Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Björn Steinbekk skrifar 1. mars 2022 14:01 Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. Þetta er fólkið sem sendir endalaust tölvupóst, betlandi gistingu og bílaleigubíla svo ekki sé talað um allar fyrirspurnirnar til Icelandair og Play um frítt flug fyrir tags og mentions. Áhrifavaldar eru jafn misjafnir og þeir eru margir en það er óumdeilt að þeir hafa, flestir, áhrif. Ég kýs að kalla þetta fólk sögufólk því í raun er það sagan þeirra, texti með myndefni sem fólk heillast af, skapar hughrif. Þetta er oft fólk sem skrapar saman aur til að ferðast og mynda, með drónum og myndavélum og reynir að sýna heiminum sína sýn að löndin sem það heimsækir. Að færa fólki land, bæ, borg eða sveit, einn Instagram eða TikTok póst í einu. Persónulega hef ég reynslu af því að kynna landið mitt og finnast ég eiga skilið einhverja umbun fyrir. Drónaskapur minn við eldgosið í Geldingadölum barst fólki um allan heim og fór ég í fjöldann allan af viðtölum við erlenda fjölmiðla og miðlaði efni mínu, oft án endurgjalds til stórra miðla um allan heim. Áætlað virði umfjöllunar um gosið erlendis er meira en 50 milljarðar. Samt er það svo að ég hef aldrei heyrt frá Visit Reykjanes sem notið hefur þess að hafa eldgos á svæðinu, fyrr en í vikunni þar sem ég er beðinn um að útbúa myndefni, frítt, fyrir þau að birta, til að fagna því að eitt ár er liðið frá því að gosið hófst. Já, drónaskapur og áhrifavaldar hefur áhrif á væntanlega ferðamenn, í bland við allt það góða starf sem ferðaþjónustufyrirtæki og hið opinbera skilar. Þess vegna stakk ég upp á því við ráðherra viðskipta og menningar að Ísland yrði fyrsta landið í heimunum sem tæki upp samskonar endurgreiðslu og tíðkast vegna framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Að áhrifavaldar sem hafa tiltekið fylgi og viðbrögð á sínum miðlum fái að lágmarki 25% endurgreiðslu á öllum kostnaði við ferðalag sitt til landsins. Með þessu er hægt að stórefla umfjöllun sem næg er fyrir og taka í leiðinni í burtu hluta af þessu óþolandi betli andskotans áhrifavaldana sem eru að selja íslenska drauminn. Höfundur flýgur stundum drónum og ráðleggur við markaðsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Steinbekk Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. Þetta er fólkið sem sendir endalaust tölvupóst, betlandi gistingu og bílaleigubíla svo ekki sé talað um allar fyrirspurnirnar til Icelandair og Play um frítt flug fyrir tags og mentions. Áhrifavaldar eru jafn misjafnir og þeir eru margir en það er óumdeilt að þeir hafa, flestir, áhrif. Ég kýs að kalla þetta fólk sögufólk því í raun er það sagan þeirra, texti með myndefni sem fólk heillast af, skapar hughrif. Þetta er oft fólk sem skrapar saman aur til að ferðast og mynda, með drónum og myndavélum og reynir að sýna heiminum sína sýn að löndin sem það heimsækir. Að færa fólki land, bæ, borg eða sveit, einn Instagram eða TikTok póst í einu. Persónulega hef ég reynslu af því að kynna landið mitt og finnast ég eiga skilið einhverja umbun fyrir. Drónaskapur minn við eldgosið í Geldingadölum barst fólki um allan heim og fór ég í fjöldann allan af viðtölum við erlenda fjölmiðla og miðlaði efni mínu, oft án endurgjalds til stórra miðla um allan heim. Áætlað virði umfjöllunar um gosið erlendis er meira en 50 milljarðar. Samt er það svo að ég hef aldrei heyrt frá Visit Reykjanes sem notið hefur þess að hafa eldgos á svæðinu, fyrr en í vikunni þar sem ég er beðinn um að útbúa myndefni, frítt, fyrir þau að birta, til að fagna því að eitt ár er liðið frá því að gosið hófst. Já, drónaskapur og áhrifavaldar hefur áhrif á væntanlega ferðamenn, í bland við allt það góða starf sem ferðaþjónustufyrirtæki og hið opinbera skilar. Þess vegna stakk ég upp á því við ráðherra viðskipta og menningar að Ísland yrði fyrsta landið í heimunum sem tæki upp samskonar endurgreiðslu og tíðkast vegna framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Að áhrifavaldar sem hafa tiltekið fylgi og viðbrögð á sínum miðlum fái að lágmarki 25% endurgreiðslu á öllum kostnaði við ferðalag sitt til landsins. Með þessu er hægt að stórefla umfjöllun sem næg er fyrir og taka í leiðinni í burtu hluta af þessu óþolandi betli andskotans áhrifavaldana sem eru að selja íslenska drauminn. Höfundur flýgur stundum drónum og ráðleggur við markaðsmál.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar