Íþrótta- og tómstundabörn Aron Leví Beck skrifar 22. febrúar 2022 09:00 Það er ekki sjálfgefið að börnin okkar falli í hópinn, eigi vini eða hafi áhuga á því sama og meirihlutinn. Sjálfur þekki ég það af eigin reynslu sem barn með ADHD að erfitt var að finna íþrótt eða tómstund sem mér líkaði við. Ég prófaði alls konar: Dans, fótbolta og þar fram eftir götunum. Júdó var íþrótt sem mig langaði til að prófa því ég átti stóran frænda sem æfði og stundaði ég þá dásamlegu íþrótt af og til í þó nokkurn tíma. Það var samt eitthvað við það að keppa sem gaf mér hnút í magann og reyndi ég eftir bestu getu að komast hjá því þó ég hafi látið mig hafa það annað slagið. Ég var ekki sterkur félagslega en átti nokkuð auðvelt með að eignast vini en erfiðara var fyrir mig að halda í þá. Ég upplifði mig svolítið á skjön við umheiminn. Þegar ég var 10 ára byrjaði ég að æfa íshokkí. Hluti af strákunum í skólanum mínum voru að æfa og ég sló til. Íshokkí var íþrótt sem ég vissi lítið sem ekkert um, fyrir mér voru fótbolti, handbolti og körfubolti sennilega einu hópíþróttirnar sem ég vissi að væru stundaðar á íslandi. Þetta var árið 2000 þegar nýbúið var að byggja yfir skautasvellið í Laugardal. Sumir félaga minna höfðu einmitt byrjað að æfa þegar aðeins var útisvell í boði á Íslandi. Fljótlega komst ég að því að íshokkí er mjög stór íþrótt á Norðurlöndum, Kanada, Austur-Evrópu og víðar, aldrei hafði mér dottið það í hug. Fljótlega eftir að ég byrjaði að æfa ákvað ég að fara í mark, sú ákvörðun breytti öllu. Sem ADHD-strákur átti ég erfitt með að fylgjast með þegar æfingar voru útskýrðar fyrir okkur og það var ekkert sem drap stemninguna hraðar enn að þurfa að bíða í röð eftir að fá að gera æfingarnar, markmannsstaðan leysti þessi vandamál fyrir mér. Markmiðið var skýrt, ég átti að verja pökkinn og ég var í markinu alla æfinguna. Svo er líka bannað að skammast út í markmenn ef illa gengur. Annað en í júdóinu fannst mér ekki eins hvimleitt að keppa í íshokkí því það er hópíþrótt og mikilvægt er að hlúa að öllum í liðinu, taka ábyrgð á sínum leik en sem liðsheild taka ábyrgð á útkomu leiksins. Ég æfði íshokki í 10 ár og byrjaði aftur á fullorðinsárum og æfi enn. Fyrir mér hefur íshokkí alltaf verið einn af stóru hlutunum í lífinu mínu, þá á ég ekki við íþróttina sem áhugamál í ljósi þess að ég hef aldrei nennt að fylgjast með neinni íþrótt, ekki einu sinni íshokkí í sjónvarpi eða á netinu. Ég hef heyrt að það sé skemmtilegt áhorfendasport engu að síður. Þetta gaf mér ótrúlega útrás, styrkti mig félagslega, lærði að vinna með öðrum og eignaðist vini sem ég hef þekkt síðan ég var lítill strákur. Þetta gaf mér sjálfstraust, aga og kenndi mér að virða alla, ekki síst andstæðinga. Það skipti ekki máli hvað gekk á í lífi mínu, á svellinu gleymdi ég öllu. Það er svo ótrulega mikilvægt að sveitarfélög bjóði upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Við verðum að hafa hlutina aðgengilega, ekki bara fyrir börn og unglinga af íslenskum uppruna heldur líka fyrir krakka sem hafa flutt hingað frá öðrum löndum. Ég held að við getum flest verið sammála um það að íþrótta- og tómstundarstarf sé af hinu góða svo lengi sem vel er haldið utan um það. Það á að vera hægt að æfa þó barnið þitt ætli ekki að gera íþróttina eða tómstundina að ævistarfi í framtíðinni. Það á að vera hægt að æfa þó barnið tali ekki tungumálið, sé með fötlun að einhverju tagi, skilgreinir sig ekki sem karl eða konu eða laðast að sama kyni. Íþróttir og menning eiga að vera fyrir okkur öll og það er okkar að gera umhverfið þannig. Höfundur er varaborgarfulltrúi og íshokkímarkmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Aron Leví Beck Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að börnin okkar falli í hópinn, eigi vini eða hafi áhuga á því sama og meirihlutinn. Sjálfur þekki ég það af eigin reynslu sem barn með ADHD að erfitt var að finna íþrótt eða tómstund sem mér líkaði við. Ég prófaði alls konar: Dans, fótbolta og þar fram eftir götunum. Júdó var íþrótt sem mig langaði til að prófa því ég átti stóran frænda sem æfði og stundaði ég þá dásamlegu íþrótt af og til í þó nokkurn tíma. Það var samt eitthvað við það að keppa sem gaf mér hnút í magann og reyndi ég eftir bestu getu að komast hjá því þó ég hafi látið mig hafa það annað slagið. Ég var ekki sterkur félagslega en átti nokkuð auðvelt með að eignast vini en erfiðara var fyrir mig að halda í þá. Ég upplifði mig svolítið á skjön við umheiminn. Þegar ég var 10 ára byrjaði ég að æfa íshokkí. Hluti af strákunum í skólanum mínum voru að æfa og ég sló til. Íshokkí var íþrótt sem ég vissi lítið sem ekkert um, fyrir mér voru fótbolti, handbolti og körfubolti sennilega einu hópíþróttirnar sem ég vissi að væru stundaðar á íslandi. Þetta var árið 2000 þegar nýbúið var að byggja yfir skautasvellið í Laugardal. Sumir félaga minna höfðu einmitt byrjað að æfa þegar aðeins var útisvell í boði á Íslandi. Fljótlega komst ég að því að íshokkí er mjög stór íþrótt á Norðurlöndum, Kanada, Austur-Evrópu og víðar, aldrei hafði mér dottið það í hug. Fljótlega eftir að ég byrjaði að æfa ákvað ég að fara í mark, sú ákvörðun breytti öllu. Sem ADHD-strákur átti ég erfitt með að fylgjast með þegar æfingar voru útskýrðar fyrir okkur og það var ekkert sem drap stemninguna hraðar enn að þurfa að bíða í röð eftir að fá að gera æfingarnar, markmannsstaðan leysti þessi vandamál fyrir mér. Markmiðið var skýrt, ég átti að verja pökkinn og ég var í markinu alla æfinguna. Svo er líka bannað að skammast út í markmenn ef illa gengur. Annað en í júdóinu fannst mér ekki eins hvimleitt að keppa í íshokkí því það er hópíþrótt og mikilvægt er að hlúa að öllum í liðinu, taka ábyrgð á sínum leik en sem liðsheild taka ábyrgð á útkomu leiksins. Ég æfði íshokki í 10 ár og byrjaði aftur á fullorðinsárum og æfi enn. Fyrir mér hefur íshokkí alltaf verið einn af stóru hlutunum í lífinu mínu, þá á ég ekki við íþróttina sem áhugamál í ljósi þess að ég hef aldrei nennt að fylgjast með neinni íþrótt, ekki einu sinni íshokkí í sjónvarpi eða á netinu. Ég hef heyrt að það sé skemmtilegt áhorfendasport engu að síður. Þetta gaf mér ótrúlega útrás, styrkti mig félagslega, lærði að vinna með öðrum og eignaðist vini sem ég hef þekkt síðan ég var lítill strákur. Þetta gaf mér sjálfstraust, aga og kenndi mér að virða alla, ekki síst andstæðinga. Það skipti ekki máli hvað gekk á í lífi mínu, á svellinu gleymdi ég öllu. Það er svo ótrulega mikilvægt að sveitarfélög bjóði upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Við verðum að hafa hlutina aðgengilega, ekki bara fyrir börn og unglinga af íslenskum uppruna heldur líka fyrir krakka sem hafa flutt hingað frá öðrum löndum. Ég held að við getum flest verið sammála um það að íþrótta- og tómstundarstarf sé af hinu góða svo lengi sem vel er haldið utan um það. Það á að vera hægt að æfa þó barnið þitt ætli ekki að gera íþróttina eða tómstundina að ævistarfi í framtíðinni. Það á að vera hægt að æfa þó barnið tali ekki tungumálið, sé með fötlun að einhverju tagi, skilgreinir sig ekki sem karl eða konu eða laðast að sama kyni. Íþróttir og menning eiga að vera fyrir okkur öll og það er okkar að gera umhverfið þannig. Höfundur er varaborgarfulltrúi og íshokkímarkmaður.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun