Tölum um endómetríósu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. mars 2022 14:01 Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. Þrátt fyrir að ein af hverjum tíu konum þjáðust af völdum þessa sjúkdóms og bjuggu við skert lífsgæði vegna þessa. Sem betur fer hefur umræðan og fræðslan aukist undanfarin ár. Ein ranghugmyndin er að verkir séu eðlilegur hluti af lífi konunnar eða að tíðaverkir séu fyrst og fremst sálrænir. Í gegnum tíðina hafa verið uppi ranghugmyndir um endómetríósu og upplýsingagjöfin hefur reynst villandi, enda er ekki auðvelt að útskýra sjúkdómsmyndina. Það hefur leitt til þess að minna er gert úr honum en ella. Fræðsla um málið Það skiptir því máli að fræðsla um endómetríósu verði efld meðal almennings og ekki síst meðal starfsfólks heilbrigðis- og skólastofnana. Endómetríósa hefur verið falin sjúkdómur of lengi í okkar samfélagi. Því hafa konur sem leita sér aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins mætt skilningsleysis, sem kannski stafar af því að ekki hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á orsökum og afleiðingum endómetríósu og það skilar sér ekki inn í menntun lækna og annarra heilbrigðistarfsstéttir. Það hefur þó breyst á síðastliðnum mánuðum og árum, sem er fagnaðarefni. Nú verðum við að leggjast á eitt með að styrkja greiningaferlið og bjóða upp á heildræna meðferð við sjúkdómnum. Heilbrigðisráðherra beinir kastljósinu í rétta átt Núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór, hefur tekið þessi mál upp og skipað starfshóp undir forystu ráðuneytisins með fulltrúm aðila úr samtökum um endómetróíósu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum, sem á að skila af sér niðurstöðum um stöðu þjónustunnar ásamt tillögum til úrbóta. Þá hefur heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að útvista aðgerðum til að greiða fyrir aðgengi að aðstoð og stytta biðlista því margar konur bíða og hafa beðið lengi eftir aðgerðum. Það dýrmætasta er að heilbrigðisráðherra hefur hlustað og í kjölfarið farið í vinnu til viðurkenningar á mikilvægi þess að bæta þjónustu við þá sem eru með endómetríósu. Endódagar Þessi vika er helguð þessum sjúkdómi og líkur á ráðstefnu á vegum Samtaka um endómetríósu mánudaginn 28. mars næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Hilton Reykjavik Nordica og ber yfirskriftina Endó: ekki bara slæmir túrverkir. Þar munu helstu sérfræðingar heims fjalla um sjúkdóminn út frá mörgum hliðum. Ég hef vakið athygli á þessum sjúkdómi á Alþingi og lagði fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnanna um sjúkdóminn. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð, en í því felst m.a. að skoða verkferla, niðurgreiðslu lyfja og fjármögnun til að tryggja mönnun og aðstöðu til að sinna einstaklingum með endómetríósu með sem bestu móti. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. Þrátt fyrir að ein af hverjum tíu konum þjáðust af völdum þessa sjúkdóms og bjuggu við skert lífsgæði vegna þessa. Sem betur fer hefur umræðan og fræðslan aukist undanfarin ár. Ein ranghugmyndin er að verkir séu eðlilegur hluti af lífi konunnar eða að tíðaverkir séu fyrst og fremst sálrænir. Í gegnum tíðina hafa verið uppi ranghugmyndir um endómetríósu og upplýsingagjöfin hefur reynst villandi, enda er ekki auðvelt að útskýra sjúkdómsmyndina. Það hefur leitt til þess að minna er gert úr honum en ella. Fræðsla um málið Það skiptir því máli að fræðsla um endómetríósu verði efld meðal almennings og ekki síst meðal starfsfólks heilbrigðis- og skólastofnana. Endómetríósa hefur verið falin sjúkdómur of lengi í okkar samfélagi. Því hafa konur sem leita sér aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins mætt skilningsleysis, sem kannski stafar af því að ekki hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á orsökum og afleiðingum endómetríósu og það skilar sér ekki inn í menntun lækna og annarra heilbrigðistarfsstéttir. Það hefur þó breyst á síðastliðnum mánuðum og árum, sem er fagnaðarefni. Nú verðum við að leggjast á eitt með að styrkja greiningaferlið og bjóða upp á heildræna meðferð við sjúkdómnum. Heilbrigðisráðherra beinir kastljósinu í rétta átt Núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór, hefur tekið þessi mál upp og skipað starfshóp undir forystu ráðuneytisins með fulltrúm aðila úr samtökum um endómetróíósu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum, sem á að skila af sér niðurstöðum um stöðu þjónustunnar ásamt tillögum til úrbóta. Þá hefur heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að útvista aðgerðum til að greiða fyrir aðgengi að aðstoð og stytta biðlista því margar konur bíða og hafa beðið lengi eftir aðgerðum. Það dýrmætasta er að heilbrigðisráðherra hefur hlustað og í kjölfarið farið í vinnu til viðurkenningar á mikilvægi þess að bæta þjónustu við þá sem eru með endómetríósu. Endódagar Þessi vika er helguð þessum sjúkdómi og líkur á ráðstefnu á vegum Samtaka um endómetríósu mánudaginn 28. mars næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Hilton Reykjavik Nordica og ber yfirskriftina Endó: ekki bara slæmir túrverkir. Þar munu helstu sérfræðingar heims fjalla um sjúkdóminn út frá mörgum hliðum. Ég hef vakið athygli á þessum sjúkdómi á Alþingi og lagði fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnanna um sjúkdóminn. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð, en í því felst m.a. að skoða verkferla, niðurgreiðslu lyfja og fjármögnun til að tryggja mönnun og aðstöðu til að sinna einstaklingum með endómetríósu með sem bestu móti. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun