Má mig dreyma um raðhús? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 1. mars 2022 08:00 Vinafólk mitt reyndi að stækka við sig um daginn en fjölskyldan er nú vaxin upp úr íbúðinni sinni og vantar auka herbergi. Þau eru uppaldir Vesturbæingar en eru nú harðlínu Grafarvogsbúar, eftir að hafa flúið fasteignamarkaðinn í Vesturbænum til efri byggða eftir fæðingu fyrsta barnsins. Þau dreymir um að komast í lítið sætt raðhús með palli og garði fyrir krakkana en Vesturbæjarverðin hafa smitast út í úthverfin. Þrátt fyrir tvær innkomur er ekkert grín fyrir par á meðallaunum að stækka við sig á núverandi fasteignamarkaði. Það er margfalt uppsafnaður húsnæðisskortur og verðið orðið svo uppsprengt að venjuleg laun eru farin að duga skammt í afborganirnar á láninu samhliða gjaldahækkununum og rekstri fjölskyldunnar. Verðbólgan sem fasteignamarkaðurinn hefur getið af sér er svo að éta upp kaupmátt ráðstöfunartekna, en skorturinn er bara ein hlið vandans. Hin hliðin er einsleitnin í húsnæðinu sem þó er byggt. Þegar vinafólk mitt sá loks eitt raðhús á sölu í hverfinu sínu slógu þau strax til þótt eignin þyrfti dágott viðhald. Það var hörð samkeppni um eignina svo í örvæntingu sinni buðu þau 10 milljónir yfir ásett verð, en það dugði ekki til; einhver bauð hærra. „Það fáránlegasta við þetta er að það kostar svona 10 milljónir að koma þessu húsi í stand!“ sögðu þau mér. Nú hefur stefnan verið tekin á Mosfellsbæ, jú það er töluvert lengri akstur í vinnuna en að minnsta kosti þurfa þau ekki að skrimta mánaðamótanna á milli til að hafa fyrir afborgunum og uppihaldi. „Í þéttingunni er bara pláss fyrir sovéska steypuklumpa og lúxus íbúðir. Annað borgar sig ekki að byggja og borgin vill ekki byggja neitt annað“ sagði einn verktaki mér Við skulum ekki gleyma að mörg eftirsóttustu hverfi borgarinnar voru vissulega skipulögð af borginni en oft fengu nýju íbúarnir meira svigrúm til að móta hverfið sitt en nú. Þessi sveigjanleiki flýtti fyrir uppbyggingu og hélt óþarfa kostnaði niðri bæði fyrir íbúa og borgina. Ólíkt því sem nú er gert var séð til þess að nýju hverfin hefðu nægt vaxtarrými til að mæta þeirri þjónustuþörf sem gæti fylgt nýju íbúunum. Það var heldur enginn að setja fótinn fyrir einkaframtakið þegar leysa þurfti málin, til dæmis gátu íbúarnir sjálfir komið upp foreldrareknum leikskólum ef fé vantaði frá borginni sem hafði í þá daga mun minni tekjustofna en nú. Núverandi borgaryfirvöld hafa aftur á móti beint mestu uppbyggingunni að hverfum þar sem grunnskólar og leikskólar eru löngu orðnir smekkfullir, göturnar þegar stappaðar á annatímum og lítið um stæði til að leggja bílunum sem fylgja nýju íbúunum. Vegna þessa hafa foreldrar neyðst til að sækja þessa grunnþjónustu í önnur hverfi eða jafnvel í hinn enda borgarinnar, og eyða þá meiri tíma föst í umferð eða í leit að bílastæði. Í áratug hefur stefna um ofurþéttingu ríkt í húsnæðismálum og hingað erum við komin. Það vandræðalega við þetta allt saman er að helsti afrakstur þéttingarstefnunnar til þessa hefur því verið að ýta undir leikskóla- og húsnæðisvandann í borginni. Nú neyðist fólk til að ferðast lengri vegalengdir eftir leikskólaplássi og seinagangurinn og einsleitnin í uppbyggingu húsnæðis hefur ýtt undir húsnæðisskort. Stefnan sem átti að draga úr þörf á einkabílnum hefur reynst verulega árangursrík í að gera hið gagnstæða. Þetta þarf ekki að vera svona. Við verðum að taka þá pólitísku ákvörðun að leyfa borginni að stækka, það er eina vitið. Við verðum að leyfa nýjum hverfum að rísa og nýjum frumbyggjum að spreyta sig. Þétting á ekki að stýra því hvar eða hvernig við byggjum, heldur uppbyggingatækifærin sjálf, þar sem fjölbreytnin fær blómstra. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Vinafólk mitt reyndi að stækka við sig um daginn en fjölskyldan er nú vaxin upp úr íbúðinni sinni og vantar auka herbergi. Þau eru uppaldir Vesturbæingar en eru nú harðlínu Grafarvogsbúar, eftir að hafa flúið fasteignamarkaðinn í Vesturbænum til efri byggða eftir fæðingu fyrsta barnsins. Þau dreymir um að komast í lítið sætt raðhús með palli og garði fyrir krakkana en Vesturbæjarverðin hafa smitast út í úthverfin. Þrátt fyrir tvær innkomur er ekkert grín fyrir par á meðallaunum að stækka við sig á núverandi fasteignamarkaði. Það er margfalt uppsafnaður húsnæðisskortur og verðið orðið svo uppsprengt að venjuleg laun eru farin að duga skammt í afborganirnar á láninu samhliða gjaldahækkununum og rekstri fjölskyldunnar. Verðbólgan sem fasteignamarkaðurinn hefur getið af sér er svo að éta upp kaupmátt ráðstöfunartekna, en skorturinn er bara ein hlið vandans. Hin hliðin er einsleitnin í húsnæðinu sem þó er byggt. Þegar vinafólk mitt sá loks eitt raðhús á sölu í hverfinu sínu slógu þau strax til þótt eignin þyrfti dágott viðhald. Það var hörð samkeppni um eignina svo í örvæntingu sinni buðu þau 10 milljónir yfir ásett verð, en það dugði ekki til; einhver bauð hærra. „Það fáránlegasta við þetta er að það kostar svona 10 milljónir að koma þessu húsi í stand!“ sögðu þau mér. Nú hefur stefnan verið tekin á Mosfellsbæ, jú það er töluvert lengri akstur í vinnuna en að minnsta kosti þurfa þau ekki að skrimta mánaðamótanna á milli til að hafa fyrir afborgunum og uppihaldi. „Í þéttingunni er bara pláss fyrir sovéska steypuklumpa og lúxus íbúðir. Annað borgar sig ekki að byggja og borgin vill ekki byggja neitt annað“ sagði einn verktaki mér Við skulum ekki gleyma að mörg eftirsóttustu hverfi borgarinnar voru vissulega skipulögð af borginni en oft fengu nýju íbúarnir meira svigrúm til að móta hverfið sitt en nú. Þessi sveigjanleiki flýtti fyrir uppbyggingu og hélt óþarfa kostnaði niðri bæði fyrir íbúa og borgina. Ólíkt því sem nú er gert var séð til þess að nýju hverfin hefðu nægt vaxtarrými til að mæta þeirri þjónustuþörf sem gæti fylgt nýju íbúunum. Það var heldur enginn að setja fótinn fyrir einkaframtakið þegar leysa þurfti málin, til dæmis gátu íbúarnir sjálfir komið upp foreldrareknum leikskólum ef fé vantaði frá borginni sem hafði í þá daga mun minni tekjustofna en nú. Núverandi borgaryfirvöld hafa aftur á móti beint mestu uppbyggingunni að hverfum þar sem grunnskólar og leikskólar eru löngu orðnir smekkfullir, göturnar þegar stappaðar á annatímum og lítið um stæði til að leggja bílunum sem fylgja nýju íbúunum. Vegna þessa hafa foreldrar neyðst til að sækja þessa grunnþjónustu í önnur hverfi eða jafnvel í hinn enda borgarinnar, og eyða þá meiri tíma föst í umferð eða í leit að bílastæði. Í áratug hefur stefna um ofurþéttingu ríkt í húsnæðismálum og hingað erum við komin. Það vandræðalega við þetta allt saman er að helsti afrakstur þéttingarstefnunnar til þessa hefur því verið að ýta undir leikskóla- og húsnæðisvandann í borginni. Nú neyðist fólk til að ferðast lengri vegalengdir eftir leikskólaplássi og seinagangurinn og einsleitnin í uppbyggingu húsnæðis hefur ýtt undir húsnæðisskort. Stefnan sem átti að draga úr þörf á einkabílnum hefur reynst verulega árangursrík í að gera hið gagnstæða. Þetta þarf ekki að vera svona. Við verðum að taka þá pólitísku ákvörðun að leyfa borginni að stækka, það er eina vitið. Við verðum að leyfa nýjum hverfum að rísa og nýjum frumbyggjum að spreyta sig. Þétting á ekki að stýra því hvar eða hvernig við byggjum, heldur uppbyggingatækifærin sjálf, þar sem fjölbreytnin fær blómstra. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar