Auðlindarenta og hagkvæmni – Íslenski sjávarútvegurinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. febrúar 2022 08:01 Þann 26. febrúar síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson grein á Kjarninn.is sem fjallaði um hvers vegna íslensku þjóðinni gremst kvótakerfið. Í stuttu máli gremst fólki það að stjórnvöld leyfi mörg hundruð milljörðum af þjóðareign að renna til fáeinna aðila án teljanlegs endurgjalds árum og áratugum saman. Ég deili þessari gremju svo sannarlega og tel hana óverjandi, en það er mikilvægt að taka umræðuna út frá sem flestum vinklum. Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein hér á Vísi þar sem ég sýndi með einfaldri rökhugsun að stjórnvöld eru ekki að hámarka hagsmuni sína heldur hagsmuni útgerðanna. Hér ætla ég að halda þeirri umræðu áfram út frá auðlindarentunni sjálfri og hvers vegna auðlindagjöld komi ekki til með að hafa neikvæð áhrif á sjávarútveginn. Renta í hagfræði er almennt skilgreind sem arður umfram eðlilega afkomu. Því er renta arður sem er umfram það sem að fjárfestar þurfa til þess að vilja ráðast í viðkomandi fjárfestingu. Það er einnig þekkt í hagfræði að mörgum tegundum skatta geta fylgt óæskilegir afleiðingar, svo sem að ekki sé ráðist í framkvæmdir sem hefði verið ráðist í ef engir skattar væru til staðar. Skoðum einfalt skýridæmi: Fyrirtæki á 1.000kr á banka. Fyrirtækið getur ráðist í framkvæmdir sem kosta 1.000kr og eru taldar munu skila fyrirtækinu 1.100kr til baka. Þar sem fyrirtækið hefur 10% arðsemiskröfu (ávöxtunarviðmið) þá lítur fjárfestingin vel út, þar sem 100kr hagnaðurinn er akkúrat 10% af 1.000kr. En ef fyrirtækið þarf að greiða skatt af hagnaðinum þá hagnast það í raun um minna en 10% og því lítur fjárfestingin ekki nógu vel út lengur. Af dæminu má því ráða að skattheimta kann að valda því að fjárfestar ráðast ekki í sumar fjárfestingar sem hefðu ef til vill komið samfélaginu sem heild til góða. En ekki eru allar tegundir skattheimtu eins hvað þetta varðar og þar má sérstaklega nefna skattlagningu á rentu. Renta, samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, er nefnilega arður umfram það sem fjárfestar vilja að lágmarki. Lágmarkið í dæminu áðan var 10%. Öll skattheimta af hagnaði umfram þessi 10% hefur í reynd engin áhrif á vilja fyrirtækisins til að ráðast í framkvæmdina, jafnvel þó skattlagningin væri 100%. Ef fyrirtækið gæti fjárfest þessum 1.000kr í fjárfestingu sem væri talin gefa af sér 3.000kr en þekkt væri að skattheimta á rentu væri 100%, þá myndi fyrirtækið einfaldlega hugsa fjárfestinguna sem fjárfestingu með 100kr (10%) arðsemi. Enda myndi ríkið taka til sín 100% af öllu umfram fyrsta 100kr hagnaðinum (s.s. allt sem telst til rentu). Fjárfestingin væri samt áfram þess virði að ráðast í og samkeppnishæf við aðra fjárfestingarmöguleika. Fyrir íslenskan sjávarútveg þýðir þetta einfaldlega að það þarf enga rentu til þess að menn haldist í greininni. Íslenskur sjávarútvegur mun lifa góðu lífi áfram með öllum þörfum fjárfestingum og mögulegum hagræðingaraðgerðum þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld fara að rukka hærra auðlindagjald. Helstu rökin á móti rentuskatti væru þau að erfitt væri að reikna hvar raunveruleg renta byrjar og iðnaðurinn myndi ekki einu sinni skila eðlilegri afkomu með auknum álögum. Ljóst er þó á fyrirliggjandi útreikningum á auðlindarentu í sjávarútvegi, sjá t.d. áðurnefnda grein Indriða, að svigrúmið til að hækka auðlindagjöld er óhóflega breytt, og engar raunhæfar áhyggjur geta verið af því að íslenski sjávarútvegurinn muni ekki skila eðlilegri ávöxtun. Þá er rétt að nefna hér í lokin að vitanlega væri þessi aukna gjaldtaka ekki skattur. Hún væri einfaldlega eðlileg leiga á takmarkaðri auðlind sem er í eigu íslensku þjóðarinnar en ekki einkaaðila, þrátt fyrir að sama hagfræðilega röksemdafærsla gildi um hana og hefðbundna rentu skattlagningu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Sjávarútvegur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 26. febrúar síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson grein á Kjarninn.is sem fjallaði um hvers vegna íslensku þjóðinni gremst kvótakerfið. Í stuttu máli gremst fólki það að stjórnvöld leyfi mörg hundruð milljörðum af þjóðareign að renna til fáeinna aðila án teljanlegs endurgjalds árum og áratugum saman. Ég deili þessari gremju svo sannarlega og tel hana óverjandi, en það er mikilvægt að taka umræðuna út frá sem flestum vinklum. Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein hér á Vísi þar sem ég sýndi með einfaldri rökhugsun að stjórnvöld eru ekki að hámarka hagsmuni sína heldur hagsmuni útgerðanna. Hér ætla ég að halda þeirri umræðu áfram út frá auðlindarentunni sjálfri og hvers vegna auðlindagjöld komi ekki til með að hafa neikvæð áhrif á sjávarútveginn. Renta í hagfræði er almennt skilgreind sem arður umfram eðlilega afkomu. Því er renta arður sem er umfram það sem að fjárfestar þurfa til þess að vilja ráðast í viðkomandi fjárfestingu. Það er einnig þekkt í hagfræði að mörgum tegundum skatta geta fylgt óæskilegir afleiðingar, svo sem að ekki sé ráðist í framkvæmdir sem hefði verið ráðist í ef engir skattar væru til staðar. Skoðum einfalt skýridæmi: Fyrirtæki á 1.000kr á banka. Fyrirtækið getur ráðist í framkvæmdir sem kosta 1.000kr og eru taldar munu skila fyrirtækinu 1.100kr til baka. Þar sem fyrirtækið hefur 10% arðsemiskröfu (ávöxtunarviðmið) þá lítur fjárfestingin vel út, þar sem 100kr hagnaðurinn er akkúrat 10% af 1.000kr. En ef fyrirtækið þarf að greiða skatt af hagnaðinum þá hagnast það í raun um minna en 10% og því lítur fjárfestingin ekki nógu vel út lengur. Af dæminu má því ráða að skattheimta kann að valda því að fjárfestar ráðast ekki í sumar fjárfestingar sem hefðu ef til vill komið samfélaginu sem heild til góða. En ekki eru allar tegundir skattheimtu eins hvað þetta varðar og þar má sérstaklega nefna skattlagningu á rentu. Renta, samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, er nefnilega arður umfram það sem fjárfestar vilja að lágmarki. Lágmarkið í dæminu áðan var 10%. Öll skattheimta af hagnaði umfram þessi 10% hefur í reynd engin áhrif á vilja fyrirtækisins til að ráðast í framkvæmdina, jafnvel þó skattlagningin væri 100%. Ef fyrirtækið gæti fjárfest þessum 1.000kr í fjárfestingu sem væri talin gefa af sér 3.000kr en þekkt væri að skattheimta á rentu væri 100%, þá myndi fyrirtækið einfaldlega hugsa fjárfestinguna sem fjárfestingu með 100kr (10%) arðsemi. Enda myndi ríkið taka til sín 100% af öllu umfram fyrsta 100kr hagnaðinum (s.s. allt sem telst til rentu). Fjárfestingin væri samt áfram þess virði að ráðast í og samkeppnishæf við aðra fjárfestingarmöguleika. Fyrir íslenskan sjávarútveg þýðir þetta einfaldlega að það þarf enga rentu til þess að menn haldist í greininni. Íslenskur sjávarútvegur mun lifa góðu lífi áfram með öllum þörfum fjárfestingum og mögulegum hagræðingaraðgerðum þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld fara að rukka hærra auðlindagjald. Helstu rökin á móti rentuskatti væru þau að erfitt væri að reikna hvar raunveruleg renta byrjar og iðnaðurinn myndi ekki einu sinni skila eðlilegri afkomu með auknum álögum. Ljóst er þó á fyrirliggjandi útreikningum á auðlindarentu í sjávarútvegi, sjá t.d. áðurnefnda grein Indriða, að svigrúmið til að hækka auðlindagjöld er óhóflega breytt, og engar raunhæfar áhyggjur geta verið af því að íslenski sjávarútvegurinn muni ekki skila eðlilegri ávöxtun. Þá er rétt að nefna hér í lokin að vitanlega væri þessi aukna gjaldtaka ekki skattur. Hún væri einfaldlega eðlileg leiga á takmarkaðri auðlind sem er í eigu íslensku þjóðarinnar en ekki einkaaðila, þrátt fyrir að sama hagfræðilega röksemdafærsla gildi um hana og hefðbundna rentu skattlagningu. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar