Öfgalaust Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 23. nóvember 2021 11:01 Á netsíðu Vísis í gær er birt opið bréf til mín í tilefni af litlum pistli sem ég fékk birtan í Morgunblaðinu 18. nóvember. Sendendur bréfsins eru sex konur sem vilja kenna sig við öfgar. Mér finnst að þær ættu ekki að gera það, enda fæ ég ekki betur séð en sjónarmið þeirra séu að mörgu leyti öfgalaus, þó að mér sé gert rangt til og ætlaðar meiningar sem ég kannast ekki við og hef aldrei borið fram. Rétt er að hafa nokkur orð um þetta. Grein mín hafði inni að halda hvatningu til þeirra sem útsettir eru fyrir hættu á að verða beittir kynferðisofbeldi sem og hinna sem gætu orðið ofbeldismenn. Var þessu fólki bent á að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir brotin eða að minnsta kosti að fækka þeim, því kannski getum við aldrei komið í veg fyrir að þau verði framin. Ég kann ekki að vísa til vísindalegra kannana máli mínu til stuðnings, en ég er samt sannfærður um að þorri kynferðisbrota er framinn af drukknum ofbeldismönnum á drukknum fórnarlömbum þeirra. Stundum er ástæða til að ætla að sá sem ofbeldinu beitir, myndi ekki gera það ef hann væri ekki undir áhrifum vímugjafa. Brotin eru yfirleitt ekki framin á veitingahúsum eða úti á götu. Þau eru mörg framin í heimahúsum, eftir að ofbeldismanninum hefur tekist að lokka fórnarlambið með sér þangað. Stundum hefur hann að sögn líka blandað ólyfjan í drykki brotaþolans til að deyfa hann og draga úr afli hans til andstöðu. Þetta er auðvitað skelfilegt og við ættum öll að sameinast í baráttu gegn þessu framferði með eða án öfga. Ofbeldi innan fjölskyldna er erfiðara viðfangs, því þar hafa hrottarnir oft eins konar yfirráð yfir fórnarlömbum sínum. Samt hljótum við að leita leiða til að draga úr heimilisofbeldinu. Það er auðvitað grófur útúrsnúningur úr orðum mínu að telja mig vilja gera fórnarlömbin ábyrg fyrir brotunum, sem þau hafa mátt þola. Það er satt að segja furðulegt að sjá ábyrgar öfgakonur gera þessu skóna. Fyrir mér vakti aðeins að reyna að fækka þessum alvarlegu brotum, þó að erfitt sé að finna leiðir sem virka í þá átt. Þegar álitamál er uppi er oft gagnlegt að stilla upp öfgadæmi, til að átta sig á grundvallaratriðunum. Segjum til að mynda að konur stunduðu það að innbyrða sjálfviljugar, áður en þær færu út á skemmta sér, lyfin sem ofbeldismenn nota til að koma vilja sínum fram við þær. Væri ekki við hæfi að hvetja konur til þess að hætta því, svo þær væru ekki varnar- og meðvitundarlausar á skemmtistöðum borgarinnar? Væri sú hvatning fallin til þess að varpa ábyrgð kvenna á þeim glæpum sem þær yrðu fyrir á þær sjálfar? Nei, því jafnvel þá bæru þolendur enga ábyrgð á verknaði gerendanna, þótt draga hefði mátt úr líkum á brotunum. Ég er sammála öfgakonum um að hvorki karlar né konur eigi að fremja ofbeldisbrot á öðru fólki. Best væri ef unnt yrði að uppræta þau með öllu en því miður er ekki sjáanlegt að slíkt sé hægt. Grein mín var skrifuð í þeim tilgangi að reyna að fækka slíkum brotum. Ábyrgð á ofbeldinu hvílir á brotamanni en ekki öðrum. Með vinsemd beini ég því til ykkar að ætla mér ekki skoðanir í aðra átt. Ástandið í þessum málum er hins vegar klárlega þannig að ég hvet stúlkur, sem mér þykir vænt um, að hafa varann á sér í umgengni við karlmenn sem þær eru kannski að hitta í fyrsta sinn á skemmtistað. Ég hika ekki við að benda þeim á að þær geti stundum beitt aðferðum sem draga úr líkum á að brotið verði á þeim, m.a. með því að skerða ekki dómgreind sína með neyslu vímugjafa. Og ég mun halda því áfram. Verði þær hins vegar fyrir því að brotið sé á þeim, mun ég gera það sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þeim að fást við eftirköstin m.a. með því að brýna fyrir þeim að ábyrgðin og skömmin sé ekki þeirra, heldur eingöngu brotamannsins. Og það eins þó að þær hafi verið drukknar. Verði grein mín til þess að forða einni nauðgun yrði ég sáttur. En þetta munum við aldrei fá að vita, hvorki ég né öfgakonurnar. Við skulum samt taka höndum saman um að gera það sem við getum til að fækka ofbeldisbrotum. Sumir telja það stundum geta orðið málstað til framdráttar að búa til andstæðing jafnvel með því að skrökva á hann sökum. Það er misskilningur hjá ykkur ef þið haldið að þessi aðferð sé vænleg gagnvart mér. Ég hef skömm á ofbeldismönnum og er miklu fremur samherji ykkar en fjandmaður. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Kynferðisofbeldi Áfengi og tóbak Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Svar við pistli Jóns Steinars í Morgunblaðinu 18. nóvember Í ljósi pistils sem þú, Jón Steinar, sendir út frá þér nú á dögunum langar okkur í Öfgum að leiðrétta nokkrar rangfærslur. Okkur grunar að þú hafir ruglast aðeins sem getur komið fyrir á bestu bæjum. 22. nóvember 2021 20:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Á netsíðu Vísis í gær er birt opið bréf til mín í tilefni af litlum pistli sem ég fékk birtan í Morgunblaðinu 18. nóvember. Sendendur bréfsins eru sex konur sem vilja kenna sig við öfgar. Mér finnst að þær ættu ekki að gera það, enda fæ ég ekki betur séð en sjónarmið þeirra séu að mörgu leyti öfgalaus, þó að mér sé gert rangt til og ætlaðar meiningar sem ég kannast ekki við og hef aldrei borið fram. Rétt er að hafa nokkur orð um þetta. Grein mín hafði inni að halda hvatningu til þeirra sem útsettir eru fyrir hættu á að verða beittir kynferðisofbeldi sem og hinna sem gætu orðið ofbeldismenn. Var þessu fólki bent á að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir brotin eða að minnsta kosti að fækka þeim, því kannski getum við aldrei komið í veg fyrir að þau verði framin. Ég kann ekki að vísa til vísindalegra kannana máli mínu til stuðnings, en ég er samt sannfærður um að þorri kynferðisbrota er framinn af drukknum ofbeldismönnum á drukknum fórnarlömbum þeirra. Stundum er ástæða til að ætla að sá sem ofbeldinu beitir, myndi ekki gera það ef hann væri ekki undir áhrifum vímugjafa. Brotin eru yfirleitt ekki framin á veitingahúsum eða úti á götu. Þau eru mörg framin í heimahúsum, eftir að ofbeldismanninum hefur tekist að lokka fórnarlambið með sér þangað. Stundum hefur hann að sögn líka blandað ólyfjan í drykki brotaþolans til að deyfa hann og draga úr afli hans til andstöðu. Þetta er auðvitað skelfilegt og við ættum öll að sameinast í baráttu gegn þessu framferði með eða án öfga. Ofbeldi innan fjölskyldna er erfiðara viðfangs, því þar hafa hrottarnir oft eins konar yfirráð yfir fórnarlömbum sínum. Samt hljótum við að leita leiða til að draga úr heimilisofbeldinu. Það er auðvitað grófur útúrsnúningur úr orðum mínu að telja mig vilja gera fórnarlömbin ábyrg fyrir brotunum, sem þau hafa mátt þola. Það er satt að segja furðulegt að sjá ábyrgar öfgakonur gera þessu skóna. Fyrir mér vakti aðeins að reyna að fækka þessum alvarlegu brotum, þó að erfitt sé að finna leiðir sem virka í þá átt. Þegar álitamál er uppi er oft gagnlegt að stilla upp öfgadæmi, til að átta sig á grundvallaratriðunum. Segjum til að mynda að konur stunduðu það að innbyrða sjálfviljugar, áður en þær færu út á skemmta sér, lyfin sem ofbeldismenn nota til að koma vilja sínum fram við þær. Væri ekki við hæfi að hvetja konur til þess að hætta því, svo þær væru ekki varnar- og meðvitundarlausar á skemmtistöðum borgarinnar? Væri sú hvatning fallin til þess að varpa ábyrgð kvenna á þeim glæpum sem þær yrðu fyrir á þær sjálfar? Nei, því jafnvel þá bæru þolendur enga ábyrgð á verknaði gerendanna, þótt draga hefði mátt úr líkum á brotunum. Ég er sammála öfgakonum um að hvorki karlar né konur eigi að fremja ofbeldisbrot á öðru fólki. Best væri ef unnt yrði að uppræta þau með öllu en því miður er ekki sjáanlegt að slíkt sé hægt. Grein mín var skrifuð í þeim tilgangi að reyna að fækka slíkum brotum. Ábyrgð á ofbeldinu hvílir á brotamanni en ekki öðrum. Með vinsemd beini ég því til ykkar að ætla mér ekki skoðanir í aðra átt. Ástandið í þessum málum er hins vegar klárlega þannig að ég hvet stúlkur, sem mér þykir vænt um, að hafa varann á sér í umgengni við karlmenn sem þær eru kannski að hitta í fyrsta sinn á skemmtistað. Ég hika ekki við að benda þeim á að þær geti stundum beitt aðferðum sem draga úr líkum á að brotið verði á þeim, m.a. með því að skerða ekki dómgreind sína með neyslu vímugjafa. Og ég mun halda því áfram. Verði þær hins vegar fyrir því að brotið sé á þeim, mun ég gera það sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þeim að fást við eftirköstin m.a. með því að brýna fyrir þeim að ábyrgðin og skömmin sé ekki þeirra, heldur eingöngu brotamannsins. Og það eins þó að þær hafi verið drukknar. Verði grein mín til þess að forða einni nauðgun yrði ég sáttur. En þetta munum við aldrei fá að vita, hvorki ég né öfgakonurnar. Við skulum samt taka höndum saman um að gera það sem við getum til að fækka ofbeldisbrotum. Sumir telja það stundum geta orðið málstað til framdráttar að búa til andstæðing jafnvel með því að skrökva á hann sökum. Það er misskilningur hjá ykkur ef þið haldið að þessi aðferð sé vænleg gagnvart mér. Ég hef skömm á ofbeldismönnum og er miklu fremur samherji ykkar en fjandmaður. Höfundur er lögmaður.
Svar við pistli Jóns Steinars í Morgunblaðinu 18. nóvember Í ljósi pistils sem þú, Jón Steinar, sendir út frá þér nú á dögunum langar okkur í Öfgum að leiðrétta nokkrar rangfærslur. Okkur grunar að þú hafir ruglast aðeins sem getur komið fyrir á bestu bæjum. 22. nóvember 2021 20:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar