Fleiri spurningar en svör Drífa Snædal skrifar 3. desember 2021 13:00 Það skýtur skökku við að ný ríkisstjórn tali fjálglega um nauðsyn þess að „vinnumarkaðurinn axli ábyrgð“ í komandi kjarasamningum en leggur svo enga áherslu á það sem skiptir öllu í komandi kjaraviðræðum; að taka á dýrtíð og húsnæðisverði. Hvergi sér þess stað í fjárlagafrumvarpinu né stjórnarsáttmálanum að stórátaks sé þörf á húsnæðismarkaði. Í sáttmálanum segir: „Mæta þarf sérstaklega þeim sem búa við háan húsnæðiskostnað með auknum stuðningi og auka framboð af ódýru leiguhúsnæði fyrir aldraða í samstarf við sveitarfélögin og samtök aldraðra, m.a. í almenna íbúðakerfnu.“ Enn fremur segir að „horft verði til áframhaldandi uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu“. Fyrir kosningar voru allir stjórnarflokkarnir hins vegar á einu máli um að auka þyrfti framlög til kerfisins, ekki bara horfa til þess. Í stjórnarsáttmálanum er engar útfærslur að finna. Í hverju á hinn aukni stuðningur að felast? Hvernig á að tryggja framboð ódýrs húsnæðis? Á að efla vaxtabótakerfið, hækka húsaleigubætur eða fara aðrar leiðir til að draga úr húsnæðiskostnaði? Á að koma lögum á útleigu íbúðahúsnæðis til ferðamanna og mun leiguþak eða leigubremsa loksins rata í lög? Á að deila kostnaði af vaxtahækkunum og verðbólgu á milli lánveitenda og lántaka í stað þess að demba allri ábyrgðinni á lántaka? Á að skilja á milli fjárfestingastarfsemi og lánastarfsemi banka þannig að húsnæðismarkaðurinn sé ekki beintengdur fjármálamarkaðnum? Á að koma í veg fyrir að fjárfestingasjóðir maki krókinn á húsnæðismarkaðnum? Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að láta sér nægja að „huga að“ algjörlega sjálfsögðum þáttum á meðan íslenskur húsnæðismarkaður eltir þróunina í kapítalískustu stórborgum heim. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á kjör fólks, heldur líka byggð og samfélag, að ekki sé minnst á baráttuna við loftslagsvána. Smám saman hefur fólk ekki efni á að búa nálægt vinnustöðum sínum og ungt fólk sem ekki getur dvalið heima fram á fertugsaldur neyðist til að búa við óviðunandi aðstæður. Hér skortir framtíðarsýn. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar skildi eftir fleiri spurningar en svör og fjárlagafrumvarpið gat litlu svarað. Eftir stendur gríðarleg áskorun í lífskjörum fólks og það er alvarleg forherðing að varpa ábyrgðinni á launafólk sem horfir nú fram á hækkandi húsnæðisverð og hækkandi verð á matvörum og öðrum nauðsynjum. Það er heldur ekki í boði að bíða aðgerða til að gefa loforð í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Þá verður það of seint og lítill trúverðugleiki að ætla enn og aftur að endurnýta gömul loforð sem aldrei hafa verið efnd. Ný ríkisstjórn þarf að sýna það ekki síðar en strax að hún ætli sér að setja afkomu fólks og lífsgæði í forgang. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Það skýtur skökku við að ný ríkisstjórn tali fjálglega um nauðsyn þess að „vinnumarkaðurinn axli ábyrgð“ í komandi kjarasamningum en leggur svo enga áherslu á það sem skiptir öllu í komandi kjaraviðræðum; að taka á dýrtíð og húsnæðisverði. Hvergi sér þess stað í fjárlagafrumvarpinu né stjórnarsáttmálanum að stórátaks sé þörf á húsnæðismarkaði. Í sáttmálanum segir: „Mæta þarf sérstaklega þeim sem búa við háan húsnæðiskostnað með auknum stuðningi og auka framboð af ódýru leiguhúsnæði fyrir aldraða í samstarf við sveitarfélögin og samtök aldraðra, m.a. í almenna íbúðakerfnu.“ Enn fremur segir að „horft verði til áframhaldandi uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu“. Fyrir kosningar voru allir stjórnarflokkarnir hins vegar á einu máli um að auka þyrfti framlög til kerfisins, ekki bara horfa til þess. Í stjórnarsáttmálanum er engar útfærslur að finna. Í hverju á hinn aukni stuðningur að felast? Hvernig á að tryggja framboð ódýrs húsnæðis? Á að efla vaxtabótakerfið, hækka húsaleigubætur eða fara aðrar leiðir til að draga úr húsnæðiskostnaði? Á að koma lögum á útleigu íbúðahúsnæðis til ferðamanna og mun leiguþak eða leigubremsa loksins rata í lög? Á að deila kostnaði af vaxtahækkunum og verðbólgu á milli lánveitenda og lántaka í stað þess að demba allri ábyrgðinni á lántaka? Á að skilja á milli fjárfestingastarfsemi og lánastarfsemi banka þannig að húsnæðismarkaðurinn sé ekki beintengdur fjármálamarkaðnum? Á að koma í veg fyrir að fjárfestingasjóðir maki krókinn á húsnæðismarkaðnum? Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að láta sér nægja að „huga að“ algjörlega sjálfsögðum þáttum á meðan íslenskur húsnæðismarkaður eltir þróunina í kapítalískustu stórborgum heim. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á kjör fólks, heldur líka byggð og samfélag, að ekki sé minnst á baráttuna við loftslagsvána. Smám saman hefur fólk ekki efni á að búa nálægt vinnustöðum sínum og ungt fólk sem ekki getur dvalið heima fram á fertugsaldur neyðist til að búa við óviðunandi aðstæður. Hér skortir framtíðarsýn. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar skildi eftir fleiri spurningar en svör og fjárlagafrumvarpið gat litlu svarað. Eftir stendur gríðarleg áskorun í lífskjörum fólks og það er alvarleg forherðing að varpa ábyrgðinni á launafólk sem horfir nú fram á hækkandi húsnæðisverð og hækkandi verð á matvörum og öðrum nauðsynjum. Það er heldur ekki í boði að bíða aðgerða til að gefa loforð í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Þá verður það of seint og lítill trúverðugleiki að ætla enn og aftur að endurnýta gömul loforð sem aldrei hafa verið efnd. Ný ríkisstjórn þarf að sýna það ekki síðar en strax að hún ætli sér að setja afkomu fólks og lífsgæði í forgang. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun