Vottaður sérfræðingur, hvað þýðir það? Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar 28. mars 2022 08:30 Undanfarna mánuði hafa Samtök um endómetríósu og sjúklingar með sjúkdóminn reynt að vekja athygli á sjúkdómnum og mikilvægi þess að við séum meðhöndluð af vottuðum sérfræðingum. En hvað þýðir vottaður sérfræðingur? Hinn almenni leikmaður heldur eflaust að kvensjúkdómalæknir ætti að þekkja vel til endómetríósu enda sérfræðimenntaður læknir í kvensjúkdómum. Það er hins vegar ekki raunin þegar kemur að endómetríósu. Að þekkja allar birtingamyndir sjúkdómsins og gera aðgerðir sem krefjast þess að skera burt endómetríósufrumur sem hafa komið sér fyrir á röngum stöðum, krefst mikillar þjálfunar. Þegar nægri þekkingu er náð þarf að viðhalda henni með því að framkvæma að lágmarki 12 aðgerðir á endómetríósu á ári. Hjá lækni sem starfar sem almennur kvensjúkdóma,- og fæðingalæknir er erfitt að verða við þeim kröfum. Þjónustan við fólk með endómetríósu hefur lengi verið slæm víða og hafa margir kvartað undan því að fá lítinn eða jafnvel engan létti eftir aðgerðir. Dr. Saeid Gholami varð þess var og ákvað að búa til sérstakt vottunarferli til þess að sporna við þessu vandamáli. Með vottunarferlinu vildi hann fækka þeim tilfellum þar sem fólk færi í aðgerðir hjá læknum óreyndum í sjúkdómnum. Vottunarferlið er blint á báða vegu sem þýðir að umsækjandi veit ekki hverjir fara yfir sína umsókn og þeir sérfræðingar sem meta hana vita ekki hver umsækjandinn er. Þegar læknir sækir um vottun þarf hann að skila inn starfsferilskrá, kynningu á eigin starfsreglum hvað varðar meðhöndlun á sjúkdómnum og þremur myndböndum úr mismunandi aðgerðum. Hvert myndband þarf að sýna heila aðgerð og hafi verið átt við myndbandið á einhvern hátt er það ekki tekið gilt. Að auki þarf umsækjandi að skila inn aðgerðarlýsingum og niðurstöðum vefjarannsóknar fyrir hverja aðgerð. Þrír sérfræðingar fara svo yfir aðgerðirnar og dæma meðal annars hvernig skurðtækni er notuð og hvort læknirinn nái að fjarlægja allar endómetríósu frumur án þess að skemma heilbrigða vefi í kring. Frammistaða umsækjanda er metin með sérstökum spurningalista á bilinu 1-10. Til þess að fá vottun þarf umsækjandi að fá að lágmarki 7 í einkunn fyrir hvert skref sem tekið er í öllum aðgerðunum. Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með baráttu okkar hjá Samtökum um endómetríósu og sjúklingum með endómetríósu að Jón Ívar Einarsson hefur hlotið vottun sem sérfræðingur í endómetríósu og er farinn að bjóða upp á aðgerðir á Klíníkinni. Enn sem komið er geta sjúklingar ekki fengið þessar aðgerðir niðurgreiddar af Sjúkratryggingum en við höfum fulla trú á að nú verði gerðar breytingar þar á. Það á enginn að þurfa að greiða fúlgu fjár úr eigin vasa til þess að lifa verkjalitlu lífi. Ég skora á alla þá sem starfa í heilbrigðisþjónustu að kynna sér sjúkdóminn því hann kemur öllum við. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja við séum að njóta heilbrigðisþjónustu, við búum því miður við þjónustuskort og því verður ekki breytt fyrr en allir þeir sem veita heilbrigðisþjónustu eru tilbúnir til að fræðast um endómetríósu. Það eru mannréttindi en ekki forréttindi að fá fullnægjandi læknisþjónustu. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu, greindist með sjúkdóminn 38 ára gömul, þurfti að leita erlendis til að fá frekari greiningu og gengur enn á veggi innan heilbrigðiskerfisins. Hér (www.icarebetter.com) er hægt að lesa betur um ferlið og þá sérfræðinga sem hlotið hafa vottun í sjúkdómnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa Samtök um endómetríósu og sjúklingar með sjúkdóminn reynt að vekja athygli á sjúkdómnum og mikilvægi þess að við séum meðhöndluð af vottuðum sérfræðingum. En hvað þýðir vottaður sérfræðingur? Hinn almenni leikmaður heldur eflaust að kvensjúkdómalæknir ætti að þekkja vel til endómetríósu enda sérfræðimenntaður læknir í kvensjúkdómum. Það er hins vegar ekki raunin þegar kemur að endómetríósu. Að þekkja allar birtingamyndir sjúkdómsins og gera aðgerðir sem krefjast þess að skera burt endómetríósufrumur sem hafa komið sér fyrir á röngum stöðum, krefst mikillar þjálfunar. Þegar nægri þekkingu er náð þarf að viðhalda henni með því að framkvæma að lágmarki 12 aðgerðir á endómetríósu á ári. Hjá lækni sem starfar sem almennur kvensjúkdóma,- og fæðingalæknir er erfitt að verða við þeim kröfum. Þjónustan við fólk með endómetríósu hefur lengi verið slæm víða og hafa margir kvartað undan því að fá lítinn eða jafnvel engan létti eftir aðgerðir. Dr. Saeid Gholami varð þess var og ákvað að búa til sérstakt vottunarferli til þess að sporna við þessu vandamáli. Með vottunarferlinu vildi hann fækka þeim tilfellum þar sem fólk færi í aðgerðir hjá læknum óreyndum í sjúkdómnum. Vottunarferlið er blint á báða vegu sem þýðir að umsækjandi veit ekki hverjir fara yfir sína umsókn og þeir sérfræðingar sem meta hana vita ekki hver umsækjandinn er. Þegar læknir sækir um vottun þarf hann að skila inn starfsferilskrá, kynningu á eigin starfsreglum hvað varðar meðhöndlun á sjúkdómnum og þremur myndböndum úr mismunandi aðgerðum. Hvert myndband þarf að sýna heila aðgerð og hafi verið átt við myndbandið á einhvern hátt er það ekki tekið gilt. Að auki þarf umsækjandi að skila inn aðgerðarlýsingum og niðurstöðum vefjarannsóknar fyrir hverja aðgerð. Þrír sérfræðingar fara svo yfir aðgerðirnar og dæma meðal annars hvernig skurðtækni er notuð og hvort læknirinn nái að fjarlægja allar endómetríósu frumur án þess að skemma heilbrigða vefi í kring. Frammistaða umsækjanda er metin með sérstökum spurningalista á bilinu 1-10. Til þess að fá vottun þarf umsækjandi að fá að lágmarki 7 í einkunn fyrir hvert skref sem tekið er í öllum aðgerðunum. Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með baráttu okkar hjá Samtökum um endómetríósu og sjúklingum með endómetríósu að Jón Ívar Einarsson hefur hlotið vottun sem sérfræðingur í endómetríósu og er farinn að bjóða upp á aðgerðir á Klíníkinni. Enn sem komið er geta sjúklingar ekki fengið þessar aðgerðir niðurgreiddar af Sjúkratryggingum en við höfum fulla trú á að nú verði gerðar breytingar þar á. Það á enginn að þurfa að greiða fúlgu fjár úr eigin vasa til þess að lifa verkjalitlu lífi. Ég skora á alla þá sem starfa í heilbrigðisþjónustu að kynna sér sjúkdóminn því hann kemur öllum við. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja við séum að njóta heilbrigðisþjónustu, við búum því miður við þjónustuskort og því verður ekki breytt fyrr en allir þeir sem veita heilbrigðisþjónustu eru tilbúnir til að fræðast um endómetríósu. Það eru mannréttindi en ekki forréttindi að fá fullnægjandi læknisþjónustu. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu, greindist með sjúkdóminn 38 ára gömul, þurfti að leita erlendis til að fá frekari greiningu og gengur enn á veggi innan heilbrigðiskerfisins. Hér (www.icarebetter.com) er hægt að lesa betur um ferlið og þá sérfræðinga sem hlotið hafa vottun í sjúkdómnum.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun