Hvers vegna skelfur allt vegna Evergrande? Björn Berg Gunnarsson skrifar 7. janúar 2022 08:00 Voðalega er þetta nú orðið þreytandi allt saman. Rétt þegar ég held að ég sé hættur að fá What‘s Up? með 4 Non Blondes á heilann heyri ég í því berjast við að setja réttan lykil í skrána og ryðjast inn á nýjan leik. Þannig er Covid líka. Og gott ef kínverska fjárfestingafélagið Evergrande hegðar sér ekki með svipuðum hætti. Við skulum ekki rugla Evergrande saman við Ever given, skip Evergreen sem setti tappa í Súesskurðinn fyrir tæpu ári síðan. Evergrande er þó heldur betur einnig fært um að valda skaða langt út fyrir landsteinana og undanfarna mánuði hafa annað slagið borist fréttir þess efnis að markaðir hafi tekið væna dýfu og er fyrirtækinu víst um að kenna. En hvernig geta vandræði eins fyrirtækis haft svona mikil áhrif? Stærðargráðan Evergrande er merkilega stórt félag og eitt það stærsta í heimalandinu, Kína. Flest reka sennilega augun í umfangsmikil fasteignaverkefni þeirra en um er að ræða stærðarinnar fjárfestingarfélag með eignastöðu í öllu mögulegu, frá íþróttum að fjármálastarfsemi. Voru eignir Evergrande metnar á hátt í 50.000 milljarða króna árið 2020. Jafngildir það fimmföldu verðmæti allra fasteigna á Íslandi, svo dæmi sé tekið. Eignirnar eru þó ekki stóra málið í þetta skiptið, þó stórar séu þær vissulega, heldur eru það skuldirnar sem allt snýst um. Heildarskuldirnar nema um 40.000 milljörðum króna og gengur illa að borga af þeim. Svo við grípum aftur í samanburðinn við Ísland er um að ræða áttfaldar skuldir allra fyrirtækja og heimila hér á landi. Þar sem illa gengur að þéna fyrir afborgunum þessara skulda hafa áhyggjur eðlilega aukist af því að fyrirtækið stefni í greiðsluþrot. Í fyrra drógust tekjurnar saman um 2.300 milljarða króna frá fyrra ári og munar um minna. Eðlilega glíma fjölmörg fyrirtæki við svipaðan vanda um heim allan en það sem kemur Evergrande í kastljós fjölmiðla og fjárfesta um heim allan er stærðargráðan og möguleg áhrif ef illa fer. Kína skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli og á landsframleiðsla þess stutt í fimmtung heimsframleiðslunnar. Almenningur í Kína hefur fjárfest í miklum mæli í fasteignum þar í landi og þá einnig í eignastýringarvörum dótturfélags Evergrande. Hrun á þeim mörkuðum getur ekki einungis haft umfangsmikil áhrif á hagkerfi landsins heldur jafnvel um heim allan, vegna mikilvægis Kína í heimshagkerfinu. Hvað gerist? Afleiðingar þess að svo stórt fyrirtæki lendi í greiðsluþroti geta verið það miklar að mögulega lítur kínverska ríkið svo á að ódýrara sé að grípa inn í og halda því á floti. Við vitum þó að sjálfsögðu ekkert um fyrirætlanir stjórnvalda þar í landi. Á meðan óvissa ríkir hefur hún neikvæð áhrif á markaði og eykur áhættu. Búast má við því að fréttir af Evergrande valdi áfram skjálfta á mörkuðum þar til einhver lausn virðist í sjónmáli. Við skulum bara vona að skjálftarnir leiði ekki til enn frekari hremminga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Kína Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Voðalega er þetta nú orðið þreytandi allt saman. Rétt þegar ég held að ég sé hættur að fá What‘s Up? með 4 Non Blondes á heilann heyri ég í því berjast við að setja réttan lykil í skrána og ryðjast inn á nýjan leik. Þannig er Covid líka. Og gott ef kínverska fjárfestingafélagið Evergrande hegðar sér ekki með svipuðum hætti. Við skulum ekki rugla Evergrande saman við Ever given, skip Evergreen sem setti tappa í Súesskurðinn fyrir tæpu ári síðan. Evergrande er þó heldur betur einnig fært um að valda skaða langt út fyrir landsteinana og undanfarna mánuði hafa annað slagið borist fréttir þess efnis að markaðir hafi tekið væna dýfu og er fyrirtækinu víst um að kenna. En hvernig geta vandræði eins fyrirtækis haft svona mikil áhrif? Stærðargráðan Evergrande er merkilega stórt félag og eitt það stærsta í heimalandinu, Kína. Flest reka sennilega augun í umfangsmikil fasteignaverkefni þeirra en um er að ræða stærðarinnar fjárfestingarfélag með eignastöðu í öllu mögulegu, frá íþróttum að fjármálastarfsemi. Voru eignir Evergrande metnar á hátt í 50.000 milljarða króna árið 2020. Jafngildir það fimmföldu verðmæti allra fasteigna á Íslandi, svo dæmi sé tekið. Eignirnar eru þó ekki stóra málið í þetta skiptið, þó stórar séu þær vissulega, heldur eru það skuldirnar sem allt snýst um. Heildarskuldirnar nema um 40.000 milljörðum króna og gengur illa að borga af þeim. Svo við grípum aftur í samanburðinn við Ísland er um að ræða áttfaldar skuldir allra fyrirtækja og heimila hér á landi. Þar sem illa gengur að þéna fyrir afborgunum þessara skulda hafa áhyggjur eðlilega aukist af því að fyrirtækið stefni í greiðsluþrot. Í fyrra drógust tekjurnar saman um 2.300 milljarða króna frá fyrra ári og munar um minna. Eðlilega glíma fjölmörg fyrirtæki við svipaðan vanda um heim allan en það sem kemur Evergrande í kastljós fjölmiðla og fjárfesta um heim allan er stærðargráðan og möguleg áhrif ef illa fer. Kína skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli og á landsframleiðsla þess stutt í fimmtung heimsframleiðslunnar. Almenningur í Kína hefur fjárfest í miklum mæli í fasteignum þar í landi og þá einnig í eignastýringarvörum dótturfélags Evergrande. Hrun á þeim mörkuðum getur ekki einungis haft umfangsmikil áhrif á hagkerfi landsins heldur jafnvel um heim allan, vegna mikilvægis Kína í heimshagkerfinu. Hvað gerist? Afleiðingar þess að svo stórt fyrirtæki lendi í greiðsluþroti geta verið það miklar að mögulega lítur kínverska ríkið svo á að ódýrara sé að grípa inn í og halda því á floti. Við vitum þó að sjálfsögðu ekkert um fyrirætlanir stjórnvalda þar í landi. Á meðan óvissa ríkir hefur hún neikvæð áhrif á markaði og eykur áhættu. Búast má við því að fréttir af Evergrande valdi áfram skjálfta á mörkuðum þar til einhver lausn virðist í sjónmáli. Við skulum bara vona að skjálftarnir leiði ekki til enn frekari hremminga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun