Mikilvægt að við kennarar stýrum umræðunni um menntamál á Íslandi Guðný Maja Riba skrifar 10. desember 2021 14:00 Eitt af því sem mér finnst mikilvægt að beita mér fyrir sem leiðtogi kennara á Íslandi, hljóti ég brautargengi sem varaformaður Kennarasambands Íslands, er að efla valdeflingu kennarastéttarinnar hér á landi. Valdefling er margrætt orð, en það er ekki bara innihaldslaust tal. Það snýst um að kennarar fái þá stöðu í samfélaginu sem þeim ber, að þeir hafi forystu og stýri í reynd umræðum um menntamál hér á landi. Að við kennarar fáum tækifæri til að koma fram sem þeir sérfræðingar sem við erum á okkar sviði í krafti menntunar, reynslu og fagmennsku. Við þurfum að mínu mati að taka frumkvæðið í þessu sambandi en fylgjast ekki bara með umræðum um okkar daglegu viðfangsefni sem áhorfendur eða álitsgjafar, heldur sem virkir þátttakendur og leiðandi hugmyndasmiðir. Þetta þarf að gerast þvert á öll skólastig þannig að betur megi nýta þekkingu og leikni stéttarinnar, enda erum við ein heild – heild sem vinnur að sameiginlegum markmiðum nemenda á öllum aldri. Þekkingin liggur hjá okkur og við eigum að fá þann sess í samfélaginu sem okkur ber. Mín sýn á valdeflingu kennara er þessi Við erum sérfræðingar – við eigum að stjórna umræðunni og koma með beinum hætti að ákvörðunum um menntamál í landinu. Færa þarf valdið og ákvarðanir til okkar. Við eigum að eiga síðasta orðið. Flóknara er það ekki og á því eigum við engan afslátt að veita. Við eigum ekki að taka við fyrirfram ákveðnum lausnum sem settar eru saman af fólki sem hefur ekki þá yfirsýn og þekkingu sem við höfum sem kennarar. Ég vil að allir kennarar – bæði nýútskrifaðir og reynslumeiri, komi saman og nýti sérþekkingu sína saman og hafi þannig forystu um þróun skólastarfs til framtíðar. Við eigum að vera óhrædd við að taka af skarið og láta rödd okkar heyrast. Við eigum að taka það pláss sem okkur ber. Hvað á ég við? Hvernig getum við kennarar sótt það vald sem við eigum að hafa yfir ákvörðunum sem teknar eru um mennta- og skólamál hér á landi? Við þurfum að fá svigrúm til að sinna starfi okkar af fagmennsku og heilindum. Í skólum landsins er unnið gríðarlega mikilvægt starf sem hefur mótandi áhrif til langrar framtíðar; starf sem talað er um og skiptir máli, starf sem er gefandi en líka krefjandi, starf sem einkennist af gleði, fagmennsku og sífelldri þróun og nýbreytni. Sjálf er ég stolt af því að vera kennari. Stolt af því að tilheyra þessari mikilvægu stétt. Oft eru eru teknar ákvarðanir sem snúa að starfsháttum okkar, ákvarðanir um okkar starf og starfsumhverfi og hvernig það mótast til framtíðar. Þessari umræðu og þessum ákvörðunum eigum við kennarar að stýra. Hjá okkur liggur þekkingin og yfirsýnin. Ég vil að við tökum samtalið – stjórnum ákvörðunum sem snúa að okkar starfi Ég vil sjá valdeflingu kennara – ég vil að við temjum okkur að tala um okkur kennara sem sérfræðinga og leiðum umræðu um þær raunverulegu lausnir sem þarf til þess að hagur og velferð kennara verði ávallt höfð að leiðarljósi. Að við innleiðum þá nálgun að þegar taka á ákvarðanir um okkar málefni þá eru þær ákvarðanir á okkar borði. Ég vil að við tökum stjórnina á eigin fagmennsku og stjórnum umræðunni sem er í samfélaginu. Við eigum ekki að láta aðra um að ákvarða þætti sem snúa að málefnum skólanna. Ef við tökum ekki þessa forystu, eigum samtalið og stýrum farveginum þá gera það einhverjir aðrir sem ekki hafa þann skilning og fagþekkingu sem við kennara búum yfir. Við erum mörg hver sammála um endurhugsa þurfi nefndaskipun sem oftar en ekki eru settar saman af fólki sem á að ákveða verkferla og skipulag innan skólanna án þess að hafa verið á hinu umtalaða gólfi - gólfinu þar sem fræðsla – umhyggja – þolinmæði eiga stórleik alla daga á hvaða skólastigi sem er. Ég ætla vitna í orð Magnúsar að hljóð og mynd verða fara saman. Við verðum öll að vinna sömu markmiðum ríkið, sveitarfélögin, foreldrar og kennara, við sem sérfræðingar eigum að leiða umræðu um skólamál í landinu. Við erum sérfræðingar og það á að koma fram við okkur sem slíka. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna af heilindum að þeim verkefnum sem bíða til að gera gott skólasamfélag betra. Ég heiti því að vinna að þessu frá fyrsta degi, leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Höfundur býður sig fram í embætti varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Guðný Maja Riba Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem mér finnst mikilvægt að beita mér fyrir sem leiðtogi kennara á Íslandi, hljóti ég brautargengi sem varaformaður Kennarasambands Íslands, er að efla valdeflingu kennarastéttarinnar hér á landi. Valdefling er margrætt orð, en það er ekki bara innihaldslaust tal. Það snýst um að kennarar fái þá stöðu í samfélaginu sem þeim ber, að þeir hafi forystu og stýri í reynd umræðum um menntamál hér á landi. Að við kennarar fáum tækifæri til að koma fram sem þeir sérfræðingar sem við erum á okkar sviði í krafti menntunar, reynslu og fagmennsku. Við þurfum að mínu mati að taka frumkvæðið í þessu sambandi en fylgjast ekki bara með umræðum um okkar daglegu viðfangsefni sem áhorfendur eða álitsgjafar, heldur sem virkir þátttakendur og leiðandi hugmyndasmiðir. Þetta þarf að gerast þvert á öll skólastig þannig að betur megi nýta þekkingu og leikni stéttarinnar, enda erum við ein heild – heild sem vinnur að sameiginlegum markmiðum nemenda á öllum aldri. Þekkingin liggur hjá okkur og við eigum að fá þann sess í samfélaginu sem okkur ber. Mín sýn á valdeflingu kennara er þessi Við erum sérfræðingar – við eigum að stjórna umræðunni og koma með beinum hætti að ákvörðunum um menntamál í landinu. Færa þarf valdið og ákvarðanir til okkar. Við eigum að eiga síðasta orðið. Flóknara er það ekki og á því eigum við engan afslátt að veita. Við eigum ekki að taka við fyrirfram ákveðnum lausnum sem settar eru saman af fólki sem hefur ekki þá yfirsýn og þekkingu sem við höfum sem kennarar. Ég vil að allir kennarar – bæði nýútskrifaðir og reynslumeiri, komi saman og nýti sérþekkingu sína saman og hafi þannig forystu um þróun skólastarfs til framtíðar. Við eigum að vera óhrædd við að taka af skarið og láta rödd okkar heyrast. Við eigum að taka það pláss sem okkur ber. Hvað á ég við? Hvernig getum við kennarar sótt það vald sem við eigum að hafa yfir ákvörðunum sem teknar eru um mennta- og skólamál hér á landi? Við þurfum að fá svigrúm til að sinna starfi okkar af fagmennsku og heilindum. Í skólum landsins er unnið gríðarlega mikilvægt starf sem hefur mótandi áhrif til langrar framtíðar; starf sem talað er um og skiptir máli, starf sem er gefandi en líka krefjandi, starf sem einkennist af gleði, fagmennsku og sífelldri þróun og nýbreytni. Sjálf er ég stolt af því að vera kennari. Stolt af því að tilheyra þessari mikilvægu stétt. Oft eru eru teknar ákvarðanir sem snúa að starfsháttum okkar, ákvarðanir um okkar starf og starfsumhverfi og hvernig það mótast til framtíðar. Þessari umræðu og þessum ákvörðunum eigum við kennarar að stýra. Hjá okkur liggur þekkingin og yfirsýnin. Ég vil að við tökum samtalið – stjórnum ákvörðunum sem snúa að okkar starfi Ég vil sjá valdeflingu kennara – ég vil að við temjum okkur að tala um okkur kennara sem sérfræðinga og leiðum umræðu um þær raunverulegu lausnir sem þarf til þess að hagur og velferð kennara verði ávallt höfð að leiðarljósi. Að við innleiðum þá nálgun að þegar taka á ákvarðanir um okkar málefni þá eru þær ákvarðanir á okkar borði. Ég vil að við tökum stjórnina á eigin fagmennsku og stjórnum umræðunni sem er í samfélaginu. Við eigum ekki að láta aðra um að ákvarða þætti sem snúa að málefnum skólanna. Ef við tökum ekki þessa forystu, eigum samtalið og stýrum farveginum þá gera það einhverjir aðrir sem ekki hafa þann skilning og fagþekkingu sem við kennara búum yfir. Við erum mörg hver sammála um endurhugsa þurfi nefndaskipun sem oftar en ekki eru settar saman af fólki sem á að ákveða verkferla og skipulag innan skólanna án þess að hafa verið á hinu umtalaða gólfi - gólfinu þar sem fræðsla – umhyggja – þolinmæði eiga stórleik alla daga á hvaða skólastigi sem er. Ég ætla vitna í orð Magnúsar að hljóð og mynd verða fara saman. Við verðum öll að vinna sömu markmiðum ríkið, sveitarfélögin, foreldrar og kennara, við sem sérfræðingar eigum að leiða umræðu um skólamál í landinu. Við erum sérfræðingar og það á að koma fram við okkur sem slíka. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna af heilindum að þeim verkefnum sem bíða til að gera gott skólasamfélag betra. Ég heiti því að vinna að þessu frá fyrsta degi, leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Höfundur býður sig fram í embætti varaformanns Kennarasambands Íslands.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun