„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur skrifa 5. desember 2025 08:17 Félagsleg einangrun hefur undanfarin ár orðið vaxandi samfélagsvandi víða um heim. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur m.a. skilgreint hana sem lýðheilsuvá á pari við ofneyslu áfengis, tóbaksreykingar og aðrar stórar áskoranir í lýðheilsumálum. Þá sýna nýjustu rannsóknir að félagsleg einangrun vex hraðast og er mest áberandi hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Margir hafa tilhneigingu til að tengja félagslega einangrun við jaðarhópa, en rannsóknir sýna að hún nær mun víðar. Áhættuþættir eru margir og ólíkir og meðal annarra hópa sem eru í hættu á að einangrast félagslega er afreksíþróttafólk. Leiðin á toppinn Það hljómar vissulega ótrúlega, sérstaklega þegar litið er til mikilvægs forvarnagildis íþrótta almennt, að afreksíþróttafólk sé útsett fyrir félagslegri einangrun. En ef við skoðum málin nánar, eru ýmsar vísbendingar sem skýra það hvers vegna bæði félagsleg einangrun og einmanaleiki eru áberandi í þessum hópi fólks. Þegar börn ganga til liðs við íþróttafélög og hefja iðkun í hinum ýmsu keppnisíþróttum eiga margir ungir iðkendur drauma um atvinnumennsku og frama í íþróttinni. En eins og á svo mörgum öðrum sviðum, þar sem samkeppni er hörð, eru margir kallaðir en fáir útvaldir þegar kemur að atvinnumennsku. Leiðin á toppinn krefst gríðarlegs aga, aukaæfinga, ferðalaga, fjármagns og fórna á frítíma. Þetta er auðvitað allt hluti af vinnunni við að komast alla leið. En á þessari leið heltast margir af upprunalega vinahópnum úr lestinni. Þegar á toppinn er komið standa þessir einstaklingar oft einir eftir og gömlu vinirnir og liðsfélagarnir hafa snúið sér að öðrum hugðarefnum og siglt á önnur mið félagslega. „Hrörnar þöll sú er stendur þorpi á“ Þessi vegferð hefur ekki aðeins áhrif á félagslíf heldur einnig á sjálfsmynd og tengsl. Slúðursögur af afreksíþróttafólki og „persónubrestum“ þess eru vissulega reglulegur hluti af gulu pressunni og furðar fólk sig gjarnan á því hvers vegna þetta afburðafólk virðist svo gjarnt á að lenda í vanda. En þegar nánar er skyggnst inn í veruleika þessa fólks er ljóst að vanlíðan og einmanaleiki geta oft spilað þar stórt hlutverk. Að ná að komast inn í atvinnumennsku þýðir fyrir flesta unga iðkendur að nú þarf að fara utan. Atvinnumennskan felur í sér að rífa sig upp og flytja í einhvern bæ t.d. í Noregi eða Þýskalandi þar sem lítið eða ekkert félagsnet er til staðar, burt frá fjölskyldu og vinum og inn í félagslið, þar sem viðkomandi á mögulega lítið sameiginlegt með öðrum liðsmönnum, annað en sífellda samkeppni um árangur, viðurkenningu, laun og möguleikana á að komast lengra. Þetta er uppskrift að einmanaleika og einangrun þessa afreksfólks og því er mikilvægt að við hlúum vel að félagslegri og andlegri heilsu þess, ekki síður en líkamlegu atgervi. Annars er hætta á því að sú mikla fjárfesting sem bæði einstaklingur og samfélag hafa lagst í, til að ná þessum árangri, beri skammvinnan árangur og skili jafnvel aukinni vanlíðan og áhættuhegðun. Hvað er til ráða? Ef við ætlum að styðja afreksíþróttafólk til langs tíma, þurfum við að sjá félagslega heilsu sem jafn mikilvægan þátt og líkamlegt atgervi. Ýmsar leiðir eru færar til að styðja betur við afreksíþróttafólkið okkar og eru sumar þeirra jafnvel þeim kostum gæddar að þær geta jafnvel bætt stöðu íþróttafélaga í heild sinni, sem félagslegra miðstöðva í samfélaginu. Til dæmis er mjög gagnlegt að finna iðkendum ný hlutverk innan félaga og í liðunum þegar ljóst er að mögulega séu þeir ekki að fara alla leið. Að halda upprunalega hópnum saman og virkja hann sem félagslegt stoðkerfi afreksfólksins og einnig sem grunnstoðir íþróttafélagsins er ekki aðeins gott fyrir afreksfólkið, heldur einnig fyrir félögin í heild. Þá er mikilvægt að þjálfarar, fagfólk og foreldri hugi vel að félagslegri líðan iðkenda og styðji vel við félagslíf þeirra, ekki síður en líkamlega heilsu. Enn fremur að íþróttafólk fái fræðslu um félagslega og andlega heilsu sem hluta af þjálfun, rétt eins og næringu og varnir gegn meiðslum. Að lokum er mikilvægt að þegar ferli atvinnufólks lýkur, sé til staðar raunverulegt stuðningsnet, þar sem viðbúið er að gríðarlegt félagslegt tómarúm blasi við. Með því að hlúa vel að andlegri og félagslegri heilsu íþróttafólksins okkar, getum við bæði stutt við langan og blómlegan feril þess og stuðlað að mjúkri lendingu þegar honum lýkur. Höfundar starfa að vitundarvakningu um Félagslega einangrun fyrir Félags- og Húsnæðismálaráðuneytið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Félagsleg einangrun hefur undanfarin ár orðið vaxandi samfélagsvandi víða um heim. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur m.a. skilgreint hana sem lýðheilsuvá á pari við ofneyslu áfengis, tóbaksreykingar og aðrar stórar áskoranir í lýðheilsumálum. Þá sýna nýjustu rannsóknir að félagsleg einangrun vex hraðast og er mest áberandi hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Margir hafa tilhneigingu til að tengja félagslega einangrun við jaðarhópa, en rannsóknir sýna að hún nær mun víðar. Áhættuþættir eru margir og ólíkir og meðal annarra hópa sem eru í hættu á að einangrast félagslega er afreksíþróttafólk. Leiðin á toppinn Það hljómar vissulega ótrúlega, sérstaklega þegar litið er til mikilvægs forvarnagildis íþrótta almennt, að afreksíþróttafólk sé útsett fyrir félagslegri einangrun. En ef við skoðum málin nánar, eru ýmsar vísbendingar sem skýra það hvers vegna bæði félagsleg einangrun og einmanaleiki eru áberandi í þessum hópi fólks. Þegar börn ganga til liðs við íþróttafélög og hefja iðkun í hinum ýmsu keppnisíþróttum eiga margir ungir iðkendur drauma um atvinnumennsku og frama í íþróttinni. En eins og á svo mörgum öðrum sviðum, þar sem samkeppni er hörð, eru margir kallaðir en fáir útvaldir þegar kemur að atvinnumennsku. Leiðin á toppinn krefst gríðarlegs aga, aukaæfinga, ferðalaga, fjármagns og fórna á frítíma. Þetta er auðvitað allt hluti af vinnunni við að komast alla leið. En á þessari leið heltast margir af upprunalega vinahópnum úr lestinni. Þegar á toppinn er komið standa þessir einstaklingar oft einir eftir og gömlu vinirnir og liðsfélagarnir hafa snúið sér að öðrum hugðarefnum og siglt á önnur mið félagslega. „Hrörnar þöll sú er stendur þorpi á“ Þessi vegferð hefur ekki aðeins áhrif á félagslíf heldur einnig á sjálfsmynd og tengsl. Slúðursögur af afreksíþróttafólki og „persónubrestum“ þess eru vissulega reglulegur hluti af gulu pressunni og furðar fólk sig gjarnan á því hvers vegna þetta afburðafólk virðist svo gjarnt á að lenda í vanda. En þegar nánar er skyggnst inn í veruleika þessa fólks er ljóst að vanlíðan og einmanaleiki geta oft spilað þar stórt hlutverk. Að ná að komast inn í atvinnumennsku þýðir fyrir flesta unga iðkendur að nú þarf að fara utan. Atvinnumennskan felur í sér að rífa sig upp og flytja í einhvern bæ t.d. í Noregi eða Þýskalandi þar sem lítið eða ekkert félagsnet er til staðar, burt frá fjölskyldu og vinum og inn í félagslið, þar sem viðkomandi á mögulega lítið sameiginlegt með öðrum liðsmönnum, annað en sífellda samkeppni um árangur, viðurkenningu, laun og möguleikana á að komast lengra. Þetta er uppskrift að einmanaleika og einangrun þessa afreksfólks og því er mikilvægt að við hlúum vel að félagslegri og andlegri heilsu þess, ekki síður en líkamlegu atgervi. Annars er hætta á því að sú mikla fjárfesting sem bæði einstaklingur og samfélag hafa lagst í, til að ná þessum árangri, beri skammvinnan árangur og skili jafnvel aukinni vanlíðan og áhættuhegðun. Hvað er til ráða? Ef við ætlum að styðja afreksíþróttafólk til langs tíma, þurfum við að sjá félagslega heilsu sem jafn mikilvægan þátt og líkamlegt atgervi. Ýmsar leiðir eru færar til að styðja betur við afreksíþróttafólkið okkar og eru sumar þeirra jafnvel þeim kostum gæddar að þær geta jafnvel bætt stöðu íþróttafélaga í heild sinni, sem félagslegra miðstöðva í samfélaginu. Til dæmis er mjög gagnlegt að finna iðkendum ný hlutverk innan félaga og í liðunum þegar ljóst er að mögulega séu þeir ekki að fara alla leið. Að halda upprunalega hópnum saman og virkja hann sem félagslegt stoðkerfi afreksfólksins og einnig sem grunnstoðir íþróttafélagsins er ekki aðeins gott fyrir afreksfólkið, heldur einnig fyrir félögin í heild. Þá er mikilvægt að þjálfarar, fagfólk og foreldri hugi vel að félagslegri líðan iðkenda og styðji vel við félagslíf þeirra, ekki síður en líkamlega heilsu. Enn fremur að íþróttafólk fái fræðslu um félagslega og andlega heilsu sem hluta af þjálfun, rétt eins og næringu og varnir gegn meiðslum. Að lokum er mikilvægt að þegar ferli atvinnufólks lýkur, sé til staðar raunverulegt stuðningsnet, þar sem viðbúið er að gríðarlegt félagslegt tómarúm blasi við. Með því að hlúa vel að andlegri og félagslegri heilsu íþróttafólksins okkar, getum við bæði stutt við langan og blómlegan feril þess og stuðlað að mjúkri lendingu þegar honum lýkur. Höfundar starfa að vitundarvakningu um Félagslega einangrun fyrir Félags- og Húsnæðismálaráðuneytið.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar