Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar 4. desember 2025 10:17 Mikill meirihluti Íslendinga styður Palestínu umfram Ísrael samkvæmt könnunum (72,5% versus 9,5%) og meirihluti þjóðarinnar vill slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið efnahagslegum refsiaðgerðum - en ekkert slíkt er gert. Manndrápin halda áfram þrátt fyrir vopnahlé sem Ísrael virðir ekki frekar en aðra samninga. Barnadrápin er kannski réttara orð því Ísraelsmenn hafa drepið að meðaltali tvö börn á dag frá því að "vopnahléið" hófst. Aðeins lítið brot af þeirri mannúðaraðstoð, sem á samkvæmt vopnahléssamningnum að hjálpa saklausu fólki í rústum Gaza, kemst í gegnum umsátrið. Það sem nú er að gerast á Gaza er aðeins toppurinn á þeim ísjaka sem landrán og ofbeldi Ísraels gegn palestínsku þjóðinni er. Sá hryllingur hefur staðið í rúm 70 ár og á þeim tíma hafa Ísraelsmenn þverbrotið öll alþjóða- og mannúðarlög og haft að engu ótal ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Þessu til viðbótar er kynþáttstefna lögbundin í Ísrael, eina landinu í heiminum eftir að Suður-Afríka lagði sína á hilluna árið árið 1990. Allir vita að eina leiðin til að breyta þessu ófremdarástandi er alþjóðlegur þrýstingur í formi refsiaðgerða og einangrunar Ísraels á alþjóðavettvangi. Reynslan frá Suður-Afríku vísar þann veg. Samkvæmt úrskurði Aþjóða dómstólsins ber öllum þjóðum skylda til að gera allt sem þau geta til að hnekkja ólöglegu hernámi Ísraela í Palestínu. Okkur ber líka siðferðileg skylda til að gera eitthvað í málinu. Stíga einhver skref sem máli skipta - í samræmi við vilja þjóðarinnar. En það hefur ekki verið gert. Utanríkisráðherra hefur grátið á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum yfir barnamorðunum á Gaza - en engar aðgerðir hafa fylgt þeim tárum. Ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt sem máli skiptir. Almenningur á Íslandi hefur sameinast um að sniðganga vörur frá hernumdu svæðunum og Ísrael. Rapyd, sem er í ísraelskri eigu og segist styðja ísraelska herinn á Gaza, hefur verið sniðgengið í stórum stíl - en fjármálaráðherra samdi engu að síður við það fyrirtæki um fjárhirðingu fyrir ríkisstofnanir! Það eina sem hið opinbera hefur gert í samræmi við vilja þjóðarinnar í þessu máli hefur komið frá stjórn RÚV sem hefur boðað andstöðu gegn þáttöku Ísraels í keppninni og mun væntanlega ekki senda keppendur héðan ef Ísrael fær að vera með. Það er í fullu samræmi við þjóðarvilja því samkvæmt könnunum er 67% Íslendinga á þeirri skoðun að við eigum ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael verður með. Þannig er þjóðin tilbúin að fórna sínu eftirlætis sjónvarpsefni til að styðja Palestínu. En spurningunni í fyrirsögn þessarar greinar hefur ekki verið svarað. Hvers vegna stígur ríkisstjórn Íslands ekki einhver skref sem máli skipta til að sýna afstöðu þjóðarinnar í verki - og gagnast því fólki sem þarf svo sárlega á hjálpa okkar að halda? Er hægt að fá svar við því? Þorgerður? Kristrún? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti Íslendinga styður Palestínu umfram Ísrael samkvæmt könnunum (72,5% versus 9,5%) og meirihluti þjóðarinnar vill slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið efnahagslegum refsiaðgerðum - en ekkert slíkt er gert. Manndrápin halda áfram þrátt fyrir vopnahlé sem Ísrael virðir ekki frekar en aðra samninga. Barnadrápin er kannski réttara orð því Ísraelsmenn hafa drepið að meðaltali tvö börn á dag frá því að "vopnahléið" hófst. Aðeins lítið brot af þeirri mannúðaraðstoð, sem á samkvæmt vopnahléssamningnum að hjálpa saklausu fólki í rústum Gaza, kemst í gegnum umsátrið. Það sem nú er að gerast á Gaza er aðeins toppurinn á þeim ísjaka sem landrán og ofbeldi Ísraels gegn palestínsku þjóðinni er. Sá hryllingur hefur staðið í rúm 70 ár og á þeim tíma hafa Ísraelsmenn þverbrotið öll alþjóða- og mannúðarlög og haft að engu ótal ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Þessu til viðbótar er kynþáttstefna lögbundin í Ísrael, eina landinu í heiminum eftir að Suður-Afríka lagði sína á hilluna árið árið 1990. Allir vita að eina leiðin til að breyta þessu ófremdarástandi er alþjóðlegur þrýstingur í formi refsiaðgerða og einangrunar Ísraels á alþjóðavettvangi. Reynslan frá Suður-Afríku vísar þann veg. Samkvæmt úrskurði Aþjóða dómstólsins ber öllum þjóðum skylda til að gera allt sem þau geta til að hnekkja ólöglegu hernámi Ísraela í Palestínu. Okkur ber líka siðferðileg skylda til að gera eitthvað í málinu. Stíga einhver skref sem máli skipta - í samræmi við vilja þjóðarinnar. En það hefur ekki verið gert. Utanríkisráðherra hefur grátið á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum yfir barnamorðunum á Gaza - en engar aðgerðir hafa fylgt þeim tárum. Ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt sem máli skiptir. Almenningur á Íslandi hefur sameinast um að sniðganga vörur frá hernumdu svæðunum og Ísrael. Rapyd, sem er í ísraelskri eigu og segist styðja ísraelska herinn á Gaza, hefur verið sniðgengið í stórum stíl - en fjármálaráðherra samdi engu að síður við það fyrirtæki um fjárhirðingu fyrir ríkisstofnanir! Það eina sem hið opinbera hefur gert í samræmi við vilja þjóðarinnar í þessu máli hefur komið frá stjórn RÚV sem hefur boðað andstöðu gegn þáttöku Ísraels í keppninni og mun væntanlega ekki senda keppendur héðan ef Ísrael fær að vera með. Það er í fullu samræmi við þjóðarvilja því samkvæmt könnunum er 67% Íslendinga á þeirri skoðun að við eigum ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael verður með. Þannig er þjóðin tilbúin að fórna sínu eftirlætis sjónvarpsefni til að styðja Palestínu. En spurningunni í fyrirsögn þessarar greinar hefur ekki verið svarað. Hvers vegna stígur ríkisstjórn Íslands ekki einhver skref sem máli skipta til að sýna afstöðu þjóðarinnar í verki - og gagnast því fólki sem þarf svo sárlega á hjálpa okkar að halda? Er hægt að fá svar við því? Þorgerður? Kristrún? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar