Stóri draumurinn um meginlandið Stein Olav Romslo skrifar 5. febrúar 2022 16:01 Hver hefur ekki vaknað í borg á meginlandinu, skroppið út á götu og sótt sér nýbakað bakkelsi og gott kaffi á einu horni og bók í bókabúð á öðru horni? Hoppað síðan í næsta vagn sem kemur með stuttu millibili, hvort sem það er til að heimsækja listasafn eða bara niður í bæ? Þegar maður er í útlöndum virðist þetta vera munaður og fjarlæg hugmynd, en það þarf ekki að vera þannig. Þessi notalegi draumur um meginlandið er í raun stefnan um 15 mínútna hverfið í hnotskurn og þarf því ekki að vera fjarlæg hugmynd. Það þarf pólitískan vilja til þess að stefnan verði að veruleika hér í borginni okkar. Þá snýst hún ekki einungis um munað eða notalegheit heldur líka hversdagslíf okkar allra – að ganga, hjóla eða hoppa í strætó til að fara í vinnuna, búðina, á fótboltaleik eða barinn! Brúum bilið milli ferðamáta Staðan er nefnilega þannig að borgarbúar vilja helst ferðast í vinnuna með öðrum hætti en á einkabílnum. Rétt rúmlega helmingur þeirra vill frekar ganga, hjóla eða taka strætó, sýnir könnun Maskínu frá því í fyrra. Fólk vill hafa val um aðra ferðamáta en bílinn. Og þriðjungur þeirra sem ferðast oftast á bíl vilja helst gera það með öðrum hætti. Það er pólitísk ákvörðun að gera fólki það mögulegt. Til þess þarf að stórefla almenningssamgöngurnar okkar. Jafnframt verður að liðka fyrir öðrum ferðamátum, til að mynda með því að bæta göngu- og hjólastíga til að gera það gerlegt og aðlaðandi að ganga og hjóla um alla borgina. Þá þarf að hafa möguleikann á að búa og vinna í sama hverfi en einnig auðvelda leiðir til að komast milli hverfa. Þétting byggðar og fleiri græn svæði, nærþjónusta í sínu hverfi, bættir og fleiri göngu- og hjólastígar og góðar tengingar milli hverfa gæða borgina lífi. 15 mínútna hverfið spilar líka lykilhlutverk í lífi barna En þetta snýst ekki bara um aukin lífsgæði og þægindi. Þetta snýst um jöfnuð og ekki bara fyrir fólk eins og mig heldur líka börn. Börn keyra ekki bíla þó svo að einhvern tímann hafi verið tekin sú skipulagslega ákvörðun um að Reykjavík skyldi verða bílaborg. Þau eiga að geta farið sjálf í skólann, frístundir og tómstundir, heimsótt félagann sem þau kynntust einu sinni í sumarbúðum sem býr í næsta hverfi eða sótt aðra þjónustu án þess að þurfa treysta á endalaust skutl frá foreldrum sínum. Að ekki sé talað um þau börn sem eru ekki í aðstöðu til að vera skutlað af foreldrum sínum sem annað hvort eru ekki til staðar eða geta það ekki. Af þessum sökum spilar 15 mínútna hverfið lykilhlutverk í lífi barna. Borgarbúar verða að hafa val. Val um ferðamáta. Eins og staðan er í dag er alltof mikið borgarland lagt undir vegi og bílastæði sem er aðallega hannað í kringum einn ferðamáta. Með því að bæta úr öðrum myndi það draga úr notkun einkabílsins. Færri bílar í umferðinni þýðir minni umferð sem gerir það að verkum að auðveldara verður að ferðast í borginni okkar og ekki síst fyrir þau sem þurfa að keyra eða vilja helst gera það! Hægt er að lesa meira um framboð mitt á http://steinolav.is/. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hver hefur ekki vaknað í borg á meginlandinu, skroppið út á götu og sótt sér nýbakað bakkelsi og gott kaffi á einu horni og bók í bókabúð á öðru horni? Hoppað síðan í næsta vagn sem kemur með stuttu millibili, hvort sem það er til að heimsækja listasafn eða bara niður í bæ? Þegar maður er í útlöndum virðist þetta vera munaður og fjarlæg hugmynd, en það þarf ekki að vera þannig. Þessi notalegi draumur um meginlandið er í raun stefnan um 15 mínútna hverfið í hnotskurn og þarf því ekki að vera fjarlæg hugmynd. Það þarf pólitískan vilja til þess að stefnan verði að veruleika hér í borginni okkar. Þá snýst hún ekki einungis um munað eða notalegheit heldur líka hversdagslíf okkar allra – að ganga, hjóla eða hoppa í strætó til að fara í vinnuna, búðina, á fótboltaleik eða barinn! Brúum bilið milli ferðamáta Staðan er nefnilega þannig að borgarbúar vilja helst ferðast í vinnuna með öðrum hætti en á einkabílnum. Rétt rúmlega helmingur þeirra vill frekar ganga, hjóla eða taka strætó, sýnir könnun Maskínu frá því í fyrra. Fólk vill hafa val um aðra ferðamáta en bílinn. Og þriðjungur þeirra sem ferðast oftast á bíl vilja helst gera það með öðrum hætti. Það er pólitísk ákvörðun að gera fólki það mögulegt. Til þess þarf að stórefla almenningssamgöngurnar okkar. Jafnframt verður að liðka fyrir öðrum ferðamátum, til að mynda með því að bæta göngu- og hjólastíga til að gera það gerlegt og aðlaðandi að ganga og hjóla um alla borgina. Þá þarf að hafa möguleikann á að búa og vinna í sama hverfi en einnig auðvelda leiðir til að komast milli hverfa. Þétting byggðar og fleiri græn svæði, nærþjónusta í sínu hverfi, bættir og fleiri göngu- og hjólastígar og góðar tengingar milli hverfa gæða borgina lífi. 15 mínútna hverfið spilar líka lykilhlutverk í lífi barna En þetta snýst ekki bara um aukin lífsgæði og þægindi. Þetta snýst um jöfnuð og ekki bara fyrir fólk eins og mig heldur líka börn. Börn keyra ekki bíla þó svo að einhvern tímann hafi verið tekin sú skipulagslega ákvörðun um að Reykjavík skyldi verða bílaborg. Þau eiga að geta farið sjálf í skólann, frístundir og tómstundir, heimsótt félagann sem þau kynntust einu sinni í sumarbúðum sem býr í næsta hverfi eða sótt aðra þjónustu án þess að þurfa treysta á endalaust skutl frá foreldrum sínum. Að ekki sé talað um þau börn sem eru ekki í aðstöðu til að vera skutlað af foreldrum sínum sem annað hvort eru ekki til staðar eða geta það ekki. Af þessum sökum spilar 15 mínútna hverfið lykilhlutverk í lífi barna. Borgarbúar verða að hafa val. Val um ferðamáta. Eins og staðan er í dag er alltof mikið borgarland lagt undir vegi og bílastæði sem er aðallega hannað í kringum einn ferðamáta. Með því að bæta úr öðrum myndi það draga úr notkun einkabílsins. Færri bílar í umferðinni þýðir minni umferð sem gerir það að verkum að auðveldara verður að ferðast í borginni okkar og ekki síst fyrir þau sem þurfa að keyra eða vilja helst gera það! Hægt er að lesa meira um framboð mitt á http://steinolav.is/. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun