Gleði í leikskólanum Magnea Arnar skrifar 17. nóvember 2021 12:01 Leikskólinn er griðarstaður fyrir yngstu börnin okkar. Á sama tíma og börnin sleppa foreldrum sínum jafnvel í fyrsta sinn eru þau að hefja skólagöngu í sínum fyrsta skóla. Þau læra allan daginn endalaust því leikurinn er leið barnanna til þess að læra. Læra að skiptast á, læra að byggja, læra hljóð, læra hvernig lím virkar, læra hvernig best er að klæða sig fyrir útiveru, læra að hoppa. Börnin æfa hugrekki, sjálfstæði og samkennd. Þau byggja upp sterka sjálfsmynd með því að finna áhugasvið sitt og hvaða skoðanir þau hafa. Að læra að eiga í samskiptum og eignast sína fyrstu vini eru stór stökk í félagsþroska barnanna. Börnin læra að treysta kennurunum fyrir löngunum sínum, vangaveltum og áhyggjum. Ég vinn í leikskóla því það er alltaf skemmtilegt í leikskólanum, við vinnum náið saman kennararnir á deildum og það er alltaf í nægu að snúast. Á hverjum degi eru nýjar áskoranir lagðar fyrir okkur, bæði börn og kennara. Stundum fer stór hluti dagsins í að aðstoða skapandi börn í að framkvæma hluti eins og bílabúning úr pappakassa eða standandi hund úr skyrdollum. Aðra daga erum við í flóknum foreldrasamskiptum, teymisfundum og skipulagsvinnu. Flesta dagar eru þó hlátursköst yfir bröndurum fimm ára barna eða stórskemmtilegar samverur. Tíminn okkar fer í að lesa, lita og spjalla, skapa eða jafnvel að útskýra af hverju stundum eru ský og stundum ekki. Leikskólinn gefur innsýn í fjölbreytileika samfélagsins okkar þar sem allir eiga rétt á sinni tilvist og að fá að líða vel í skólasamfélaginu. Í leikskólanum okkar fá börnin að sitja í matstofu í matartímum dagsins. Þau sitja við lítil eða stór borð, sitja ein eða með félögum. Velja sér þann mat sem þau vilja af litríku hlaðborði. En þó að börnin séu alltaf dugleg að smakka nýtt þýðir það ekki að öllum þyki allt gott, og það er bara í góðu lagi. Sumir vilja vera meira úti en aðrir enda erum við öll svo ólík. Við fáum að vinna með styrkleikana okkar og hella okkur í það sem við höfum bæði áhuga á og erum góð í. Leikskólakennarar eru mikilvægir og ég vona að fleiri sjái tækifærin sem felast í því að starfa í leikskóla. Skrifar kona sem kom heim með fulla vasa af sandi eftir enn einn frábæra leikskóladaginn í dag. Höfundur er þroskaþjálfi og leikskólakennaranemi í leikskólanum Rauðhól í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Leikskólinn er griðarstaður fyrir yngstu börnin okkar. Á sama tíma og börnin sleppa foreldrum sínum jafnvel í fyrsta sinn eru þau að hefja skólagöngu í sínum fyrsta skóla. Þau læra allan daginn endalaust því leikurinn er leið barnanna til þess að læra. Læra að skiptast á, læra að byggja, læra hljóð, læra hvernig lím virkar, læra hvernig best er að klæða sig fyrir útiveru, læra að hoppa. Börnin æfa hugrekki, sjálfstæði og samkennd. Þau byggja upp sterka sjálfsmynd með því að finna áhugasvið sitt og hvaða skoðanir þau hafa. Að læra að eiga í samskiptum og eignast sína fyrstu vini eru stór stökk í félagsþroska barnanna. Börnin læra að treysta kennurunum fyrir löngunum sínum, vangaveltum og áhyggjum. Ég vinn í leikskóla því það er alltaf skemmtilegt í leikskólanum, við vinnum náið saman kennararnir á deildum og það er alltaf í nægu að snúast. Á hverjum degi eru nýjar áskoranir lagðar fyrir okkur, bæði börn og kennara. Stundum fer stór hluti dagsins í að aðstoða skapandi börn í að framkvæma hluti eins og bílabúning úr pappakassa eða standandi hund úr skyrdollum. Aðra daga erum við í flóknum foreldrasamskiptum, teymisfundum og skipulagsvinnu. Flesta dagar eru þó hlátursköst yfir bröndurum fimm ára barna eða stórskemmtilegar samverur. Tíminn okkar fer í að lesa, lita og spjalla, skapa eða jafnvel að útskýra af hverju stundum eru ský og stundum ekki. Leikskólinn gefur innsýn í fjölbreytileika samfélagsins okkar þar sem allir eiga rétt á sinni tilvist og að fá að líða vel í skólasamfélaginu. Í leikskólanum okkar fá börnin að sitja í matstofu í matartímum dagsins. Þau sitja við lítil eða stór borð, sitja ein eða með félögum. Velja sér þann mat sem þau vilja af litríku hlaðborði. En þó að börnin séu alltaf dugleg að smakka nýtt þýðir það ekki að öllum þyki allt gott, og það er bara í góðu lagi. Sumir vilja vera meira úti en aðrir enda erum við öll svo ólík. Við fáum að vinna með styrkleikana okkar og hella okkur í það sem við höfum bæði áhuga á og erum góð í. Leikskólakennarar eru mikilvægir og ég vona að fleiri sjái tækifærin sem felast í því að starfa í leikskóla. Skrifar kona sem kom heim með fulla vasa af sandi eftir enn einn frábæra leikskóladaginn í dag. Höfundur er þroskaþjálfi og leikskólakennaranemi í leikskólanum Rauðhól í Reykjavík.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun