Við brúum bilið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. mars 2022 15:01 Við samþykktum í borgarráði í morgun áætlun um að fjölga verulega leikskólarýmum á næstu mánuðum og misserum. Á árunum 2021 og 2022 munu enn fleiri börn fæðast í Reykjavík en gert var ráð fyrir. Það er bara dásamlegt að fá fleiri börn en við þeirri fjölgun þarf að bregðast til að veita barnafólki góða þjónustu í Reykjavík. Það er ekki nóg að vera með ódýrustu leikskólagjöldin meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Því verða 850 ný leikskólarými opnuð í ár, bæði með því að fjölga rýmum í núverandi leikskólum og með því að opna sjö nýja leikskóla. Alls er gert ráð fyrir að leikskólarýmum fjölgi um 1680 á næstu þremur árum. 12 mánaða börnum boðin vistun í haust Með þessari áætlun gerum við ráð fyrir að geta boðið öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í haust. Þegar búið er að taka við 12 mánaða börnum teljum við að um 260 laus rými verði til ráðstöfunar, þar sem hægt verður að bjóða börnum sem verða 12 mánaða síðar á árinu eða í byrjun næsta árs. Með þessu skrefi mun meðalaldur barna við inntöku lækka í 15 mánaða úr 19 mánuðum. Börn í leikskólum í sínu hverfi Um 90% barna sækja leikskóla í sínu hverfi. Og flestir foreldrar vilja að barnið sæki leikskóla í heimahverfi sínu og myndi tengsl við önnur börn í hverfinu. Það á því að vera takmark okkar að byggja upp leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest. Og það er skynsamlegt að eitthvað af leikskólabyggingunum verði færanlegar, til þess að færa þær þangað sem þörfin er mest. Þegar að barnasprengjur færast á milli hverfa, þurfa leikskólarnir að fylgja með. Líka fjölgun í sjálfstæðum leikskólum Það sem af er kjörtímabilsins hafa 430 leikskólapláss bæst við í leikskólum Reykjavíkur. Þá hefur fjölgað um 133 leikskólarými í sjálfstætt reknum leikskólum. Sjálfstætt starfandi leikskólar eru mikilvæg viðbót við leikskólana hér í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík styður sjálfstæða skóla og vill gjarnan að þeim fjölgi. Við höfum séð að sjálfstætt reknir leikskólar eru vel reknir og veita góða þjónustu. Því á Reykjavík nú í viðræðum við þessa leikskóla um að fjölga leikskólaplássum. Starfsfólki fjölgar Við þurfum starfsfólk til að sinna börnunum. Allra helst þurfum við í Reykjavík fleiri faglærða starfsmenn af öllum kynjum. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist í fjölþættar aðgerðir til að bæta starfsaðstæður á leikskólum og gera það meira aðlaðandi að starfa, til langs tíma, á leikskólum. Stöðugildum hefur fjölgað um 350 á þessu kjörtímabili, börnum á hvern starfsmann hefur fækkað og undirbúningstímar leikskólakennara hafa fjölgað. Kjör leikskólakennara hafa batnað verulega og það er ánægjulegt að sjá að nemum í leikskólakennaranámi hefur fjölgað. Að auki hefur Reykjavík ráðist í aukinn stuðning við stjórnendur við ráðningar og starfsmannamál. Við í Viðreisn í Reykjavík höfum allt þetta kjörtímabil lagt áherslu á að brúa bilið, bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við vitum að það er mikilvægt fyrir foreldra og gerir Reykjavík að enn fjölskylduvænna samfélagi. Þannig borg viljum við byggja. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fram fer 4.-5. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við samþykktum í borgarráði í morgun áætlun um að fjölga verulega leikskólarýmum á næstu mánuðum og misserum. Á árunum 2021 og 2022 munu enn fleiri börn fæðast í Reykjavík en gert var ráð fyrir. Það er bara dásamlegt að fá fleiri börn en við þeirri fjölgun þarf að bregðast til að veita barnafólki góða þjónustu í Reykjavík. Það er ekki nóg að vera með ódýrustu leikskólagjöldin meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Því verða 850 ný leikskólarými opnuð í ár, bæði með því að fjölga rýmum í núverandi leikskólum og með því að opna sjö nýja leikskóla. Alls er gert ráð fyrir að leikskólarýmum fjölgi um 1680 á næstu þremur árum. 12 mánaða börnum boðin vistun í haust Með þessari áætlun gerum við ráð fyrir að geta boðið öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í haust. Þegar búið er að taka við 12 mánaða börnum teljum við að um 260 laus rými verði til ráðstöfunar, þar sem hægt verður að bjóða börnum sem verða 12 mánaða síðar á árinu eða í byrjun næsta árs. Með þessu skrefi mun meðalaldur barna við inntöku lækka í 15 mánaða úr 19 mánuðum. Börn í leikskólum í sínu hverfi Um 90% barna sækja leikskóla í sínu hverfi. Og flestir foreldrar vilja að barnið sæki leikskóla í heimahverfi sínu og myndi tengsl við önnur börn í hverfinu. Það á því að vera takmark okkar að byggja upp leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest. Og það er skynsamlegt að eitthvað af leikskólabyggingunum verði færanlegar, til þess að færa þær þangað sem þörfin er mest. Þegar að barnasprengjur færast á milli hverfa, þurfa leikskólarnir að fylgja með. Líka fjölgun í sjálfstæðum leikskólum Það sem af er kjörtímabilsins hafa 430 leikskólapláss bæst við í leikskólum Reykjavíkur. Þá hefur fjölgað um 133 leikskólarými í sjálfstætt reknum leikskólum. Sjálfstætt starfandi leikskólar eru mikilvæg viðbót við leikskólana hér í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík styður sjálfstæða skóla og vill gjarnan að þeim fjölgi. Við höfum séð að sjálfstætt reknir leikskólar eru vel reknir og veita góða þjónustu. Því á Reykjavík nú í viðræðum við þessa leikskóla um að fjölga leikskólaplássum. Starfsfólki fjölgar Við þurfum starfsfólk til að sinna börnunum. Allra helst þurfum við í Reykjavík fleiri faglærða starfsmenn af öllum kynjum. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist í fjölþættar aðgerðir til að bæta starfsaðstæður á leikskólum og gera það meira aðlaðandi að starfa, til langs tíma, á leikskólum. Stöðugildum hefur fjölgað um 350 á þessu kjörtímabili, börnum á hvern starfsmann hefur fækkað og undirbúningstímar leikskólakennara hafa fjölgað. Kjör leikskólakennara hafa batnað verulega og það er ánægjulegt að sjá að nemum í leikskólakennaranámi hefur fjölgað. Að auki hefur Reykjavík ráðist í aukinn stuðning við stjórnendur við ráðningar og starfsmannamál. Við í Viðreisn í Reykjavík höfum allt þetta kjörtímabil lagt áherslu á að brúa bilið, bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við vitum að það er mikilvægt fyrir foreldra og gerir Reykjavík að enn fjölskylduvænna samfélagi. Þannig borg viljum við byggja. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fram fer 4.-5. mars nk.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun