Grænni Reykjavíkurborg – rafræn og blaðlaus! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Flokkur fólksins hefur lagt fram þá tillögu í borgarráði að frá og með árinu 2023 hætti Reykjavíkurborg og stofnanir hennar að kaupa dagblöð í blaðaformi fyrir aðra en þá eru ófærir um að nýta rafrænar áskriftir, svo sem vegna fötlunar eða öldrunar. Að öðru leyti kaupi borgin eingöngu rafrænar blaðaáskriftir. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í umhverfismálum og sýni þar frumkvæði og framsýni. Þörfin fyrir prentað mál minnkar stöðugt. Þar á Reykjavíkurborg að vera árvökul og í fararbroddi. Nýta rafrænar áskriftir og færa útgáfu sína í sömu átt þar sem þess er kostur. Minna má á að núverandi meirihluti hefur mært mjög rafræna ferla. Nýverið gaf borgin út 64 bls. bækling: „Uppbygging íbúða í borginni“ sem hægt hefði verið að koma til borgarbúa með einum smelli í stað þess að prenta og dreifa á öll heimili með tilheyrandi stóru kolefnisspori. Það er ekki gott fordæmi og illa farið með skattfé almennings. Kolefnisfótspor þess eitt og sér að prenta eitt blað jafngildir akstri meðalbíls um 1 km fyrir utan það að koma dagblöðum frá prentsmiðju í hverfin til viðtakenda. Árleg áskrift getur þannig numið kolefnisspori af akstri samsvarandi um 250 km á bifreið. Umhverfislegur ávinningur er því augljós. Með þessu umhverfisskrefi á borgin alls ekki að minnka stuðning við útgáfustarfsemi. Slíkt er alls ekki tilgangur þessar tillögu. Stuðningur í formi kaupa á fjölmiðlum á að halda áfram. Þetta er eingöngu hugsað sem góð viðleitni og fordæmi í baráttunni við umhverfismengun og sóun. Í baráttu okkar gegn umhverfismegnun skiptir allt máli og dropinn holar steininn. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur lagt fram þá tillögu í borgarráði að frá og með árinu 2023 hætti Reykjavíkurborg og stofnanir hennar að kaupa dagblöð í blaðaformi fyrir aðra en þá eru ófærir um að nýta rafrænar áskriftir, svo sem vegna fötlunar eða öldrunar. Að öðru leyti kaupi borgin eingöngu rafrænar blaðaáskriftir. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í umhverfismálum og sýni þar frumkvæði og framsýni. Þörfin fyrir prentað mál minnkar stöðugt. Þar á Reykjavíkurborg að vera árvökul og í fararbroddi. Nýta rafrænar áskriftir og færa útgáfu sína í sömu átt þar sem þess er kostur. Minna má á að núverandi meirihluti hefur mært mjög rafræna ferla. Nýverið gaf borgin út 64 bls. bækling: „Uppbygging íbúða í borginni“ sem hægt hefði verið að koma til borgarbúa með einum smelli í stað þess að prenta og dreifa á öll heimili með tilheyrandi stóru kolefnisspori. Það er ekki gott fordæmi og illa farið með skattfé almennings. Kolefnisfótspor þess eitt og sér að prenta eitt blað jafngildir akstri meðalbíls um 1 km fyrir utan það að koma dagblöðum frá prentsmiðju í hverfin til viðtakenda. Árleg áskrift getur þannig numið kolefnisspori af akstri samsvarandi um 250 km á bifreið. Umhverfislegur ávinningur er því augljós. Með þessu umhverfisskrefi á borgin alls ekki að minnka stuðning við útgáfustarfsemi. Slíkt er alls ekki tilgangur þessar tillögu. Stuðningur í formi kaupa á fjölmiðlum á að halda áfram. Þetta er eingöngu hugsað sem góð viðleitni og fordæmi í baráttunni við umhverfismengun og sóun. Í baráttu okkar gegn umhverfismegnun skiptir allt máli og dropinn holar steininn. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun