Bankasýslunni um talsverða umfram eftirspurn. 2) Það er ekki verið að selja bara einhverja eign, eitthvað fyrirtæki. Heldur almenningseign. Því skiptir máli að almenningur fái skýr rök fyrir því hvers vegna verðmiðinn var þessi. Og hvers vegna þeir aðilar sem fengu að kaupa, fengu að kaupa, og af hverju þeir fengu ákveðinn hlut en aðrir ekki. Vandinn er sá að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa tileinkað sér ákveðinn pólitískan stíl í frásögn af þessu máli – eins og mörgu öðru. Svokölluð „stjórnmál óumflýjanleika“ stunduð. Stjórnmál sem segja þá sögu að við séum alltaf á réttri leið. Þó að vandamál komi upp þá séu þau óumflýjanleg og hliðaráhrif þess hlutlausa kerfis sem stjórnvöld þó móta. Í tilviki sölu almenningseigna í markaðshagkerfi gæti það birst með þeim hætti að aðalmálið sé að koma hlutunum á markað – ósýnilega höndin muni koma hlutunum á réttan stað. Ef hliðarafurð slíkrar sölu sé sú að einhverjir kaupi sem þurfi ekki að kaupa á afslætti þá sé það í raun aðeins aukaatriði. Stóra fréttin sé sú að bankinn hafi verið seldur og heilt yfir gekk allt vel. Þá er hægt að gleyma gildunum, þá þarf ekki að spyrja sig gagnrýnna og erfiða spurninga, horfa inn á við; náttúrulega ferlið sér bara um þetta. Svona hliðarafurð úr frásagnarheimi „stjórnmála óumflýjanleikans“ birtist okkur nefnilega núna. Það er nokkuð öruggt að ef fjármálaráðherra hefði staðið í pontu Alþingis fyrir nokkrum vikum síðan og sagt að það væri markmið með sölunni á Íslandsbanka í þetta skipti að fá inn hóp af tilfallandi smáum fjárfestum til að leggja inn 10-50 milljónir í bankann – og veita þeim afslátt af upphæð sem þeir gátu allt eins keypt á eftirmarkaði – þá hefði verið gerð athugasemd við það. Enda alls ekki uppleggið. Markmiðin með sölunni, á slíku tilboðsverði, virðast nú óljósari en fyrir söluna. Til hvers var vonast til að selja og hvernig fóru tilboðin fram? Það þarf að birta upplýsingar um hverjum bauðst að kaupa á þessu verði, hverjir fengu að fljóta með og hvers vegna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun