Við brúum bilið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. mars 2022 15:01 Við samþykktum í borgarráði í morgun áætlun um að fjölga verulega leikskólarýmum á næstu mánuðum og misserum. Á árunum 2021 og 2022 munu enn fleiri börn fæðast í Reykjavík en gert var ráð fyrir. Það er bara dásamlegt að fá fleiri börn en við þeirri fjölgun þarf að bregðast til að veita barnafólki góða þjónustu í Reykjavík. Það er ekki nóg að vera með ódýrustu leikskólagjöldin meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Því verða 850 ný leikskólarými opnuð í ár, bæði með því að fjölga rýmum í núverandi leikskólum og með því að opna sjö nýja leikskóla. Alls er gert ráð fyrir að leikskólarýmum fjölgi um 1680 á næstu þremur árum. 12 mánaða börnum boðin vistun í haust Með þessari áætlun gerum við ráð fyrir að geta boðið öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í haust. Þegar búið er að taka við 12 mánaða börnum teljum við að um 260 laus rými verði til ráðstöfunar, þar sem hægt verður að bjóða börnum sem verða 12 mánaða síðar á árinu eða í byrjun næsta árs. Með þessu skrefi mun meðalaldur barna við inntöku lækka í 15 mánaða úr 19 mánuðum. Börn í leikskólum í sínu hverfi Um 90% barna sækja leikskóla í sínu hverfi. Og flestir foreldrar vilja að barnið sæki leikskóla í heimahverfi sínu og myndi tengsl við önnur börn í hverfinu. Það á því að vera takmark okkar að byggja upp leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest. Og það er skynsamlegt að eitthvað af leikskólabyggingunum verði færanlegar, til þess að færa þær þangað sem þörfin er mest. Þegar að barnasprengjur færast á milli hverfa, þurfa leikskólarnir að fylgja með. Líka fjölgun í sjálfstæðum leikskólum Það sem af er kjörtímabilsins hafa 430 leikskólapláss bæst við í leikskólum Reykjavíkur. Þá hefur fjölgað um 133 leikskólarými í sjálfstætt reknum leikskólum. Sjálfstætt starfandi leikskólar eru mikilvæg viðbót við leikskólana hér í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík styður sjálfstæða skóla og vill gjarnan að þeim fjölgi. Við höfum séð að sjálfstætt reknir leikskólar eru vel reknir og veita góða þjónustu. Því á Reykjavík nú í viðræðum við þessa leikskóla um að fjölga leikskólaplássum. Starfsfólki fjölgar Við þurfum starfsfólk til að sinna börnunum. Allra helst þurfum við í Reykjavík fleiri faglærða starfsmenn af öllum kynjum. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist í fjölþættar aðgerðir til að bæta starfsaðstæður á leikskólum og gera það meira aðlaðandi að starfa, til langs tíma, á leikskólum. Stöðugildum hefur fjölgað um 350 á þessu kjörtímabili, börnum á hvern starfsmann hefur fækkað og undirbúningstímar leikskólakennara hafa fjölgað. Kjör leikskólakennara hafa batnað verulega og það er ánægjulegt að sjá að nemum í leikskólakennaranámi hefur fjölgað. Að auki hefur Reykjavík ráðist í aukinn stuðning við stjórnendur við ráðningar og starfsmannamál. Við í Viðreisn í Reykjavík höfum allt þetta kjörtímabil lagt áherslu á að brúa bilið, bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við vitum að það er mikilvægt fyrir foreldra og gerir Reykjavík að enn fjölskylduvænna samfélagi. Þannig borg viljum við byggja. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fram fer 4.-5. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Við samþykktum í borgarráði í morgun áætlun um að fjölga verulega leikskólarýmum á næstu mánuðum og misserum. Á árunum 2021 og 2022 munu enn fleiri börn fæðast í Reykjavík en gert var ráð fyrir. Það er bara dásamlegt að fá fleiri börn en við þeirri fjölgun þarf að bregðast til að veita barnafólki góða þjónustu í Reykjavík. Það er ekki nóg að vera með ódýrustu leikskólagjöldin meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Því verða 850 ný leikskólarými opnuð í ár, bæði með því að fjölga rýmum í núverandi leikskólum og með því að opna sjö nýja leikskóla. Alls er gert ráð fyrir að leikskólarýmum fjölgi um 1680 á næstu þremur árum. 12 mánaða börnum boðin vistun í haust Með þessari áætlun gerum við ráð fyrir að geta boðið öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í haust. Þegar búið er að taka við 12 mánaða börnum teljum við að um 260 laus rými verði til ráðstöfunar, þar sem hægt verður að bjóða börnum sem verða 12 mánaða síðar á árinu eða í byrjun næsta árs. Með þessu skrefi mun meðalaldur barna við inntöku lækka í 15 mánaða úr 19 mánuðum. Börn í leikskólum í sínu hverfi Um 90% barna sækja leikskóla í sínu hverfi. Og flestir foreldrar vilja að barnið sæki leikskóla í heimahverfi sínu og myndi tengsl við önnur börn í hverfinu. Það á því að vera takmark okkar að byggja upp leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest. Og það er skynsamlegt að eitthvað af leikskólabyggingunum verði færanlegar, til þess að færa þær þangað sem þörfin er mest. Þegar að barnasprengjur færast á milli hverfa, þurfa leikskólarnir að fylgja með. Líka fjölgun í sjálfstæðum leikskólum Það sem af er kjörtímabilsins hafa 430 leikskólapláss bæst við í leikskólum Reykjavíkur. Þá hefur fjölgað um 133 leikskólarými í sjálfstætt reknum leikskólum. Sjálfstætt starfandi leikskólar eru mikilvæg viðbót við leikskólana hér í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík styður sjálfstæða skóla og vill gjarnan að þeim fjölgi. Við höfum séð að sjálfstætt reknir leikskólar eru vel reknir og veita góða þjónustu. Því á Reykjavík nú í viðræðum við þessa leikskóla um að fjölga leikskólaplássum. Starfsfólki fjölgar Við þurfum starfsfólk til að sinna börnunum. Allra helst þurfum við í Reykjavík fleiri faglærða starfsmenn af öllum kynjum. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist í fjölþættar aðgerðir til að bæta starfsaðstæður á leikskólum og gera það meira aðlaðandi að starfa, til langs tíma, á leikskólum. Stöðugildum hefur fjölgað um 350 á þessu kjörtímabili, börnum á hvern starfsmann hefur fækkað og undirbúningstímar leikskólakennara hafa fjölgað. Kjör leikskólakennara hafa batnað verulega og það er ánægjulegt að sjá að nemum í leikskólakennaranámi hefur fjölgað. Að auki hefur Reykjavík ráðist í aukinn stuðning við stjórnendur við ráðningar og starfsmannamál. Við í Viðreisn í Reykjavík höfum allt þetta kjörtímabil lagt áherslu á að brúa bilið, bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við vitum að það er mikilvægt fyrir foreldra og gerir Reykjavík að enn fjölskylduvænna samfélagi. Þannig borg viljum við byggja. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fram fer 4.-5. mars nk.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar