Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 19:08 Kristrún Frostadóttir. bjarni einarsson Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðisliðurinn vegi þungt í þessu samhengi. „Það liggur auðvitað fyrir að þessar húsnæðisverðhækkanir eru af hendi stjórnvalda. Þetta eru auðvitað mistök sem hafa verið gerð í hagstjórn undanfarinn áratug og ágerðist á síðustu tveimur árum sem fól í sér að mikið fjármagn flæddi inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún vill sjá stjórnvöld stíga inn og taka ábyrgð. „Vegna þess að hættan er auðvitað sú að þó að peningastefnunefnd eigi að bregðast við verðbólgu þá á peningastefnunefnd ekki að skapa neyð fyrir heimilin í landinu.“ Kristrún segir að stjórnvöld gætu þurft að horfa til vaxtabóta og barnabóta til þess að koma í veg fyrir að það myndist mikll launaþrýstingur til þess að vinna upp húsnæðisverðhækkanir. Svakalegt högg fyrir heimilin Þingmaður Viðreisnar óttast miklar vaxtahækkanir. „Þetta þýðir bara fyrir fólk sem var að taka venjulegt húsnæðislán, óverðtryggt, núna kannski fyrir einhverjum mánuðum síðan eða ári. Það getur verði komið í þá stöðu eftir ekki langan tíma að afborganir hafa hækkað um hálfa milljón yfir árið og þetta er auðvitað svakalegt högg fyrir heimilin í landinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir Hann segir að horfa þurfi til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem þarna eru undir. „Það má alveg ímynda sér vaxtabótakerfi í því eða einhverjar aðrar leiðir. Við erum alveg opin fyrir hverju sem er í því.“ Heimilin skuldsett sig um 400 milljarða Kristrún segir að skrúfað hafi verið frá hömlum í bankakerfinu og telur að stjórnvöld beri ekki bara ábyrgð á ríkisskuldum. „Heimilin hafa skuldsett sig um 400 milljarða króna á undanförnum tveimur árum og þetta hefur meðal annars haldið einkaneyslu uppi. Núna er eitthvað af þessum skuldum að koma í bakið á fólki. Stjórnvöld bera auðvitað ábyrgð á fleiru en bara ríkisskuldunum.“ Evran langtímalausn Sigmar segir höggið minna á evrusvæðinu og segir íslensku krónuna stórt vandamál í þessu samhengi. „Til skemmri tíma þá þurfum við að huga að öðrum leiðum. Við skiptum ekki um gjaldmiðil svo glatt þannig að þetta er bæði spurning um skammtímalausnir fyrir þá sem eru að verða fyrir högginu og svo auðvitað líka langtímalausnir sem hljóta að vera að endurskoða þennan gjaldmiðil sem við erum með.“ Efnahagsmál Neytendur Samfylkingin Alþingi Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðisliðurinn vegi þungt í þessu samhengi. „Það liggur auðvitað fyrir að þessar húsnæðisverðhækkanir eru af hendi stjórnvalda. Þetta eru auðvitað mistök sem hafa verið gerð í hagstjórn undanfarinn áratug og ágerðist á síðustu tveimur árum sem fól í sér að mikið fjármagn flæddi inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún vill sjá stjórnvöld stíga inn og taka ábyrgð. „Vegna þess að hættan er auðvitað sú að þó að peningastefnunefnd eigi að bregðast við verðbólgu þá á peningastefnunefnd ekki að skapa neyð fyrir heimilin í landinu.“ Kristrún segir að stjórnvöld gætu þurft að horfa til vaxtabóta og barnabóta til þess að koma í veg fyrir að það myndist mikll launaþrýstingur til þess að vinna upp húsnæðisverðhækkanir. Svakalegt högg fyrir heimilin Þingmaður Viðreisnar óttast miklar vaxtahækkanir. „Þetta þýðir bara fyrir fólk sem var að taka venjulegt húsnæðislán, óverðtryggt, núna kannski fyrir einhverjum mánuðum síðan eða ári. Það getur verði komið í þá stöðu eftir ekki langan tíma að afborganir hafa hækkað um hálfa milljón yfir árið og þetta er auðvitað svakalegt högg fyrir heimilin í landinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir Hann segir að horfa þurfi til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem þarna eru undir. „Það má alveg ímynda sér vaxtabótakerfi í því eða einhverjar aðrar leiðir. Við erum alveg opin fyrir hverju sem er í því.“ Heimilin skuldsett sig um 400 milljarða Kristrún segir að skrúfað hafi verið frá hömlum í bankakerfinu og telur að stjórnvöld beri ekki bara ábyrgð á ríkisskuldum. „Heimilin hafa skuldsett sig um 400 milljarða króna á undanförnum tveimur árum og þetta hefur meðal annars haldið einkaneyslu uppi. Núna er eitthvað af þessum skuldum að koma í bakið á fólki. Stjórnvöld bera auðvitað ábyrgð á fleiru en bara ríkisskuldunum.“ Evran langtímalausn Sigmar segir höggið minna á evrusvæðinu og segir íslensku krónuna stórt vandamál í þessu samhengi. „Til skemmri tíma þá þurfum við að huga að öðrum leiðum. Við skiptum ekki um gjaldmiðil svo glatt þannig að þetta er bæði spurning um skammtímalausnir fyrir þá sem eru að verða fyrir högginu og svo auðvitað líka langtímalausnir sem hljóta að vera að endurskoða þennan gjaldmiðil sem við erum með.“
Efnahagsmál Neytendur Samfylkingin Alþingi Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35