Má mig dreyma um raðhús? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 1. mars 2022 08:00 Vinafólk mitt reyndi að stækka við sig um daginn en fjölskyldan er nú vaxin upp úr íbúðinni sinni og vantar auka herbergi. Þau eru uppaldir Vesturbæingar en eru nú harðlínu Grafarvogsbúar, eftir að hafa flúið fasteignamarkaðinn í Vesturbænum til efri byggða eftir fæðingu fyrsta barnsins. Þau dreymir um að komast í lítið sætt raðhús með palli og garði fyrir krakkana en Vesturbæjarverðin hafa smitast út í úthverfin. Þrátt fyrir tvær innkomur er ekkert grín fyrir par á meðallaunum að stækka við sig á núverandi fasteignamarkaði. Það er margfalt uppsafnaður húsnæðisskortur og verðið orðið svo uppsprengt að venjuleg laun eru farin að duga skammt í afborganirnar á láninu samhliða gjaldahækkununum og rekstri fjölskyldunnar. Verðbólgan sem fasteignamarkaðurinn hefur getið af sér er svo að éta upp kaupmátt ráðstöfunartekna, en skorturinn er bara ein hlið vandans. Hin hliðin er einsleitnin í húsnæðinu sem þó er byggt. Þegar vinafólk mitt sá loks eitt raðhús á sölu í hverfinu sínu slógu þau strax til þótt eignin þyrfti dágott viðhald. Það var hörð samkeppni um eignina svo í örvæntingu sinni buðu þau 10 milljónir yfir ásett verð, en það dugði ekki til; einhver bauð hærra. „Það fáránlegasta við þetta er að það kostar svona 10 milljónir að koma þessu húsi í stand!“ sögðu þau mér. Nú hefur stefnan verið tekin á Mosfellsbæ, jú það er töluvert lengri akstur í vinnuna en að minnsta kosti þurfa þau ekki að skrimta mánaðamótanna á milli til að hafa fyrir afborgunum og uppihaldi. „Í þéttingunni er bara pláss fyrir sovéska steypuklumpa og lúxus íbúðir. Annað borgar sig ekki að byggja og borgin vill ekki byggja neitt annað“ sagði einn verktaki mér Við skulum ekki gleyma að mörg eftirsóttustu hverfi borgarinnar voru vissulega skipulögð af borginni en oft fengu nýju íbúarnir meira svigrúm til að móta hverfið sitt en nú. Þessi sveigjanleiki flýtti fyrir uppbyggingu og hélt óþarfa kostnaði niðri bæði fyrir íbúa og borgina. Ólíkt því sem nú er gert var séð til þess að nýju hverfin hefðu nægt vaxtarrými til að mæta þeirri þjónustuþörf sem gæti fylgt nýju íbúunum. Það var heldur enginn að setja fótinn fyrir einkaframtakið þegar leysa þurfti málin, til dæmis gátu íbúarnir sjálfir komið upp foreldrareknum leikskólum ef fé vantaði frá borginni sem hafði í þá daga mun minni tekjustofna en nú. Núverandi borgaryfirvöld hafa aftur á móti beint mestu uppbyggingunni að hverfum þar sem grunnskólar og leikskólar eru löngu orðnir smekkfullir, göturnar þegar stappaðar á annatímum og lítið um stæði til að leggja bílunum sem fylgja nýju íbúunum. Vegna þessa hafa foreldrar neyðst til að sækja þessa grunnþjónustu í önnur hverfi eða jafnvel í hinn enda borgarinnar, og eyða þá meiri tíma föst í umferð eða í leit að bílastæði. Í áratug hefur stefna um ofurþéttingu ríkt í húsnæðismálum og hingað erum við komin. Það vandræðalega við þetta allt saman er að helsti afrakstur þéttingarstefnunnar til þessa hefur því verið að ýta undir leikskóla- og húsnæðisvandann í borginni. Nú neyðist fólk til að ferðast lengri vegalengdir eftir leikskólaplássi og seinagangurinn og einsleitnin í uppbyggingu húsnæðis hefur ýtt undir húsnæðisskort. Stefnan sem átti að draga úr þörf á einkabílnum hefur reynst verulega árangursrík í að gera hið gagnstæða. Þetta þarf ekki að vera svona. Við verðum að taka þá pólitísku ákvörðun að leyfa borginni að stækka, það er eina vitið. Við verðum að leyfa nýjum hverfum að rísa og nýjum frumbyggjum að spreyta sig. Þétting á ekki að stýra því hvar eða hvernig við byggjum, heldur uppbyggingatækifærin sjálf, þar sem fjölbreytnin fær blómstra. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Vinafólk mitt reyndi að stækka við sig um daginn en fjölskyldan er nú vaxin upp úr íbúðinni sinni og vantar auka herbergi. Þau eru uppaldir Vesturbæingar en eru nú harðlínu Grafarvogsbúar, eftir að hafa flúið fasteignamarkaðinn í Vesturbænum til efri byggða eftir fæðingu fyrsta barnsins. Þau dreymir um að komast í lítið sætt raðhús með palli og garði fyrir krakkana en Vesturbæjarverðin hafa smitast út í úthverfin. Þrátt fyrir tvær innkomur er ekkert grín fyrir par á meðallaunum að stækka við sig á núverandi fasteignamarkaði. Það er margfalt uppsafnaður húsnæðisskortur og verðið orðið svo uppsprengt að venjuleg laun eru farin að duga skammt í afborganirnar á láninu samhliða gjaldahækkununum og rekstri fjölskyldunnar. Verðbólgan sem fasteignamarkaðurinn hefur getið af sér er svo að éta upp kaupmátt ráðstöfunartekna, en skorturinn er bara ein hlið vandans. Hin hliðin er einsleitnin í húsnæðinu sem þó er byggt. Þegar vinafólk mitt sá loks eitt raðhús á sölu í hverfinu sínu slógu þau strax til þótt eignin þyrfti dágott viðhald. Það var hörð samkeppni um eignina svo í örvæntingu sinni buðu þau 10 milljónir yfir ásett verð, en það dugði ekki til; einhver bauð hærra. „Það fáránlegasta við þetta er að það kostar svona 10 milljónir að koma þessu húsi í stand!“ sögðu þau mér. Nú hefur stefnan verið tekin á Mosfellsbæ, jú það er töluvert lengri akstur í vinnuna en að minnsta kosti þurfa þau ekki að skrimta mánaðamótanna á milli til að hafa fyrir afborgunum og uppihaldi. „Í þéttingunni er bara pláss fyrir sovéska steypuklumpa og lúxus íbúðir. Annað borgar sig ekki að byggja og borgin vill ekki byggja neitt annað“ sagði einn verktaki mér Við skulum ekki gleyma að mörg eftirsóttustu hverfi borgarinnar voru vissulega skipulögð af borginni en oft fengu nýju íbúarnir meira svigrúm til að móta hverfið sitt en nú. Þessi sveigjanleiki flýtti fyrir uppbyggingu og hélt óþarfa kostnaði niðri bæði fyrir íbúa og borgina. Ólíkt því sem nú er gert var séð til þess að nýju hverfin hefðu nægt vaxtarrými til að mæta þeirri þjónustuþörf sem gæti fylgt nýju íbúunum. Það var heldur enginn að setja fótinn fyrir einkaframtakið þegar leysa þurfti málin, til dæmis gátu íbúarnir sjálfir komið upp foreldrareknum leikskólum ef fé vantaði frá borginni sem hafði í þá daga mun minni tekjustofna en nú. Núverandi borgaryfirvöld hafa aftur á móti beint mestu uppbyggingunni að hverfum þar sem grunnskólar og leikskólar eru löngu orðnir smekkfullir, göturnar þegar stappaðar á annatímum og lítið um stæði til að leggja bílunum sem fylgja nýju íbúunum. Vegna þessa hafa foreldrar neyðst til að sækja þessa grunnþjónustu í önnur hverfi eða jafnvel í hinn enda borgarinnar, og eyða þá meiri tíma föst í umferð eða í leit að bílastæði. Í áratug hefur stefna um ofurþéttingu ríkt í húsnæðismálum og hingað erum við komin. Það vandræðalega við þetta allt saman er að helsti afrakstur þéttingarstefnunnar til þessa hefur því verið að ýta undir leikskóla- og húsnæðisvandann í borginni. Nú neyðist fólk til að ferðast lengri vegalengdir eftir leikskólaplássi og seinagangurinn og einsleitnin í uppbyggingu húsnæðis hefur ýtt undir húsnæðisskort. Stefnan sem átti að draga úr þörf á einkabílnum hefur reynst verulega árangursrík í að gera hið gagnstæða. Þetta þarf ekki að vera svona. Við verðum að taka þá pólitísku ákvörðun að leyfa borginni að stækka, það er eina vitið. Við verðum að leyfa nýjum hverfum að rísa og nýjum frumbyggjum að spreyta sig. Þétting á ekki að stýra því hvar eða hvernig við byggjum, heldur uppbyggingatækifærin sjálf, þar sem fjölbreytnin fær blómstra. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun