Tölum um endómetríósu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. mars 2022 14:01 Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. Þrátt fyrir að ein af hverjum tíu konum þjáðust af völdum þessa sjúkdóms og bjuggu við skert lífsgæði vegna þessa. Sem betur fer hefur umræðan og fræðslan aukist undanfarin ár. Ein ranghugmyndin er að verkir séu eðlilegur hluti af lífi konunnar eða að tíðaverkir séu fyrst og fremst sálrænir. Í gegnum tíðina hafa verið uppi ranghugmyndir um endómetríósu og upplýsingagjöfin hefur reynst villandi, enda er ekki auðvelt að útskýra sjúkdómsmyndina. Það hefur leitt til þess að minna er gert úr honum en ella. Fræðsla um málið Það skiptir því máli að fræðsla um endómetríósu verði efld meðal almennings og ekki síst meðal starfsfólks heilbrigðis- og skólastofnana. Endómetríósa hefur verið falin sjúkdómur of lengi í okkar samfélagi. Því hafa konur sem leita sér aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins mætt skilningsleysis, sem kannski stafar af því að ekki hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á orsökum og afleiðingum endómetríósu og það skilar sér ekki inn í menntun lækna og annarra heilbrigðistarfsstéttir. Það hefur þó breyst á síðastliðnum mánuðum og árum, sem er fagnaðarefni. Nú verðum við að leggjast á eitt með að styrkja greiningaferlið og bjóða upp á heildræna meðferð við sjúkdómnum. Heilbrigðisráðherra beinir kastljósinu í rétta átt Núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór, hefur tekið þessi mál upp og skipað starfshóp undir forystu ráðuneytisins með fulltrúm aðila úr samtökum um endómetróíósu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum, sem á að skila af sér niðurstöðum um stöðu þjónustunnar ásamt tillögum til úrbóta. Þá hefur heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að útvista aðgerðum til að greiða fyrir aðgengi að aðstoð og stytta biðlista því margar konur bíða og hafa beðið lengi eftir aðgerðum. Það dýrmætasta er að heilbrigðisráðherra hefur hlustað og í kjölfarið farið í vinnu til viðurkenningar á mikilvægi þess að bæta þjónustu við þá sem eru með endómetríósu. Endódagar Þessi vika er helguð þessum sjúkdómi og líkur á ráðstefnu á vegum Samtaka um endómetríósu mánudaginn 28. mars næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Hilton Reykjavik Nordica og ber yfirskriftina Endó: ekki bara slæmir túrverkir. Þar munu helstu sérfræðingar heims fjalla um sjúkdóminn út frá mörgum hliðum. Ég hef vakið athygli á þessum sjúkdómi á Alþingi og lagði fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnanna um sjúkdóminn. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð, en í því felst m.a. að skoða verkferla, niðurgreiðslu lyfja og fjármögnun til að tryggja mönnun og aðstöðu til að sinna einstaklingum með endómetríósu með sem bestu móti. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. Þrátt fyrir að ein af hverjum tíu konum þjáðust af völdum þessa sjúkdóms og bjuggu við skert lífsgæði vegna þessa. Sem betur fer hefur umræðan og fræðslan aukist undanfarin ár. Ein ranghugmyndin er að verkir séu eðlilegur hluti af lífi konunnar eða að tíðaverkir séu fyrst og fremst sálrænir. Í gegnum tíðina hafa verið uppi ranghugmyndir um endómetríósu og upplýsingagjöfin hefur reynst villandi, enda er ekki auðvelt að útskýra sjúkdómsmyndina. Það hefur leitt til þess að minna er gert úr honum en ella. Fræðsla um málið Það skiptir því máli að fræðsla um endómetríósu verði efld meðal almennings og ekki síst meðal starfsfólks heilbrigðis- og skólastofnana. Endómetríósa hefur verið falin sjúkdómur of lengi í okkar samfélagi. Því hafa konur sem leita sér aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins mætt skilningsleysis, sem kannski stafar af því að ekki hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á orsökum og afleiðingum endómetríósu og það skilar sér ekki inn í menntun lækna og annarra heilbrigðistarfsstéttir. Það hefur þó breyst á síðastliðnum mánuðum og árum, sem er fagnaðarefni. Nú verðum við að leggjast á eitt með að styrkja greiningaferlið og bjóða upp á heildræna meðferð við sjúkdómnum. Heilbrigðisráðherra beinir kastljósinu í rétta átt Núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór, hefur tekið þessi mál upp og skipað starfshóp undir forystu ráðuneytisins með fulltrúm aðila úr samtökum um endómetróíósu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum, sem á að skila af sér niðurstöðum um stöðu þjónustunnar ásamt tillögum til úrbóta. Þá hefur heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að útvista aðgerðum til að greiða fyrir aðgengi að aðstoð og stytta biðlista því margar konur bíða og hafa beðið lengi eftir aðgerðum. Það dýrmætasta er að heilbrigðisráðherra hefur hlustað og í kjölfarið farið í vinnu til viðurkenningar á mikilvægi þess að bæta þjónustu við þá sem eru með endómetríósu. Endódagar Þessi vika er helguð þessum sjúkdómi og líkur á ráðstefnu á vegum Samtaka um endómetríósu mánudaginn 28. mars næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Hilton Reykjavik Nordica og ber yfirskriftina Endó: ekki bara slæmir túrverkir. Þar munu helstu sérfræðingar heims fjalla um sjúkdóminn út frá mörgum hliðum. Ég hef vakið athygli á þessum sjúkdómi á Alþingi og lagði fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnanna um sjúkdóminn. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð, en í því felst m.a. að skoða verkferla, niðurgreiðslu lyfja og fjármögnun til að tryggja mönnun og aðstöðu til að sinna einstaklingum með endómetríósu með sem bestu móti. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun