Nýsköpunarlandið Reykjavík Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 2. febrúar 2022 17:31 Ofurtrú á nágrannalöndin og hvað þau gera í sínum málum á það til að byrgja íslenskum stjórnmálamönnum sýn. Minnimáttarkennd Íslendinga hefur það í för með sér að við eltum aðra en tökum sjaldnast af skarið. Fyrir vikið er Ísland eftirbátur annarra þjóða að mörgu leyti. Ekki síst þegar kemur að tækni og tækninýjungum. Þungt regluverk og íhaldssamir stjórnmálaflokkar sem neita að einfalda hlutina gera það að verkum að hér á landi er erfitt að halda úti virkri nýsköpun. Við hreyfum okkur hægt í umhverfi sem þýtur framhjá. Tækin okkar tala ekki íslensku og næsta vinsæla streymisveita sem stofnuð verður í ár kemur kannski til Íslands eftir fimm ár, eða alls ekki. Við erum eftir á en gætum orðið framtíðarlandið … eða kannski bara framtíðarborgin. Bylting er framundan í tæknigeiranum og á næstu árum verða borgir heimsins að vera móttækilegar fyrir þeim breytingum sem munu eiga sér stað. Ef íslensk stjórnvöld ætla sér að sitja í sínum íhaldssama hestvagni þá getur Reykjavíkurborg engu að síður opnað hjarta sitt þeim fyrirtækjum sem skapa munu framtíðina. Með réttum ákvörðunum, einfaldara regluverki og stjórnmálaflokki sem er tilbúinn að vinna hratt þá getur Reykjavík orðið nýsköpunarborg heimsins. Ég hef fundið fyrir því innan Samfylkingarinnar að það er vilji til að takast á við þessar hröðu breytingar sem eiga sér stað í heiminum með því að nútímavæða ekki borgina heldur framtíðavæða. Í Reykjavík mega alþjóðleg tæknifyrirtæki finna upp framtíðina. Ef það er eitthvað sem heimsfaraldur hefur kennt okkur þá er það að auðvelt er að vinna saman á milli landa með fjarfundabúnaði. Þrátt fyrir að íhaldsöflin sem stýra landinu vilji ekki gera Ísland að nýsköpunarlandi þá er ekkert til fyrirstöðu hjá Reykjavík. Heimsborgin Reykjavík sem verður fimm árum á undan. Ég mun gera mitt í baráttunni til þess að einfalda regluverkið og gera borgina að ákjósanlegum stað fyrir fyrirtæki sem starfa í nýsköpun, hvort sem þau eru íslensk eða ekki. Af mínum samtölum við fólk í tæknigeiranum þá bíða alþjóðleg fyrirtæki í röðum eftir fámennri borg þar sem hægt er að finna upp framtíðina. Reykjavík hefur lausnina og þetta er leiðin. Kjósum Samfylkinguna í vor til þess að Reykjavík verði fremst í röð þegar kemur að alþjóðlegri nýsköpun. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Reykjavík Nýsköpun Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ofurtrú á nágrannalöndin og hvað þau gera í sínum málum á það til að byrgja íslenskum stjórnmálamönnum sýn. Minnimáttarkennd Íslendinga hefur það í för með sér að við eltum aðra en tökum sjaldnast af skarið. Fyrir vikið er Ísland eftirbátur annarra þjóða að mörgu leyti. Ekki síst þegar kemur að tækni og tækninýjungum. Þungt regluverk og íhaldssamir stjórnmálaflokkar sem neita að einfalda hlutina gera það að verkum að hér á landi er erfitt að halda úti virkri nýsköpun. Við hreyfum okkur hægt í umhverfi sem þýtur framhjá. Tækin okkar tala ekki íslensku og næsta vinsæla streymisveita sem stofnuð verður í ár kemur kannski til Íslands eftir fimm ár, eða alls ekki. Við erum eftir á en gætum orðið framtíðarlandið … eða kannski bara framtíðarborgin. Bylting er framundan í tæknigeiranum og á næstu árum verða borgir heimsins að vera móttækilegar fyrir þeim breytingum sem munu eiga sér stað. Ef íslensk stjórnvöld ætla sér að sitja í sínum íhaldssama hestvagni þá getur Reykjavíkurborg engu að síður opnað hjarta sitt þeim fyrirtækjum sem skapa munu framtíðina. Með réttum ákvörðunum, einfaldara regluverki og stjórnmálaflokki sem er tilbúinn að vinna hratt þá getur Reykjavík orðið nýsköpunarborg heimsins. Ég hef fundið fyrir því innan Samfylkingarinnar að það er vilji til að takast á við þessar hröðu breytingar sem eiga sér stað í heiminum með því að nútímavæða ekki borgina heldur framtíðavæða. Í Reykjavík mega alþjóðleg tæknifyrirtæki finna upp framtíðina. Ef það er eitthvað sem heimsfaraldur hefur kennt okkur þá er það að auðvelt er að vinna saman á milli landa með fjarfundabúnaði. Þrátt fyrir að íhaldsöflin sem stýra landinu vilji ekki gera Ísland að nýsköpunarlandi þá er ekkert til fyrirstöðu hjá Reykjavík. Heimsborgin Reykjavík sem verður fimm árum á undan. Ég mun gera mitt í baráttunni til þess að einfalda regluverkið og gera borgina að ákjósanlegum stað fyrir fyrirtæki sem starfa í nýsköpun, hvort sem þau eru íslensk eða ekki. Af mínum samtölum við fólk í tæknigeiranum þá bíða alþjóðleg fyrirtæki í röðum eftir fámennri borg þar sem hægt er að finna upp framtíðina. Reykjavík hefur lausnina og þetta er leiðin. Kjósum Samfylkinguna í vor til þess að Reykjavík verði fremst í röð þegar kemur að alþjóðlegri nýsköpun. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar