Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar 5. desember 2025 13:32 Undirritaður býr á Írlandi. Hér, innan írska lýðveldisins, eru formlega töluð tvö tungumál: írska, einnig kölluð gelíska, og enska. Ég hef þó aldrei verið ávarpaður á írsku. Ég hef einungis tvisvar sinnum heyrt hana talaða á förnum vegi. Samt sé ég hana á hverjum degi. Allar opinberar upplýsingar þurfa nefnilega að vera á bæði írsku og ensku. Í upphafi átjándu aldar talaði meirihluti fólks hér írsku. Í dag tala þó aðeins rúmlega 2% tungumálið daglega, þó svo að töluvert fleiri skilji það og geti tæknilega séð talað það upp að einhverju marki. Tungumál þetta glataðist ekki meðal meirihluta þjóðarinnar. Því var eytt á einbeittan hátt á átjándu og nítjándu öld undir hnefa breska heimsveldisins. Breskum heimsvaldasinnum tókst þó ekki ætlunarverk sitt. Írska og gelísk menning sótti aftur í sig veðrið undir lok nítjándu aldar. Eftir stofnun írska fríríkisins árið 1922 var írska gerð að „fyrsta“ tungumáli, á undan ensku, og var stjórnarskráin frá árinu 1937 jafnframt samin á írsku. Á sama tíma var tungumálið gert að skyldufagi í grunnskólum. Allt skyldi vera á írsku, og síðan ensku. Hægt og rólega fram til tuttugustu og fyrstu aldar var írskan sett í fyrsta sæti á opinberum vettvangi. Í gegnum árin hefur tungumálið þó verið kennt á máta sem valdið hefur því að það hefur enn ekki náð sínum fyrri hæðum. Ástæðan er mögulega sú að eftir að ensku hafði verið þröngvað upp á stóran hluta þjóðarinnar, sneri hún vörn í sókn á tuttugustu öld og gerði málið að sínu með einstökum rithöfundum, leikskáldum og tónlistarfólki. Hér er um að ræða Híbernó-enskuna, sem er ráðandi hér í dag og býr jafnframt yfir miklum svæðisbundnum blæbrigðum. Á Írlandi var lögum og ofbeldi beitt til að bæla niður írskuna. Á Íslandi er sagan önnur. Við vorum svo heppin að Aldinborgarkonungar Dana reyndu aldrei að eyða íslenskunni, þó svo að danska hafi lengi vel verið ráðandi innan stjórnkerfis okkar. Eftir meira en 80 ár sem sjálfstæð þjóð eigum við þó á hættu að glata tungumálinu okkar með næstu kynslóðum, fyrst og fremst vegna kæruleysis og þæginda nútímans. Nær ávallt þegar ég les á skilti hér á Írlandi, sem fyrst eru rituð á írsku og síðan á ensku, hugsa ég um íslenskuna. Ég velti fyrir mér hvort skilti á Íslandi verði einnig með þessum hætti í framtíðinni, hvort allt verði á íslensku og síðan á ensku á meðan aðeins rúmlega 2% þjóðarinnar tali „fyrsta tungumálið“ daglega: það væru færri en 10,000 manneskjur miðað við fjölda Íslendinga í dag. Kæru landsmenn, ég vil bara segja þetta: missum ekki málið. Missum það ekki úr greipum okkar og inn í glerskáp, upp á punt - til sýnis. Örvum mál okkar, hnoðum það áfram. Mál er menning, og menning er mál. Höfundur er doktorsnemi í sagnfræði við Þrenningargarð í Dyflinni, Írlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður býr á Írlandi. Hér, innan írska lýðveldisins, eru formlega töluð tvö tungumál: írska, einnig kölluð gelíska, og enska. Ég hef þó aldrei verið ávarpaður á írsku. Ég hef einungis tvisvar sinnum heyrt hana talaða á förnum vegi. Samt sé ég hana á hverjum degi. Allar opinberar upplýsingar þurfa nefnilega að vera á bæði írsku og ensku. Í upphafi átjándu aldar talaði meirihluti fólks hér írsku. Í dag tala þó aðeins rúmlega 2% tungumálið daglega, þó svo að töluvert fleiri skilji það og geti tæknilega séð talað það upp að einhverju marki. Tungumál þetta glataðist ekki meðal meirihluta þjóðarinnar. Því var eytt á einbeittan hátt á átjándu og nítjándu öld undir hnefa breska heimsveldisins. Breskum heimsvaldasinnum tókst þó ekki ætlunarverk sitt. Írska og gelísk menning sótti aftur í sig veðrið undir lok nítjándu aldar. Eftir stofnun írska fríríkisins árið 1922 var írska gerð að „fyrsta“ tungumáli, á undan ensku, og var stjórnarskráin frá árinu 1937 jafnframt samin á írsku. Á sama tíma var tungumálið gert að skyldufagi í grunnskólum. Allt skyldi vera á írsku, og síðan ensku. Hægt og rólega fram til tuttugustu og fyrstu aldar var írskan sett í fyrsta sæti á opinberum vettvangi. Í gegnum árin hefur tungumálið þó verið kennt á máta sem valdið hefur því að það hefur enn ekki náð sínum fyrri hæðum. Ástæðan er mögulega sú að eftir að ensku hafði verið þröngvað upp á stóran hluta þjóðarinnar, sneri hún vörn í sókn á tuttugustu öld og gerði málið að sínu með einstökum rithöfundum, leikskáldum og tónlistarfólki. Hér er um að ræða Híbernó-enskuna, sem er ráðandi hér í dag og býr jafnframt yfir miklum svæðisbundnum blæbrigðum. Á Írlandi var lögum og ofbeldi beitt til að bæla niður írskuna. Á Íslandi er sagan önnur. Við vorum svo heppin að Aldinborgarkonungar Dana reyndu aldrei að eyða íslenskunni, þó svo að danska hafi lengi vel verið ráðandi innan stjórnkerfis okkar. Eftir meira en 80 ár sem sjálfstæð þjóð eigum við þó á hættu að glata tungumálinu okkar með næstu kynslóðum, fyrst og fremst vegna kæruleysis og þæginda nútímans. Nær ávallt þegar ég les á skilti hér á Írlandi, sem fyrst eru rituð á írsku og síðan á ensku, hugsa ég um íslenskuna. Ég velti fyrir mér hvort skilti á Íslandi verði einnig með þessum hætti í framtíðinni, hvort allt verði á íslensku og síðan á ensku á meðan aðeins rúmlega 2% þjóðarinnar tali „fyrsta tungumálið“ daglega: það væru færri en 10,000 manneskjur miðað við fjölda Íslendinga í dag. Kæru landsmenn, ég vil bara segja þetta: missum ekki málið. Missum það ekki úr greipum okkar og inn í glerskáp, upp á punt - til sýnis. Örvum mál okkar, hnoðum það áfram. Mál er menning, og menning er mál. Höfundur er doktorsnemi í sagnfræði við Þrenningargarð í Dyflinni, Írlandi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun