Kirkjujarðasamkomulagið - Sannarlega óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar Siggeir F. Ævarsson skrifar 9. nóvember 2021 09:30 Haustið 2019 skrifaði ég grein sem birtist hér á Vísi um kirkjujarðasamkomulagið svokallaða, sem ég kallaði óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár. Það er einfaldlega staðreynd að forsendur þessa samkomulags hafa verið mjög svo á huldu. Ýmsir þingmenn hafa í gegnum tíðina reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir fram, en án árangurs. En í haust dró óvænt til tíðinda þegar Fjármálaráðuneytið lét Birni Leví, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um þessar jarðir og virði þeirra. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt. Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem eru enn í eigu ríkisins eru tæpir 2,8 milljarðar króna. Þá hafa ófáar jarðir verið seldar en uppreiknað söluverð er um 4,2 milljarðar króna. Heildarvirði jarðanna sem standa undir kirkjujarðasamkomulaginu er sem sagt sjö milljarðar. Eftir standa jarðir í eigu ríkisins sem eru minna virði en árlegar greiðslur þess til kirkjunnar (tæpir fjórir milljarðar 2021) Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað. Að ofangreindu má glöggt sjá að kirkjujarðasamkomulagið er sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert. Nú þegar hefur ríkið greitt um 60 milljarða fyrir þessar jarðir, og er skuldbundið til að greiða annað eins næstu 13 árin. Samningarnir munu að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur. Árlega fær Þjóðkirkjan frá ríkinu um fjóra milljarða í sinn hlut út á þennan hörmulega samning. Bætist sú upphæð ofan á sóknargjöldin, sem einnig eru greidd af ríkinu og tekin af skattfé allra landsmanna, líka þeirra sem standa utan trúfélaga. Þessir fjórir milljarðar standa m.a. undir launagreiðslum presta og starfsfólks biskupsstofu. En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Haustið 2019 skrifaði ég grein sem birtist hér á Vísi um kirkjujarðasamkomulagið svokallaða, sem ég kallaði óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár. Það er einfaldlega staðreynd að forsendur þessa samkomulags hafa verið mjög svo á huldu. Ýmsir þingmenn hafa í gegnum tíðina reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir fram, en án árangurs. En í haust dró óvænt til tíðinda þegar Fjármálaráðuneytið lét Birni Leví, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um þessar jarðir og virði þeirra. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt. Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem eru enn í eigu ríkisins eru tæpir 2,8 milljarðar króna. Þá hafa ófáar jarðir verið seldar en uppreiknað söluverð er um 4,2 milljarðar króna. Heildarvirði jarðanna sem standa undir kirkjujarðasamkomulaginu er sem sagt sjö milljarðar. Eftir standa jarðir í eigu ríkisins sem eru minna virði en árlegar greiðslur þess til kirkjunnar (tæpir fjórir milljarðar 2021) Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað. Að ofangreindu má glöggt sjá að kirkjujarðasamkomulagið er sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert. Nú þegar hefur ríkið greitt um 60 milljarða fyrir þessar jarðir, og er skuldbundið til að greiða annað eins næstu 13 árin. Samningarnir munu að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur. Árlega fær Þjóðkirkjan frá ríkinu um fjóra milljarða í sinn hlut út á þennan hörmulega samning. Bætist sú upphæð ofan á sóknargjöldin, sem einnig eru greidd af ríkinu og tekin af skattfé allra landsmanna, líka þeirra sem standa utan trúfélaga. Þessir fjórir milljarðar standa m.a. undir launagreiðslum presta og starfsfólks biskupsstofu. En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun