Listin að hlusta Lára Guðrún Agnarsdóttir skrifar 8. desember 2021 08:01 Ég hef frá því að ég man eftir mér alltaf haft mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Sem krakki var ég alltaf í sveit og var staðráðin í því að verða dýralæknir. Mér fannst beljurnar í fjósinu sérstaklega notalegrar og átti ég oft í miklum samræðum við þær sérstaklega ef mér leið illa og var með heimþrá. Seinna þá lærði ég hársnirtiiðn og komst að því að sem hársnytir þá þarftu að vera hálfgerður sálfræðingur í því hvort að viðskiptavinurinn vildi spjalla eða ekki og þú þarft einnig að vera góður hlustandi og hlusta bæði eftir því hvað viðskiptavinurinn vill og oft þarf hann að létta á hjarta sínu og þá er gott að geta hlustað. Áður en ég gerðist kennari var ég tvö ár stuðningsfulltrúi vestur í Stykkishólmi sem var bæði skemmtilegt og frábær reynsla fyrir mig seinna meir þegar ég hef haft börn á einhverfurófinu í bekknum mínum. Samhliða því starfi vann ég á dvalarheimilinu og tvö sumur að auki. Mér fannst sérstaklega gaman að vinna með gamla fólkinu og sérstaklega þegar það sagði frá því hvernig lífið hafði verið áður fyrr. Frá því að ég byrjaði að kenna fyrir 21 ári síðan hafa miklar breytingar átt sér stað. Starf kennarans hefur breyst mjög mikið og er starfið í dag ekki eingöngu bundið við að fræða. Nú er starfið orðið töluvert flóknara og erum við að sinna mörgum nemendum með margvíslegan vanda alla daga í skóla fyrir alla. En er ekki til of mikils mælst að ætlast til að kennari sinni stórum hóp nemenda með mismunandi þarfir? Það sem okkur vantar í skólunum eru bjargir og fleira fagmenntað fólk á gólfið sem hefur annars konar menntun heldur en kennarinn og er ég þá að tala um fleiri sérkennara, þroskaþjálfa, sálfræðinga og talmeinafræðinga. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga betur að og reyna að ná því marki. Ég held að þetta sé hluti að þeim vanda sem kennarar eru að glíma við og getur leitt til kulnunar í starfi. Við þurfum líka að huga betur að erlendu nemendum okkar og hjálpa þeim betur að ná tökum á íslenskri tungu. Það er ekki í lagi að setja þessi börn beint inn í bekk þar sem þau þurfa að sitja jafnvel án þess að skilja neitt og kennarinn geti ekki sinnt þeim sem skildi. Þau þurfa svo miklu meiri þjónustu. Ég hef áhyggjur af íslensku börnunum okkar sem kjósa frekar að tala ensku en íslensku og eru svo í vandræðum með sitt eigið tungumál. Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum. Við þurfum að efla samvinnu og samstarf við Menntamálastofnun þannig hún og kennarastéttin vinni saman í takt við Aðalnámskrá. Ef ég fæ brautargengi sem varaformaður þá ætla ég að hlusta, læra og vinna að þeim málefnum sem mér eru hugleikinn og í góðri samvinnu með nýjum formanni. Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Ég hef frá því að ég man eftir mér alltaf haft mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Sem krakki var ég alltaf í sveit og var staðráðin í því að verða dýralæknir. Mér fannst beljurnar í fjósinu sérstaklega notalegrar og átti ég oft í miklum samræðum við þær sérstaklega ef mér leið illa og var með heimþrá. Seinna þá lærði ég hársnirtiiðn og komst að því að sem hársnytir þá þarftu að vera hálfgerður sálfræðingur í því hvort að viðskiptavinurinn vildi spjalla eða ekki og þú þarft einnig að vera góður hlustandi og hlusta bæði eftir því hvað viðskiptavinurinn vill og oft þarf hann að létta á hjarta sínu og þá er gott að geta hlustað. Áður en ég gerðist kennari var ég tvö ár stuðningsfulltrúi vestur í Stykkishólmi sem var bæði skemmtilegt og frábær reynsla fyrir mig seinna meir þegar ég hef haft börn á einhverfurófinu í bekknum mínum. Samhliða því starfi vann ég á dvalarheimilinu og tvö sumur að auki. Mér fannst sérstaklega gaman að vinna með gamla fólkinu og sérstaklega þegar það sagði frá því hvernig lífið hafði verið áður fyrr. Frá því að ég byrjaði að kenna fyrir 21 ári síðan hafa miklar breytingar átt sér stað. Starf kennarans hefur breyst mjög mikið og er starfið í dag ekki eingöngu bundið við að fræða. Nú er starfið orðið töluvert flóknara og erum við að sinna mörgum nemendum með margvíslegan vanda alla daga í skóla fyrir alla. En er ekki til of mikils mælst að ætlast til að kennari sinni stórum hóp nemenda með mismunandi þarfir? Það sem okkur vantar í skólunum eru bjargir og fleira fagmenntað fólk á gólfið sem hefur annars konar menntun heldur en kennarinn og er ég þá að tala um fleiri sérkennara, þroskaþjálfa, sálfræðinga og talmeinafræðinga. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga betur að og reyna að ná því marki. Ég held að þetta sé hluti að þeim vanda sem kennarar eru að glíma við og getur leitt til kulnunar í starfi. Við þurfum líka að huga betur að erlendu nemendum okkar og hjálpa þeim betur að ná tökum á íslenskri tungu. Það er ekki í lagi að setja þessi börn beint inn í bekk þar sem þau þurfa að sitja jafnvel án þess að skilja neitt og kennarinn geti ekki sinnt þeim sem skildi. Þau þurfa svo miklu meiri þjónustu. Ég hef áhyggjur af íslensku börnunum okkar sem kjósa frekar að tala ensku en íslensku og eru svo í vandræðum með sitt eigið tungumál. Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum. Við þurfum að efla samvinnu og samstarf við Menntamálastofnun þannig hún og kennarastéttin vinni saman í takt við Aðalnámskrá. Ef ég fæ brautargengi sem varaformaður þá ætla ég að hlusta, læra og vinna að þeim málefnum sem mér eru hugleikinn og í góðri samvinnu með nýjum formanni. Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar