Framtíð okkar í Evrópu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2022 12:00 Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu. Við höfum þegar sýnt samstöðu og veitt stuðning vegna innrásarinnar og því verður haldið áfram eins lengi og þarf til. En við eigum líka að endurmeta eigin stöðu, meta alla kosti og horfa til framtíðar. Rétt eins og nágrannaríki okkar í Evrópu gera um þessar mundir. Nú sjáum við Evrópuríkin efla varnir sínar og tala fyrir nánara samstarfi innan Evrópusambandsins. Til að standa betur vörð um lýðræði, mannréttindi og frið í álfunni. Á sama tíma hafa evrópsk nágrannaríki Rússlands sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þau eru ekki í neinum vafa um kosti sambandsins fyrir eigið öryggi og sjálfstæði. En hagsmunir okkar eru líka samofnir hagsmunum Evrópusambandsins og umbætur síðustu ára oftar en ekki borist hingað að utan. Hvort sem litið er til mannréttinda, neytendaverndar, samkeppnismála eða loftslagsmála. Það hefur reynst okkur vel þegar stjórnvöld draga lappirnar í hverju málinu á fætur öðru. Evrópusambandið er nefnilega það bandalag sem beitir sér hvað harðast fyrir mannréttindum, friði og frjálslyndu lýðræði í heiminum. Það er því miður ekki sjálfgefið. Þar fyrir utan hefur sambandið nú tekið forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Sama hvað um ræðir þá leiðir Evrópusambandið lestina í átt að bættum heimi. Því sambandið er fyrst og fremst friðarbandalag. Umræðan um Evrópusambandið snýst ekki síður um mikilvægi þess að Ísland verði hluti af stærra samfélagi sem stendur vörð um frið og mannréttindi. Samfélag þar sem frjálslyndið er í hávegum haft og lýðræðið fær að njóta sín. Samfélag sem tryggir stöðugleika og sátt. Þjóð meðal þjóða Áhrifa Evrópusambandsins gætir víða en eins og staðan er núna höfum við ekkert um þau að segja. Mikilvægt er fyrir okkur öðlast sterkari rödd á þeim vettvangi þar sem svo margar ákvarðanir eru þegar teknar. Ákvarðanir sem hafa verulega þýðingu fyrir okkar daglega líf og samfélagið í heild. En stjórnvöld neita að horfa á heildarmyndina. Þá þýðir sennilega lítið að benda til þess mikla hlutfallslega fjölda þingmanna sem við fengjum á Evrópuþinginu eða til þeirrar staðreyndar að með fullri aðild fengjum við fulltrúa í framkvæmdastjórn og ráðgjafaráði til jafns við önnur aðildarríki sambandsins. Það myndi efla áhrifastöðu okkar til muna og veita okkur mikilvæg tækifæri nú þegar við höfum enga slíka viðveru fyrir. Staða okkar sem þjóðar styrkist þegar við komum beint að mótun þeirra reglna sem við þurfum að fylgja. Við eflum sjálfsákvörðunarrétt okkar þegar við getum beitt rödd okkar enn frekar og tekið þátt með virkari hætti. Það skerðir ekki fullveldi okkar, það eflir það. Það veikir ekki lýðræðið, það styrkir það. Þátttaka Íslands á alþjóðasviðinu hefur í gegnum árin sýnt okkur hvernig fámenn þjóð getur beitt rödd sinni með árangursríkum hætti og notið góðs af samstarfinu við önnur ríki. Þar ber helst að nefna þátttöku okkar innan NATÓ, Schengen og Sameinuðu Þjóðanna, líkt og með ályktun okkar innan Mannréttindaráðins gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Filippseyjum. En nú viljum við styrkja þessa rödd okkar enn frekar. Spyrjum þjóðina En hvað með að láta þetta í hendur þjóðarinnar? Þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi er rétt og löngu tímabært að bera málið beint undir þjóðina. Niðurstöður síðustu þingkosninga ættu ekki að binda hendur okkar í þeim efnum. Stundum kalla aðstæður á aukið samráð og samtal við þjóðina. Nú er heimsmyndin breytt og verulegar viðhorfsbreytingar átt sér stað meðal almennings. Fyrir þær sakir, en ekki síst í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, er rétt að leggja málin í hendur þjóðarinnar og láta hana um næstu skref. Treystum þjóðinni til að taka beina ákvörðun um hennar hag og framtíð í þessum efnum. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu. Við höfum þegar sýnt samstöðu og veitt stuðning vegna innrásarinnar og því verður haldið áfram eins lengi og þarf til. En við eigum líka að endurmeta eigin stöðu, meta alla kosti og horfa til framtíðar. Rétt eins og nágrannaríki okkar í Evrópu gera um þessar mundir. Nú sjáum við Evrópuríkin efla varnir sínar og tala fyrir nánara samstarfi innan Evrópusambandsins. Til að standa betur vörð um lýðræði, mannréttindi og frið í álfunni. Á sama tíma hafa evrópsk nágrannaríki Rússlands sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þau eru ekki í neinum vafa um kosti sambandsins fyrir eigið öryggi og sjálfstæði. En hagsmunir okkar eru líka samofnir hagsmunum Evrópusambandsins og umbætur síðustu ára oftar en ekki borist hingað að utan. Hvort sem litið er til mannréttinda, neytendaverndar, samkeppnismála eða loftslagsmála. Það hefur reynst okkur vel þegar stjórnvöld draga lappirnar í hverju málinu á fætur öðru. Evrópusambandið er nefnilega það bandalag sem beitir sér hvað harðast fyrir mannréttindum, friði og frjálslyndu lýðræði í heiminum. Það er því miður ekki sjálfgefið. Þar fyrir utan hefur sambandið nú tekið forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Sama hvað um ræðir þá leiðir Evrópusambandið lestina í átt að bættum heimi. Því sambandið er fyrst og fremst friðarbandalag. Umræðan um Evrópusambandið snýst ekki síður um mikilvægi þess að Ísland verði hluti af stærra samfélagi sem stendur vörð um frið og mannréttindi. Samfélag þar sem frjálslyndið er í hávegum haft og lýðræðið fær að njóta sín. Samfélag sem tryggir stöðugleika og sátt. Þjóð meðal þjóða Áhrifa Evrópusambandsins gætir víða en eins og staðan er núna höfum við ekkert um þau að segja. Mikilvægt er fyrir okkur öðlast sterkari rödd á þeim vettvangi þar sem svo margar ákvarðanir eru þegar teknar. Ákvarðanir sem hafa verulega þýðingu fyrir okkar daglega líf og samfélagið í heild. En stjórnvöld neita að horfa á heildarmyndina. Þá þýðir sennilega lítið að benda til þess mikla hlutfallslega fjölda þingmanna sem við fengjum á Evrópuþinginu eða til þeirrar staðreyndar að með fullri aðild fengjum við fulltrúa í framkvæmdastjórn og ráðgjafaráði til jafns við önnur aðildarríki sambandsins. Það myndi efla áhrifastöðu okkar til muna og veita okkur mikilvæg tækifæri nú þegar við höfum enga slíka viðveru fyrir. Staða okkar sem þjóðar styrkist þegar við komum beint að mótun þeirra reglna sem við þurfum að fylgja. Við eflum sjálfsákvörðunarrétt okkar þegar við getum beitt rödd okkar enn frekar og tekið þátt með virkari hætti. Það skerðir ekki fullveldi okkar, það eflir það. Það veikir ekki lýðræðið, það styrkir það. Þátttaka Íslands á alþjóðasviðinu hefur í gegnum árin sýnt okkur hvernig fámenn þjóð getur beitt rödd sinni með árangursríkum hætti og notið góðs af samstarfinu við önnur ríki. Þar ber helst að nefna þátttöku okkar innan NATÓ, Schengen og Sameinuðu Þjóðanna, líkt og með ályktun okkar innan Mannréttindaráðins gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Filippseyjum. En nú viljum við styrkja þessa rödd okkar enn frekar. Spyrjum þjóðina En hvað með að láta þetta í hendur þjóðarinnar? Þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi er rétt og löngu tímabært að bera málið beint undir þjóðina. Niðurstöður síðustu þingkosninga ættu ekki að binda hendur okkar í þeim efnum. Stundum kalla aðstæður á aukið samráð og samtal við þjóðina. Nú er heimsmyndin breytt og verulegar viðhorfsbreytingar átt sér stað meðal almennings. Fyrir þær sakir, en ekki síst í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, er rétt að leggja málin í hendur þjóðarinnar og láta hana um næstu skref. Treystum þjóðinni til að taka beina ákvörðun um hennar hag og framtíð í þessum efnum. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun