Hverju skila forvarnir? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 11:31 Forvarnir beinast að samfélaginu öllu, hópum eða einstaklingum. Almennt séð miða þær að því að efla heilbrigði og fyrirbyggja sjúkdóma og slys með því að beita snemmtækri íhlutun og viðeigandi aðgerðum sem byggja á góðum gögnum. Mikilvægt er að afla sér þekkingar til að vinna út frá og reyna að greina frávik sem beina þarf sjónum að. Forvarnir eru lýðheilsumál og eru sem slíkar einnig mikilvægar þegar kemur að umhverfisvernd og minni sóun. Samfélagsleg ábyrgð Tryggingafélög tryggja verðmætin í lífi fólks og bjóða líka upp á tryggingar sem koma til móts við ófyrirséð áföll og heilsubrest. Þótt það gefi augaleið að forvarnastarf skapi beinan fjárhagslegan ávinning, til dæmis þegar komið er í veg fyrir slys, vinnutap og sóun, þá er mikilvægast að verja líf og heilsu fólks og stuðla að góðu samfélagi. Forvarnir eru í raun félagslegt forgangsmál og eitthvað sem gagnast okkur öllum. Stjórnvöldum og fyrirtækjum ber að sýna samfélagslega ábyrgð og það að setja forvarnir í fyrsta sæti er hluti af þeirri ábyrgð. Hluti fyrir heild Ekkert þrífst í tómarúmi og allra síst nú til dags þegar alþjóðasamfélagið er tengdara en nokkru sinni fyrr. Til er regla í jarðfræðinni sem segir: „Náttúran þolir ekki tómarúm“ og er hún til dæmis notuð til að lýsa virkni eldstöðva – þær þenjast út, gjósa og dragast þá saman. Ekkert tómarúm myndast. Aristóteles á að hafa sagt þetta upphaflega og hélt því þá fram að tómarúm færu gegn náttúrulögmálum, þ.e. að rými væru alltaf fyllt af einhverju. „Ekkert“ væri í raun ekki til. Það skiptir máli í stóra samhenginu hvað við gerum þegar kemur að forvörnum. Við getum haft margfeldisáhrif oft með tiltölulega einföldum aðgerðum, en þær þurfa að vera markvissar og byggðar á gögnum. Í raun er það ungmennafélagsandinn sem hér gildir og felst í að bæta sjálfan sig og samfélagið um leið. Allir þurfa að leggjast á eitt. Þegar kemur að fyrirtækjum og áhrifameiri gerendum í samfélaginu hafa þeir siðferðislega og oft lagalega skyldu gagnvart starfsmönnum sínum og viðskiptavinum er snýr að forvörnum. Forvarnir fyrir alla Til eru fjöldamörg samstarfsverkefni um forvarnir og lýðheilsu, á ýmsum sviðum, og snúast þau oft um að fræða og upplýsa. Oft næst mestur árangur þegar ólíkir aðilar taka höndum saman og leggja saman krafta sína, til dæmis stjórnvöld og þriðji geirinn, fyrirtæki og félagasamtök. Forvarnir hafa þá sérstöðu að þær gagnast öllum. Þær eru ekki einkamál og eiga að vera fyrir alla því þar höfum við öll sameiginlegra hagsmuna á gæta. Á upplýsingaöld þar sem aðgengi að alls konar fræðslu, efni og stundum áróðri hefur aldrei verið meira og samskiptaleiðir með fjölbreyttasta móti, er gott að finna málefni sem við getum öll sameinast um. Forvarnir eru slíkt málefni því við viljum öll byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Forvarnir beinast að samfélaginu öllu, hópum eða einstaklingum. Almennt séð miða þær að því að efla heilbrigði og fyrirbyggja sjúkdóma og slys með því að beita snemmtækri íhlutun og viðeigandi aðgerðum sem byggja á góðum gögnum. Mikilvægt er að afla sér þekkingar til að vinna út frá og reyna að greina frávik sem beina þarf sjónum að. Forvarnir eru lýðheilsumál og eru sem slíkar einnig mikilvægar þegar kemur að umhverfisvernd og minni sóun. Samfélagsleg ábyrgð Tryggingafélög tryggja verðmætin í lífi fólks og bjóða líka upp á tryggingar sem koma til móts við ófyrirséð áföll og heilsubrest. Þótt það gefi augaleið að forvarnastarf skapi beinan fjárhagslegan ávinning, til dæmis þegar komið er í veg fyrir slys, vinnutap og sóun, þá er mikilvægast að verja líf og heilsu fólks og stuðla að góðu samfélagi. Forvarnir eru í raun félagslegt forgangsmál og eitthvað sem gagnast okkur öllum. Stjórnvöldum og fyrirtækjum ber að sýna samfélagslega ábyrgð og það að setja forvarnir í fyrsta sæti er hluti af þeirri ábyrgð. Hluti fyrir heild Ekkert þrífst í tómarúmi og allra síst nú til dags þegar alþjóðasamfélagið er tengdara en nokkru sinni fyrr. Til er regla í jarðfræðinni sem segir: „Náttúran þolir ekki tómarúm“ og er hún til dæmis notuð til að lýsa virkni eldstöðva – þær þenjast út, gjósa og dragast þá saman. Ekkert tómarúm myndast. Aristóteles á að hafa sagt þetta upphaflega og hélt því þá fram að tómarúm færu gegn náttúrulögmálum, þ.e. að rými væru alltaf fyllt af einhverju. „Ekkert“ væri í raun ekki til. Það skiptir máli í stóra samhenginu hvað við gerum þegar kemur að forvörnum. Við getum haft margfeldisáhrif oft með tiltölulega einföldum aðgerðum, en þær þurfa að vera markvissar og byggðar á gögnum. Í raun er það ungmennafélagsandinn sem hér gildir og felst í að bæta sjálfan sig og samfélagið um leið. Allir þurfa að leggjast á eitt. Þegar kemur að fyrirtækjum og áhrifameiri gerendum í samfélaginu hafa þeir siðferðislega og oft lagalega skyldu gagnvart starfsmönnum sínum og viðskiptavinum er snýr að forvörnum. Forvarnir fyrir alla Til eru fjöldamörg samstarfsverkefni um forvarnir og lýðheilsu, á ýmsum sviðum, og snúast þau oft um að fræða og upplýsa. Oft næst mestur árangur þegar ólíkir aðilar taka höndum saman og leggja saman krafta sína, til dæmis stjórnvöld og þriðji geirinn, fyrirtæki og félagasamtök. Forvarnir hafa þá sérstöðu að þær gagnast öllum. Þær eru ekki einkamál og eiga að vera fyrir alla því þar höfum við öll sameiginlegra hagsmuna á gæta. Á upplýsingaöld þar sem aðgengi að alls konar fræðslu, efni og stundum áróðri hefur aldrei verið meira og samskiptaleiðir með fjölbreyttasta móti, er gott að finna málefni sem við getum öll sameinast um. Forvarnir eru slíkt málefni því við viljum öll byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun