Besta CrossFit fólk heims synti í vatni á heimsleikunum sem var fullt af E. coli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir sést hér synda í umræddu vatni á Ólympíuleikunum en hún náði að lokum þriðja sæti á heimsleikunum. Skjámynd/Youtube Það eru sláandi fréttir sem koma frá Bandaríkjunum þar sem forráðamenn heimsleikana í CrossFit létu keppendur á heimsleikunum keppa í vatni sem heilbrigðisyfirvöld í Madison höfðu varað við. Morning Chalk Up fjallaði um þetta mál hjá sér en þeir komust yfir upplýsingar frá starfsmönnum hjá heilbrigðiseftirliti Madison & Dane sýslu. Vandamálið var Monona vatnið þar sem keppendur syntu í fyrstu grein heimsleikanna í ágúst í fyrra. Keppendur þurftu fyrsta að synda 1,6 kílómetra í vatninu og fara síðan 4,8 kílómetra á vatinu á kajak. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rétt fyrir heimsleikanna þá varaði heilbrigðiseftirliðið ítrekað við því að vatnið innihéldi E. coli bakteríur yfir öllum hámörkum. Vatnið var svo skítugt að það þótti ástæða til að vara starfsmenn heimsleikanna við. Escherichia coli er baktería sem finnst gjarnan í þörmum manna og dýra. Margir stofnar tegundarinnar geta valdið matareitrun og telst hún til tækifærissýkla. Íþróttafólk og þjálfarar segja að það sé vel þekkt að íþróttafólk veikist eftir sund í vatninu. Íslenska CrossFit stjarnan Björgvin Karl Guðmundsson hafði allan varann á og Morning Chalk Up sagði að hann hefði tekið inn efni til að vinna gegn mögulegri sýkingu strax eftir sundið. Í viðtali við The Sevan Podcast sagðist Björgvin Karl trúa því að það væri eina ástæðan fyrir því að hann hefði ekki veikst. Björgvin Karl varð í sjötta sæti í greininni en hann kláraði hana á rúmri 71 mínútu. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð þrettánda á rúmum 74 mínútum og Anníe Mist Þórisdóttir varð átjánda á rúmum 76 mínútum. Þuríður Erla Helgadóttir kláraði síðan á rúmum 77 mínútum og varð í 25. sæti. Kanadíski keppandinn Samuel Cournoyer sagðist hafa leitað sér læknishjálpar eftir sundið og þar komst læknaliðið af því að hann þjáðist af E. coli sýkingu. Það voru fleiri keppendur sem veiktust og einn þurfti næringu í æð eftir slæma matareitrun. Hin kanadíska Emily Rolfe ældi alla nóttina eftir keppnina og þurfti að leita sér læknisaðstoðar daginn eftir. Þetta var fyrsta greinin á mjög erfiðri helgi og það er ótrúlegt að CrossFit samtökin hafi tekið slíka áhættu með heilsu keppenda. Morning Chalk Up leitaði eftir viðbrögðum frá CrossFit samtökunum en fólk þar á bæ vildu ekki tjá sig á þessum tímapunkti. CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Morning Chalk Up fjallaði um þetta mál hjá sér en þeir komust yfir upplýsingar frá starfsmönnum hjá heilbrigðiseftirliti Madison & Dane sýslu. Vandamálið var Monona vatnið þar sem keppendur syntu í fyrstu grein heimsleikanna í ágúst í fyrra. Keppendur þurftu fyrsta að synda 1,6 kílómetra í vatninu og fara síðan 4,8 kílómetra á vatinu á kajak. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rétt fyrir heimsleikanna þá varaði heilbrigðiseftirliðið ítrekað við því að vatnið innihéldi E. coli bakteríur yfir öllum hámörkum. Vatnið var svo skítugt að það þótti ástæða til að vara starfsmenn heimsleikanna við. Escherichia coli er baktería sem finnst gjarnan í þörmum manna og dýra. Margir stofnar tegundarinnar geta valdið matareitrun og telst hún til tækifærissýkla. Íþróttafólk og þjálfarar segja að það sé vel þekkt að íþróttafólk veikist eftir sund í vatninu. Íslenska CrossFit stjarnan Björgvin Karl Guðmundsson hafði allan varann á og Morning Chalk Up sagði að hann hefði tekið inn efni til að vinna gegn mögulegri sýkingu strax eftir sundið. Í viðtali við The Sevan Podcast sagðist Björgvin Karl trúa því að það væri eina ástæðan fyrir því að hann hefði ekki veikst. Björgvin Karl varð í sjötta sæti í greininni en hann kláraði hana á rúmri 71 mínútu. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð þrettánda á rúmum 74 mínútum og Anníe Mist Þórisdóttir varð átjánda á rúmum 76 mínútum. Þuríður Erla Helgadóttir kláraði síðan á rúmum 77 mínútum og varð í 25. sæti. Kanadíski keppandinn Samuel Cournoyer sagðist hafa leitað sér læknishjálpar eftir sundið og þar komst læknaliðið af því að hann þjáðist af E. coli sýkingu. Það voru fleiri keppendur sem veiktust og einn þurfti næringu í æð eftir slæma matareitrun. Hin kanadíska Emily Rolfe ældi alla nóttina eftir keppnina og þurfti að leita sér læknisaðstoðar daginn eftir. Þetta var fyrsta greinin á mjög erfiðri helgi og það er ótrúlegt að CrossFit samtökin hafi tekið slíka áhættu með heilsu keppenda. Morning Chalk Up leitaði eftir viðbrögðum frá CrossFit samtökunum en fólk þar á bæ vildu ekki tjá sig á þessum tímapunkti.
CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira