Mikilvægt að við kennarar stýrum umræðunni um menntamál á Íslandi Guðný Maja Riba skrifar 10. desember 2021 14:00 Eitt af því sem mér finnst mikilvægt að beita mér fyrir sem leiðtogi kennara á Íslandi, hljóti ég brautargengi sem varaformaður Kennarasambands Íslands, er að efla valdeflingu kennarastéttarinnar hér á landi. Valdefling er margrætt orð, en það er ekki bara innihaldslaust tal. Það snýst um að kennarar fái þá stöðu í samfélaginu sem þeim ber, að þeir hafi forystu og stýri í reynd umræðum um menntamál hér á landi. Að við kennarar fáum tækifæri til að koma fram sem þeir sérfræðingar sem við erum á okkar sviði í krafti menntunar, reynslu og fagmennsku. Við þurfum að mínu mati að taka frumkvæðið í þessu sambandi en fylgjast ekki bara með umræðum um okkar daglegu viðfangsefni sem áhorfendur eða álitsgjafar, heldur sem virkir þátttakendur og leiðandi hugmyndasmiðir. Þetta þarf að gerast þvert á öll skólastig þannig að betur megi nýta þekkingu og leikni stéttarinnar, enda erum við ein heild – heild sem vinnur að sameiginlegum markmiðum nemenda á öllum aldri. Þekkingin liggur hjá okkur og við eigum að fá þann sess í samfélaginu sem okkur ber. Mín sýn á valdeflingu kennara er þessi Við erum sérfræðingar – við eigum að stjórna umræðunni og koma með beinum hætti að ákvörðunum um menntamál í landinu. Færa þarf valdið og ákvarðanir til okkar. Við eigum að eiga síðasta orðið. Flóknara er það ekki og á því eigum við engan afslátt að veita. Við eigum ekki að taka við fyrirfram ákveðnum lausnum sem settar eru saman af fólki sem hefur ekki þá yfirsýn og þekkingu sem við höfum sem kennarar. Ég vil að allir kennarar – bæði nýútskrifaðir og reynslumeiri, komi saman og nýti sérþekkingu sína saman og hafi þannig forystu um þróun skólastarfs til framtíðar. Við eigum að vera óhrædd við að taka af skarið og láta rödd okkar heyrast. Við eigum að taka það pláss sem okkur ber. Hvað á ég við? Hvernig getum við kennarar sótt það vald sem við eigum að hafa yfir ákvörðunum sem teknar eru um mennta- og skólamál hér á landi? Við þurfum að fá svigrúm til að sinna starfi okkar af fagmennsku og heilindum. Í skólum landsins er unnið gríðarlega mikilvægt starf sem hefur mótandi áhrif til langrar framtíðar; starf sem talað er um og skiptir máli, starf sem er gefandi en líka krefjandi, starf sem einkennist af gleði, fagmennsku og sífelldri þróun og nýbreytni. Sjálf er ég stolt af því að vera kennari. Stolt af því að tilheyra þessari mikilvægu stétt. Oft eru eru teknar ákvarðanir sem snúa að starfsháttum okkar, ákvarðanir um okkar starf og starfsumhverfi og hvernig það mótast til framtíðar. Þessari umræðu og þessum ákvörðunum eigum við kennarar að stýra. Hjá okkur liggur þekkingin og yfirsýnin. Ég vil að við tökum samtalið – stjórnum ákvörðunum sem snúa að okkar starfi Ég vil sjá valdeflingu kennara – ég vil að við temjum okkur að tala um okkur kennara sem sérfræðinga og leiðum umræðu um þær raunverulegu lausnir sem þarf til þess að hagur og velferð kennara verði ávallt höfð að leiðarljósi. Að við innleiðum þá nálgun að þegar taka á ákvarðanir um okkar málefni þá eru þær ákvarðanir á okkar borði. Ég vil að við tökum stjórnina á eigin fagmennsku og stjórnum umræðunni sem er í samfélaginu. Við eigum ekki að láta aðra um að ákvarða þætti sem snúa að málefnum skólanna. Ef við tökum ekki þessa forystu, eigum samtalið og stýrum farveginum þá gera það einhverjir aðrir sem ekki hafa þann skilning og fagþekkingu sem við kennara búum yfir. Við erum mörg hver sammála um endurhugsa þurfi nefndaskipun sem oftar en ekki eru settar saman af fólki sem á að ákveða verkferla og skipulag innan skólanna án þess að hafa verið á hinu umtalaða gólfi - gólfinu þar sem fræðsla – umhyggja – þolinmæði eiga stórleik alla daga á hvaða skólastigi sem er. Ég ætla vitna í orð Magnúsar að hljóð og mynd verða fara saman. Við verðum öll að vinna sömu markmiðum ríkið, sveitarfélögin, foreldrar og kennara, við sem sérfræðingar eigum að leiða umræðu um skólamál í landinu. Við erum sérfræðingar og það á að koma fram við okkur sem slíka. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna af heilindum að þeim verkefnum sem bíða til að gera gott skólasamfélag betra. Ég heiti því að vinna að þessu frá fyrsta degi, leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Höfundur býður sig fram í embætti varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Guðný Maja Riba Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem mér finnst mikilvægt að beita mér fyrir sem leiðtogi kennara á Íslandi, hljóti ég brautargengi sem varaformaður Kennarasambands Íslands, er að efla valdeflingu kennarastéttarinnar hér á landi. Valdefling er margrætt orð, en það er ekki bara innihaldslaust tal. Það snýst um að kennarar fái þá stöðu í samfélaginu sem þeim ber, að þeir hafi forystu og stýri í reynd umræðum um menntamál hér á landi. Að við kennarar fáum tækifæri til að koma fram sem þeir sérfræðingar sem við erum á okkar sviði í krafti menntunar, reynslu og fagmennsku. Við þurfum að mínu mati að taka frumkvæðið í þessu sambandi en fylgjast ekki bara með umræðum um okkar daglegu viðfangsefni sem áhorfendur eða álitsgjafar, heldur sem virkir þátttakendur og leiðandi hugmyndasmiðir. Þetta þarf að gerast þvert á öll skólastig þannig að betur megi nýta þekkingu og leikni stéttarinnar, enda erum við ein heild – heild sem vinnur að sameiginlegum markmiðum nemenda á öllum aldri. Þekkingin liggur hjá okkur og við eigum að fá þann sess í samfélaginu sem okkur ber. Mín sýn á valdeflingu kennara er þessi Við erum sérfræðingar – við eigum að stjórna umræðunni og koma með beinum hætti að ákvörðunum um menntamál í landinu. Færa þarf valdið og ákvarðanir til okkar. Við eigum að eiga síðasta orðið. Flóknara er það ekki og á því eigum við engan afslátt að veita. Við eigum ekki að taka við fyrirfram ákveðnum lausnum sem settar eru saman af fólki sem hefur ekki þá yfirsýn og þekkingu sem við höfum sem kennarar. Ég vil að allir kennarar – bæði nýútskrifaðir og reynslumeiri, komi saman og nýti sérþekkingu sína saman og hafi þannig forystu um þróun skólastarfs til framtíðar. Við eigum að vera óhrædd við að taka af skarið og láta rödd okkar heyrast. Við eigum að taka það pláss sem okkur ber. Hvað á ég við? Hvernig getum við kennarar sótt það vald sem við eigum að hafa yfir ákvörðunum sem teknar eru um mennta- og skólamál hér á landi? Við þurfum að fá svigrúm til að sinna starfi okkar af fagmennsku og heilindum. Í skólum landsins er unnið gríðarlega mikilvægt starf sem hefur mótandi áhrif til langrar framtíðar; starf sem talað er um og skiptir máli, starf sem er gefandi en líka krefjandi, starf sem einkennist af gleði, fagmennsku og sífelldri þróun og nýbreytni. Sjálf er ég stolt af því að vera kennari. Stolt af því að tilheyra þessari mikilvægu stétt. Oft eru eru teknar ákvarðanir sem snúa að starfsháttum okkar, ákvarðanir um okkar starf og starfsumhverfi og hvernig það mótast til framtíðar. Þessari umræðu og þessum ákvörðunum eigum við kennarar að stýra. Hjá okkur liggur þekkingin og yfirsýnin. Ég vil að við tökum samtalið – stjórnum ákvörðunum sem snúa að okkar starfi Ég vil sjá valdeflingu kennara – ég vil að við temjum okkur að tala um okkur kennara sem sérfræðinga og leiðum umræðu um þær raunverulegu lausnir sem þarf til þess að hagur og velferð kennara verði ávallt höfð að leiðarljósi. Að við innleiðum þá nálgun að þegar taka á ákvarðanir um okkar málefni þá eru þær ákvarðanir á okkar borði. Ég vil að við tökum stjórnina á eigin fagmennsku og stjórnum umræðunni sem er í samfélaginu. Við eigum ekki að láta aðra um að ákvarða þætti sem snúa að málefnum skólanna. Ef við tökum ekki þessa forystu, eigum samtalið og stýrum farveginum þá gera það einhverjir aðrir sem ekki hafa þann skilning og fagþekkingu sem við kennara búum yfir. Við erum mörg hver sammála um endurhugsa þurfi nefndaskipun sem oftar en ekki eru settar saman af fólki sem á að ákveða verkferla og skipulag innan skólanna án þess að hafa verið á hinu umtalaða gólfi - gólfinu þar sem fræðsla – umhyggja – þolinmæði eiga stórleik alla daga á hvaða skólastigi sem er. Ég ætla vitna í orð Magnúsar að hljóð og mynd verða fara saman. Við verðum öll að vinna sömu markmiðum ríkið, sveitarfélögin, foreldrar og kennara, við sem sérfræðingar eigum að leiða umræðu um skólamál í landinu. Við erum sérfræðingar og það á að koma fram við okkur sem slíka. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna af heilindum að þeim verkefnum sem bíða til að gera gott skólasamfélag betra. Ég heiti því að vinna að þessu frá fyrsta degi, leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Höfundur býður sig fram í embætti varaformanns Kennarasambands Íslands.
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun