Hversu mikils virði er 1 króna til viðbótar? Laun og lífskjör Haukur V. Alfreðsson skrifar 3. janúar 2022 07:30 Einfalt svar er að ein króna kaupir alltaf sama magn af vöru eða þjónustu óháð hver á hana. En það gefur okkur samt enga hugmynd um hvers virði krónunnar er í formi aukinnar lífshamingju eða notagildis. Það fer nefnilega eftir því hver fær krónuna. Þetta er mikilvægt að skilja í umræðunni um kjarabætur. Notum nú einfalda útreikninga til þess að átta okkur á því hvað auka króna, launahækkun, hefur mismikil áhrif fyrir mis tekjuhátt fólk. Smá hint: Ég er að fara leiða mig að því af hverju ég tek undir með nýlegri grein Vilhjálms Birgissonar. Byrjum á að setja upp einfalda sviðsmynd sem sýnir laun og útgjöld þriggja aðila í fullri vinnu. Sá fyrsti er á lágmarkslaunum skv. kjarasamningi VR fyrir 2022, annar í röðinni hefur svo 50% hærri laun og sá þriðji 200% hærri laun. Taflan hér að ofan segir okkur að tekjubil aðilanna að teknu tilliti til grunnframfærslu en mun stærra en samanburður á heildarlaunum gefur til kynna. Við sjáum að aðili tvö hefur um 2,5 falt það sem aðili eitt hefur til að nota í „lúxus“ þrátt fyrir að hafa eingöngu helmingi hærri laun. Aðili þrjú, sem hefur þreföld laun aðila eitt, hefur hinsvegar tæplega sjöfalt á við aðila eitt til þess að nota í „lúxus“. Ég set lúxus í gæsalappir vegna þess hversu varlega grunnframfærslan og húsnæðiskostnaðurinn er áætlaður. Húsaleigan er fengin úr Verðsjá Þjóðskrár og byggir á leigusamningum af höfuðborgarsvæðinu frá 2021 fyrir 1-2 herbergja íbúðir af stærðinni 20-50 fermetrar. Grunnframfærslan án húsnæðis er svo grunnviðmið Velferðarráðuneytisins fyrir einstakling. Það gerir t.d. ráð fyrir 6.233kr í samgöngur á mánuði, engum veitingum og innan við 24.000kr árlega í föt, raftæki og heimilisbúnað samanlagt. Sem sagt, sú sviðsmynd er óraunhæf. Velferðarráðuneytið setur einnig fram dæmigerða sviðsmynd þar sem grunnframfærslan er orðin 198.046kr, þó með bíl. Við sjáum því að laun aðila eitt, lágmarkslaun, duga ekki til dæmigerðrar grunnframfærslu ef hann vill líka leigja. Svo sennilega er það vanmat að sá sem hefur 1,1 m.kr í laun geti eytt sjöfalt á við láglauna manninn í lúxus, sennilega er margfeldið mun hærra. Auður skapar auð Framangreint segir okkur að beinn samanburður á heildarlaunum er lélegur mælikvarði ef við ætlum að reyna átta okkur á hversu vel fólk lifir varðandi efnahagsleg gæði og fjárhagslegt öryggi. Það að horfa á hvað fólk hefur á milli handanna eftir algjöra grunnframfærslu gefur okkur betri mynd af því hvernig lífi fólk getur lifað. Hvort það eigi efni á að kaupa föt, stunda tómstundir, safna í varasjóð, kaupa jólagjafir handa börnunum sínum og allt hitt sem gefur lífinu lit. Við sjáum að sú stærð, afgangurinn, vex ekki í beinu hlutfalli við hækkun launa heldur í veldisvexti. Sem þýðir þá að mörgu leiti að lífið verður einnig talsvert hratt auðveldara með hærri launum. En hér er eingöngu hálf sagan sögð. Á eitthverjum tímapunkti á launaskalanum hætta öll launin að fara í neyslu og fólk byrjar að leggja fyrir og safna upp eignum. Þær eignir geta svo af sér meiri tekjur, t.d. vextir af skuldabréfum og ávöxtun hlutabréfa, eða lækka kostnað grunnframfærslu, t.d. kostar alla jafna minna að greiða af láni en að leigja íbúð sem og að lánið greiðist upp á endanum en ekki leigan. Það veldur því að yfir tíð og tíma þá breikkar bilið á milli láglauna og hálauna fólks meira og meira. Talandi um um þennan vöxt á tekjum og eignum komst Edgar Miles Bronfman svo að orði „Það kostar vinnu að breyta hundrað dollurum í hundrað og tíu dollara. Að breyta hundrað milljónum dollara í hundrað og tíu milljónir dollara er hinsvegar óumflýjanlegt“. Svo hversu mikils virði er 1 króna til viðbótar, og af hverju er ég að ræða það? Ef aðili eitt fær launahækkun þá fer hún nánast pottþétt öll í aukna neyslu. Hann reynir að færa sig nær dæmigerðri neyslu, enda margt sem hann þarf að neita sér um á sínum núverandi launum. Og við það að byrja að geta leyft sér að eiga eðlilegra líf eykst notagildi og hamingja hans mikið. Aðili tvö er sirka í tekjum sem duga fyrir dæmigerðri framfærslu, svo ef hann fær launahækkun þá eyðir hann eflaust eitthverju meira í neyslu en gæti svo jafnvel farið að leggja fyrir eða fjárfesta, sem færir honum aukna lífshamingju en þó eflaust minni en aðila eitt. Aðili þrjú er hinsvegar langt fyrir ofan dæmigerða neyslu nú þegar, hann á efni á margfalt meiri lúxus en aðili tvö og óhemju mikið meiri lúxus en aðili eitt. Launahækkun fyrir þennan aðila skilar aukinni lífsánægju, en umtalsvert minni en fyrir hina tvo að öllum líkindum. Aðili þrjú er raunar á þannig launum að hann fær reglulegar launahækkanir í gegnum eigna uppsöfnun sína sama hvað. Svo hvað getum við tekið úr þessum pælingum? Við sjáum að þeir sem hafa minna á milli handanna bæði njóta hverrar krónu meira en þeir sem hafa hærri laun, en einnig hvað þeir sem hafa hærri laun hafa það í raun margfalt betra en þeir sem hafa lægri laun, nokkuð sem liggur ekki endilega í augum uppi. Og þá komum við loks að beinni umræðu um Ísland. Hér á landi er eilíft barið á verkalýðnum. Honum sagt að sýna ábyrgð og hófsemi. Eins og Vilhjálmur Birgisson rekur í nýlegri grein voru gerðir hér lífskjarasamningar árið 2019 og við þá hefur verkalýðshreyfingin staðið. Það eru aðilar eitt og tvö í framan greindum útreikningum. Aðilarnir sem hafa langmestu notin fyrir hærri laun, þeim sem sannarlega munar um krónurnar. En einkennilega þá hafa aðrir ekki staðið við samningana, til að mynda Seðlabankinn og Alþingi. Það eru aðilar þrjú í dæminu að framan, fólkið sem þegar hefur það mjög gott. Og svo dettur mönnum úr hópi þrjú í hug að koma fram og beina spjótum sínum að hópum eitt og tvö, fólkinu sem stóð við sitt. Alveg ótrúlegt. Ég skil það vel að allir vilji hafa það betra, sama hvaða laun þeir hafa. Ég ætla ekki að þykjast halda að heimurinn verði eitt bræðralag og kærleikur á næstunni, að fólk fari að hugsa fremur um náungann en sjálft sig. En þessi hræsni að ráðast sífellt að hópnum sem hefur það verst, hópnum sem var samið við og hefur staðið við sitt meðan aðrir hafa ekki gert það eða sýnt slæm fordæmi. Gjörsamlega óþolandi og stór furðulegt komandi frá fólki sem skilur hagfræði, skilur að það er í ábyrgðarstöðu og skilur hvaða afleiðingar slæm fordæmi geta haft á stöðugleikann sem þeim er svo annt um. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Íslenska krónan Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Einfalt svar er að ein króna kaupir alltaf sama magn af vöru eða þjónustu óháð hver á hana. En það gefur okkur samt enga hugmynd um hvers virði krónunnar er í formi aukinnar lífshamingju eða notagildis. Það fer nefnilega eftir því hver fær krónuna. Þetta er mikilvægt að skilja í umræðunni um kjarabætur. Notum nú einfalda útreikninga til þess að átta okkur á því hvað auka króna, launahækkun, hefur mismikil áhrif fyrir mis tekjuhátt fólk. Smá hint: Ég er að fara leiða mig að því af hverju ég tek undir með nýlegri grein Vilhjálms Birgissonar. Byrjum á að setja upp einfalda sviðsmynd sem sýnir laun og útgjöld þriggja aðila í fullri vinnu. Sá fyrsti er á lágmarkslaunum skv. kjarasamningi VR fyrir 2022, annar í röðinni hefur svo 50% hærri laun og sá þriðji 200% hærri laun. Taflan hér að ofan segir okkur að tekjubil aðilanna að teknu tilliti til grunnframfærslu en mun stærra en samanburður á heildarlaunum gefur til kynna. Við sjáum að aðili tvö hefur um 2,5 falt það sem aðili eitt hefur til að nota í „lúxus“ þrátt fyrir að hafa eingöngu helmingi hærri laun. Aðili þrjú, sem hefur þreföld laun aðila eitt, hefur hinsvegar tæplega sjöfalt á við aðila eitt til þess að nota í „lúxus“. Ég set lúxus í gæsalappir vegna þess hversu varlega grunnframfærslan og húsnæðiskostnaðurinn er áætlaður. Húsaleigan er fengin úr Verðsjá Þjóðskrár og byggir á leigusamningum af höfuðborgarsvæðinu frá 2021 fyrir 1-2 herbergja íbúðir af stærðinni 20-50 fermetrar. Grunnframfærslan án húsnæðis er svo grunnviðmið Velferðarráðuneytisins fyrir einstakling. Það gerir t.d. ráð fyrir 6.233kr í samgöngur á mánuði, engum veitingum og innan við 24.000kr árlega í föt, raftæki og heimilisbúnað samanlagt. Sem sagt, sú sviðsmynd er óraunhæf. Velferðarráðuneytið setur einnig fram dæmigerða sviðsmynd þar sem grunnframfærslan er orðin 198.046kr, þó með bíl. Við sjáum því að laun aðila eitt, lágmarkslaun, duga ekki til dæmigerðrar grunnframfærslu ef hann vill líka leigja. Svo sennilega er það vanmat að sá sem hefur 1,1 m.kr í laun geti eytt sjöfalt á við láglauna manninn í lúxus, sennilega er margfeldið mun hærra. Auður skapar auð Framangreint segir okkur að beinn samanburður á heildarlaunum er lélegur mælikvarði ef við ætlum að reyna átta okkur á hversu vel fólk lifir varðandi efnahagsleg gæði og fjárhagslegt öryggi. Það að horfa á hvað fólk hefur á milli handanna eftir algjöra grunnframfærslu gefur okkur betri mynd af því hvernig lífi fólk getur lifað. Hvort það eigi efni á að kaupa föt, stunda tómstundir, safna í varasjóð, kaupa jólagjafir handa börnunum sínum og allt hitt sem gefur lífinu lit. Við sjáum að sú stærð, afgangurinn, vex ekki í beinu hlutfalli við hækkun launa heldur í veldisvexti. Sem þýðir þá að mörgu leiti að lífið verður einnig talsvert hratt auðveldara með hærri launum. En hér er eingöngu hálf sagan sögð. Á eitthverjum tímapunkti á launaskalanum hætta öll launin að fara í neyslu og fólk byrjar að leggja fyrir og safna upp eignum. Þær eignir geta svo af sér meiri tekjur, t.d. vextir af skuldabréfum og ávöxtun hlutabréfa, eða lækka kostnað grunnframfærslu, t.d. kostar alla jafna minna að greiða af láni en að leigja íbúð sem og að lánið greiðist upp á endanum en ekki leigan. Það veldur því að yfir tíð og tíma þá breikkar bilið á milli láglauna og hálauna fólks meira og meira. Talandi um um þennan vöxt á tekjum og eignum komst Edgar Miles Bronfman svo að orði „Það kostar vinnu að breyta hundrað dollurum í hundrað og tíu dollara. Að breyta hundrað milljónum dollara í hundrað og tíu milljónir dollara er hinsvegar óumflýjanlegt“. Svo hversu mikils virði er 1 króna til viðbótar, og af hverju er ég að ræða það? Ef aðili eitt fær launahækkun þá fer hún nánast pottþétt öll í aukna neyslu. Hann reynir að færa sig nær dæmigerðri neyslu, enda margt sem hann þarf að neita sér um á sínum núverandi launum. Og við það að byrja að geta leyft sér að eiga eðlilegra líf eykst notagildi og hamingja hans mikið. Aðili tvö er sirka í tekjum sem duga fyrir dæmigerðri framfærslu, svo ef hann fær launahækkun þá eyðir hann eflaust eitthverju meira í neyslu en gæti svo jafnvel farið að leggja fyrir eða fjárfesta, sem færir honum aukna lífshamingju en þó eflaust minni en aðila eitt. Aðili þrjú er hinsvegar langt fyrir ofan dæmigerða neyslu nú þegar, hann á efni á margfalt meiri lúxus en aðili tvö og óhemju mikið meiri lúxus en aðili eitt. Launahækkun fyrir þennan aðila skilar aukinni lífsánægju, en umtalsvert minni en fyrir hina tvo að öllum líkindum. Aðili þrjú er raunar á þannig launum að hann fær reglulegar launahækkanir í gegnum eigna uppsöfnun sína sama hvað. Svo hvað getum við tekið úr þessum pælingum? Við sjáum að þeir sem hafa minna á milli handanna bæði njóta hverrar krónu meira en þeir sem hafa hærri laun, en einnig hvað þeir sem hafa hærri laun hafa það í raun margfalt betra en þeir sem hafa lægri laun, nokkuð sem liggur ekki endilega í augum uppi. Og þá komum við loks að beinni umræðu um Ísland. Hér á landi er eilíft barið á verkalýðnum. Honum sagt að sýna ábyrgð og hófsemi. Eins og Vilhjálmur Birgisson rekur í nýlegri grein voru gerðir hér lífskjarasamningar árið 2019 og við þá hefur verkalýðshreyfingin staðið. Það eru aðilar eitt og tvö í framan greindum útreikningum. Aðilarnir sem hafa langmestu notin fyrir hærri laun, þeim sem sannarlega munar um krónurnar. En einkennilega þá hafa aðrir ekki staðið við samningana, til að mynda Seðlabankinn og Alþingi. Það eru aðilar þrjú í dæminu að framan, fólkið sem þegar hefur það mjög gott. Og svo dettur mönnum úr hópi þrjú í hug að koma fram og beina spjótum sínum að hópum eitt og tvö, fólkinu sem stóð við sitt. Alveg ótrúlegt. Ég skil það vel að allir vilji hafa það betra, sama hvaða laun þeir hafa. Ég ætla ekki að þykjast halda að heimurinn verði eitt bræðralag og kærleikur á næstunni, að fólk fari að hugsa fremur um náungann en sjálft sig. En þessi hræsni að ráðast sífellt að hópnum sem hefur það verst, hópnum sem var samið við og hefur staðið við sitt meðan aðrir hafa ekki gert það eða sýnt slæm fordæmi. Gjörsamlega óþolandi og stór furðulegt komandi frá fólki sem skilur hagfræði, skilur að það er í ábyrgðarstöðu og skilur hvaða afleiðingar slæm fordæmi geta haft á stöðugleikann sem þeim er svo annt um. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar