Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 19:08 Kristrún Frostadóttir. bjarni einarsson Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðisliðurinn vegi þungt í þessu samhengi. „Það liggur auðvitað fyrir að þessar húsnæðisverðhækkanir eru af hendi stjórnvalda. Þetta eru auðvitað mistök sem hafa verið gerð í hagstjórn undanfarinn áratug og ágerðist á síðustu tveimur árum sem fól í sér að mikið fjármagn flæddi inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún vill sjá stjórnvöld stíga inn og taka ábyrgð. „Vegna þess að hættan er auðvitað sú að þó að peningastefnunefnd eigi að bregðast við verðbólgu þá á peningastefnunefnd ekki að skapa neyð fyrir heimilin í landinu.“ Kristrún segir að stjórnvöld gætu þurft að horfa til vaxtabóta og barnabóta til þess að koma í veg fyrir að það myndist mikll launaþrýstingur til þess að vinna upp húsnæðisverðhækkanir. Svakalegt högg fyrir heimilin Þingmaður Viðreisnar óttast miklar vaxtahækkanir. „Þetta þýðir bara fyrir fólk sem var að taka venjulegt húsnæðislán, óverðtryggt, núna kannski fyrir einhverjum mánuðum síðan eða ári. Það getur verði komið í þá stöðu eftir ekki langan tíma að afborganir hafa hækkað um hálfa milljón yfir árið og þetta er auðvitað svakalegt högg fyrir heimilin í landinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir Hann segir að horfa þurfi til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem þarna eru undir. „Það má alveg ímynda sér vaxtabótakerfi í því eða einhverjar aðrar leiðir. Við erum alveg opin fyrir hverju sem er í því.“ Heimilin skuldsett sig um 400 milljarða Kristrún segir að skrúfað hafi verið frá hömlum í bankakerfinu og telur að stjórnvöld beri ekki bara ábyrgð á ríkisskuldum. „Heimilin hafa skuldsett sig um 400 milljarða króna á undanförnum tveimur árum og þetta hefur meðal annars haldið einkaneyslu uppi. Núna er eitthvað af þessum skuldum að koma í bakið á fólki. Stjórnvöld bera auðvitað ábyrgð á fleiru en bara ríkisskuldunum.“ Evran langtímalausn Sigmar segir höggið minna á evrusvæðinu og segir íslensku krónuna stórt vandamál í þessu samhengi. „Til skemmri tíma þá þurfum við að huga að öðrum leiðum. Við skiptum ekki um gjaldmiðil svo glatt þannig að þetta er bæði spurning um skammtímalausnir fyrir þá sem eru að verða fyrir högginu og svo auðvitað líka langtímalausnir sem hljóta að vera að endurskoða þennan gjaldmiðil sem við erum með.“ Efnahagsmál Neytendur Samfylkingin Alþingi Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðisliðurinn vegi þungt í þessu samhengi. „Það liggur auðvitað fyrir að þessar húsnæðisverðhækkanir eru af hendi stjórnvalda. Þetta eru auðvitað mistök sem hafa verið gerð í hagstjórn undanfarinn áratug og ágerðist á síðustu tveimur árum sem fól í sér að mikið fjármagn flæddi inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún vill sjá stjórnvöld stíga inn og taka ábyrgð. „Vegna þess að hættan er auðvitað sú að þó að peningastefnunefnd eigi að bregðast við verðbólgu þá á peningastefnunefnd ekki að skapa neyð fyrir heimilin í landinu.“ Kristrún segir að stjórnvöld gætu þurft að horfa til vaxtabóta og barnabóta til þess að koma í veg fyrir að það myndist mikll launaþrýstingur til þess að vinna upp húsnæðisverðhækkanir. Svakalegt högg fyrir heimilin Þingmaður Viðreisnar óttast miklar vaxtahækkanir. „Þetta þýðir bara fyrir fólk sem var að taka venjulegt húsnæðislán, óverðtryggt, núna kannski fyrir einhverjum mánuðum síðan eða ári. Það getur verði komið í þá stöðu eftir ekki langan tíma að afborganir hafa hækkað um hálfa milljón yfir árið og þetta er auðvitað svakalegt högg fyrir heimilin í landinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir Hann segir að horfa þurfi til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem þarna eru undir. „Það má alveg ímynda sér vaxtabótakerfi í því eða einhverjar aðrar leiðir. Við erum alveg opin fyrir hverju sem er í því.“ Heimilin skuldsett sig um 400 milljarða Kristrún segir að skrúfað hafi verið frá hömlum í bankakerfinu og telur að stjórnvöld beri ekki bara ábyrgð á ríkisskuldum. „Heimilin hafa skuldsett sig um 400 milljarða króna á undanförnum tveimur árum og þetta hefur meðal annars haldið einkaneyslu uppi. Núna er eitthvað af þessum skuldum að koma í bakið á fólki. Stjórnvöld bera auðvitað ábyrgð á fleiru en bara ríkisskuldunum.“ Evran langtímalausn Sigmar segir höggið minna á evrusvæðinu og segir íslensku krónuna stórt vandamál í þessu samhengi. „Til skemmri tíma þá þurfum við að huga að öðrum leiðum. Við skiptum ekki um gjaldmiðil svo glatt þannig að þetta er bæði spurning um skammtímalausnir fyrir þá sem eru að verða fyrir högginu og svo auðvitað líka langtímalausnir sem hljóta að vera að endurskoða þennan gjaldmiðil sem við erum með.“
Efnahagsmál Neytendur Samfylkingin Alþingi Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35