Þúsundir á öndunarvél Aðalgeir Ástvaldsson skrifar 1. janúar 2022 15:00 Nú þegar við siglum saman inn í þriðja ár farsóttar Covid-19 með tilheyrandi takmörkunum sem halda áfram að hafa alvarleg og neikvæði áhrif á rekstur fyrirtækja á veitingamarkaði og samhliða því taka enn og aftur við hækkanir á áfengisgjöldum, launahækkanir og nú einnig fyrirséður hagvaxtarauki. Frá því takmarkanir voru settar á að nýju, þann 12. nóvember og hertar enn frekar þann 21. desember, hefur fyrirtækjum í veitingarekstri verið hent á öndunarvélar og enginn kemur til aðstoðar. Þeim hefur verið gert að standa undir föstum kostnaði, hrávöru- og starfsmannakostnaði sem búið var að ráða inn fyrir jólavertíðina. Auk þess kostnaðar og tekjutaps sem hægt er að rekja beint til sóttvarnaraðgerða. Eins og frægt er orðið hefur jólavertíðin verið slegin úr höndum veitingamanna, annað árið í röð, sem að öllu jöfnu er sá tími sem meginþorri fyrirtækja sækir bróðurpart tekna sinna til að takast á við fyrsta og almennt séð erfiðasta ársfjórðung í veitingarekstri. Því verður að segjast að útlitið er vægast sagt svart þar sem sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa takmarkað hefðbundin rekstur og möguleika til tekjuöflunar alveg frá upphafi aðgerða en veitingageirinn hefur mátt þola eina mestu skerðingu á starfsemi sinni frá upphafi en án allra sértækra úrræða. Úrræði sem lögð hafa verið fram hafa því miður ekki virkað eins og til var ætlast fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Viðmiðunarreglur og skilyrði styrkveitinga standa þar helst í vegi, til að mynda viðmið um tekjutap. Þörf er á hnitmiðuðum og sértækum úrræðum til að bæta það tjón sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft á rekstrarumhverfi, samkeppnishæfni, aðdráttarafl og ímynd veitingageirans. Úr því sem komið er verður að teljast lífsnauðsynlegt fyrir greinina að fá beina aðstoð til að standa ofangreind högg hertra sóttvarnaraðgerða og komandi hækkana launa, hrávöru og opinbera gjalda af sér. Þegar einkarekin fyrirtæki eru takmörkuð af hálfu stjórnvalda með þessum hætti hefur það vissulega bein áhrif á tekjuöflun og verður því að teljast með öllu óásættanlegt að úrræði séu ekki kynnt samhliða takmörkunum. Sérstaklega þar sem við lifum ekki lengur á fordæmalausum tímum vegna Covid-19 og ætti því ekki að koma neinum í opna skjöldu þau áhrif sem takmarkanir hafa þar sem ítrekað hefur verið gripið til þeirra síðastliðin ár. Slíkt starfsumhverfi er hreinlega ekki boðlegt þar sem hvorki tími né viðunandi starfsaðstæður hafa gefist til að eiga inni fyrir áðurgreindum hækkunum og aukakostnaði vegna sóttvarnaraðgerða. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð stjórnvalda og efnahags- og fjármálaráðuneytis eftir fundi með SVEIT í byrjun desember hefur enn ekki verið komið á móts við fyrirtækin okkar með beinum hætti. Rekstraraðilar eru skiljanlega orðnir óþreyjufullir og bíða í örvæntingu eftir úrræðum til aðstoðar. Óútreiknanlegt starfsumhverfi og óvissan sem fylgir slíkum markaðsaðstæðum hefur ekki bara neikvæð áhrif á rekstraraðila heldur einnig rúmlega 10.000 starfsmenn greinarinnar. SVEIT krest þess að ríkisstjórnin virði mikilvægi greinarinnar og takist á við þann alvarlega vanda sem blasir við í greininni þar sem yfir 10.000 starfsmenn eru við störf í rúmlega 1.000 fyrirtækjum. Það sjá allir sem vilja að gríðarlegir hagsmunir eru undir og engan tíma má missa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar við siglum saman inn í þriðja ár farsóttar Covid-19 með tilheyrandi takmörkunum sem halda áfram að hafa alvarleg og neikvæði áhrif á rekstur fyrirtækja á veitingamarkaði og samhliða því taka enn og aftur við hækkanir á áfengisgjöldum, launahækkanir og nú einnig fyrirséður hagvaxtarauki. Frá því takmarkanir voru settar á að nýju, þann 12. nóvember og hertar enn frekar þann 21. desember, hefur fyrirtækjum í veitingarekstri verið hent á öndunarvélar og enginn kemur til aðstoðar. Þeim hefur verið gert að standa undir föstum kostnaði, hrávöru- og starfsmannakostnaði sem búið var að ráða inn fyrir jólavertíðina. Auk þess kostnaðar og tekjutaps sem hægt er að rekja beint til sóttvarnaraðgerða. Eins og frægt er orðið hefur jólavertíðin verið slegin úr höndum veitingamanna, annað árið í röð, sem að öllu jöfnu er sá tími sem meginþorri fyrirtækja sækir bróðurpart tekna sinna til að takast á við fyrsta og almennt séð erfiðasta ársfjórðung í veitingarekstri. Því verður að segjast að útlitið er vægast sagt svart þar sem sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa takmarkað hefðbundin rekstur og möguleika til tekjuöflunar alveg frá upphafi aðgerða en veitingageirinn hefur mátt þola eina mestu skerðingu á starfsemi sinni frá upphafi en án allra sértækra úrræða. Úrræði sem lögð hafa verið fram hafa því miður ekki virkað eins og til var ætlast fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Viðmiðunarreglur og skilyrði styrkveitinga standa þar helst í vegi, til að mynda viðmið um tekjutap. Þörf er á hnitmiðuðum og sértækum úrræðum til að bæta það tjón sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft á rekstrarumhverfi, samkeppnishæfni, aðdráttarafl og ímynd veitingageirans. Úr því sem komið er verður að teljast lífsnauðsynlegt fyrir greinina að fá beina aðstoð til að standa ofangreind högg hertra sóttvarnaraðgerða og komandi hækkana launa, hrávöru og opinbera gjalda af sér. Þegar einkarekin fyrirtæki eru takmörkuð af hálfu stjórnvalda með þessum hætti hefur það vissulega bein áhrif á tekjuöflun og verður því að teljast með öllu óásættanlegt að úrræði séu ekki kynnt samhliða takmörkunum. Sérstaklega þar sem við lifum ekki lengur á fordæmalausum tímum vegna Covid-19 og ætti því ekki að koma neinum í opna skjöldu þau áhrif sem takmarkanir hafa þar sem ítrekað hefur verið gripið til þeirra síðastliðin ár. Slíkt starfsumhverfi er hreinlega ekki boðlegt þar sem hvorki tími né viðunandi starfsaðstæður hafa gefist til að eiga inni fyrir áðurgreindum hækkunum og aukakostnaði vegna sóttvarnaraðgerða. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð stjórnvalda og efnahags- og fjármálaráðuneytis eftir fundi með SVEIT í byrjun desember hefur enn ekki verið komið á móts við fyrirtækin okkar með beinum hætti. Rekstraraðilar eru skiljanlega orðnir óþreyjufullir og bíða í örvæntingu eftir úrræðum til aðstoðar. Óútreiknanlegt starfsumhverfi og óvissan sem fylgir slíkum markaðsaðstæðum hefur ekki bara neikvæð áhrif á rekstraraðila heldur einnig rúmlega 10.000 starfsmenn greinarinnar. SVEIT krest þess að ríkisstjórnin virði mikilvægi greinarinnar og takist á við þann alvarlega vanda sem blasir við í greininni þar sem yfir 10.000 starfsmenn eru við störf í rúmlega 1.000 fyrirtækjum. Það sjá allir sem vilja að gríðarlegir hagsmunir eru undir og engan tíma má missa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun