Ég hef víðtæka reynslu af því að gera mistök Heimir Eyvindarson skrifar 4. nóvember 2021 07:30 Auðmýkt er lykilhugtak í leiðtogafræðum nútímans. Í þeim fræðum telst einnig til ótvíræðra kosta að hlusta meira en maður talar. Ég hef reynt að temja mér hvort tveggja. Það myndi aldrei hvarfla að mér að halda því fram að ég væri hæfastur meðal jafningja minna. Ef maður veit alltaf allt best lærir maður minna og minna með hverjum deginum. Allra síst myndi það hvarfla að mér að byggja mat á eigin hæfni á fremur einsleitri reynslu úr sama kerfinu, nær alla starfsævina. Ég hef starfað við kennslu í 17 ár en hef aukinheldur verið svo heppinn að hafa fengið að fást við ýmis önnur störf. Bæði í eigin rekstri og annarra. Öll sú reynsla hefur mótað mig sem manneskju og aukið mér víðsýni. Það sem hefur þó líklega kennt mér mest og best á lífið er sú býsna víðtæka reynsla sem ég hef af því að gera mistök. Hvort heldur sem er í vinnu eða einkalífi. Það er nefnilega óumflýjanlegt að gera mistök á lífsleiðinni, en það sem ég hef reynt að kenna sjálfum mér og nemendum mínum er að leggja áherslu á að læra af þeim og nýta þau til þess að bæta sig smátt og smátt. Þar er auðmýkt lykilatriði. Mörg stór mál eru framundan hjá okkur kennurum, til að mynda ný menntastefna sem á að gilda til 2030. Í henni eru enn eina ferðina boðaðar breytingar á gildandi aðalnámskrám, en hér á landi hefur það tíðkast óslitið frá 1974 að pólitíkin snúi öllu umhverfi okkar á haus á 10-15 ára fresti. Það er nauðsynlegt að rödd kennara heyrist betur en hingað til í þeirri vinnu. Að mínu viti er ekki skynsamlegt að gera of miklar breytingar of ört. Heillavænlegra er að vinna áfram með grunnþætti menntunar en minnka orðskrúðið, fækka mælanlegum markmiðum og gera þau sem eftir verða í senn skiljanleg og heiðarleg. Þannig að einhver leið verði að fara eftir þeim. Við það myndi a.m.k. einum streituvaldinum í starfi okkar fækka. Ég vil efla innra starf KÍ og gera félagið virkara og aðgengilegra fyrir almenna félagsmenn. Ekki síst fólk á landsbyggðinni. Endurskoða þarf rekstur og regluverk sumra sjóða félagsins, til að mynda er rík ástæða til að endurskoða reglur sjúkrasjóðs. Við borgum öll dágóðar upphæðir í þann sjóð en samt dugar styrkur til sálfræðiþjónustu rétt svo fyrir einu og hálfu viðtali. Þá eigum við sem búum úti á landi eftir að borga ferðakostnað og vinnutap því á mörgum stöðum er hreinlega enga sálfræðiþjónustu að hafa. Einnig er mikilvægt að jafna kjör kennara milli skólastiga, en þar eins og í mörgu öðru endurspeglast það flækjustig sem felst í því að bæði ríki og sveitarfélög reki menntakerfið. Nú gildir sama leyfisbréf í leik-, grunn- og framhaldsskólum og þar með viðurkennt að allir séu jafn gildir sérfræðingar í menntun á öllum skólastigum. Einn þessara hópa þarf þó að kenna mun fleiri kennslustundir en hinir til að uppfylla skyldur sínar. Það er óeðlilegt og eitt af því fjölmarga sem formaður KÍ þarf að geta tjáð sig um á heiðarlegan og málefnalegan hátt, ávallt með það að markmiði að skapa okkur öllum réttlátara og heilbrigðara starfsumhverfi. Höfundur býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Auðmýkt er lykilhugtak í leiðtogafræðum nútímans. Í þeim fræðum telst einnig til ótvíræðra kosta að hlusta meira en maður talar. Ég hef reynt að temja mér hvort tveggja. Það myndi aldrei hvarfla að mér að halda því fram að ég væri hæfastur meðal jafningja minna. Ef maður veit alltaf allt best lærir maður minna og minna með hverjum deginum. Allra síst myndi það hvarfla að mér að byggja mat á eigin hæfni á fremur einsleitri reynslu úr sama kerfinu, nær alla starfsævina. Ég hef starfað við kennslu í 17 ár en hef aukinheldur verið svo heppinn að hafa fengið að fást við ýmis önnur störf. Bæði í eigin rekstri og annarra. Öll sú reynsla hefur mótað mig sem manneskju og aukið mér víðsýni. Það sem hefur þó líklega kennt mér mest og best á lífið er sú býsna víðtæka reynsla sem ég hef af því að gera mistök. Hvort heldur sem er í vinnu eða einkalífi. Það er nefnilega óumflýjanlegt að gera mistök á lífsleiðinni, en það sem ég hef reynt að kenna sjálfum mér og nemendum mínum er að leggja áherslu á að læra af þeim og nýta þau til þess að bæta sig smátt og smátt. Þar er auðmýkt lykilatriði. Mörg stór mál eru framundan hjá okkur kennurum, til að mynda ný menntastefna sem á að gilda til 2030. Í henni eru enn eina ferðina boðaðar breytingar á gildandi aðalnámskrám, en hér á landi hefur það tíðkast óslitið frá 1974 að pólitíkin snúi öllu umhverfi okkar á haus á 10-15 ára fresti. Það er nauðsynlegt að rödd kennara heyrist betur en hingað til í þeirri vinnu. Að mínu viti er ekki skynsamlegt að gera of miklar breytingar of ört. Heillavænlegra er að vinna áfram með grunnþætti menntunar en minnka orðskrúðið, fækka mælanlegum markmiðum og gera þau sem eftir verða í senn skiljanleg og heiðarleg. Þannig að einhver leið verði að fara eftir þeim. Við það myndi a.m.k. einum streituvaldinum í starfi okkar fækka. Ég vil efla innra starf KÍ og gera félagið virkara og aðgengilegra fyrir almenna félagsmenn. Ekki síst fólk á landsbyggðinni. Endurskoða þarf rekstur og regluverk sumra sjóða félagsins, til að mynda er rík ástæða til að endurskoða reglur sjúkrasjóðs. Við borgum öll dágóðar upphæðir í þann sjóð en samt dugar styrkur til sálfræðiþjónustu rétt svo fyrir einu og hálfu viðtali. Þá eigum við sem búum úti á landi eftir að borga ferðakostnað og vinnutap því á mörgum stöðum er hreinlega enga sálfræðiþjónustu að hafa. Einnig er mikilvægt að jafna kjör kennara milli skólastiga, en þar eins og í mörgu öðru endurspeglast það flækjustig sem felst í því að bæði ríki og sveitarfélög reki menntakerfið. Nú gildir sama leyfisbréf í leik-, grunn- og framhaldsskólum og þar með viðurkennt að allir séu jafn gildir sérfræðingar í menntun á öllum skólastigum. Einn þessara hópa þarf þó að kenna mun fleiri kennslustundir en hinir til að uppfylla skyldur sínar. Það er óeðlilegt og eitt af því fjölmarga sem formaður KÍ þarf að geta tjáð sig um á heiðarlegan og málefnalegan hátt, ávallt með það að markmiði að skapa okkur öllum réttlátara og heilbrigðara starfsumhverfi. Höfundur býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun