Mótmælum ofsóknum á fjölmiðlafólki Ragna Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2022 10:01 Í dag klukkan 14 boða ungliðahreyfingarnar Ungir jafnaðarmenn, Ungir Sósíalistar, Ung Vinstri græn, Uppreisn – ungliðahreyfing Viðreisnar og Ungir Píratar til mótmæla á Austurvelli í Reykjavík og á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 14:00. Við gerum það vegna aðfarar að einni af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags: frjálsri blaða- og fréttamennsku. Aðförin felst í því að fjórir blaðamenn hafa verið kallaðir til yfirheyslu lögreglu og hafa nú réttarstöðu sakborninga fyrir, að því er virðist, það eitt að hafa skrifað fréttir eiga sem erindi við almenning. Þær fréttir fjalla um skæruliðadeild Samherja og fyrirætlanir hennar meðal annars um að hafa áhrif á kosningar innan stjórnmálaflokka og áætlanir um að ná sér niður á uppljóstrara - uppljóstrara sem ekki hlýddi. Óháð því hvernig þessi gögn voru fengin þá eiga fréttirnar sem upp úr þeim voru skrifaðar erindi við almenning. Og það er alveg ljóst í hegningarlögum að refsing vegna brots á friðhelgi einkalífs á ekki við ef háttsemin sem um ræðir er réttlætanleg með vísan til almannahagsmuna. Lögreglurannsókn hefur hins vegar fælingarmátt gagnvart frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku. Er þetta það frelsi sem sumum stjórnmálamönnum er svo tíðrætt um? Frelsi til að níðast á þeim sem segja sannleikann? Frelsi til að fæla þau frá sem vilja segja sannleikann? Við á Íslandi búum við einsleitt fjölmiðlaumhverfi, þar sem rannsóknarblaðamennska þrífst illa og hagsmunaöfl eiga fjölmiðla. Nú hriktir í stoðum þess frjálsa samfélags sem við viljum búa í - og því mótmælum við. Við mótmælum til að standa vörð um frelsið, lýðræðið og sannleikann - sem sumir virðast ekki vilja að við vitum. Ég hvet öll sem vilja standa vörð um frjálst samfélag til að mæta í dag kl. 14. Höfundur er forseti Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Fjölmiðlar Lögreglumál Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Viðreisn Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Í dag klukkan 14 boða ungliðahreyfingarnar Ungir jafnaðarmenn, Ungir Sósíalistar, Ung Vinstri græn, Uppreisn – ungliðahreyfing Viðreisnar og Ungir Píratar til mótmæla á Austurvelli í Reykjavík og á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 14:00. Við gerum það vegna aðfarar að einni af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags: frjálsri blaða- og fréttamennsku. Aðförin felst í því að fjórir blaðamenn hafa verið kallaðir til yfirheyslu lögreglu og hafa nú réttarstöðu sakborninga fyrir, að því er virðist, það eitt að hafa skrifað fréttir eiga sem erindi við almenning. Þær fréttir fjalla um skæruliðadeild Samherja og fyrirætlanir hennar meðal annars um að hafa áhrif á kosningar innan stjórnmálaflokka og áætlanir um að ná sér niður á uppljóstrara - uppljóstrara sem ekki hlýddi. Óháð því hvernig þessi gögn voru fengin þá eiga fréttirnar sem upp úr þeim voru skrifaðar erindi við almenning. Og það er alveg ljóst í hegningarlögum að refsing vegna brots á friðhelgi einkalífs á ekki við ef háttsemin sem um ræðir er réttlætanleg með vísan til almannahagsmuna. Lögreglurannsókn hefur hins vegar fælingarmátt gagnvart frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku. Er þetta það frelsi sem sumum stjórnmálamönnum er svo tíðrætt um? Frelsi til að níðast á þeim sem segja sannleikann? Frelsi til að fæla þau frá sem vilja segja sannleikann? Við á Íslandi búum við einsleitt fjölmiðlaumhverfi, þar sem rannsóknarblaðamennska þrífst illa og hagsmunaöfl eiga fjölmiðla. Nú hriktir í stoðum þess frjálsa samfélags sem við viljum búa í - og því mótmælum við. Við mótmælum til að standa vörð um frelsið, lýðræðið og sannleikann - sem sumir virðast ekki vilja að við vitum. Ég hvet öll sem vilja standa vörð um frjálst samfélag til að mæta í dag kl. 14. Höfundur er forseti Ungra jafnaðarmanna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun