Eldamennskan stærsta áskorunin Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2024 08:00 Benedikt er spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni. Vísir/Sigurjón Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. Benedikt er 22 ára gamall og hélt utan í atvinnumennsku í sumar eftir að hafa slegið í gegn með Val hér heima, þar sem góð frammistaða hans í EHF-bikarnum vakti sérstaka athygli en Valur fagnaði sigri í keppninni í vor. Hann fór til Noregsmeistara Kolstad hvar hann nýtur sín vel en því fylgja þó nokkrar áskoranir. Benedikt Gunnar Óskarsson byrjar vel hjá nýju liði í Noregi.kolstad „Maður var lélegur í eldhúsinu fyrst en þetta er allt að koma núna,“ segir Benedikt. Var það stærsta áskorunin? „Já, ég held það og kannski tungumálið líka en það er allt að koma núna,“ segir Benedikt léttur. Hann fikri sig áfram hvað málið varðar. „Ég tala bara svona eitthvað, norsku, dönsku, íslensku. Eitthvað í bland og skil allt sem þeir segja svo það er allt að koma.“ Benedikt hefur gengið vel hjá liðinu og er þar einn fjögurra Íslendinga. Auk Benedikts leika þeir Sigurjón Guðmundsson, Sveinn Jóhannsson og Sigvaldi Guðjónsson með liðinu. Mikil hjálp hefur verið í Sigvalda sem hefur leikið stóran hluta síns ferils í Noregi. „Sigvaldi er búinn að hjálpa mér mjög mikið. Hann er frábær. Svo erum við þarna nokkrir aðrir svo það er mjög fínt,“ segir Benedikt. Fram undan hjá landsliðinu eru leikir við Bosníu og Georgíu í forkeppni EM og Benedikt kom inn í hópinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar. Stutt er í HM í janúar og markmiðið skýrt. Hann ætlar sér að vinna „Já, auðvitað. Það er markmiðið hjá mér. En svo þarf þjálfarinn bara að ákveða það,“ segir Benedikt. Fréttina má sjá að ofan en fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Talar blöndu af dönsku, norsku og íslensku Landslið karla í handbolta Norski handboltinn Mest lesið Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti Fleiri fréttir „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Sjá meira
Benedikt er 22 ára gamall og hélt utan í atvinnumennsku í sumar eftir að hafa slegið í gegn með Val hér heima, þar sem góð frammistaða hans í EHF-bikarnum vakti sérstaka athygli en Valur fagnaði sigri í keppninni í vor. Hann fór til Noregsmeistara Kolstad hvar hann nýtur sín vel en því fylgja þó nokkrar áskoranir. Benedikt Gunnar Óskarsson byrjar vel hjá nýju liði í Noregi.kolstad „Maður var lélegur í eldhúsinu fyrst en þetta er allt að koma núna,“ segir Benedikt. Var það stærsta áskorunin? „Já, ég held það og kannski tungumálið líka en það er allt að koma núna,“ segir Benedikt léttur. Hann fikri sig áfram hvað málið varðar. „Ég tala bara svona eitthvað, norsku, dönsku, íslensku. Eitthvað í bland og skil allt sem þeir segja svo það er allt að koma.“ Benedikt hefur gengið vel hjá liðinu og er þar einn fjögurra Íslendinga. Auk Benedikts leika þeir Sigurjón Guðmundsson, Sveinn Jóhannsson og Sigvaldi Guðjónsson með liðinu. Mikil hjálp hefur verið í Sigvalda sem hefur leikið stóran hluta síns ferils í Noregi. „Sigvaldi er búinn að hjálpa mér mjög mikið. Hann er frábær. Svo erum við þarna nokkrir aðrir svo það er mjög fínt,“ segir Benedikt. Fram undan hjá landsliðinu eru leikir við Bosníu og Georgíu í forkeppni EM og Benedikt kom inn í hópinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar. Stutt er í HM í janúar og markmiðið skýrt. Hann ætlar sér að vinna „Já, auðvitað. Það er markmiðið hjá mér. En svo þarf þjálfarinn bara að ákveða það,“ segir Benedikt. Fréttina má sjá að ofan en fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Talar blöndu af dönsku, norsku og íslensku
Landslið karla í handbolta Norski handboltinn Mest lesið Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti Fleiri fréttir „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Sjá meira