Þúsundir á öndunarvél Aðalgeir Ástvaldsson skrifar 1. janúar 2022 15:00 Nú þegar við siglum saman inn í þriðja ár farsóttar Covid-19 með tilheyrandi takmörkunum sem halda áfram að hafa alvarleg og neikvæði áhrif á rekstur fyrirtækja á veitingamarkaði og samhliða því taka enn og aftur við hækkanir á áfengisgjöldum, launahækkanir og nú einnig fyrirséður hagvaxtarauki. Frá því takmarkanir voru settar á að nýju, þann 12. nóvember og hertar enn frekar þann 21. desember, hefur fyrirtækjum í veitingarekstri verið hent á öndunarvélar og enginn kemur til aðstoðar. Þeim hefur verið gert að standa undir föstum kostnaði, hrávöru- og starfsmannakostnaði sem búið var að ráða inn fyrir jólavertíðina. Auk þess kostnaðar og tekjutaps sem hægt er að rekja beint til sóttvarnaraðgerða. Eins og frægt er orðið hefur jólavertíðin verið slegin úr höndum veitingamanna, annað árið í röð, sem að öllu jöfnu er sá tími sem meginþorri fyrirtækja sækir bróðurpart tekna sinna til að takast á við fyrsta og almennt séð erfiðasta ársfjórðung í veitingarekstri. Því verður að segjast að útlitið er vægast sagt svart þar sem sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa takmarkað hefðbundin rekstur og möguleika til tekjuöflunar alveg frá upphafi aðgerða en veitingageirinn hefur mátt þola eina mestu skerðingu á starfsemi sinni frá upphafi en án allra sértækra úrræða. Úrræði sem lögð hafa verið fram hafa því miður ekki virkað eins og til var ætlast fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Viðmiðunarreglur og skilyrði styrkveitinga standa þar helst í vegi, til að mynda viðmið um tekjutap. Þörf er á hnitmiðuðum og sértækum úrræðum til að bæta það tjón sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft á rekstrarumhverfi, samkeppnishæfni, aðdráttarafl og ímynd veitingageirans. Úr því sem komið er verður að teljast lífsnauðsynlegt fyrir greinina að fá beina aðstoð til að standa ofangreind högg hertra sóttvarnaraðgerða og komandi hækkana launa, hrávöru og opinbera gjalda af sér. Þegar einkarekin fyrirtæki eru takmörkuð af hálfu stjórnvalda með þessum hætti hefur það vissulega bein áhrif á tekjuöflun og verður því að teljast með öllu óásættanlegt að úrræði séu ekki kynnt samhliða takmörkunum. Sérstaklega þar sem við lifum ekki lengur á fordæmalausum tímum vegna Covid-19 og ætti því ekki að koma neinum í opna skjöldu þau áhrif sem takmarkanir hafa þar sem ítrekað hefur verið gripið til þeirra síðastliðin ár. Slíkt starfsumhverfi er hreinlega ekki boðlegt þar sem hvorki tími né viðunandi starfsaðstæður hafa gefist til að eiga inni fyrir áðurgreindum hækkunum og aukakostnaði vegna sóttvarnaraðgerða. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð stjórnvalda og efnahags- og fjármálaráðuneytis eftir fundi með SVEIT í byrjun desember hefur enn ekki verið komið á móts við fyrirtækin okkar með beinum hætti. Rekstraraðilar eru skiljanlega orðnir óþreyjufullir og bíða í örvæntingu eftir úrræðum til aðstoðar. Óútreiknanlegt starfsumhverfi og óvissan sem fylgir slíkum markaðsaðstæðum hefur ekki bara neikvæð áhrif á rekstraraðila heldur einnig rúmlega 10.000 starfsmenn greinarinnar. SVEIT krest þess að ríkisstjórnin virði mikilvægi greinarinnar og takist á við þann alvarlega vanda sem blasir við í greininni þar sem yfir 10.000 starfsmenn eru við störf í rúmlega 1.000 fyrirtækjum. Það sjá allir sem vilja að gríðarlegir hagsmunir eru undir og engan tíma má missa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar við siglum saman inn í þriðja ár farsóttar Covid-19 með tilheyrandi takmörkunum sem halda áfram að hafa alvarleg og neikvæði áhrif á rekstur fyrirtækja á veitingamarkaði og samhliða því taka enn og aftur við hækkanir á áfengisgjöldum, launahækkanir og nú einnig fyrirséður hagvaxtarauki. Frá því takmarkanir voru settar á að nýju, þann 12. nóvember og hertar enn frekar þann 21. desember, hefur fyrirtækjum í veitingarekstri verið hent á öndunarvélar og enginn kemur til aðstoðar. Þeim hefur verið gert að standa undir föstum kostnaði, hrávöru- og starfsmannakostnaði sem búið var að ráða inn fyrir jólavertíðina. Auk þess kostnaðar og tekjutaps sem hægt er að rekja beint til sóttvarnaraðgerða. Eins og frægt er orðið hefur jólavertíðin verið slegin úr höndum veitingamanna, annað árið í röð, sem að öllu jöfnu er sá tími sem meginþorri fyrirtækja sækir bróðurpart tekna sinna til að takast á við fyrsta og almennt séð erfiðasta ársfjórðung í veitingarekstri. Því verður að segjast að útlitið er vægast sagt svart þar sem sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa takmarkað hefðbundin rekstur og möguleika til tekjuöflunar alveg frá upphafi aðgerða en veitingageirinn hefur mátt þola eina mestu skerðingu á starfsemi sinni frá upphafi en án allra sértækra úrræða. Úrræði sem lögð hafa verið fram hafa því miður ekki virkað eins og til var ætlast fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Viðmiðunarreglur og skilyrði styrkveitinga standa þar helst í vegi, til að mynda viðmið um tekjutap. Þörf er á hnitmiðuðum og sértækum úrræðum til að bæta það tjón sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft á rekstrarumhverfi, samkeppnishæfni, aðdráttarafl og ímynd veitingageirans. Úr því sem komið er verður að teljast lífsnauðsynlegt fyrir greinina að fá beina aðstoð til að standa ofangreind högg hertra sóttvarnaraðgerða og komandi hækkana launa, hrávöru og opinbera gjalda af sér. Þegar einkarekin fyrirtæki eru takmörkuð af hálfu stjórnvalda með þessum hætti hefur það vissulega bein áhrif á tekjuöflun og verður því að teljast með öllu óásættanlegt að úrræði séu ekki kynnt samhliða takmörkunum. Sérstaklega þar sem við lifum ekki lengur á fordæmalausum tímum vegna Covid-19 og ætti því ekki að koma neinum í opna skjöldu þau áhrif sem takmarkanir hafa þar sem ítrekað hefur verið gripið til þeirra síðastliðin ár. Slíkt starfsumhverfi er hreinlega ekki boðlegt þar sem hvorki tími né viðunandi starfsaðstæður hafa gefist til að eiga inni fyrir áðurgreindum hækkunum og aukakostnaði vegna sóttvarnaraðgerða. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð stjórnvalda og efnahags- og fjármálaráðuneytis eftir fundi með SVEIT í byrjun desember hefur enn ekki verið komið á móts við fyrirtækin okkar með beinum hætti. Rekstraraðilar eru skiljanlega orðnir óþreyjufullir og bíða í örvæntingu eftir úrræðum til aðstoðar. Óútreiknanlegt starfsumhverfi og óvissan sem fylgir slíkum markaðsaðstæðum hefur ekki bara neikvæð áhrif á rekstraraðila heldur einnig rúmlega 10.000 starfsmenn greinarinnar. SVEIT krest þess að ríkisstjórnin virði mikilvægi greinarinnar og takist á við þann alvarlega vanda sem blasir við í greininni þar sem yfir 10.000 starfsmenn eru við störf í rúmlega 1.000 fyrirtækjum. Það sjá allir sem vilja að gríðarlegir hagsmunir eru undir og engan tíma má missa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun