Fleiri spurningar en svör Drífa Snædal skrifar 3. desember 2021 13:00 Það skýtur skökku við að ný ríkisstjórn tali fjálglega um nauðsyn þess að „vinnumarkaðurinn axli ábyrgð“ í komandi kjarasamningum en leggur svo enga áherslu á það sem skiptir öllu í komandi kjaraviðræðum; að taka á dýrtíð og húsnæðisverði. Hvergi sér þess stað í fjárlagafrumvarpinu né stjórnarsáttmálanum að stórátaks sé þörf á húsnæðismarkaði. Í sáttmálanum segir: „Mæta þarf sérstaklega þeim sem búa við háan húsnæðiskostnað með auknum stuðningi og auka framboð af ódýru leiguhúsnæði fyrir aldraða í samstarf við sveitarfélögin og samtök aldraðra, m.a. í almenna íbúðakerfnu.“ Enn fremur segir að „horft verði til áframhaldandi uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu“. Fyrir kosningar voru allir stjórnarflokkarnir hins vegar á einu máli um að auka þyrfti framlög til kerfisins, ekki bara horfa til þess. Í stjórnarsáttmálanum er engar útfærslur að finna. Í hverju á hinn aukni stuðningur að felast? Hvernig á að tryggja framboð ódýrs húsnæðis? Á að efla vaxtabótakerfið, hækka húsaleigubætur eða fara aðrar leiðir til að draga úr húsnæðiskostnaði? Á að koma lögum á útleigu íbúðahúsnæðis til ferðamanna og mun leiguþak eða leigubremsa loksins rata í lög? Á að deila kostnaði af vaxtahækkunum og verðbólgu á milli lánveitenda og lántaka í stað þess að demba allri ábyrgðinni á lántaka? Á að skilja á milli fjárfestingastarfsemi og lánastarfsemi banka þannig að húsnæðismarkaðurinn sé ekki beintengdur fjármálamarkaðnum? Á að koma í veg fyrir að fjárfestingasjóðir maki krókinn á húsnæðismarkaðnum? Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að láta sér nægja að „huga að“ algjörlega sjálfsögðum þáttum á meðan íslenskur húsnæðismarkaður eltir þróunina í kapítalískustu stórborgum heim. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á kjör fólks, heldur líka byggð og samfélag, að ekki sé minnst á baráttuna við loftslagsvána. Smám saman hefur fólk ekki efni á að búa nálægt vinnustöðum sínum og ungt fólk sem ekki getur dvalið heima fram á fertugsaldur neyðist til að búa við óviðunandi aðstæður. Hér skortir framtíðarsýn. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar skildi eftir fleiri spurningar en svör og fjárlagafrumvarpið gat litlu svarað. Eftir stendur gríðarleg áskorun í lífskjörum fólks og það er alvarleg forherðing að varpa ábyrgðinni á launafólk sem horfir nú fram á hækkandi húsnæðisverð og hækkandi verð á matvörum og öðrum nauðsynjum. Það er heldur ekki í boði að bíða aðgerða til að gefa loforð í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Þá verður það of seint og lítill trúverðugleiki að ætla enn og aftur að endurnýta gömul loforð sem aldrei hafa verið efnd. Ný ríkisstjórn þarf að sýna það ekki síðar en strax að hún ætli sér að setja afkomu fólks og lífsgæði í forgang. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Það skýtur skökku við að ný ríkisstjórn tali fjálglega um nauðsyn þess að „vinnumarkaðurinn axli ábyrgð“ í komandi kjarasamningum en leggur svo enga áherslu á það sem skiptir öllu í komandi kjaraviðræðum; að taka á dýrtíð og húsnæðisverði. Hvergi sér þess stað í fjárlagafrumvarpinu né stjórnarsáttmálanum að stórátaks sé þörf á húsnæðismarkaði. Í sáttmálanum segir: „Mæta þarf sérstaklega þeim sem búa við háan húsnæðiskostnað með auknum stuðningi og auka framboð af ódýru leiguhúsnæði fyrir aldraða í samstarf við sveitarfélögin og samtök aldraðra, m.a. í almenna íbúðakerfnu.“ Enn fremur segir að „horft verði til áframhaldandi uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu“. Fyrir kosningar voru allir stjórnarflokkarnir hins vegar á einu máli um að auka þyrfti framlög til kerfisins, ekki bara horfa til þess. Í stjórnarsáttmálanum er engar útfærslur að finna. Í hverju á hinn aukni stuðningur að felast? Hvernig á að tryggja framboð ódýrs húsnæðis? Á að efla vaxtabótakerfið, hækka húsaleigubætur eða fara aðrar leiðir til að draga úr húsnæðiskostnaði? Á að koma lögum á útleigu íbúðahúsnæðis til ferðamanna og mun leiguþak eða leigubremsa loksins rata í lög? Á að deila kostnaði af vaxtahækkunum og verðbólgu á milli lánveitenda og lántaka í stað þess að demba allri ábyrgðinni á lántaka? Á að skilja á milli fjárfestingastarfsemi og lánastarfsemi banka þannig að húsnæðismarkaðurinn sé ekki beintengdur fjármálamarkaðnum? Á að koma í veg fyrir að fjárfestingasjóðir maki krókinn á húsnæðismarkaðnum? Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að láta sér nægja að „huga að“ algjörlega sjálfsögðum þáttum á meðan íslenskur húsnæðismarkaður eltir þróunina í kapítalískustu stórborgum heim. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á kjör fólks, heldur líka byggð og samfélag, að ekki sé minnst á baráttuna við loftslagsvána. Smám saman hefur fólk ekki efni á að búa nálægt vinnustöðum sínum og ungt fólk sem ekki getur dvalið heima fram á fertugsaldur neyðist til að búa við óviðunandi aðstæður. Hér skortir framtíðarsýn. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar skildi eftir fleiri spurningar en svör og fjárlagafrumvarpið gat litlu svarað. Eftir stendur gríðarleg áskorun í lífskjörum fólks og það er alvarleg forherðing að varpa ábyrgðinni á launafólk sem horfir nú fram á hækkandi húsnæðisverð og hækkandi verð á matvörum og öðrum nauðsynjum. Það er heldur ekki í boði að bíða aðgerða til að gefa loforð í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Þá verður það of seint og lítill trúverðugleiki að ætla enn og aftur að endurnýta gömul loforð sem aldrei hafa verið efnd. Ný ríkisstjórn þarf að sýna það ekki síðar en strax að hún ætli sér að setja afkomu fólks og lífsgæði í forgang. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun