Gleði í leikskólanum Magnea Arnar skrifar 17. nóvember 2021 12:01 Leikskólinn er griðarstaður fyrir yngstu börnin okkar. Á sama tíma og börnin sleppa foreldrum sínum jafnvel í fyrsta sinn eru þau að hefja skólagöngu í sínum fyrsta skóla. Þau læra allan daginn endalaust því leikurinn er leið barnanna til þess að læra. Læra að skiptast á, læra að byggja, læra hljóð, læra hvernig lím virkar, læra hvernig best er að klæða sig fyrir útiveru, læra að hoppa. Börnin æfa hugrekki, sjálfstæði og samkennd. Þau byggja upp sterka sjálfsmynd með því að finna áhugasvið sitt og hvaða skoðanir þau hafa. Að læra að eiga í samskiptum og eignast sína fyrstu vini eru stór stökk í félagsþroska barnanna. Börnin læra að treysta kennurunum fyrir löngunum sínum, vangaveltum og áhyggjum. Ég vinn í leikskóla því það er alltaf skemmtilegt í leikskólanum, við vinnum náið saman kennararnir á deildum og það er alltaf í nægu að snúast. Á hverjum degi eru nýjar áskoranir lagðar fyrir okkur, bæði börn og kennara. Stundum fer stór hluti dagsins í að aðstoða skapandi börn í að framkvæma hluti eins og bílabúning úr pappakassa eða standandi hund úr skyrdollum. Aðra daga erum við í flóknum foreldrasamskiptum, teymisfundum og skipulagsvinnu. Flesta dagar eru þó hlátursköst yfir bröndurum fimm ára barna eða stórskemmtilegar samverur. Tíminn okkar fer í að lesa, lita og spjalla, skapa eða jafnvel að útskýra af hverju stundum eru ský og stundum ekki. Leikskólinn gefur innsýn í fjölbreytileika samfélagsins okkar þar sem allir eiga rétt á sinni tilvist og að fá að líða vel í skólasamfélaginu. Í leikskólanum okkar fá börnin að sitja í matstofu í matartímum dagsins. Þau sitja við lítil eða stór borð, sitja ein eða með félögum. Velja sér þann mat sem þau vilja af litríku hlaðborði. En þó að börnin séu alltaf dugleg að smakka nýtt þýðir það ekki að öllum þyki allt gott, og það er bara í góðu lagi. Sumir vilja vera meira úti en aðrir enda erum við öll svo ólík. Við fáum að vinna með styrkleikana okkar og hella okkur í það sem við höfum bæði áhuga á og erum góð í. Leikskólakennarar eru mikilvægir og ég vona að fleiri sjái tækifærin sem felast í því að starfa í leikskóla. Skrifar kona sem kom heim með fulla vasa af sandi eftir enn einn frábæra leikskóladaginn í dag. Höfundur er þroskaþjálfi og leikskólakennaranemi í leikskólanum Rauðhól í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Leikskólinn er griðarstaður fyrir yngstu börnin okkar. Á sama tíma og börnin sleppa foreldrum sínum jafnvel í fyrsta sinn eru þau að hefja skólagöngu í sínum fyrsta skóla. Þau læra allan daginn endalaust því leikurinn er leið barnanna til þess að læra. Læra að skiptast á, læra að byggja, læra hljóð, læra hvernig lím virkar, læra hvernig best er að klæða sig fyrir útiveru, læra að hoppa. Börnin æfa hugrekki, sjálfstæði og samkennd. Þau byggja upp sterka sjálfsmynd með því að finna áhugasvið sitt og hvaða skoðanir þau hafa. Að læra að eiga í samskiptum og eignast sína fyrstu vini eru stór stökk í félagsþroska barnanna. Börnin læra að treysta kennurunum fyrir löngunum sínum, vangaveltum og áhyggjum. Ég vinn í leikskóla því það er alltaf skemmtilegt í leikskólanum, við vinnum náið saman kennararnir á deildum og það er alltaf í nægu að snúast. Á hverjum degi eru nýjar áskoranir lagðar fyrir okkur, bæði börn og kennara. Stundum fer stór hluti dagsins í að aðstoða skapandi börn í að framkvæma hluti eins og bílabúning úr pappakassa eða standandi hund úr skyrdollum. Aðra daga erum við í flóknum foreldrasamskiptum, teymisfundum og skipulagsvinnu. Flesta dagar eru þó hlátursköst yfir bröndurum fimm ára barna eða stórskemmtilegar samverur. Tíminn okkar fer í að lesa, lita og spjalla, skapa eða jafnvel að útskýra af hverju stundum eru ský og stundum ekki. Leikskólinn gefur innsýn í fjölbreytileika samfélagsins okkar þar sem allir eiga rétt á sinni tilvist og að fá að líða vel í skólasamfélaginu. Í leikskólanum okkar fá börnin að sitja í matstofu í matartímum dagsins. Þau sitja við lítil eða stór borð, sitja ein eða með félögum. Velja sér þann mat sem þau vilja af litríku hlaðborði. En þó að börnin séu alltaf dugleg að smakka nýtt þýðir það ekki að öllum þyki allt gott, og það er bara í góðu lagi. Sumir vilja vera meira úti en aðrir enda erum við öll svo ólík. Við fáum að vinna með styrkleikana okkar og hella okkur í það sem við höfum bæði áhuga á og erum góð í. Leikskólakennarar eru mikilvægir og ég vona að fleiri sjái tækifærin sem felast í því að starfa í leikskóla. Skrifar kona sem kom heim með fulla vasa af sandi eftir enn einn frábæra leikskóladaginn í dag. Höfundur er þroskaþjálfi og leikskólakennaranemi í leikskólanum Rauðhól í Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun