Húrra! Löggu- og bófaleikur um jólin Haukur V. Alfreðsson skrifar 27. desember 2021 07:00 Við Íslendingar duttum heldur betur í lukkupottinn í desember, við fengum nefnilega alveg óvænt upp í hendurnar mikinn feng. Fulla tösku af jurtum. Við ætlum vissulega að farga öllum jurtunum en þó ekki án þess að eyða fyrst peningum í það að greina jurtirnar. Svo ætlum við að freista þess að fangelsa eigenda jurtanna, eða að minnsta kosti sendilinn, sem er kona á fertugsaldri. Ég reikna fastlega með að við munum öll getað andað léttar og sofið betur eftir að hún verður komin á bak við lás og slá. Hér að ofan er ég að gera grín að þessari frétt, þar sem fjallað er um að kona hafi verið tekin með 15 kíló af maríhúana á Keflavíkurflugvelli, en önnur 15 kíló náðust svo viku síðar (þó án handtöku, árans!). Þá er þess getið að söluvirði jurtanna sé um 90 milljónir króna og þetta magn (30kg) sé langleiðina í það sem yfirvöld ná að haldleggja á heilu ári. En hverju er þetta raunverulega að skila okkur? Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá 2019 er umfang fíkniefnaviðskipta og mannsals á Íslandi metið um 10 milljarðar króna á ári. Framangreind haldlagning er því ekki nema dropi í hafi og hefur engin raunveruleg áhrif á fíkniefnaviðskipta á Íslandi. 90 milljón króna sala (með vsk) úr búð skilar rúmlega 17 milljónum í virðisaukaskatt. Svo með því að hafa sölu á þessu maríhúana ólöleglega missum við af þessum 17 milljónum, sem gæti t.d. dugað fyrir sirka tveim hjúkrunarfræðingum í ár, auk allra annarra tengdra skattgreiðslna. Í staðin fyrir að fá inn pening þá borgum við fyrir fíkniefnalögreglu, harðara landamæraeftirlit og nú fljótlega fæði og húsnæði fyrir unga konu. Það segir sig svo sjálft að skattheimtan sem við erum að missa af og kostnaðurinn sem við erum að borga fyrir allt kerfið, þennan tíu milljarða iðnað, er mun meiri. Hjálpum öðrum að halda sér öruggum og við góða heilsu Öll viljum við halda okkur og öðrum, sér í lagi ungu fólki, öruggu. En strax á þessari örstuttu greiningu sést að þessi haldlagning kostar okkur talsverðan pening en skiptir í raun engu máli fyrir undirheimana á Íslandi. Fyrir rétt um ári skrifaði ég ítarlegri grein þar sem ég fór yfir þann kostnað og þjáningar sem við leggjum á okkur til þess að halda við vonlausu stríði, stríði sem tapaðist í raun á seinustu öld og eiginlega áður en ég fæddist. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það eru til mun áhrifaríkari leiðir en að berjast með hörðu við vímuefni. Við berjumst við hættulegan ofsaakstur með fræðslu. Við berjumst við reykingar ungmenna með fræðslu. Við berjumst við flest allt hættulegt með fræðslu. Og það virkar. Afhverju ætti það ekki að virka með eiturlyf? Og væri ekki gott að fá fjármuni frá þessum svarta markaði til þess að eiga fyrir fræðslunni, til þess að eiga fyrir úrræðum fyrir þá sem leiðast í eiturlyf, til þess að eiga fyrir öðru sem er ábótavant í okkar samfélagi. Væri ekki gott ef svarti markaðurinn væri nánast þurrkaður út þar sem engin væri varan til að versla með? Væri ekki gott að vera laus við handrukkara og hættulega framleidd efni? Við vitum að markaðurinn er til og að hann er bara að stækka. Vilt þú ekki frekar að efnin geti verið keypt á öruggari máta með leiðbeiningum og gæða vottuðu framleiðsluferli? Eða nær góðmennskan kannski bara til harðra aðgerða en ekki til þeirra sem raunverulega bjarga mannslífum og hjálpa fólki aftur út í samfélagið? Að ónefndu frelsi einstaklingsins til þess að lifa því lífi sem honum hentar, óháð hvað þér þykir um það. Fíkniefni og stjórnmál Núverandi löggu- og bófaleikur snýst ekki um neitt annað en að halda uppi ákveðinni ímynd í stjórnmálum. Ímynd sem á að sýna að viðkomandi tekur hart á málunum, hann tekur fíkniefnaógnina alvarlega og heldur unga fólkinu öruggu. Það sjá þó allir sem það vilja að þetta er farsi. Þetta er eingöngu tilraun til þess að krækja í atkvæði, enda sýna öll gögn að þessi aðferð hefur engu skilað nema að fangelsa fólk, skapa svartan markað sem kostað hefur hundruði þúsunda manna um allan heim lífið í blóðugum átökum, og neyta þjóðum um skattpeninga og þar með raunveruleg úrræði sem hjálpa. Er ekki kominn tími til þess að þora að horfast í augu við raunveruleikann og fara að hjálpa fólki og okkur sjálfum? Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar duttum heldur betur í lukkupottinn í desember, við fengum nefnilega alveg óvænt upp í hendurnar mikinn feng. Fulla tösku af jurtum. Við ætlum vissulega að farga öllum jurtunum en þó ekki án þess að eyða fyrst peningum í það að greina jurtirnar. Svo ætlum við að freista þess að fangelsa eigenda jurtanna, eða að minnsta kosti sendilinn, sem er kona á fertugsaldri. Ég reikna fastlega með að við munum öll getað andað léttar og sofið betur eftir að hún verður komin á bak við lás og slá. Hér að ofan er ég að gera grín að þessari frétt, þar sem fjallað er um að kona hafi verið tekin með 15 kíló af maríhúana á Keflavíkurflugvelli, en önnur 15 kíló náðust svo viku síðar (þó án handtöku, árans!). Þá er þess getið að söluvirði jurtanna sé um 90 milljónir króna og þetta magn (30kg) sé langleiðina í það sem yfirvöld ná að haldleggja á heilu ári. En hverju er þetta raunverulega að skila okkur? Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá 2019 er umfang fíkniefnaviðskipta og mannsals á Íslandi metið um 10 milljarðar króna á ári. Framangreind haldlagning er því ekki nema dropi í hafi og hefur engin raunveruleg áhrif á fíkniefnaviðskipta á Íslandi. 90 milljón króna sala (með vsk) úr búð skilar rúmlega 17 milljónum í virðisaukaskatt. Svo með því að hafa sölu á þessu maríhúana ólöleglega missum við af þessum 17 milljónum, sem gæti t.d. dugað fyrir sirka tveim hjúkrunarfræðingum í ár, auk allra annarra tengdra skattgreiðslna. Í staðin fyrir að fá inn pening þá borgum við fyrir fíkniefnalögreglu, harðara landamæraeftirlit og nú fljótlega fæði og húsnæði fyrir unga konu. Það segir sig svo sjálft að skattheimtan sem við erum að missa af og kostnaðurinn sem við erum að borga fyrir allt kerfið, þennan tíu milljarða iðnað, er mun meiri. Hjálpum öðrum að halda sér öruggum og við góða heilsu Öll viljum við halda okkur og öðrum, sér í lagi ungu fólki, öruggu. En strax á þessari örstuttu greiningu sést að þessi haldlagning kostar okkur talsverðan pening en skiptir í raun engu máli fyrir undirheimana á Íslandi. Fyrir rétt um ári skrifaði ég ítarlegri grein þar sem ég fór yfir þann kostnað og þjáningar sem við leggjum á okkur til þess að halda við vonlausu stríði, stríði sem tapaðist í raun á seinustu öld og eiginlega áður en ég fæddist. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það eru til mun áhrifaríkari leiðir en að berjast með hörðu við vímuefni. Við berjumst við hættulegan ofsaakstur með fræðslu. Við berjumst við reykingar ungmenna með fræðslu. Við berjumst við flest allt hættulegt með fræðslu. Og það virkar. Afhverju ætti það ekki að virka með eiturlyf? Og væri ekki gott að fá fjármuni frá þessum svarta markaði til þess að eiga fyrir fræðslunni, til þess að eiga fyrir úrræðum fyrir þá sem leiðast í eiturlyf, til þess að eiga fyrir öðru sem er ábótavant í okkar samfélagi. Væri ekki gott ef svarti markaðurinn væri nánast þurrkaður út þar sem engin væri varan til að versla með? Væri ekki gott að vera laus við handrukkara og hættulega framleidd efni? Við vitum að markaðurinn er til og að hann er bara að stækka. Vilt þú ekki frekar að efnin geti verið keypt á öruggari máta með leiðbeiningum og gæða vottuðu framleiðsluferli? Eða nær góðmennskan kannski bara til harðra aðgerða en ekki til þeirra sem raunverulega bjarga mannslífum og hjálpa fólki aftur út í samfélagið? Að ónefndu frelsi einstaklingsins til þess að lifa því lífi sem honum hentar, óháð hvað þér þykir um það. Fíkniefni og stjórnmál Núverandi löggu- og bófaleikur snýst ekki um neitt annað en að halda uppi ákveðinni ímynd í stjórnmálum. Ímynd sem á að sýna að viðkomandi tekur hart á málunum, hann tekur fíkniefnaógnina alvarlega og heldur unga fólkinu öruggu. Það sjá þó allir sem það vilja að þetta er farsi. Þetta er eingöngu tilraun til þess að krækja í atkvæði, enda sýna öll gögn að þessi aðferð hefur engu skilað nema að fangelsa fólk, skapa svartan markað sem kostað hefur hundruði þúsunda manna um allan heim lífið í blóðugum átökum, og neyta þjóðum um skattpeninga og þar með raunveruleg úrræði sem hjálpa. Er ekki kominn tími til þess að þora að horfast í augu við raunveruleikann og fara að hjálpa fólki og okkur sjálfum? Höfundur er viðskiptafræðingur.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun