Að halda rétt á spöðunum Halla Hrund Logadóttir skrifar 24. mars 2022 07:00 Er von á garra, gjólu eða blæstri næstu daga? Eða kannski næðingi og stinningskalda? Það er varla tilviljun að íslenskan nær yfir á annað hundrað slíkra blæbrigða vindsins. Hér dansar vindurinn, eins og segir í laginu, af mismiklum ákafa allt árið um kring. Lognið er stundum eins og fjarskyldur ættingi sem við hittum sjaldan. Við þekkjum betur að taka á móti hviðunni sem hversdagurinn færir okkur í fang. Því kann að vera framandi að vindinn megi nýta eins og fiskinn í sjónum. Það er hins vegar staðan í dag. Tæknin eflist stöðugt og kostnaður við framleiðslu orku með þessum hætti hefur hríðlækkað. Samhliða hafa fjölmörg vindorkuver sprottið upp um víða veröld til að takast á við hlýnun jarðar og stór áform eru framundan bæði á landi og hafi. Vindurinn á semsagt mikla möguleika þó hann sé í reynd takmörkuð auðlind. Hann verður nefnilega ekki virkjaður án sambýlis við land- eða hafsvæði sem hvert ríki á mismikið af og ráðstafar á ólíka vegu. Ísland er engin undantekning á áhuga fyrirtækja að byggja upp vindorkuver enda aðstæður hér hagstæðar. Vindorkan er hins vegar ekki syndlaus í samhengi umhverfismála og náttúrukostnað þarf að meta. Fyrst og fremst er það ásýnd lands sem breytist þegar hvítar strýtur myllanna gnæfa saman í kór í beru landslagi ásamt suði frá mylluvængjum sem snúast í fjarlægð. Uppbygging felur í sér rask s.s. áhrif á fugla, línur og vegi, en mismikið eftir staðsetningum og hönnun á landi og hafi. Útkoma nýtingar er vissulega eftirsótt endurnýjanleg orka sem hentar vel inn í raforkukerfið á Íslandi og getur skapað margvísleg verðmæti sé rétt haldið á spöðunum. Vindurinn hvín nefnilega með krafti á veturna þegar lón vatnsaflsvirkjana ganga á birgðar sínar, en hægir á sér á sumrin þegar meira vatn er til staðar. Hvort vindorkan verður raunveruleg auðlind fyrir samfélagið fer þó einnig eftir umgjörðinni um nýtingu hennar. Fram til þessa hefur orkunýting á Íslandi að mestu skilað beinum arði til samfélagsins í gegnum fyrirtæki í eigu þjóðar og sveitarfélaga. Í vindorkunni kemur breytt landslag orkumála í ljós því flestir á bak við verkefnin eru einkaðilar. Það þýðir að beinn arður af auðlindinni skilar sér ekki með sama hætti. Hér þarf því að útfæra reglur þannig að auður streymi áfram til þjóðarinnar samhliða því að nýliðar styðji við nýsköpun í umhverfinu. Góðu fréttirnar eru að ýmislegt má læra af reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Og áður en lengra er haldið er einmitt tækifæri til móta skýra sýn og leikreglur í samhengi við íslenskan veruleika. Hér er verk að vinna á vettvangi stjórnmálanna og skiptir miklu máli að vanda sig. Vindum okkur í heimavinnuna, beitum langtímahugsun í skipulagsmálum og tryggjum að öll nýting skili bæði orku og beinum auð fyrir land og þjóð. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri Orkustofnunar og aðjúnkt við Harvard háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Halla Hrund Logadóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Er von á garra, gjólu eða blæstri næstu daga? Eða kannski næðingi og stinningskalda? Það er varla tilviljun að íslenskan nær yfir á annað hundrað slíkra blæbrigða vindsins. Hér dansar vindurinn, eins og segir í laginu, af mismiklum ákafa allt árið um kring. Lognið er stundum eins og fjarskyldur ættingi sem við hittum sjaldan. Við þekkjum betur að taka á móti hviðunni sem hversdagurinn færir okkur í fang. Því kann að vera framandi að vindinn megi nýta eins og fiskinn í sjónum. Það er hins vegar staðan í dag. Tæknin eflist stöðugt og kostnaður við framleiðslu orku með þessum hætti hefur hríðlækkað. Samhliða hafa fjölmörg vindorkuver sprottið upp um víða veröld til að takast á við hlýnun jarðar og stór áform eru framundan bæði á landi og hafi. Vindurinn á semsagt mikla möguleika þó hann sé í reynd takmörkuð auðlind. Hann verður nefnilega ekki virkjaður án sambýlis við land- eða hafsvæði sem hvert ríki á mismikið af og ráðstafar á ólíka vegu. Ísland er engin undantekning á áhuga fyrirtækja að byggja upp vindorkuver enda aðstæður hér hagstæðar. Vindorkan er hins vegar ekki syndlaus í samhengi umhverfismála og náttúrukostnað þarf að meta. Fyrst og fremst er það ásýnd lands sem breytist þegar hvítar strýtur myllanna gnæfa saman í kór í beru landslagi ásamt suði frá mylluvængjum sem snúast í fjarlægð. Uppbygging felur í sér rask s.s. áhrif á fugla, línur og vegi, en mismikið eftir staðsetningum og hönnun á landi og hafi. Útkoma nýtingar er vissulega eftirsótt endurnýjanleg orka sem hentar vel inn í raforkukerfið á Íslandi og getur skapað margvísleg verðmæti sé rétt haldið á spöðunum. Vindurinn hvín nefnilega með krafti á veturna þegar lón vatnsaflsvirkjana ganga á birgðar sínar, en hægir á sér á sumrin þegar meira vatn er til staðar. Hvort vindorkan verður raunveruleg auðlind fyrir samfélagið fer þó einnig eftir umgjörðinni um nýtingu hennar. Fram til þessa hefur orkunýting á Íslandi að mestu skilað beinum arði til samfélagsins í gegnum fyrirtæki í eigu þjóðar og sveitarfélaga. Í vindorkunni kemur breytt landslag orkumála í ljós því flestir á bak við verkefnin eru einkaðilar. Það þýðir að beinn arður af auðlindinni skilar sér ekki með sama hætti. Hér þarf því að útfæra reglur þannig að auður streymi áfram til þjóðarinnar samhliða því að nýliðar styðji við nýsköpun í umhverfinu. Góðu fréttirnar eru að ýmislegt má læra af reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Og áður en lengra er haldið er einmitt tækifæri til móta skýra sýn og leikreglur í samhengi við íslenskan veruleika. Hér er verk að vinna á vettvangi stjórnmálanna og skiptir miklu máli að vanda sig. Vindum okkur í heimavinnuna, beitum langtímahugsun í skipulagsmálum og tryggjum að öll nýting skili bæði orku og beinum auð fyrir land og þjóð. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri Orkustofnunar og aðjúnkt við Harvard háskóla.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun