Ljósmyndarafélag Íslands 95 ára Laufey Ósk Magnúsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 16:01 Með tilkomu stafrænnar tækni í ljósmyndun í upphafi aldar sáu allir fyrir sér miklar breytingar framundan í faginu þó enginn hafi vitað hverjar þær breytingar yrðu nákvæmlega. Eins og fylgir öllum breytingum komu upp áhyggjuraddir. Yrðu ljósmyndir mögulega minna virði þegar allir geta tekið myndir? Mun tæknin taka myndirnar fyrir okkur? Er þetta möguleg ógn við ljósmyndun sem starf? Í dag vitum við að tæknin er einmitt bara það, tæki fyrir okkur ljósmyndara að vinna með. Tækni til að einfalda okkur vinnuna að einhverju leyti sem gefur okkur enn meira rými til að skapa. Eða eins og fyrrum formaður Ljósmyndarafélags Íslands orðaði svo flott í viðtali um árið; það að eiga fiðlu gerir okkur ekki að fiðluleikara. Notkun myndefnis hefur á heildina litið aldrei verið meiri en í dag sem kallar á mikla sköpun myndefnis sömuleiðis. Netmiðlar byggja að mjög miklu leyti á myndum og myndböndum. Sem betur fer eru enn fyrirtæki og einstaklingar sem vilja vanda til verka og ráða ljósmyndara í verkefnin. Skilin milli ljósmyndunar og myndbandagerðar verða sífellt óljósari og margir fagmenn eru farnir að gera hvort tveggja. Allir hafa tæknina, sem setur á okkur ljósmyndara auknar kröfur til að vera enn betri og að skera okkur úr, jafnvel sérhæfa okkur. Flestir ljósmyndarar hafa tekið þessari áskorun fagnandi. Úr hefur orðið að við hér á Íslandi eigum frábært fagfólk sem ber að hampa. Ljósmyndasýning er ein leið til þess. Ljósmyndarafélag Íslands varð 95 ára nýlega og einn hluti af hátíðarhöldum af tilefninu er samnorræn ljósmyndasýning í Hörpu sem opnar föstudaginn 18. febrúar kl. 16.30. Sýningin samanstendur af verðlaunamyndum frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Sýningin mun standa til 3. mars og er öllum opin. Við sama tilefni verða veitt verðlaun fyrir íslensku myndirnar. Ljósmyndarar, ýmist íslenskir eða búsettir á Íslandi, sendu inn myndir í fjóra flokka og var frábær þátttaka. Ljósmyndarafélag Íslands fékk þrjá erlenda dómara sem lögðu mat á innsendar myndir. Stigahæsta mynd í hverjum flokki fær verðlaun. Fimm aðrar stigahæstu myndir óháð flokkum komust svo inn á sýninguna. Dómararnir þrír eru Tony Sweet frá Bandaríkjunum, Gabe McClintock frá Kanada og Line Loholt frá Noregi. Útkoman er frábær sýning sem er þverskurður af ljósmyndun á Íslandi síðustu misserin. Framtíðin er björt í ljósmyndun og mörg verkefni framundan fyrir okkur sem fagfólk. Til dæmis að auka samheldni í stéttinni og auðvelda nýliðun. Stórt og öflugt félag starfandi ljósmyndara sem vinnur vel með yfirvöldum og skólum tel ég vera lykilatriði í því. Höfundur er ljósmyndari og formaður Ljósmyndarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ljósmyndun Tímamót Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með tilkomu stafrænnar tækni í ljósmyndun í upphafi aldar sáu allir fyrir sér miklar breytingar framundan í faginu þó enginn hafi vitað hverjar þær breytingar yrðu nákvæmlega. Eins og fylgir öllum breytingum komu upp áhyggjuraddir. Yrðu ljósmyndir mögulega minna virði þegar allir geta tekið myndir? Mun tæknin taka myndirnar fyrir okkur? Er þetta möguleg ógn við ljósmyndun sem starf? Í dag vitum við að tæknin er einmitt bara það, tæki fyrir okkur ljósmyndara að vinna með. Tækni til að einfalda okkur vinnuna að einhverju leyti sem gefur okkur enn meira rými til að skapa. Eða eins og fyrrum formaður Ljósmyndarafélags Íslands orðaði svo flott í viðtali um árið; það að eiga fiðlu gerir okkur ekki að fiðluleikara. Notkun myndefnis hefur á heildina litið aldrei verið meiri en í dag sem kallar á mikla sköpun myndefnis sömuleiðis. Netmiðlar byggja að mjög miklu leyti á myndum og myndböndum. Sem betur fer eru enn fyrirtæki og einstaklingar sem vilja vanda til verka og ráða ljósmyndara í verkefnin. Skilin milli ljósmyndunar og myndbandagerðar verða sífellt óljósari og margir fagmenn eru farnir að gera hvort tveggja. Allir hafa tæknina, sem setur á okkur ljósmyndara auknar kröfur til að vera enn betri og að skera okkur úr, jafnvel sérhæfa okkur. Flestir ljósmyndarar hafa tekið þessari áskorun fagnandi. Úr hefur orðið að við hér á Íslandi eigum frábært fagfólk sem ber að hampa. Ljósmyndasýning er ein leið til þess. Ljósmyndarafélag Íslands varð 95 ára nýlega og einn hluti af hátíðarhöldum af tilefninu er samnorræn ljósmyndasýning í Hörpu sem opnar föstudaginn 18. febrúar kl. 16.30. Sýningin samanstendur af verðlaunamyndum frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Sýningin mun standa til 3. mars og er öllum opin. Við sama tilefni verða veitt verðlaun fyrir íslensku myndirnar. Ljósmyndarar, ýmist íslenskir eða búsettir á Íslandi, sendu inn myndir í fjóra flokka og var frábær þátttaka. Ljósmyndarafélag Íslands fékk þrjá erlenda dómara sem lögðu mat á innsendar myndir. Stigahæsta mynd í hverjum flokki fær verðlaun. Fimm aðrar stigahæstu myndir óháð flokkum komust svo inn á sýninguna. Dómararnir þrír eru Tony Sweet frá Bandaríkjunum, Gabe McClintock frá Kanada og Line Loholt frá Noregi. Útkoman er frábær sýning sem er þverskurður af ljósmyndun á Íslandi síðustu misserin. Framtíðin er björt í ljósmyndun og mörg verkefni framundan fyrir okkur sem fagfólk. Til dæmis að auka samheldni í stéttinni og auðvelda nýliðun. Stórt og öflugt félag starfandi ljósmyndara sem vinnur vel með yfirvöldum og skólum tel ég vera lykilatriði í því. Höfundur er ljósmyndari og formaður Ljósmyndarafélags Íslands.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun